Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
GÓÐ GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
MEÐ ÍSLENSKU TALI.
AFMÆLISVEISLA Í ÁLFABAK
Tvær frábærar eftir sögu Stephen King
EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI.
JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN
ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR
KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA.
Málverkið „Ópið“ eftir Edvard
Munch, sem er í eigu Munch-safnsins
í Osló, liggur undir skemmdum
vegna of mikillar nálægðar áhorf-
enda við verkið. Í framtíðinni munu
safngestir því þurfa að virða fjar-
lægðarmörk ætli þeir að skoða verk-
ið. Þetta kemur fram í grein í The
Guardian um málið.
Alþjóðlegt teymi sérfræðinga hef-
ur að undanförnu verið að skoða
hvað valdi skemmdum á málverkinu
sem virðist vera að upplitast í neðra
horninu vinstra megin. Til að byrja
með töldu sérfræðingarnir að birta
væri ástæða upplitunarinnar. Ítar-
legri rannsóknir leiddu í ljós að
málningin sjálf er sökudólgurinn,
því Munch mun hafa notað óhreina
kadmíumgula málningu sem dofnar
með tímanum og molnar vegna raka
í andrúmsloftinu, þar á meðal raka
frá andardrætti safngesta.
„Í ljós hefur komið að í stað þess
að nota hreint kadmíumsúlfíð, eins
og hann hefði átt að gera, notaði
hann mengaða útgáfu litarins sem
innihélt klóríð,“ segir Koen Jans-
sens, prófessor við Háskólann í Ant-
werpen. Verkið var rannsakað með
útfjólubláu ljósi til að sjá umfang
skemmdanna auk þess sem málning-
arpenslar og upprunalegar máln-
ingartúbur Munchs voru efna-
greindar sem leiddi ofangreinda
niðurstöðu í ljós. Munch-safnið í Osló
flytur senn í nýtt húsnæði og segir
Janssens að stjórnendur hyggist
gera nauðsynlegar ráðstafanir til að
vernda verkið og minnka raka and-
rúmsloftsins þar sem verkið verður
til sýnis.
Krefst fjarlægðarmarka safngesta
Angist „Ópið“ sem Edvard Munch
málaði 1910 og sýnt er í Osló.
Í nýrri úttekt Menningarmálastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO) er varað við því að loka
gæti þurft 13% listasafna heims
varanlega vegna kórónuveiru-
faraldursins sem nú geisar. Úttekt-
in leiðir í ljós að loka hafi þurft
nærri 90% allra safna í heiminum,
eða rúmlega 85 þúsund stofnunum,
vegna faraldursins. Markmið út-
tektarinnar er að fá yfirsýn yfir það
hvernig stjórnendur safna hafa
brugðist við lokunum og kanna
hvernig best sé að styðja við söfn að
faraldri loknum. Þetta kemur fram
í frétt á vef UNESCO.
„Söfn gegna lykilhlutverki í
seiglu samfélaga. Við verðum að
hjálpa þeim að takast á við þessa
krísu og halda tengslum við áhorf-
endur sína,“ segir Audrey Azolay,
aðalframkvæmdastjóri UNESCO.
„Faraldurinn minnir okkur á að
helmingur mankyns hefur ekki að-
gang að netinu. Við verðum að
auka aðgengi allra að menningu,
sérstaklega þeirra sem eru í við-
kvæmastri stöðu og búa við ein-
angrun,“ segir Azolay, en úttektin
leiðir í ljós að í Afríku og þróun-
arlöndum hafi aðeins 5% safna get-
að boðið almenningi efni á netinu.
Samkvæmt frétt AP um málið
eru 99,4% safna í Suður-Ameríku
lokuð vegna faraldursins. „Þetta er
í fyrsta sinn í sögunni sem þetta
gerist og það verður erfitt fyrir
þessar stofnanir að vinna sig út úr
krísunni,“ segir Ernesto Ottone
Ramirez, aðstoðaraðalfram-
kvæmdastjóri menningarmála hjá
UNESCO.
„Söfnin munu ekki þrauka krís-
una njóti þau ekki aðstoðar frá hinu
opinbera eða einkageiranum. Það
er mjög mikilvægt að stofna
hjálparsjóð og marka stefnu sem
hefur það að markmiði að standa
vörð um vinnu safnasérfræðinga,“
segir Suay Aksoy, forseti Alþjóða-
ráðs safna (ICOM). Þess má að lok-
um geta að söfnum heims hefur
fjölgað um meira en 60% frá árinu
2012 og eru samtals um 95 þúsund.
13% safna gætu lokast fyrir fullt og allt
Stjórnendur Breska þjóðleikhússins
vara við því að fái leikhúsið ekki
aukastuðning frá hinu opinbera
muni það þurfa að segja upp 30%
starfsmanna. Líkt og aðrar sviðs-
listastofnanir þurfti Breska þjóð-
leikhúsið að loka vegna samkomu-
hafta í kjölfar kórónuveiru-
faraldursins og hefur af þeim sökum
misst yfir 75% af tekjum starfsárs-
ins. Þessu greinir The Guardian frá.
„Launakostnaður nemur ríflega
helmingi útgjalda okkar,“ hefur
blaðið eftir Lisu Burger og Rufus
Norris, framkvæmdastjórum
Breska þjóðleikhússins. Segja þau
almennan hjálparpakka stjórnvalda,
sem ætlað sé að standa vörð um
störf í landinu, duga skammt vegna
hins mikla tekjufalls. „Við köllum
því eftir viðbótaraðstoð sem fyrst frá
hinu opinbera til handa leiklistar-
geiranum, þ.á m. Breska þjóðleik-
húsinu, til að hægt sé að tryggja inn-
viði geirans og koma í veg fyrir að
hæfileikafólk hverfi úr faginu.“
Þetta verður dýr tilraun
Ákall framkvæmdastjóranna
tveggja kemur í beinu framhaldi af
aðsendri grein sem Sonia Friedman,
sem er virtur framleiðandi leiksýn-
inga á West End í London, birti í
Daily Telegraph þar sem hún varaði
við því að án „aðkallandi björgunar-
pakka frá ríkinu“ myndu 70% sviðs-
listastofnana í Bretlandi verða gjald-
þrota fyrir árslok 2020. Samkvæmt
frétt The Guardian hafa stjórnendur
fleiri leikhúsa í London, þeirra á
meðal Shakespeare’s Globe og Old
Vic, lýst því yfir að leikhúsin muni
ekki komast í gegnum krísuna án
frekari aðstoðar hins opinbera.
Fyrr í þessum mánuði varð ljóst
að Southampton’s Nuffield-leikhúsið
væri gjaldþrota vegna tekjufalls í
kjölfar kórónuveirufaraldursins.
„Sé litið á tölurnar er ljóst að ógn-
in er raunveruleg,“ segir Tom Morr-
is, listrænn stjórnandi Bristol Old
Vic. „Öll leikhús sjá fram á algjört
hrun í tekjum ársins,“ segir Morris
og tekur fram að ríkið verði að koma
til bjargar. „Við viljum ekki eyði-
leggja breskt leikhús fyrir slysni.“
Samkvæmt The Guardian eru leik-
hús meðal þeirra stofnana sem fá
síðast að opna á ný þegar samkomu-
höftum verður aflétt. Stjórnendur
leikhúsa vara við því að verði gerð
krafa um aukna fjarlægð milli leik-
húsgesta geti svo farið að það borgi
sig ekki fjárhagslega fyrir leikhúsin
að opna aftur. Adam Penford, list-
rænn stjórnandi Nottingham-
leikhússins, segist með starfsfólki
sínu hafa útfært 25 ólíkar útfærslur
á sætaskipan hússins miðað við
aukna fjarlægð og ljóst sé að engin
útfærsla standi undir sér fjárhags-
lega. Penford veltir einnig upp þeirri
spurningu hvort leikhúsgestir muni
vilja sitja í hálftómum sölum. „Er
það sönn leikhúsupplifun? Kannski
mun fólk venjast því. Þetta þarf að
skoða, en þetta verður dýr tilraun,“
segir Penford sem óttast að verði
leikhúsin aðþrengd fjárhagslega
minnki vilji stjórnenda til að taka
listræna áhættu og aðeins verði
veðjað á örugg kassastykki.
Ekki opnað fyrr en 2021?
Fyrr í þessum mánuði lét einn
þekktasti framleiðandi leiksýninga á
West End, Cameron Mackintosh,
hafa eftir sér að reikna mætti með
því að leikhúsin á West End yrðu
ekki opnuð aftur fyrr en í fyrsta lagi
snemma árs 2021, en þeim var lokað
fyrr á árinu sem viðbragð við kór-
ónuveirufaraldrinum. „Framleið-
endur beggja vegna Atlantshafs
munu ekki íhuga að opna leikhúsin
aftur fyrr en samkomuhöftum verð-
ur aflétt.“
Að jafnaði sækja 300 þúsund leik-
húsgestir sýningar leikhúsanna á
West End í London í viku hverri.
Julian Bird, framkvæmdastjóri
Samtaka leikhúsa í London, skorar á
leikhúsgesti að íhuga að styrkja leik-
hús borgarinnar með frjálsum fram-
lögum með það að markmiði að
milda höggið sem þeir 290 þúsund
einstaklingar sem vinna í leikhús-
bransanum verða fyrir vegna kór-
ónuveirufaraldursins. silja@mbl.is
Ófremdarástand hjá
breskum leikhúsum
Breska þjóðleikhúsið hefur misst 75% tekna sinna vegna
samkomuhafta Störf 30% starfsmanna gætu verið í hættu
AFP
Alvara Hjólandi vegfarandi fyrir framan Breska þjóðleikhúsið sem stendur
á suðurbakka Temsár í London. Staða leikhússins er grafalvarleg.