Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020
Í skýrslu starfshóps
forsætisráðherra frá
2018 um eflingu trausts
á stjórnmálum og
stjórnsýslu kemur m.a.
fram er varðar að vinna
gegn spillingu á lágu
stigi að mikilvægt er að
gæta sérstaklega að
þremur þáttum í sam-
skiptum við hagsmuna-
aðila:
Vera hafið yfir all-
an vafa að jafnræði ríki um aðkomu
hagsmunaaðila.
Tryggja að ekki sé hægt að
halda því fram að sérhagsmunir séu
teknir fram yfir almannahagsmuni.
Gagnsæi ríki um aðkomu hags-
munaaðila, þar á meðal um samskipti
við ráðherra, þingmenn og opinbera
starfsmenn.
Drifkrafturinn
Drifkrafturinn við uppbyggingu
sjókvíaeldis á Íslandi hefur verið að
ná fjárhagslegum ávinningi á kostnað
umhverfis og samfélags. Málið snýst
m.a. um að stjórnarformenn Arnarlax
og Fiskeldis Austfjarða komu sér í
starfshóp sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra um stefnumótun í fisk-
eldi og hafa verið leiðandi við hönnun
á leikreglum, skjalfest í lögum um
fiskeldi, sjálfum sér og sínum fyrir-
tækjum til fjárhagslegs
ávinnings á kostnað
annarra.
Er jafnræði á meðal
fiskeldismanna?
Stjórnarformennirnir
voru í umboði Lands-
sambands fiskeldis-
stöðva en héldu þó
framgangi vinnunnar
leyndri fyrir stjórn fé-
lagsins fram á síðustu
stund. Niðurstaðan var
að hagsmunir stærri
laxeldisfyrirtækja í
meirihlutaeigu erlendra aðila voru
tryggðir og hagsmunum minni ís-
lenskra fiskeldisfyrirtækja fórnað.
Hér vakna margar áleitnar spurn-
ingar um vinnubrögð, siðferði og þau
átök sem áttu sér stað hjá Lands-
sambandi fiskeldisstöðva og hvaða
reglur eiga að gilda um samstarf fé-
laga innan samtaka.
Sérhagsmunir og
almannahagsmunir
Við skipan stefnumótunarhópsins
var aðeins þröngur hópur sérhags-
munaaðila ásamt opinberum starfs-
mönnum. Í vinnu hópsins eru sér-
hagsmunir teknir fram yfir almanna-
hagsmuni, þar sem drifkrafturinn er
að tryggja hagsmuni stærri laxeldis-
fyrirtækja og stærri veiðifélaga.
Fulltrúum almennings s.s. sveitar-
félaga var haldið frá og lítið sem ekk-
ert tillit tekið til þeirra athugasemda
og ábendinga í ferlinu fram að því að
lögin voru samþykkt.
Gagnsæi og ráðuneytið
Fiskeldisfrumvarpið tók ekki á
grunni vandans sem var í raun fram-
ferði fyrirtækja stjórnarformann-
anna sem áður hefur verið gerð grein
fyrir í fyrri greinum. Það hljómar síð-
an einkennilega að stjórnarformenn-
irnir urðu síðan í framhaldinu helstu
ráðgjafar stjórnvalda. Einhverra
hluta vegna hefur sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra ekki unnið sína
heimavinnu með því að leggja fram
ónothæft fiskeldisfrumvarp, sem
þurfti að gera verulegar breytingar á
í meðferð Alþingis. Þessi vinnubrögð
vekja mann til umhugsunar um þau
vinnubrögð sem eru viðhöfð í stjórn-
sýslunni.
Gagnsæi og tengsl
Formaður stefnumótunarhópsins
var lögfræðingur í ráðuneyti sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra þeg-
ar stefnumótunarskýrslan var unnin.
Nú virðist viðkomandi m.a. vinna fyr-
ir stjórnarformann Arnarlax. Starfs-
maður stefnumótunarhópsins vann
jafnframt í fyrirtæki stjórnarfor-
manns Arnarlax og hafði aðstöðu í
ráðuneytinu á meðan unnið var að
stefnumótunarskýrslunni. Hér vakna
margar áleitnar spurningar um hags-
munatengsl og möguleika sterkra
hagsmunaaðila á að hafa áhrif á vinnu
og ákvörðunartöku í stjórnsýslunni.
Gagnsæi og hagsmunapot
Það er ekki hægt að segja annað en
stjórnarformennirnir hafi unnið sína
heimavinnu sér til hagsbóta meðan á
stefnumótuninni stóð og fylgja síðan
tillögunum eftir í ráðuneytinu og á
Alþingi Íslendinga. Hér má velta fyr-
ir sér hvaða reglur gilda og hvaða
reglur eiga að gilda um aðgengi fjár-
sterkra hagsmunaaðila að stjórn-
málamönnum og starfsmönnum
stjórnsýslunnar. Það hefur verið at-
hyglisvert að fylgjast með framgöngu
hagsmunaaðila og sjá hve langt þeir
hafa í raun getað komist í sínu hags-
munapoti. Það er áhyggjuefni hve
faglegum vinnubrögðum er ábóta-
vant í stjórnsýslunni.
Ekki búið að klára málið
Það má segja Alþingi til hróss að
það stoppaði af sumar tillögur stefnu-
mótunarhópsins en of margar kom-
ust þó í gegn og þannig var stjórn-
arformönnunum tryggður
fjárhagslegur ávinningur. Vanda-
málið er þó að alþingismenn höfðu
ekki sett sig nægilega vel inn í málið
og ekki alveg gert sér grein fyrir
hverju þeir voru að hleypa í gegnum
þingið. Alþingismenn höfðu nægan
tíma þar sem fiskeldisfrumvarpið var
fyrst lagt fram á þingi árið 2018 og
aftur lítið breytt 2019. Málinu er því
ekki lokið og mun birtast í um-
ræðunni á næstu mánuðum og árum.
Íslenska leiðin
Í fyrri greinum hefur var gerð
grein fyrir því hvernig hags-
munaaðilar unnu að því að tryggja
sér fjárhagslegan ávinning á kostnað
annarra og endastöðin var að koma
laxeldisfyrirtækjunum á erlendan
hlutabréfamarkað. Í því samhengi má
benda á frétt um Arnarlax í Morg-
unblaðinu frá 11. janúar, en sumir
hluthafar hafa tekið út verulegan
fjárhagslegan ávinning. Mörgum
finnst eflaust að vinnubrögðin séu
ásættanleg; þetta er bara íslenska
leiðin. Draga má það þó stórlega í efa
að íslenska leiðin geti viðgengist í
þróuðum lýðræðisríkjum sem við vilj-
um oft bera okkur saman við.
Höfundur hefur farið fram á að
gerð verði opinber úttekt á málinu en
fram að þessu hefur það verið huns-
að.
Eftir Valdimar Inga
Gunnarsson »Draga má það stór-
lega í efa að íslenska
leiðin geti viðgengist í
þróuðum lýðræðisríkj-
um sem við viljum oft
bera okkur saman við.
Valdimar Ingi
Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og hefur m.a. unnið við mál tengd
fiskeldi í rúm þrjátíu ár.
valdimar@sjavarutvegur.is
Flokkast íslenska leiðin undir spillingu?
Halda mætti oft á
tíðum að Reykjanes-
bær og Suðurnesjabær
væri sjálfstæður vinnu-
markaður í eigin landi
og hinir kjörnu þing-
menn okkar væru
hvorki með tengsl við
atvinnuleysið hér á
svæðinu né löggjafann
Alþingi. Hvað veldur er
þeirra að svara.
Las í virtum fjölmiðli að ráðamenn
væru að ræða við bandarískan fjár-
festingasjóð um stórskipahöfn í
Finnafirði. Það fyrsta sem kom upp í
huga mínum var hvar annars vegar
hvar okkar kjörnu fulltrúar Suður-
nesjamanna væru og hvað menn
væru yfirleitt að hugsa, vitandi það að
Helguvíkurhöfn er sennilega ein
flottasta höfn sem völ er á hér á landi.
Hún er þó jafnframt ein sú skuldug-
asta vegna þess að það er ekki neitt
að gerast þar nema yfirdráttur og
endurskipulagning eldri lána. Hér
vantar nýja framtíðarsýn til að virkja
tækifærin, þá koma tekjurnar sem
þarf til að greiða upp allar gömlu
syndirnar og sporna við 30% atvinnu-
leysi hér í Reykjanesbæ.
Einn ágætur íbúi hér í okkar frá-
bæra bæjarfélagi Reykjanesbæ
komst svo vel að orði við mig um dag-
inn: Ég veit ekki, vinur, hvað skal
segja en menn þyrftu að hugsa dæm-
ið til enda og vera óhræddir að takast
á við mótlætið og sjá tækifærin í stöð-
unni í ljósi breyttra aðstæðna í heim-
inum með hugsanlegum norðurslóða-
siglingum. Af hverju ekki að skoða
hlutina til enda og frá öllum hliðum
með framtíð sveitarfélaganna og
Helguvíkurhafnar að leiðarljósi?
Gleymum því ekki að Helguvíkur-
höfn er skilgreind sem stórskipahöfn
Suðurnesja í svæðisskipulagi sveitar-
félaganna á Suðurnesjum þannig að
eitthvað hafa menn verið að hugsa út
fyrir boxið þó framhaldið sé óráðin
gáta.
Í Helguvík væri hæglega hægt að
bjóða bæði komur herskipa og far-
þegaskipa á sama tíma.
Það gæti haft í för með
sér gríðarlegar tekjur
fyrir svæðið bæði beint
og óbeint til framtíðar
litið. Fólk hættir ekki
neitt að heimsækja Gull-
foss, Geysi eða Bláa lón-
ið þó það komi sjóleiðina
til landsins. Endastöðin
væri svo Helguvík í
Reykjanesbæ.
Verum þess vel minn-
ug að þessar komur far-
þegaskipa hafa heldur
betur gefist vel fyrir höfuðborgar-
svæðið og nágrannasveitarfélög.
Nægir að nefna þjónustuna og við-
skiptin, akstur, hafnargjöld o.fl. bæði
beint og óbeint, allt tækifæri sem
hæglega er hægt að koma í verk hér í
Helguvík í Reykjanesbæ, þ.e.a.s. ef
vilji er fyrir hendi. En allt kostar
þetta fjármuni sem illa stödd
Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ er
ekki aflögufær með. Hugsanlega sjá
erlendir fjárfestar gróðavonina en
þeir koma ekki til okkar ef ekki er
leitað eftir þeirra aðkomu.
Ágætu bæjarbúar, sveitarstjórnar-
menn og þingmenn, byrjum spjallið á
réttum enda og sjáum hvert það leið-
ir okkur, bjóðum hingað til lands fjár-
festa til ráðstefnu undir yfirskriftinni
„Helguvík, hin arðvænlega fjárfest-
ing til framtíðar“ í Hljómahöll, Stapa.
Að lokum skulum við gera þessi
orð að okkar: Til að skapa fjármuni
þarf að eyða fjármunum.
Góðar stundir.
#ÁframSuðurnesTilsóknar2020.
Eftir Sigurjón
Hafsteinsson
Sigurjón Hafsteinsson
» Gleymum því ekki,
Helguvíkurhöfn er
skilgreind sem stór-
skipahöfn Suðurnesja í
svæðisskipulagi sveitar-
félaganna á Suðurnesj-
um.
Höfundur er íbúi í Reykjanesbæ.
molikarlinn@simnet.is
Óskafyrirsögnin:
„Ræða stórskipa-
höfn í Helguvík“Í nokkuð mörg árhefur verið uppi all-
víðtæk umræða um
tjáningarfrelsið innan
landa sem mynda
Evrópusambandið.
Þessi umræða hefur
náð víðar, svo sem til
Vesturheims og jafn-
vel Asíu. Hún hefur
ekki síst snúist um
rétt manna til þess að
láta í ljós skoðanir sínar á mönn-
um og málefnum og þá einna helst
því sem lýtur að innflytjendum,
loftslagsmálum og lífsskoðunum.
Tjáningarfrelsið
í samtímanum
Í mörgum löndum, til dæmis í
Evrópu, hafa verið sett lög sem
setja viðurlög við svokallaðri hat-
ursumræðu. Sem hliðstæður frá
fyrri tíð má nefna ákvæði sem
helguðu gerðir rannsóknarréttar
kaþólsku kirkjunnar á Spáni og
sjaríalög múslíma (sem reyndar
enn gilda). Hliðstæður er einnig að
finna innan Sovétríkjanna sálugu
og í Þýskalandi nasismans.
Svo litið sé nær í tíma er bannað
í Kína að gagnrýna stjórnvöld og
þar er gjörtækt eftirlit með borg-
urunum til þess að hafa uppi á
þeim sem ekki feta hina fyrirskrif-
uðu braut. Mönnum er líka hollara
að hafa gát á tungu sinni og gerð-
um í hinni lokuðu Norður-Kóreu
og betra er líka að misstíga sig
ekki mikið í til dæmis Rússlandi
Pútíns og Tyrklandi Erdógans eða
í Íran klerkaveldisins. Fleira
mætti til tína.
Lög gegn hatursumræðu á Vest-
urlöndum eiga rót sína framar
öðru í vaxandi fjölda og æ meiri
áhrifum innflytjenda frá hinum
múslímska heimi. Litið hefur verið
á þá sem ofsótta sem á grundvelli
„fornra“ mannréttindasáttmála
eigi undir högg að sækja og hafi
því þörf fyrir sértæka vernd.
Þessu halda múslímar sjálfir fram
og einnig aðrir, einkum á vinstri
vængnum. Við bætast gerðir öfga-
hópa innflytjenda, sem hafa vakið
ótta almennra borgara og einnig
yfirvalda með til dæmis hryðju-
verkum og þannig minnkað mót-
stöðuaflið og aukið á hneigðina til
undirgefni. Þetta
greiddi götu löggjafar
gegn hatursumræðu,
sem í reynd hefur
einkum nýst gegn um-
ræðu um og gagnrýni
á íslam. Þess eru fá
eða nánast engin
dæmi að haturs-
umræða múslíma
gegn kristnum íbúum
til að mynda Evrópu
hafi orðið tilefni til
málaferla á grundvelli
laga gegn haturs-
umræðu og þá ratað fyrir dóm-
stóla – þótt af nógu sé að taka.
Þessi staða mála hefur leitt til
þess að menn hafa í raun sjálfir
takmarkað frelsi sitt til tjáningar
vegna þess að þeim hefur verið
innbyrlaður ótti við afleiðingarnar
af því að láta uppi þær skoðanir
sem þeir í raun bera í brjósti. Þó
er það svo, að lýðræðið, eins og
menn almennt vilja skilgreina það,
byggist á því að menn hafi skoð-
anir, haldi þeim fram og geti gert
það án þess að eiga á hættu gíf-
uryrði, útskúfun eða annað enn
verra svo sem sektir og/eða fang-
elsisvist.
Í raun hafa menn verið hnepptir
í fjötra sem ná langt út fyrir
umæðu um íslam. Það, að menn
beygja sig undir þetta ok, gefur
öðrum sérhagsmuna- og minni-
hlutahópum undir fótinn í því að
koma sjálfum sér í þá aðstöðu að
verða þrýstihópar, sem gjarnan
eru fámennir en háværir og áber-
andi langt umfram raunvægi sitt
og iðulega í andstöðu við vilja og
skoðanir meirihluta íbúanna. Ýms-
ir hafa meira að segja komið sér á
spena hins opinbera, svo sem í
formi fjár úr vösum skattborg-
aranna, og njóta málefnalegs at-
beina undirgefinna stjórnvalda.
Sem dæmi má nefna bergmálið úr
ranni fáfróðra stjórnmálamanna
um mengun, loftslagsmál og bíla-
eign, en í því síðasta má nefna
herferð núverandi yfirvalda í
Reykjavík gegn einkabílnum.
Menn víkka líka sviðið, sem heft
tjáningarfrelsi nær til, og auka
þannig stýringu á gerðum manna
og hugsunum. Sem dæmi má
nefna einhliða umfjöllun í fjöl-
miðlum, þar sem iðulega er fremur
um innrætingu að ræða en upplýs-
andi umfjöllun, enda einungis ein
hlið mála dregin fram, en aðilar
annarrar skoðunar hvergi nærri.
Þetta á við um fjölda umræðuþátta
og frétta bæði á prenti og á ljós-
vakanum. Nefna má þá vindorku-
garða sem reisa á víða í náttúru
Íslands, henni til óbætanlegs
skaða - og það á vegum norskra
aðila. Þess er lítið getið að þessi
fyrirbæri mæta sívaxandi andstöðu
í Evrópu; svo sem í Þýskalandi og
einnig í Noregi, en hér bylur nær
eingöngu sem næst lofsöngur.
Mun fleira mætti til tína af
dæmum um sérhagsmunahópa sem
nýta aðstöðu sína til hagsmuna-
pots með einhliða tjáningu, sem
iðulega jaðrar við heilaþvott – og
vei þeim sem vogar sér að nýta
ætlað frelsi sitt til andmæla.
Áeggjan
Er ekki tími til þess kominn að
almenningur nýti sér það tjáning-
arfrelsi sem verður að vera kjal-
festa lýðræðis eigi það að standa
undir nafni? Er ekki tími til þess
kominn að hinn mikli meirihluti
sem vogar ekki að láta í ljós skoð-
anir sínar af ótta við köpuryrði,
úthrópanir og útskúfun taki til
orða? Eigum við í vændum hlið-
stæðu þess sem er að ganga yfir
Þjóðverja, þar sem í lög var sett
14. maí síðastliðinn að allt að
þriggja ára fangelsi liggi við því að
hæðast að ESB, fána þess og þjóð-
söng? Megum við búast við að
bann verði lagt á skoðanir, önd-
verðar hinum fyrirskrifuðu, þó að
þegnunum hafi aldrei gefist kostur
á því að hafna þeim eða sam-
þykkja?
Ef menn verja ekki réttindi sín
og krefjast raunhæfrar greiningar
og umfjöllunar, þar sem fleiri en
ein hlið mála eru dregnar fram,
hvert liggur þá leiðin? Niður á við,
ekki satt?
Eftir Hauk
Ágústsson »Er ekki tími til þess
kominn að almenn-
ingur nýti sér það tján-
ingarfrelsi sem verður
að vera kjalfesta lýð-
ræðis eigi það að standa
undir nafni?
Haukur Ágústsson
Höfundur er fyrrverandi kennari.
Tjáningarfrelsi eða innræting?