Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Óvenjulegu skólaári hjá Framhaldsskól- anum á Húsavík lauk með óvenjulegri út- skrift. Meira að segja hópmyndin af út- skriftarhópnum var óvenjuleg. Ljós- myndarinn fór upp í kirkjuna til að geta tekið mynd af nemendunum með rétt bil á milli. Við brautskráningu í kirkjunni gátu aðeins verið nemendurnir nítján og tveir gestir með hverjum. Aðrir urðu að sam- fagna þeim með því að fylgjast með beinni útsendingu á Facebook. Útskriftin óvenjuleg 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020 ER PLANIÐ SKÍTUGT? Fáðu tilboð í s: 577 5757 GÖTUSÓPUN ÞVOTTUR MÁLUN www.gamafelagid.is Íbúar við Furugerði hafa máttþola ótrúlegar athugasemdir og atlögur borgaryfirvalda. Þeir hafa reynt að benda borgaryf- irvöldum á að áform um að fjölga íbúðum við Bústaðaveg úr 4-6 samkvæmt aðalskipulagi í 30 eða fleiri samkvæmt núverandi áform- um gangi ekki upp.    Í þvísam- bandi hefur meðal annars verið bent á að ekki sé gert ráð fyrir bílastæðum fyrir allar íbúð- irnar þrátt fyrir að þegar sé þröngt á svæðinu. Svar borgar- yfirvalda var að með þrengingu Grensásvegar væri orðið auðveld- ara fyrir íbúana að vera á reið- hjóli!    Í aðalskipulaginu segir að svæð-ið sé „að mestu fullbyggt“, en það kemur ekki í veg fyrir stór- karlaleg áform um miklar þreng- ingar og óhóflegan fjölda íbúða. Engu skal eirt þegar öfgarnar þurfa að ná fram að ganga.    En nú er komin upp ný staða íþessu máli sem verður von- andi til þess að borgaryfirvöld hugsa það upp á nýtt.    Borgin klúðraði auglýsingu umsamþykkt deiliskipulagsins. Hún hafði ár til að auglýsa það, en fór hálfan mánuð fram yfir. Þetta verður að teljast sérstakt í ljósi alls ákafans í málinu, en það breytir því ekki að nú er óvænt tækifæri til að hlusta á íbúana og rétta kúrsinn.    Það er svo sem ekki líklegt aðborgaryfirvöld fari allt í einu að taka tillit til sjónarmiða íbú- anna, en það væri skynsamlegt. Óvænt tækifæri STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Veðrið lék við íbúa sunnan- og vest- anlands um helgina og rættust spár um að hitamet vorsins yrði slegið. „Það gerði það svo sannarlega sunn- an- og vestanlands. Hitinn skreið í 17-18 stig í Reykjavík,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Morg- unblaðið. Fyrir norðan var þó mun svalara. Vorið lét bíða eftir sér, en fyrri hluti apríl var óvenjukaldur um allt land, að sögn Birgis. Um miðjan apr- íl var hiti tiltölulega nærri meðal- laginu en engar öfgar í veðrinu ef frá er talin helgin. Þá hefur úrkoma ver- ið undir meðaltali á öllu landinu. Spáð er suðlægri átt næstu daga með töluverðri vætu sunnan- og vestantil en úrkomuminna norðan- lands. Hiti verður á bilinu 7-12 stig yfir daginn um mestallt land. „Til- tölulega íslenskt maíveður,“ segir Birgir. Morgunblaðið/Sigurður Unnar Bongó Borgarbúar nýttu margir veðurblíðuna til útiveru, eins og gengur. Hitameti vorsins náð um helgina  Suðlæg átt og 7-12 stig næstu daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.