Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
DVERGARNIR
Þungar og öflugar undirstöður
DVERGARNIR R
HNERRIR
DURGURJÖTUNN
DRAUPNIR
ÞJARKUR
Þessir dvergar henta vel sem
undirstöður þar sem þung og
öflug festing er aðalatriði.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Félög innan garðyrkjunnar vilja losa
garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi
undan Landbúnaðarháskóla Íslands.
Gömul óánægja hefur gosið upp
vegna ákvarðana rektors og háskóla-
ráðs Landbúnaðarháskólans um
skipulag skólans þar sem garðyrkju-
náminu er dreift á þrjár háskóla-
deildir. Nefnd sem menntamálaráð-
herra skipaði í byrjun vetrar til að
koma með tillögur að lausn hefur
ekki skilað af sér.
Landbúnaðarháskóli Íslands var
stofnaður í byrjun árs 2005 með sam-
runa Rannsóknarstofnunar landbún-
aðarins á Keldnaholti og Garðyrkju-
skóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi við
Landbúnaðarháskólann á Hvann-
eyri. Garðyrkjunámið hefur verið
áfram á Reykjum.
Ólgan sem nú er innan græna geir-
ans um málefni garðyrkjunámsins
blossaði upp fyrir tæpu ári þegar nýr
rektor Landbúnaðarháskólans boð-
aði hagaðila í garðyrkju til fundar á
Hvanneyri og kynnti þeim nýtt
skipurit skólans og hugmynir um
breytingar á umgjörð námsins. For-
mönnum Sambands garðyrkju-
bænda og Félags skrúðgarðyrkju-
meistara leist ekki á þessar
breytingar og gerðu strax athuga-
semdir. Töldu þeir að breytingarnar
myndu veikja garðyrkjunámið. Garð-
yrkjunámið hefur verið á framhalds-
skólastigi og skrúðgarðyrkjan löggilt
iðngrein og töldu forystumenn námið
ekki eiga heima í háskóladeildum.
Lykilatriði í garðyrkjunni
Óánægjan óx þegar ekkert var
gert með athugasemdir þeirra. Fé-
lagsfundur Sambands garðyrkju-
bænda ályktaði í október að það væri
algert lykilatriði í sókn og áframhald-
andi uppbyggingu garðyrkjunnar á
Íslandi að vel væri staðið að garð-
yrkjunámi. Boðaðar breytingar
rýrðu mjög hlut starfsmenntanáms í
garðyrkju sem sjálfstæðs fagnáms.
Taldi fundurinn að brýna nauðsyn
bæri til að námið yrði fært undan
Landbúnaðarháskóla Íslands og yrði
framvegis sjálfstæð rekstrareining.
Félag skrúðgarðyrkjumeistara
hefur ályktað á sama veg, síðast á
fjölmennum félagsfundi 16. þessa
mánaðar. Þar kom fram að félagið
sæi ekki að starfsmenntanám í garð-
yrkju ætti sér framtíð innan Land-
búnaðarháskóla Íslands og myndi
skoða mögulegar leiðir til þess að
fóstra nám í skrúðgarðyrkju á já-
kvæðari vettvangi og umgjörð ef ekki
kæmi til stofnunar sjálfstæðs Garð-
yrkjuskóla á Reykjum í Ölfusi.
Samskiptavandi atvinnugreinar-
innar og stjórnenda Landbúnaðar-
háskólans varð til þess að mennta-
málaráðherra boðaði aðila til fundar í
ráðuneytinu í byrjun nóvember.
Skipaður var starfshópur til að vinna
að tillögum um framtíð garðyrkju-
náms. Óskaði ráðherra eftir því að
beðið yrði með innleiðingu breyting-
anna á meðan. Skólinn mun ekki hafa
virt þá ósk.
Starfshópurinn hefur enn ekki
skilað skýrslu og telur Gunnar Þor-
geirsson, formaður Sambands garð-
yrkjubænda, vafamál að hópurinn
ljúki störfum. Áfram haldi rektor
með sína stefnu sem sé í algerri and-
stöðu við atvinnugreinina. „Við sitj-
um uppi með mál sem enginn veit
hvernig á að leysa.“
Mun engu skila
Ekki gætir heldur bjartsýni um
árangur hjá formanni Félags skrúð-
gjarðyrkjumeistara. Í færslu á face-
booksíðu félagsins 30. apríl segir
hann að vinnan hafi verið áhugaverð í
upphafi en Landbúnaðarháskólinn
hafi engan áhuga haft á að taka þátt í
vinnunni og sýnt náminu og starfs-
stéttum garðyrkjumanna vanvirð-
ingu. Nefndarstarfið hafi fjarað út
vegna kórónuveirunnar og muni
sennilega aldrei klárast sem sé alveg
eins gott því ljóst sé orðið að það
muni engu skila.
Garðyrkja vill losna
undan háskólanum
Félög í græna geiranum krefjast þess að sjálfstæður garð-
yrkjuskóli taki til starfa Óánægja með skipulagsbreytingar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kuldi í samskiptum Þak á gróðurskála garðyrkjuskólans brotnaði á
dögunum með þeim afleiðingum að snjó skóf að gróðri þar.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Það er mikil eftirvænting hjá okkur
enda búið að vera lokað í níu vikur.
Ég vona bara að það sé jafnmikil eft-
irvænting hjá viðskiptavinum,“ segir
Björn Kr. Leifsson, eigandi World
Class. Frá og með miðnætti var
heimilt að opna líkamsræktar-
stöðvar samkvæmt tilmælum frá
heilbrigðisyfirvöldum. Er það liður í
tilslökunum yfirvalda á samkomu-
takmörkunum tengdum kórónu-
veirunni.
Björn segir að tíminn hafi verið
nýttur til endurbóta á stöðvum
World Class og t.a.m. hafi 10 iðn-
aðarmenn verið að störfum í Laug-
um frá því stöðinni var lokað. Að
sögn hans nema endurbætur um 50
milljónum króna. Eru þá ótaldar
endurbætur á öðrum stöðvum. Hann
segir að ekki hafi kvarnast mikið úr
hópi viðskiptavina síðan stöðvunum
var lokað. Þannig hafi 3.300 manns
sagt upp kortunum sínum frá 10.
mars. Í venjulegu árferði segi um
1.700 manns upp kortum sínum fyrir
sumarið.
Alls voru 49.300 viðskiptavinir
með líkamsræktarkort hjá World
Class í mars að sögn Björns. „Ég hef
trú á því að allir séu orðnir þyrstir í
að æfa sig með öðru en teygju á
hurðinni heima hjá sér og því verði
mjög gott að gera.“
Vertar hvetja fólk til dáða
Nú mega 200 manns koma saman
í stað 50. Slakað verður á tveggja
metra reglunni auk þess sem
skemmtistaðir mega nú hefja rekst-
ur. Einn slíkur, skemmtistaðurinn
Prikið, verður opnaður í dag. Geoff-
rey Þór Huntington Williams, einn
eigenda og framkvæmdastjóri
Priksins, sagði í gær að verið væri að
leggja lokahönd á endurbætur á
staðnum. „Við höfum nýtt tímann í
endurbætur sem ekki hefur verið
hægt að fara í þegar staðurinn er
alltaf opinn,“ segir Geoffrey.
Spurður um fyrirkomulag á dans-
gólfinu, hvort og þá hvernig hömlum
verði háttað upp á tveggja metra
regluna, segir hann ábyrgðina liggja
hjá gestum. „Það eina sem vertar
geta gert er að hvetja fólk til dáða
frekar en þvinga fólk. Þetta er lítill
staður með miklu rennsli og við get-
um ekki ábyrgst tveggja metra regl-
una en við munum hvetja fólk til
ábyrgðar,“ segir Geoffrey.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Líkamsrækt Skemmtistaðir og líkamsræktarstöðvar verða opnuð í dag
eftir níu vikna hlé. World Class beið ekki boðanna og opnaði á miðnætti.
Fólk ber ábyrgð
á dansgólfinu
Líkamsrækt og skemmtistaðir opnuð
Ekkert nýtt kórónuveirusmit
greindist í fyrradag hér á landi, að
því er fram kom á upplýsingasíðunni
covid.is um hádegið í gær. Aðeins
sex smit hafa greinst það sem af er
mánuði. Þar af hafa tvö greinst hjá
sýkla- og veirufræðideild Landspít-
alans, það síðasta 12. maí, og fjögur
við skimun hjá Íslenskri erfðagrein-
ingur, það síðasta 22. maí.
Fyrsta tilfellið greindist 28. febr-
úar. Síðan þá hafa 1.804 smit verið
staðfest. Faraldurinn náði hámarki,
miðað við fjölda greindra smita, 24.
mars þegar 106 sýni greindust já-
kvæð. Á þessum tíma hafa 58.844
sýni verið tekin.
Faraldurinn var að mestu yfir-
staðinn, ef marka má fjölda greindra
smita, eftir miðjan apríl. Síðan 20.
apríl hefur yfirleitt eitt eða ekkert
sýni greinst jákvætt á sólarhring,
með tveimur undantekningum. Níu
smit greindust síðustu átta dagana í
apríl og það sem af er maí hafa sex
greinst með veiruna.
789 í sóttkví núna
Áfram eru þrjú virk smit og eru
viðkomandi allir í einangrun en eng-
inn á sjúkrahúsi. Þá eru 789 einstak-
lingar í sóttkví, flestir væntanlega
vegna komu frá öðrum löndum.
20.337 hafa lokið sóttkví.
Aðeins sex smit
það sem af er maí
Ekkert smit greint síðasta sólarhring
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Skimun Íslensk erfðagreining lét meðal annars taka sýni á Vestfjörðum.