Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Meðhöndlun sýkinga vegna kórónu-
veirunnar hefur tekið miklum fram-
förum frá því að
veiran kom fyrst
upp að sögn
Ragnars Freys
Ingvarssonar
gigtar- og lyf-
læknis sem stýrt
hefur læknateymi
sem fór fyrir co-
vid-göngudeild-
inni hér á landi.
Fleiri lyf hafa
bæst í sarpinn og hefur betri þekking
á sjúkdómnum veitt læknum tök á að
ákvarða hvaða lyf beri að nota eftir
því hve langt sjúkdómurinn hefur
þróast í fólki.
Til þessa hafa verið notuð veirulyf
en einnig hafa líftæknilyf gefið góð
fyrirheit. Er þá ótalið veirulyfið
Remdesivir sem kom til landsins fyrr
í mánuðinum en ekki hefur verið þörf
á notkun þess enn sem komið er.
Hefði farið verr án lyfsins
Í nýjasta tímariti Læknablaðsins
segir enn fremur að eitt líftækni-
lyfjanna, Tocilizumab, hafi gefið góða
raun hjá sjúklingi sem var með önd-
unarbilun á gjörgæsludeild Land-
spítalans. Ragnar segir að lyfið sé
notað sem hluti af aðferðafræði í
meðhöndlun sjúklinga með veiruna.
„Ég hugsa að ef sá maður hefði ekki
fengið þessa meðferð hefði honum
vegnað verr en raun ber vitni.
Hversu miklu verr ætla ég ekki að
segja til um,“ segir Ragnar.
Hann segist ánægður með hvernig
til hafi tekist við að velja lyf og sjúk-
linga til tilraunameðferðar í árdaga
faraldursins. „Við vorum framsækin
á skipulagðan hátt strax í byrjun og
völdum mjög vandlega hver átti að fá
hvaða tilraunameðferð og það var
gert undir stöngu eftirliti,“ segir
Ragnar. Þannig hafi veirulyfjum ver-
ið beitt að mestu í fyrstu en svo hafi
einnig verið beitt líftæknilyfjum þeg-
ar fram liðu stundir.
„Við höfum lært alveg gríðarlega
mikið af þessum faraldri og höldum
áfram að læra. Við erum til að mynda
hætt að nota Hýdroxýklórókín ein-
faldlega vegna þess að við sáum að
það gagnast ekki sjúklingunum,“
segir Ragnar. Hýdroxýklórókín er
malaríulyf sem þótti gefa væntingar
um góðan árangur skv. franskri
rannsókn en svo reyndist ekki vera
eftir frekari rannsóknir á lyfinu.
Ekki búið að sanna virkni
Hann segir meðferðina þannig
uppbyggða að ólík lyf séu gefin á ólík-
um stigum sjúkdómsins. „Þegar
maður sér vaxandi súrefnisþörf og
mikið bólgusvar í blóði höfum við ver-
ið að gefa þessi líftæknilyf sem eru
ónæmisbælandi. Það virðist gefa
góða raun. Enn sem komið er á þó
eftir að sanna að þetta virki,“ segir
Ragnar. Hann bætir því við að um-
fangsmiklar rannsóknir séu nú gerð-
ar á líftæknilyfjum á borð við Tociliz-
umab og áhrifum þeirra á kórónu-
veiruna. „Þessi lyf virðast hafa
jákvæð áhrif á veirufjölgunina og
ónæmiskerfið ef þau eru gefin á rétt-
um tíma.“
Nú þegar sýkingum hefur fækkað
er meðal annars verið að fylgja eftir
þeim sjúklingum sem eru búnir að
jafna sig á veirusýkingunni. Að sögn
Ragnars er það gert til þess að reyna
að átta sig á því hvers vegna sumir
glíma við alvarlegri eftirköst en aðrir.
Hann segir jafnframt að enn sé of
snemmt að úttala sig um það hvers
vegna svo sé. Þó sé ljóst að undir-
liggjandi sjúkdómar hafi áhrif.
„Segja má að læknisfræðilega séu
þetta gríðarlega áhugaverðir tímar
þótt þeir séu hræðilegir þegar horft
er á þetta út frá samfélaginu.“
Miklar framfarir gegn veirunni
Fleiri lyf hafa bæst í sarpinn gegn kórónuveirunni Líftæknilyf bætti líðan manns sem var þungt
haldinn með öndunarbilun Læknisfræðilega áhugaverðir tímar, segir Ragnar Freyr Ingvarsson
Ragnar Freyr
Ingvarsson
Einbeitingin skein úr augum keppenda og áhorf-
enda á Íslandsmóti skólasveita í skák sem fram
fór um helgina. Tugir barna voru samankomnir
til að etja kappi undir merkjum skóla síns og
keppnin vafalaust kærkomin enda um fyrsta
skákmótið eftir samkomubann að ræða. Svo fór
að Ölduselsskóli bar sigur úr býtum í flokki
grunnskólasveita (1.-10. bekk) en Vatnsenda-
skóli í flokki barnaskólasveita (1.-7. bekk).
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Áræðnir skákmenn á fyrsta móti eftir faraldur
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
vegna forsetakosninga hefst í dag.
Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum
um land allt, en á höfuðborgarsvæð-
inu fer atkvæðagreiðslan fram á
fyrstu hæð í verslunarmiðstöðinni
Smáralind. Opið verður alla daga frá
klukkan 10 til 19, en lokað á hvíta-
sunnu og annan dag hvítasunnu.
Kosið á Laugar-
dalsvelli frá 15. júní
Kjörstöðum á höfuðborgarsvæð-
inu verður fjölgað 15. júní. Frá og
með þeim degi verður hægt að greiða
atkvæði utan kjörfundar bæði á 1. og
2. hæð Smáralindar, en auk þess á
Laugardalsvelli. Verður þá opið alla
daga milli 10 og 22, en lokað 17. júní.
Á kjördag, laugardaginn 27. júní,
verður eingöngu opið á 1. hæð í
Smáralind milli klukkan 10 og 17 fyr-
ir kjósendur á kjörskrá utan höfuð-
borgarsvæðisins.
Erlendis geta Íslendingar kosið í
sendiráðum. Vekur utanríkisráðu-
neytið athygli á því að sums staðar
þarf að panta tíma fyrir fram, til að
tryggja að ekki safnist of margir
saman. Framboðsfrestur til embætt-
is forseta rann út á föstudag. Tveir
skiluðu inn framboðum, Guðni Th.
Jóhannesson forseti og Guðmundur
Franklín Jónsson hagfræðingur.
Enn á eftir að yfirfara framboðsgögn
þeirra og undirskriftir á meðmæl-
endalista og þess því ekki að vænta
að formlegur listi yfir frambjóðend-
ur verði birtur fyrr en í næstu viku.
Atkvæðagreiðsla utan
kjörfundar hefst í dag
Guðni Th.
Jóhannesson
Guðmundur
Franklín Jónsson
Kosið í Smáralind, hjá sýslumönnum og í sendiráðum
Tvær unglings-
stúlkur á Suður-
nesjum voru
fluttar meðvit-
undarlausar á
sjúkrahús um
helgina eftir
neyslu á hlaup-
böngsum, en í
ljós kom að í
böngsunum var
að finna hvort
tveggja kannabis og morfín. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu
var önnur stúlkan hætt komin.
Stúlkurnar, sem eru 13 og 14
ára, höfðu báðar fengið bangsana
frá ungum manni sem hafði keypt
þá af eldri manni. Lögregla ræddi
við þann yngri í gær og var honum
að sögn brugðið er hann áttaði sig
á alvöru málsins.
Brýnir lögregla fyrir foreldrum
að ræða við börn sín og fræða þau
um þær hættur sem geti verið á
ferð enda sé auðvelt að búa til slíkt
hlaup og steypa í hvaða form sem
er.
Morfín
í hlaup-
böngsum
Tvær stúlkur
fluttar á sjúkrahús