Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020 Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera   Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Sögustund af hljóðbók kl. 10.30. Hugarþjálfun, leikir og spjall kl. 13.30. Hámarksfjöldi 20 manns, það verður að skrá sig í síma 411-2600. Spritta sig þegar komið er inn og þegar farið er út. Bústaðakirkja Ekkert félagsstarf verður á þessu vori í ljósi aðstæðna, við munum ekki taka neina sénsa. Ekki verður messað á uppstigningadag í Bústaðakirkju en helgistund verður streymt á hei- masíðu og facebook síðu kirkjunnar. Við sjáumst hress í haust, vo- nandi eigið þið gott sumar. kærleikskveðja Hólmfríður djákni Korpúlfar Förum af stað með hádegisverð af mikilli varkárni, matar- gestum er skipt niður á tíma, því nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram og virða 2. metra regluna og hvetjum alla til að kynna sér vel Samfélagssáttmála Covid. Spritta hendur og fara varlega. Gönguhópar kl. 10. mánudaga frá Borgum og Grafarvogskirkju kl. 10. miðvikudaga föstudaga frá Borgum Petan Gufunesbæ fyrir Korpúlfa mánudaga kl. 13. velkomin Seltjarnarnes Verið öll hjartanlega velkomin en við opnum fyrir almennt félagsstarf í dag 25. maí. Gler og leir kl. 9. og 13. Billjard í Se- linu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum á Skólabrut kl. 11. Handavinna Á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sund- lauginni kl. 18.30. Virðum almennar sóttvarnir, 2ja metra regluna, handþvott og sprittun. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt NETVERSLUN gina.is Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Verð kr. 4.990 Verð kr. 3.990 Verð kr. 6.990 Sími 588 8050. - vertu vinur Dýralæknaskólinn. Veterinary Medicine and Pharmacy University í Košice Slóvakíu heldur inntókupróf á netinu (online) 12. júní. Umsóknarfrestur til 5. júní. www.uvfl.sk/en Upplýsingar s. 5444333 og kaldasel@islandia.is Bílar Nýr 2020 Renault Zoe 52 Kwh. VINSÆLAST RAMAGNSBÍLL Í EVRÓPU. Drægni 395 km. Flottasta typa = Intens +. Með hraðhleðslu. 3 litir í boði á staðnum. Á GAMLA GENGINU: kr. 4.190.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. 200 mílur ✝ Kristinn Matt-hías Kjart- ansson fæddist 28. nóvember 1942 í Þórisholti í Mýrdal. Hann lést 14. maí 2020 á Lsp. Hring- braut. Foreldrar hans voru Þorgerður Einarsdóttir, f. 28.3. 1901, d. 7.1. 2003, og Kjartan Einarsson, f. 27.8. 1893, d. 28.7. 1970. Systkini hans: Borghildur, f. 23.9. 1922, d. 2.8. 2012, Einar Sigurður, f. 3.3. 1925, d. 18.12. 1970, Ingveldur Guðríður, f. 2.8. 1929, d. 9.9. 1999, Einar, f. 3.12. 1930, d. 24.12. 2019, Sigurgeir, f. 7.3. 1938, Kjartan, f. 1.11. 1944. Kristinn kvæntist 10.6. 1965 eftirlifandi eiginkonu sinni Guð- rúnu Helgadóttur (Gullu), fv. bankamanni, f. í Reykjavík 20.4. 1945. Móðir hennar er Sigríður Anna Bríet, f. 19.6. 2002, fyrir átti Kristín, b) Helgu Rún Sig- urðardóttur, f. 24.1. 1997, hún á tvo syni Adriel Mána, f. 27.11. 2017, og Atlas Örn, f. 26.1. 2019, barnsfaðir Karel Atli Ólafsson. Menntun og störf: Loftskeyta- próf 1961, símritara- og yfirsím- ritarapróf 1970, Loran-C tækni- próf hjá bandarísku strand- gæslunni 1971. Loftskeytamaður á Raufarhöfn 1961-1962, loftskeytamaður á skipum Eimskipafélagsins 1962- 1967, loftskeytastöðinni í Gufu- nesi 1967-1970, loftskeytastöð- inni í Gufuskálum 1970-1973, Skýrr 1973-1980, IBM/Nýherji 1980-1997, Hugvit 1997-2017. Um árabil var hann félagi í Lionsklúbbnum Tý, söng með Rarikkórnum, kirkjukór Selja- kirkju og söngfélagi Skaftfell- inga. Útför Kristins fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 25. maí 2020, klukkan 13. Streymt verður frá útförinni á https://www.sonik.is/ bustadakirkja og facebooksíðu Kristins. Slóðina má nálgast á Meira: www.mbl.is/andlat Meira: sonik.is/bustadakirkja Skúladóttir, f. 25.6. 1918, í Mörtungu. Börn Kristins og Guðrúnar eru: 1) Steinar Þór, f. 28.2. 1966, maki Sigrún Stefánsdóttir, f. 18.2. 1965, börn þeirra; a) Stefán Kristinn, f. 7.6. 1997, b) Guðrún Katrín, f. 29.12. 1999, c) Hlynur Kári, f. 14.6. 2002, og fyrir átti Steinar d) Heklu Karen, f. 15.2. 1992, maki Hilmir Hjaltason, f. 16.3. 1984, börn þeirra; Móeiður Una, f. 22.1. 2015, og Hjalti Steinn, f. 22.1. 2017. 2) Sigríður, f. 11.8. 1968, maki Halldór Bárð- arson, f. 3.9. 1966, börn þeirra; a) Arnar Ingi, f. 12.4. 1993, sam- býliskona Margrét Kristín Waage Björnsdóttir, f. 9.8. 1996, b) Linda Björk, f. 12.8. 1997. 3) Kristín Björg, f. 19.8. 1974, maki David Hedin, dóttir þeirra; a) Það er skrítin tilhugsun að það sé ekki lengur hægt að hringja í þig eða koma við í spjall um dag- inn og veginn. Útilegur og ferða- lög verða öðruvísi, en það var það sem þú lifðir fyrir. Það var nokkuð víst að ef eitthvað stóð til þá varst þú fyrsti maður á vettvang til að bjóða fram aðstoð, hvort sem ég var í framkvæmdum heima fyrir eða ættarmót. Heimildirnar sem þú safnaðir í gegnum tíðina eru ómetanlegar enda varstu alltaf með myndavélina á lofti eða þá vídeóvélina. Það eru ekki margir staðir á landinu sem þið mamma hafið ekki þvælst með tjaldið og síðan ferðavagnana ykkar, fyrsti tjaldvagninn sem þú keyptir tjón- aður eftir harkaleg kynni við brú- arhandrið. Ekki varst þú í vand- ræðum með að gera hann að hóteli að nýju og þjónaði hann ykkur vel og lengi. Síðan fellihýsin og síðar hjólhýsin sem þið bjugguð í nán- ast allt sumarið, nema þá daga sem vinnan var að trufla. Eftir að þú komst á löglegan lífeyrisaldur minnkaðir þú við þig í vinnu, hætt- ir að vinna á mánudögum og föstudögum svo þið hefðuð lengri helgar til að ferðast og njóta. Minningarnar eru ótalmargar, sigling til BNA með Bakkafossi ’78 þar sem þú leystir af sem loft- skeytamaður og leyfðir mér að koma með, það er ógleymanleg ferð. Ferðir í sveitina þína, Mýr- dalinn, eru ótalmargar, sú síðasta var 19. apríl þar sem við fórum í Djúpaleiti þar sem þið systkinin byggðuð upp sumarhús til að geta dvalið í sveitinni ykkar. Höfðum við Reynisfjöruna algjörlega fyrir okkur tvo, sem er ógleymanleg stund. Minningarnar úr Völvufell- inu þar sem við vorum frum- byggjar og síðar úr Lómasölunum þar sem barnabörnin og síðar barnabarnabörnin voru ávallt vel- komin til styttri eða lengri dvalar ef við þurftum af bregða okkur af bæ. Það verður skrítið að hafa þig ekki til staðar, einnig fyrir mömmu, en við eigum minningar um einstaklega ljúfan mann til að ylja okkur við í framtíðinni. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Þinn sonur, Steinar Þór Kristinsson. Pabbi fæddist og ólst upp í Þór- isholti í Mýrdal, þar er sveitin römmuð inn af fjöllum, jökli og sjó. Pabbi fór í Loftskeytaskólann og sigldi um heimsins höf. Hann fór víða og átti peninga frá mörg- um löndum. Ég minnist þess að sitja með pabba og skoða þessa framandi peninga og hlusta á sög- ur sem tengdust ferðalögunum. Við fluttum til Reykjavíkur þegar ég var fimm ára og pabbi byrjaði í tölvubransanum hjá Skýrr. Þar var eina tölva landsins og tók heilan sal en afkastaði samt minna en síminn okkar gerir í dag. Seinna fór hann til IBM/Nýherja og þaðan til Hugvits þar sem hann vann til 75 ára aldurs. Hann var því einn af fyrstu kerfisfræðing- um landsins. Tölva kom á okkar heimili langt á undan því sem al- mennt var og nokkrum árum síðar þegar ég fór í fyrsta tölvuáfang- ann í FB kenndi pabbi mér náms- efnið heima og ég leiðbeindi svo kennaranum, sem hafði engan veginn náð tökum á þessu fram- andi námsefni. Tónlist spilaði stóran þátt í lífi pabba, hann lærði aðeins á orgel og seinna fékk hann sér harmón- ikkur sem fylgdu honum oft á ferðalögum um landið og á mannamót. Greiðvikinn og þolinmóður var hann, kominn af þeirri kynslóð sem nýtti hlutina og henti aldrei reipi eða snærisspotta því hann vissi að þörfin fyrir spotta kæmi fyrr en síðar. Laghentur var hann og gat bjargað sér við flest verk, hafði næmt smiðsauga og þolin- mæði til að leiðbeina öðrum. Þeg- ar ég var ung leiðbeindi hann mér við boddíviðgerðir á bílnum mín- um og að lokum varð viðgerðin svo fín að atvinnumaður hefði mátt vera stoltur af. Ferðalög innanlands og utan skipuðu stóran sess í lífi foreldra minna, þau voru líklega aldrei samhentari en þegar í vagninn var komið. Þar á hver hlutur sinn stað og öllu er haganlega fyrir komið. Líklega hefur það sjaldan brugð- ist, ef einhvern vanhagar um hlut á ferðalagi voru þau með hann, hvort sem það er hamar, skrúfa, handþeytari eða reipi. Mýrdalurinn stóð pabba ávalt næst og þar reistu systkinin sér fjölskyldubústað svo að fjölskyld- an gæti ræktað frændgarðinn og drukkið í sig fegurð sveitarinnar. Í Smárahlíð leið pabba einnig alltaf vel, en það er sveitasetur okkar hjóna, þar hafa pabbi og mamma dvalið ófáa dagana og hjálpað til við uppbyggingu og viðhald, enda fékk pabbi fljótt við- urnefnið staðarhaldarinn. Hann var oftar en ekki mættur fyrstur og búinn að slá og raka áður en aðrir mættu á staðinn. Vinir mínir þekkja flest öll pabba og mömmu því þau hafa alltaf staðið okkur nærri og verið dugleg að taka þátt í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Það eru ófáar útilegusam- komurnar í Smárahlíð og víðar þar sem margt var brallað, safnað í brennu og harmónikkan hand- leikin af snilld. Á þessum stundum var pabbi ekki bara afi minna barna heldur allra barnanna og fékk titilinn útileguafi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Meira: mbl.is/andlat Sigríður Kristinsdóttir. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Elsku afi hvílir nú í friði. Hann var góður maður og alltaf til stað- ar fyrir okkur afabörnin. Þolinmóðari leiðbeinanda er erfitt að finna. Hann kenndi okkur svo margt um lífið, landið og sveit- ina. Vík í Mýrdal, sveitin hans afa, var honum kær og ferðalögin þangað saman voru mörg og minningarnar dýrmætar. Á ferða- lögum fór afi vel yfir heitin á öllum fjöllum, vötnum og fossum sem á leið okkar orðu og sem krakki skildi ég aldrei hvernig hann vissi svona mikið. Afi var duglegur að varðveita minningar með því að festa þær á filmu. Minningarnar verða dýr- mætari með hverjum deginum og verður ánægjulegt að fara í gegn- um um ókomin ár. Við minnumst öll afa með ást og þakklæti. Arnar Ingi Halldórsson. Elsku besti afi, við trúum því varla að þú sért farinn frá okkur og að við fáum ekki að hitta þig aftur, en við erum ótrúlega þakk- lát fyrir allar minningarnar sem við eigum. Eins og allir páskarnir sem við eyddum saman bæði í Djúpaleiti og í Völvufelli, þú varst mikill nammigrís og fékkst alltaf að eiga allt nammið úr páskaeggj- unum sem við vildum ekki, og allt- af þegar við vorum með eitthvað gott þá varst þú alltaf kominn til að fá, og sagðir stundum að það væri skemmt svo þú gætir borðað það. Þú varst alltaf með mynda- vélina við hönd og tilbúinn til þess að ná myndum af öllu því sem við vorum að brasa saman, ég man líka eina páskana í Djúpaleiti, við sátum að borða morgunmat og amma kallar og segir að það sé tófa uppi á vegi, þú varst ekki lengi að grípa myndavélina og hlaupa út á pall til þess að ná mynd af henni, svo sátum við amma við borðið og hlógum, þú fattaðir ekki neitt fyrr en amma kallar „fyrsti apríl“. Allar bílferðirnar okkar í sveit- ina þína varstu alltaf að segja okk- ur hvað allir fossar og fjöll heita og myndum við ekki vita heitin á helming þeirra ef það væri ekki fyrir þig. Ef okkur langaði í nammi en það var ekki til vissum við að þú varst alltaf með tópas í bílnum og þótt okkur fyndist það ekkert sérlega gott báðum við alltaf um. Allir göngutúrarnir okkar í sveitinni þegar við kíktum til Hrefnu frænku í Presthúsum. Það var alltaf mikill spenningur og tilhlökkun þegar þið amma komuð með hjólhýsið til Grinda- víkur á sjóarann síkáta og alltaf voruð þið til í að gera eitthvað skemmtilegt með okkur. Við vor- um einstaklega heppin að eiga þig sem afa, við elskum þig og þín verður sárt saknað. Guðrún Katrín Steinarsdóttir og Hlynur Kári Steinarsson. Enn hefur gengið á systkina- hópinn okkar. Lokið er nú vegferð, hvers upp- haf stendur mér ljós í minning- unni. Þennan morgun fyrir svo mörgum árum urðu þáttaskil í lífi mínu, fæddur var lítill drengur. Ég var ekki lengur yngsta systk- inið á heimilinu. Ég var fluttur í rúm úti í horni. Drengurinn óx, en vélvæðing var ekki hafin; hestum beitt í hey- vinnu, en þetta breyttist og um tólf ára aldur var Deutz-traktor kominn og hvergi kunni hann bet- ur við sig en undir stýrinu. Eftir landspróf í Skógum lá leiðin í loftskeytaskólann, sem virtist álitleg starfsbraut, þar naut hann eðlislægrar nákvæmni og einbeitingar. Að loknum loft- skeytastörfum á Öskju og Kötlu réðst hann til starfa á Loftskeyta- stöðinni á Gufuskálum en flutti síðan suður. Í byrjun áttunda ára- tugarins skynjaði hann að tekið var að fjara undan þessum starfs- vettvangi svo hann réðst til starfa í heimi tölvutækninnar, þar sem hann vann langt fram yfir venju- legan aldur starfsloka. Sumarið 1962 starfaði Kristinn á loftskeytaþjónustu, sem veitt var síldveiðiflotanum á Raufar- höfn. Sjálfur notaði ég sumarleyf- ið og brá mér í vinnu á síldarplani og síðar í síldarverksmiðjuna. Hann bauð mér að búa í herbergi, sem hann hafði á símstöðinni, mikill lúxus miðað við bragga starfsfólks síldarsöltunarinnar. Svo bar til að blásið var til dans- leiks í hrörlegum bragga, sem þjónaði sem samkomuhús staðar- ins. Húsið fylltist á svipstundu, vínið flaut ótæpilega þarna í land- legunni og þegar til átti að taka var hljómsveit staðarins ofurölvi og ekki annað sýnna en rýma þyrfti plássið. Stígur þá ekki bróð- ir minn blessaður upp á sviðið með harmonikku sér um öxl og ballið fór í gang og entist þar til sum- arnóttin sveipaði þennan friðsæla athafnareit við ysta haf. Þarna átti ég prúðan bróður. Alltaf áttum við systkinin at- hvarf heima í Þórisholti þar sem Einar bróðir okkar tók við búi vorið 1954, en seinna byggðum við sælureit á skjólsælum hvammi vestan undir Reynisfjalli, í Djúpa- leiti, þar sem við skiptum með okkur dvalarvikum en komum saman og sinntum viðhaldi og endurbótum einu sinni á vori, það voru glaðar stundir þar sem barnabörnin náðu að kynnast og starfa saman. Allt skipulag og út- réttingar hvíldi á herðum Kristins svo aldrei geigaði. Í dag kveðjum við góðan og einkar ljúfan dreng, sem lagði rækt við fjölskylduna að ógleymdri tónlistinni, sem við nut- um svo oft við samkomur okkar fjölskyldunnar, ævinlega var harmonikkan með, sem hann þandi af sínum smekk en stakri hógværð, sem honum einum var lagin. Það gladdi mitt hjarta að hon- um skyldi auðnast að njóta síðustu helgar í faðmi fjallanna okkar, Dyrhólaeyjar og Reynisfjalls, þar sem veðurguðir skörtuðu sínu feg- ursta. Guðrúnu og fjölskyldunni vott- um við Jóhanna okkar dýpstu samúð. Sigurgeir. Kristinn Matthías Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.