Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020 Við erum sérfræðingar í malbikun Vonarskarð er tor- farin jeppaleið við norðvesturhorn Vatna- jökuls, mitt á milli hans og Tungnafellsjökuls. Þetta landsvæði fellur undir Vatnajökuls- þjóðgarð (Vjþ). Í verndaráætlun um þjóðgarðinn er lagt bann við að fara þessa leið á bílum og hesta- umferð háð leyfi. Meginhluti leið- arinnar er á jökulruðningum. Mikil andstaða hefur verið meðal jeppamanna við þessu banni en hún hefur lítinn árangur borið. For- sendur bannsins eru aðallega þær að bílaumferð geti raskað friði göngu- fólks. Þá er minnst á jarðmyndanir og viðkvæm hverasvæði sem ástæða þykir að vernda. Þrátt fyrir mikla leit finn ég ekki í lögum nokkra heimild til þess að banna umferð á þeirri forsendu að bílar valdi hávaða. Slóðinn er seinfar- inn og lítil umferð um hann. Ekki er heimilt að setja í opinberar reglur annað en það sem skýr lagaheimild er fyrir og í lögum um þjóðgarðinn er nokkuð ítarleg upptalning þess sem verndaráætlun á að geyma. Jarð- myndunum og hverasvæðum hefur ekki verið raskað af bílaumferð enda í um 8 km fjarlægð frá slóðanum. Þau lönd þar sem stjórnvöld búa til lögin fram hjá þingi eins og raunin er í þessu tilfelli eru ekki talin lýðræð- isríki í listum þeirra sem fylgjast með þróun lýðræðis. Þá eru hér stjórnsýslulög sem einnig eru sniðgengin. Þau kveða á um rannsóknarskyldu og fyrirmæli um að stjórnvald setji ekki meira íþyngjandi ákvæði en þörf er á til að vernda þá hagsmuni sem í húfi eru. Ég þekki þetta svæði mjög vel og hef einnig rætt við jarðfræðinga um það. Okkur ber saman um að auðvelt sé að stýra umferðinni fram hjá við- kvæmum jarðmyndunum og hvera- svæðum. Þá viðurkennir stjórn Vjþ. að ekki hafi verið farið að lögum um samráð þegar reglurnar voru settar. Þegar verndaráætlunin var sett árið 2013 beindi þáver- andi ráðherra þeim til- mælum til stjórnar þjóð- garðsins að fara betur yfir þetta mál með nátt- úruvernd og umferð- arrétt í huga. Ekkert var gert í því. Núver- andi umhverfisráðherra hefur haft meginhluta kjörtímabilsins til að laga þetta en ekkert hefur breyst. Afleiðing af þessu og fleiri vafasömum boðum og bönnum er að mikil andstaða hefur myndast gegn frekari stækkun þjóðgarðsins. Einhver hreyfing er í þá átt að breyta þessu, líklega af fólki sem vill þá stækkun og notar ólöglegar aðgerðir sínar sem skiptimynt. Sagan hefur samt sem áður sýnt hversu vafasamt er að fela fámennri ólýðræðislegri stjórn yfirráð yfir þriðjungi landsins. Hálendið er þjóðareign en það eru eignir sem ekki hafa verið háðar eignarrétti og almenningur hefur getað notið sem sameigendur. Það er annað en ríkiseign, sem lýtur venju- legum yfirráðum stjórnvalda sem eigenda. Það er brot á þessum rétti almenn- ings að fela þessa eign hans í yfirráð fárra sem greinilega taka hagsmuni þröngs hóps, þ.e. göngufólks, fram yfir aðgengi almennings og fara í því sambandi ekki að lögum. Engin von er að það breytist. Þess vegna berj- umst við gegn frekari stækkun þjóð- garðsins. Þeir sem vilja hafa þjóðar- eignir fyrir almenning en ekki í þjónustu fárra útvalinna hljóta að styðja það. Vonarskarð enn lokað Eftir Þorstein Ásgeirsson Þorsteinn Ásgeirsson » Vonarskarð er norð- vestan við Vatna- jökul, á milli hans og Tungnafellsjökuls. Bannað er að fara þessa leið á bílum og hesta- umferð háð leyfi. Höfundur er áhugaljósmyndari. steinipip@Gmail.com Undanfarna daga og vikur hafa lands- menn verið minntir á það daglega hversu mikilvægt það sé, að vinna saman, hjálpast að og hugsa um þá, sem þurfa á hjálp og aðstoð að halda, eins og reyndar fyrir- myndarsamfélag á að vera. Orð yfirvalda hafa verið á þá leið, sem minnt hefur mig á æðra líf og til- verustig þroskaðra mannkyns, þar sem guðsmenn og guðir hafa brýnt fyrir mönnum, að lifa sem heild og láta sjálfselskuna víkja fyrir náunga- kærleikanum og umhyggjunni fyrir öðrum manneskjum. Við mennirnir höfum verið hvattir til „…að skapa það mannfjelag er stefnir í rjetta átt. En það er að menn þroskist áleiðis til að vinna það mikla hlutverk, sem bíður þeirra í al- heimi, og að aldrei engist nokkur til dauða í örvæntingu eða sje svo í nauðum staddur, að honum komi ekki hjálp.“ (Framnýall eftir dr. Helga Pjeturss bls. 252- 253.) Svo hefur mér virst, að yfirvöld hafi brýnt þetta fyrir landsmönnum það sem af er kórónuveiru- faraldrinum í heiminum og hér á landi. Megi það hlutverk og þær áminningar, sem að ofan getur, verða viðvar- andi í samfélagi okkar Íslendinga, svo við meg- um eignast farsælt sam- félag, sem lætur sér annt um þá einstaklinga, sem á einhvern hátt eiga í erfiðleikum og þarfnast hjálpar og aðstoðar. Mættum vér hafa þau boðorð og það hlutverk okkar hugfast, nú sem ævinlega. Fyrirmyndar- samfélag Eftir Einar Ingva Magnússon » Orð yfirvalda hafa verið á þá leið, sem minnt hefur mig á æðra líf og tilverustig. Einar Ingvi Magnússon Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. einar_ingvi@hotmail.com Það fer að nálgast öld síðan fyrstu blóðgjafir áttu sér stað á Ís- landi. Í fyrstu voru aðferðir og að- stæður til þeirra hluta frekar frum- stæð, auk þess sem þá var blóð bara blóð. Á allri vegferð síðan hefur tækni, þekkingu og vísindum farið fram svo um munar. Nú er blóð ekki bara blóð! Blóð er flokkað í mismunandi flokka og þeir skil- greindir jákvæðir eða neikvæðir. Flestir Íslendingar eru í blóð- flokknum O+ en á móti eru þeir sem eru í O- væntanlega verðmæt- astir því þeirra blóð má gefa öllum öðrum, hvaða blóðflokki sem þeir tilheyra, jákvæðum eða neikvæð- um. Til að standa undir þessum vænt- ingum þarf blóðgjafi að vera orðinn 18 ára, ekki eldri en 65 (70) og við góða heilsu. Gæta þarf þess hvort blóðgjafi noti einhver lyf að stað- aldri og má til dæmis ekki gefa blóð ef notuð eru ákveðin lyf, sem hjúkrunarfræðingar Blóðbankans gefa upp- lýsingar um í hverju tilfelli fyrir sig. Ég var 18 ára þegar ég fór fyrstu ferð mína með vinnufélögum mínum hjá Pósti og síma í Blóðbankann við Barónsstíg í mína fyrstu blóðgjöf. Þetta var ólýsanleg stund; á þeim tíma var boðið upp á deyfingu (staðdeyfing í oln- bogabót) áður en stóru nálinni var stungið í æðina. Fáeinum árum síð- ar uppgötvuðu menn að mestu óþægindin voru að fá þessa deyf- ingu svo henni var hætt og vænt- anlega mikil sparnaður í þeirri ráð- stöfun. Alla tíð síðan hef ég aldrei fundið nema smá kitl þegar nálinni er stungið í æðina. Eftir hverja blóðgjöf býður Blóð- bankinn upp á veitingar, kaffi og með því, og í hádeginu er auk þess súpa. Margir finna fyrir ákveðnum létti eftir blóðgjöf og ég líki því við olíuskipti á bíl nema að endurnýj- unin kemur innan frá. Þannig tel ég að það skapi ákveðið heil- brigði því öll göngum við í endurnýjun alla ævi og þessa endur- nýjun tel ég bæta um betur. Blóðgjöf er sjálfboðastarf því eng- inn fær greitt fyrir hana sem slíka og því er mikilvægt að hafa góða nýliðun blóðgjafa því um síðir eldumst við, að minnsta kosti flest okkar. Einnig er mikilvægt að njóta skilnings vinnuveitenda svo blóðgjafar verði ekki fyrir tekjutapi þessi fáu skipti á ári sem þeir leggja til þessa mikilvægu auðlind sem heilbrigðiskerfi okkar býr að. Blóðgjöf getur tekið allt frá einum og upp í fjóra tíma, það fer eftir hvort gefin er heilgjöf eða þeir sem búa yfir góðu æðakerfi gefa í svo- kallaðri blóðskiljuvél, en slík athöfn tekur aðeins lengri tíma. Blóðgjafafélag Íslands var stofn- að 1981 af Ólafi Jenssyni, þáverandi yfirlækni Blóðbankans, og fljótlega var farið að heiðra blóðgjafa fyrir framlag þeirra með viðurkenning- arskjölum. Þá hljóp mér kapp í kinn að ná að verða fyrstur í 100 blóðgjafir! Það tókst ekki en hefur haldið mér á vaktinni og í dag hef ég náð að gefa 162 sinnum blóð og er enn að. Blóðgjafafélagið mun á næsta ári, í júlí, fagna 40 ára af- mæli sínu og verða vonandi fagn- aðir það árið. Ég hvet alla sem góðri heilsu eiga að fagna til að ger- ast blóðgjafar; þú veist aldrei hve- nær einhver þér nákominn þarf á því að halda. Blóðgjöf er lífgjöf, ég gef blóð og bjarga lífi Eftir Jón Svavarsson » Blóðgjafafélag Íslands var stofnað 1981 af Ólafi Jenssyni, þáverandi yfirlækni Blóðbankans. Blóð- gjafafélagið fagnar á næsta ári 40 ára afmæli. Jón Svavarsson Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands. motiv@simnet.is Heiður Sigríður Ósk Lárusdóttir, varaformaður BGFÍ, Ólafur Helgi Kjart- ansson, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Gísli Þorsteinsson og Jón Svavarsson, formaður BGFÍ, en myndin er tekin er forsetinn heiðraði þá Ólaf Helga og Gísla fyrir að hafa náð 200 blóðgjöfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.