Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Frumvarp að nýjum þjóðarörygg- islögum fyrir Hong Kong, sem samþykkt voru á árlegu alþýðu- þingi kínverska kommúnistaflokks- ins í síðustu viku, er talið brot á al- þjóðasamningum. Þúsundir mótmælenda hafa komið saman á götum úti í Hong Kong til að mót- mæla lagasetningunni sem lýðræð- issinnar segja að grafi undan sjálf- stjórn Hong Kong. Bretar afhentu kínverskum stjórnvöldum Hong Kong árið 1997 á grundvelli samnings um að sjálfstjórn borg- arinnar yrði virt í 50 ár áður en hún yrði að fullu innlimuð í Kína og er talið að nýju lögin brjóti gegn gildandi samningum. „Bretland undirritaði samninginn sem felur í sér alþjóð- legar skuldbindingar og hefur hann verið skráður hjá Sameinuðu þjóðunum. Við ættum að gera Kín- verjum ljóst að þetta er svívirði- legt, forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra ættu að segja það skýrt, við ættum að ræða við okkar bandamenn og vinaþjóðir um það hvort […] hægt sé að treysta Kína. Það eru allt of mörg dæmi um að það sé ekki tilfellið,“ sagði Chris Patten, fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong, í samtali við BBC á föstudag. Sakaði Patten kínversk stjórnvöld um að notfæra sér kór- ónuveirufaldurinn í pólitískum til- gangi, meðal annars í Hong Kong. Á föstudag fordæmdi Mike Pom- peo, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, aðgeðir kínverskra stjórn- valda sem hann sagði til þess fallnar að skerða sjálfstjórn Hong Kong og sakaði þau um að taka „geðþóttaákvörðun“ með einhliða lagasetningu. Féllu í skugga frumvarpsins Tveir fundir fóru fram í síðustu viku, alþýðuþingið og ráðgjafar- þing kínversku þjóðarinnar, eftir að hafa verið frestað í um tvo mán- uði vegna kórónuveirufaraldursins. „Kínversk stjórnvöld standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um hvernig best sé að forða efna- hagslífinu frá frekara tjóni vegna þess skaða sem það varð fyrir í byrjun ársins og hefur verið mikil umræða um aðhald. Auk þess eru áhyggjur af því hvernig viðskipti munu verða fyrir áhrifum bæði af yfirvofandi efnahagslægð og sífellt óvinveittari ríkisstjórn Bandaríkj- anna sem leitast við að draga úr efnahagslegum áhrifum Kínverja á heimsvísu, þar með talið í Evr- ópu,“ segir Marc Lanteigne, lektor við Háskólann í Tromsö í Noregi. Hann segir að þessi umfangs- miklu viðfangsefni hafi fallið í skugga frumvarpsins um ný þjóð- aröryggislög. „Sams konar frum- varpi var teflt fram af Hong Kong- stjórninni árið 2003 en var aftur- kallað eftir mikil andmæli. Að þessu sinni er verið að kom á lög- um beint frá Peking, sem end- urspeglar gremju sem hefur orðið í garð stjórnvalda í Hong Kong fyrir að hafa ekki tekist betur að ná tök- um á mótmælunum sem fram fóru í borginni á síðasta ári. Það mál var vandræðalegt fyrir stjórnvöld í Peking og stefnu þeirra um „eitt ríki, tvö kerfi“. Með frumvarpinu er sérstaklega verið að beina spjótum að hvatningu til borgara- legrar óhlýði, erlendum afskiptum af Hong Kong og hryðjuverkum, en gagnrýnendur hafa þegar lýst því yfir að þessi lög yrðu mikið áfall fyrir sjálfræði Hong Kong og að þeim yrði beitt til að stöðva friðsamleg mótmæli gegn annað- hvort stjórnvöldum í Hong Kong eða kínverskum stjórnvöldum.“ Undir leiðsögn erlendra afla Víða er litið svo á að frumvarpið hafi verið sérsniðið til þess að koma í veg fyrir að mótmæli í Hong Kong geti hafist á ný með sama hætti og gerðist í fyrra og er ákvæði um erlend afskipti talið dæmi um þetta. „Þetta endur- speglar afstöðu kínverskra stjórn- valda um að mótmælin á síðasta ári hafi farið fram undir leiðsögn erlendra afla,“ útskýrir Lanteigne. „Peking hefur áhyggjur af því að Hong Kong geti verið notað sem grundvöllur erlendra aðila til þess að draga úr áhrifum Kína. Þessi nýju lög myndu einnig hafa áhrif á það hverjir geta boðið sig fram í þingkosningunum [í Hong Kong] í september,“ segir hann og bendir á að undanfarnar vikur hafi að- gerðum verið hrint í framkvæmd til þess að takmarka áhrif lýðræð- issinna og stjórnin í Hong Kong hefur reynt að fá þingið til þess að samþykkja bann við smánun kín- verska þjóðsöngsins. „Einnig eru uppi áhyggjur af því að Peking noti kórónuveirukreppuna til að framfylgja nýju takmörkununum [sem felast í frumvarpinu] og af- leiðingar þess gætu verið þver- öfugar við það sem vonir stóðu til, sem þýðir að mótmæli í Hong Kong gætu hafist að nýju vegna frumvarpsins.“ Ungt fólk hafi meiri áhyggjur Umfang nýrra mótmæla er ekki líklegt til þess að vera hið sama og sást á síðasta ári, að mati Lant- eigne, meðal annars vegna tak- markana sem fólk býr við vegna kórónuveirufaraldursins. Hins veg- ar eru lýðræðissinnar og aðrir hagsmunahópar innan borgarinnar þegar byrjaðir að láta í sér heyra og hafa beðið um alþjóðlega aðstoð, meðal annars frá Bandaríkjunum og Bretlandi. „Ríkisstjórn Xi Jinp- ing hefur nú blandað sér beint í málefni Hong Kong þrátt fyrir lof- orð sem gefin eru í stefnunni um „eitt ríki, tvö kerfi“ og yngri mót- mælendur hafa áhyggjur af hugs- anlegum efnahagsáhrifum þessara nýju reglna sem og þeirri stað- reynd að aðeins tuttugu og sjö ár eru þar til Kína hefur heimild sam- kvæmt gildandi samningum um að innlima Hong Kong að fullu.“ AFP Mótmæli Þúsundir söfnuðust saman í Hong Kong um helgina til að mótmæla lagasetningu kínverskra stjórnvalda sem gagngert er beint gegn mótmæl- endum í sjálfstjórnarhéraðinu. Fyrrverandi ríkisstjóri Breta í Hong Kong telur að Kínverjar brjóti með lögunum gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Tekist á um Hong Kong  Frumvarp sem ætlað var að sporna gegn mótmælum talið líklegt til þess að kynda undir borgaralegri óhlýðni  Kínversk stjórnvöld sökuð um að standa ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar Marc Lanteigne Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varði í gær Dominic Cummings, sinn helsta ráðgjafa, sem sakaður hefur verið um að hafa brotið reglur um útgöngubann er hann ferð- aðist frá Lundúnum til Norðaustur- Englands til að koma börnum sínum í pössun. Bresku dagblöðin Sunday Mirror og Observer greindu fyrst frá málinu og birtu myndir af Cummings. Þingmenn krefjast afsagnar Boris Johnson segir að Cummings hafi hegðað sér „skynsamlega, lög- lega og af heilindum“. Hann styddi Cummings sem hefði „engan annan kost“ haft en að ferðast þessa leið þar sem hann og kona hans voru við það að verða óvinnufær vegna kórónu- veirunnar. Þingmenn úr röðum Íhaldsflokks Johnsons eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Cummings eftir að fregnir bárust af því að hann hefði brotið útgöngubannið í annað sinn en áður hafði verið greint frá því að Cummings hefði ferðast um langan veg frá Lundúnum, með eiginkonu sinni sem sýndi einkenni kórónu- veirusmits. Keir Starmer, leiðtogi Verka- mannaflokksins, brást við ummælum Johnsons og sagði ákvörðun hans um að aðhafast ekkert í máli Cummings „móðgun við fórnir bresku þjóðarinn- ar“. Dominic Cummings hefur verið aðalráðgjafi Johnson frá því hann tók við embætti forsætisráðherra í fyrra- sumar, en hann var áður kosninga- stjóri Vote Leave, bandalags þeirra sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæða- greiðslunni 2016. Varði brot á útgöngubanni  Aðalráðgjafi Boris Johnsons ferðaðist um langan veg til að koma börnum sínum í pössun  Hafði „engan annan kost“ AFP Víðförull Cummings ferðaðist um 480 kílómetra leið frá Lundúnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.