Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020 Gerir sláttinn auðveldari Cub Cadet sláttutraktorarnir eru afar vandaðir og vel útbúnir sláttutraktorar sem mæta þörfum og kröfum vandlátra garðeiganda og annarra sláttumanna. Cub Cadet sláttutraktorarnir eru öflugir og afkastamiklir og auðveldir í notkun. Vandaðir garðtraktorar ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fornleifarannsóknir verða í Odda á Rangárvöllum og Þingeyrum í Húnaþingi með uppgreftri í sumar. Í Dölum verður unnið að skráningu á fornleifum á Staðarhóli og jörðum sem honum tengjast. Í þessum verkefnum sem fengu hæstu styrk- ina úr sjóðnum Ritmenning ís- lenskra miðalda er einnig unnið að rannsóknum á öðrum sviðum enda eiga þau öll að vera þverfagleg. Vinnan við Þingeyraverkefnið skiptist aðallega í tvennt, og að sögn Steinunnar Kristjánsdóttur, pró- fessors í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem stjórnar rannsókninni, verður grafið á Þingeyrum í sumar, ef leyfi fæst. Lögð verður áhersla á að leita að minjum um ritmenningu, meðal annars um nautgriparækt, sútun og gerð bókfells. Samhliða verða hand- ritin sem þaðan eru komin skoðuð og reynt að kanna uppruna bókfells- ins og lita sem notaðir voru. Meðal annars verður athugað hvort hægt er að greina efni sem notuð voru í ritstofu klaustursins í beinum fólks sem koma upp við rannsóknina. Áhersla á lærdómsmiðstöð Markmið Oddarannsóknarinnar er að varpa sem skýrustu ljósi á rit- menningu í Odda á miðöldum með áherslu á tímabilið 1100 til 1300. Meðal annars verður kannað hvern- ig Sæmundur fróði lagði grunn að lærdómsmiðstöð í Odda. Sérstök stjórn fer fyrir Oddarannsókninni og fer Helgi Þorláksson, fyrrver- andi prófessor í sagnfræði við Há- skóla Íslands, fyrir henni. Rannsóknin skiptist í þrjá verk- þætti, fornleifarannsókn sem hefst að nýju í sumar eftir hlé, rannsókn á umhverfi og mannvist og á Odda sem valda-, kirkju- og lærdóms- miðstöð. Fornleifastofnun Íslands stendur fyrir rannsókninni á Staðarhóli í Dölum þar sem Sturla Þórðarson sagnaritari bjó. Elín Ósk Hreiðars- dóttir fer fyrir rannsókninni. Hún segir að byrjað verði á því að fara yfir heimildir og skrá fornleifar á Staðarhóli og jörðunum sem lágu undir honum og kortleggja önnur ítök jarðarinnar. Jafnframt verður leitað að stöðum til að rannsaka frekar með fornleifauppgreftri á næsta ári. Stór bæjarhóll Stór bæjarhóll er á Staðarhóli eftir búsetu um aldir, þótt ekki sé búið þar nú. Elín segir að ekki sé ætlunin að fara í allsherjarforn- leifauppgröf, það taki mörg ár og kosti margfalt meiri fjármuni en ætlaðir eru í þetta verkefni. Jafnframt munu sérfræðingar frá Háskóla Íslands og Árnastofnun vinna að rannsókninni. Elín segir að lítið hafi verið rannsakað á Stað- arhóli og verði áhugavert að fá yfir- sýn yfir staðinn með þessari þver- faglegu samvinnu. Hvert þessara þriggja verkefna fékk sjö milljóna króna styrk úr Ritmenningarsjóðnum fyrir þetta ár. Hefja rannsók- nir á ritmenn- ingarstöðum  Uppgröfur í Odda og á Þingeyrum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingeyrar Steinunn Kristjánsdóttir stjórnar rannsókn á klaustrinu. Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Rannsóknir íslenskra veðurfræðinga frá árinu 1950 á fyrirbærinu jökla- músum hafa vakið athygli erlendra vísindamanna nú áratugum síðar. Jöklamús er ávalur smásteinn á jökli sem er allur mosavaxinn. Í bréfa- skriftum Jóns Eyþórssonar veður- fræðings við vísindamenn í Cam- bridge á Englandi um miðbik síðustu aldar lýsir hann því hvernig steinarn- ir rúlla á yfirborði íssins, sem kann að skýra ávala lögun þeirra. Jón var meðal fyrstu manna til að rannsaka fyrirbærið ásamt Kvískerjabræðr- um, en þeirra helstur var Flosi Björnsson. Gáfu þeir fyrirbærinu þetta athyglisverða nafn, sem síðar hefur verið beinþýtt á ensku: glacier mouse. Bandaríski jöklafræðingurinn Tim Bartholomaus við háskólann í Idaho hefur einnig rannsakað fyrirbærið og byggir á rannsóknum Jóns og Flosa. Fjallað er um málið á vef bandaríska ríkisútvarpsins, NPR. Það sem vakti athygli Bartholomaus var ekki síst hreyfing jöklamúsanna. „Öll jökla- músaþyrpingin hreyfist í sömu stefnu og með sama hraða,“ segir Bartholo- maus sem hefur rannsakað hreyf- inguna ásamt líffræðingnum Sophie Gilbert sem líkir jöklamúsunum við loðin spendýr. „Þessi fyrirbæri verða að rúlla því annars myndi mosinn á botninum deyja.“ Í samtali við Morgunblaðið segir Oddur Sigurðsson jöklafræðingur að vissar mosategundir geti sest á staka steina á yfirborði jökla. „Þegar þar byrjar að vaxa mosi einangrar hann yfirborðið frá sólarljósinu,“ útskýrir Oddur. Þegar nærliggjandi ís bráðn- ar endar steinninn á eins konar ís- stöpli sem hann veltur á endanum af og vísar þá beru, mosalausu hliðinni upp. Vex þá mosi á þeirri hlið og þannig heldur leikurinn áfram þar til steinninn er mosavaxinn allt um kring. Oddur segir að jöklamýsnar megi einkum finna á jöklum á Suðurlandi sem ná langt niður að landi, enda eigi mosinn erfiðara með að vaxa eftir því sem hærra er komið. Ekki tekist að skýra hreyfinguna Líkt og Oddur greinir frá er ástæða þess að steinarnir velta þekkt. Hreyf- ing þeirra eftir að þeir velta af stöpl- inum hefur hins vegar vakið athygli vísindamanna. Vísindamennirnir höfðu fyrst gert ráð fyrir að steinarn- ir myndu ferðast á handahófskennd- an hátt er þeir rúlluðu niður af ísstall- inum. Til að greina hreyfinguna komu vís- indamennirnir staðsetningarbúnaði fyrir á 30 jöklamúsum í Alaska og fylgdust með hreyfingunni í 54 daga árið 2009. Þeir fylgdu rannsókninni síðan eftir árin 2010-2102. Kom í ljós að jöklamýsnar færast um u.þ.b. 2,5 sentimetra á dag í sam- ræmda stefnu líkt og hópur af fuglum. „Þegar við skoðuðum þá voru þeir allir á tiltölulega hægri hreyfingu til stuð- urs,“ segir Bartholomaus. „Síðan gáfu þeir í og fóru að færast til vesturs áður en þeir hægðu aftur á sér og ferðuðust enn meira til vesturs.“ Þrátt fyrir ýmsar tilgátur virðist enn ekki staðfest hvað skýrir hreyf- inguna. Einfaldar tilgátur líkt og að steinarnir leiti einfaldlega niður á við eða stjórnist af vindi virðast ekki skýra hreyfinguna. „Við vitum það ekki enn, og ég er enn frekar forviða,“ segir Bartholomaus. Fleiri hafa hafið rannsóknir á þess- um athyglisverðu mosakúlum. „Ég held að líklega sé skýringuna að finna einhvers staðar í eðlisfræði orkunnar og hitans í kringum yfirborð jökulsins en við höfum ekki komist að því enn,“ segir Ruth Mottram, loftslagsvísinda- maður við dönsku veðurstofuna. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Jöklamýs Hreyfingar steinsins gera það að verkum að mosinn, sem er einkum snoðgambri, vex á öllum hliðum hans. Skrýtnar hreyfingar jöklamúsa vekja furðu  Mosavaxnir steinar sem fyrst voru rannsakaðir á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.