Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020 FRÁBÆR TILBOÐ Verð frá 990 ISK HAPPY HOUR 15 to 18.00 VEGAN- OG GRÆNMETISRET TIR Í B OÐ I Hádegistilboð kr. 990 - 1.990 Kl. 11:00 - 14:30 Kvöldtilboð kr. 1.990 - 2.990 Kl. 18:00 - 21:00 B A N K A S T RÆ T I 7 A | 1 0 1 R E Y K J AV Í K | ( + 3 5 4 ) 5 6 2 - 3 2 3 2 | S O L O N . I S Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Austurþing, Austurþinghá, Drekabyggð, Múlabyggð, Múla- þing og Múlaþinghá eru kostirnir um nafn á nýtt sameinað sveitar- félag á Austurlandi sem til verður formlega í haust. „Nú er í skoðun að greiða atkvæði um nöfnin sam- hliða forsetakosningum 27. júní næstkomandi. Ef það verður ekki mögulegt veljum við nafn sam- hliða sveitarstjórnarkosning- unum í haust,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Frá ystu ströndum til reginfjalla Borgarfjörður eystri, Seyðis- fjörður, Fljótsdalshérað og Djúpavogshreppur eru sveitar- félögin sem á að sameina. Traust- ur meirihluti var fyrir því í al- mennri atkvæðagreiðslu sl. haust. Samkvæmt nýjustu tölum Hag- stofu Íslands verða um 5.200 íbú- ar í sveitarfélaginu nýja, sem nær frá ystu ströndum, um skógi vaxnar sveitir og inn á reginfjöll. Þegar kom að því að velja nafn á sveitarfélagið nýja var kallað eftir hugmyndum íbúa. Í framhaldinu sendi undirbúnings- nefnd svo tillögur að allmörgum nöfnum til umsagnar örnefna- nefndar. Nýrrar sveitarstjórnar er svo að taka endanlega ákvörð- un í málinu í ljósi niðurstöðu fyrr- greindar atkvæðagreiðslu. „Til stóð að kosningar til sveitarstjórnar yrðu í síðasta mánuði. Vegna kórónuveiru- faraldursins var þeim frestað fram til 19. september og nýtt sveitarfélag verður formlega til í byrjun október. Frestunin hefur leitt til þess að sveitarfélögin hafa aukið sam- starf sín á milli og áfram er unnið að sameiningunni af fullum krafti. Undirbúningsstjórn skipuð fulltrúum sveitarfélaganna fund- ar reglulega og unnið er að starfsmannamálum, undirbúningi fjárhagsáætlunar komandi árs og fleiru,“ segir Stefán Bogi sem hef- ur unnið mikið að sameiningar- málinu. Gjaldtaka á Axarvegi kemur til greina Á dögunum átti Stefán fundi með ráðamönnum í Reykjavík. Kynnti þar áskorun heimamanna um að sem fyrst verði farið í vega- gerð á Öxi. Leiðin sú, milli Skrið- dals og Berufjarðar, verður þýð- ingarmikil tenging innan sveitarfélagsins. Er að margra hyggju forsenda sameiningar í raun. „Í gildandi samgönguáætlun sem samþykkt var í fyrra er gert ráð fyrir framkvæmdum við Axarveg á árabilinu 2028-2030. Það er of seint að okkar mati. Í drögum að nýrri áætlun sem eru til vinnslu er gert ráð fyrir fram- kvæmdum árin 2021-2023 en þá með einkafjármögnun til helm- inga. Áskorunin gengur út á að Alþingi ljúki málinu. Ef á að gera ráð fyrir einkafjármögnun verður að samþykkja lög þess efnis sem fyrst. Ef ekki, þá verður að fjár- magna Axarveg að fullu á sam- gönguáætlun svo framkvæmdir geti hafist á næsta ári,“ segir Stefán Bogi og heldur áfram: „Frá upphafi hefur legið fyr- ir að þessi umfangsmikla samein- ing er háð því að samgöngur milli allra þéttbýlisstaða innan nýja sveitarfélagsins verði bættar. Í dag er Axarvegur mikið notaður yfir sumarið þrátt fyrir að vera að stærstum hluta örmjór og hol- óttur malarvegur, enda styttist akstursleiðin milli þessara tveggja staða um tugi kílómetra við að fara yfir Öxi. Sjálfum hugn- ast mér ekki illa að tekin verði upp gjaldtaka verði vegagerðin einkaframkvæmd. Aðrir fulltrúar sveitarfélaga hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að sjá gjaldtöku flýti slíkt fyrir framkvæmdum. Fyrir öllu er að fá veginn og hag- ræðið af leiðarstyttingu er slíkt að hóflegt veggjald er ásættan- legt um einhvern tíma.“ Samfélög ekki sameinuð Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra kynnti fyrir nokku að fara ætti í meiriháttar jarðganga- gerð á Austurlandi – það er hringtengingu frá Héraði í Seyð- isfjörð og þaðan í Mjóafjörð og til Eskifjarðar. Óhætt er að segja að mörgum þyki að þarna sé boginn spenntur hátt, enda vegalengdir miklar og kostnaður sömuleiðis. Stefán Bogi segir þessar áætlanir raunhæfar og mikilvægar. Fjarð- arheiðargöng, sem séu næst á dagskrá, tryggi mikilvæga teng- ingu innan nýs sveitarfélags. „Göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, um Mjóafjörð, full- komna þessa framtíðarsýn og skapa forsendur fyrir áframhald- andi sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi,“ segir Stefán Bogi sem leggur áherslu á að eystra sé verið að sameina sveitarfélög en ekki endilega samfélög. „Samfélögin á Borgarfirði, Seyðisfirði, á Héraði og Egils- stöðum og Djúpavogi hafa sinn svip, hefðir og venjur sem ekki verður breytt. Fjarlægðir þýða sömuleiðis að þjónusta verður ekki færð. Öll hafa þessi sveitar- félög og íbúar eitthvað á hverjum stað að kenna hvert öðru og eru saman öflugri en summa part- anna. En við þurfum líka að vera í fararbroddi þegar kemur að nær- stjórnun. Fjarfundir og rafræn þjónusta eiga að vera okkar aðalsmerki til að draga úr miðju- sækni allrar stjórnunar og þjón- ustu. Að vinna í þeim anda er skemmtileg áskorun.“ Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi er í mótun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Forysta Fjarfundir og rafræn þjónusta eiga að vera okkar aðalsmerki til að draga úr miðjusækni þjónustu, segir Stefán Bogi Sveinsson. Velja þarf nafnið og kosningar eru í haust Morgunblaðið/Sigurður Bogi Axarvegur Fjallvegur milli Skriðdals og Berufjarðar. Endurbóta er þörf til að skapa tengingu milli Héraðs og Djúpavogssvæðisins. Egilsstaðir Miðsvæðis á Héraði og íbúarnir eru um 2.500 talsins.  Stefán Bogi Sveinsson fæddist á Egilsstöðum 1980. Hann er lögfræðingur og fljót- lega að loknu námi við Háskóla Íslands fluttist hann, ásamt Heiðdísi Ragnarsdóttur konu sinni, aftur til Egilsstaða. Stef- án hefur setið í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs frá 2010, þar af sem forseti bæjarstjórnar 2010-2014 og frá 2018.  Hefur setið í stjórn Sam- bands sveitarfélaga á Austur- landi og Samtaka orkusveit- arfélaga. Utan sveitarstjórnar- mála hefur hann einkum starfað við staðarfjölmiðla og sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna. Hver er hann? Utanríkisráðuneytið mun ekki koma að skipulagningu flugferða fyrir Íslendinga á Spáni sem vilja komast heim. Þetta segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, aðspurð. Eins og mbl.is greindi frá um helgina hefur hópur Íslendinga bú- settra á Spáni leitað leiða til að komast heim en leiguflug, sem fyrirhugað var um þessar mundir, var blásið af vegna mikils kostnað- ar. Enn er þó stefnt að leiguflugi í júní. María segir að í mars hafi verið hringt í Íslendinga á Alicante- svæðinu sem skráðir voru hjá borg- araþjónustu utanríkisráðuneytisins til að kanna aðstæður þeirra. Langflestir voru komnir heim eða hugðust vera áfram úti en í kjölfarið skipulagði Icelandair síð- asta beina flugið frá Alicante 8. apr- íl fyrir þann hóp sem hafði hug á að snúa heim. Öllum sem skráðir voru á meginlandi Spánar voru sendar upplýsingar um það flug, en ekki var fullbókað í vélina. „Á tímabili veittum við upplýs- ingar um flug og ferðatakmarkanir með mjög virkum hætti og höfðum samband við þúsundir Íslendinga erlendis til að aðstoða þá. Flestir sem vildu snúa heim eru þegar komnir heim,“ segir María og bætir við að hægt sé að komast frá Spáni til Íslands með millilendingu í Lundúnum eða Stokkhólmi. Komi sér heim á eigin vegum  Íslendingar á Spáni undirbúa leiguflug Morgunblaðið/Kristinn Flug Borgaraþjónustan mun ekki hafa aðkomu að skipulagningu flugsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.