Morgunblaðið - 25.05.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020
Á AKRANESI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir og Axel Bóasson báru
sigur úr býtum á B59 Hotel-mótinu í
golfi sem fram fór á Garðavelli á
Akranesi um helgina, en mótið er
það fyrsta í mótaröð Golfsambands-
ins á árinu 2020. Er þetta annað
mótið á tveimur helgum sem nær all-
ir bestu kylfingar landsins í karla-
og kvennaflokki koma saman og
leika sín á milli, en ÍSAM-mótið fór
fram í Mosfellsbæ um síðustu helgi.
Ólafía og Axel áttu það sameigin-
legt að vera nokkuð á eftir efstu
kylfingum á tímabili, en með góðum
endaspretti tókst þeim að tryggja
sér sigur. Ólafía var fimm höggum á
eftir Valdísi Þóru Jónsdóttur, sem
lék á heimavelli, fyrir lokahringinn í
gær. Með góðum leik saxaði Ólafía
hægt og örugglega á Valdísi og voru
þær jafnar á þremur höggum undir
pari fyrir lokaholuna, sem er par 3-
hola. Lék Ólafía hana á þremur
höggum og Valdís á fjórum, sem
tryggði Ólafíu sigurinn.
Uppáhaldsstaðan mín
„Ég var þolinmóð en á sama tíma
ákveðin. Ég fór ekki öruggu leiðina
og hélt áfram að taka áhættu og
reyna að koma mér í færi,“ sagði
Ólafía við Morgunblaðið eftir mótið.
Ólafía var í svipaðri stöðu í Mos-
fellsbæ er hún var að elta Guðrúnu
Brá Björgvinsdóttur nánast allt
mótið. Um síðustu helgi hafði Guð-
rún að lokum betur í bráðabana, en
nú stóð Ólafía uppi sem sigurvegari.
„Unnusti minn segir að uppá-
haldsstaðan mín sé að elta og ég er
sammála. Það er eitthvað við þetta
sem hentar mér. Maður getur tekið
fleiri sénsa og maður þarf ekki að
verja neitt, maður keyrir bara á
þetta,“ sagði hún. Mótin tvö sýna að
það getur reynst erfitt að hafa Ólafíu
að sækja á sig þegar mikið er undir
en Ólafía leikur afar vel undir
pressu.
Í karlaflokki réðust úrslitin sömu-
leiðis á lokaholunni. Axel, sem var
sex höggum á eftir efstu mönnum
eftir fyrsta hring, lék afar vel á öðr-
um og þriðja hring og tók að lokum
fram úr Haraldi Franklín Magnús,
sem náði sér ekki almennilega á
strik í gær. Fékk Haraldur samt
sem áður fínt færi til að tryggja sér
bráðabana á lokaholunni, en hann
púttaði of stutt og Íslandsmeistarinn
2018 gat fagnað sigri. Axel átti hins
vegar ekki von á öðru en Haraldur
myndi setja niður púttið og úrslitin
myndu ráðast í bráðabana.
Tilbúinn í bráðabanann
„Ég hugsaði að ég þyrfti að vera
tilbúinn að fara í bráðabana. Ég átti
ekki von á að hann myndi klikka á
þessu pútti,“ sagði Axel við Morg-
unblaðið. Þrátt fyrir að vera sex
höggum á eftir efstu mönnum eftir
fyrsta hring var Axel ekki ósáttur
við byrjunina á mótinu. „Ég er mjög
sáttur við mótið í heild. Þetta var
mikil harka og mikið jákvætt sem ég
get tekið úr þessu, en á sama tíma
mikið sem ég þarf að vinna í. Fyrsti
hringur virkaði nokkuð góður á mig,
en ég var lélegur að pútta. Seinni
hringirnir voru voðalega svipaðir
nema ég púttaði eins og hershöfð-
ingi,“ sagði Axel.
Golfsumarið fer afar vel af stað.
Ólafía, Valdís Þóra og Guðrún Brá
verða væntanlega áfram í nokkrum
sérflokki, en í karlaflokki eru fleiri
sem geta borið sigur úr býtum. Í
báðum mótum til þessa hafa ungir
áhugamenn verið í hörðum slag við
reynda atvinnumenn og væntanlega
aðeins tímaspursmál hvenær
reynsluminni áhugamaður fagnar
sigri.
Æsispenna báðum megin
Úrslitin réðust á lokaholunni í karla- og kvennaflokki á Akranesi í gærkvöld
Ólafía og Axel sigruðu eftir að Valdís og Haraldur höfðu staðið vel að vígi
Ljósmyndir/seth@golf.is
Sigraði Axel Bóasson náði efsta sætinu af Haraldi
Franklín Magnús á síðustu holunni á Akranesi.
Sigraði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir skákaði Valdísi
Þóru á síðustu holunni á Garðavelli í gærkvöld.
Willum Þór Willumsson varð í gær
hvítrússneskur bikarmeistari í
knattspyrnu þegar BATE Borisov
vann Dinamo Brest, 1:0, í úrslita-
leik í Minsk. Allt stefndi í víta-
spyrnukeppni þegar Zakhar Volk-
ov skoraði sigurmarkið í uppbótar-
tíma framlengingar. Willum kom
inn á sem varamaður á tíundu mín-
útu framlengingarinnar. Þetta er
fyrsti sigur BATE í bikarkeppninni
í fimm ár en liðið hafði orðið meist-
ari í landinu þrettán ár í röð áður
en það mátti sætta sig við silfur-
verðlaun í fyrra.
Willum Þór er
bikarmeistari
Ljósmynd/BATE
Stemning Leikmenn BATE fögn-
uðu að vonum innilega eftir leik.
Tennisleikarinn Naomi Osaka frá
Japan er orðin tekjuhæsta íþrótta-
kona heims á undanförnum 12 mán-
uðum og hefur náð efsta sætinu á
þeim lista af Serenu Williams,
bandarísku tennisdrottningunni.
Osaka hefur síðasta árið fengið 37,4
milljónir dollara, eða rúma 5,3 millj-
arða íslenskra króna, í tekjur af
íþrótt sinni. Williams er með 36
milljónir dollara á sama tíma. Osaka,
sem er 22 ára gömul, hefur unnið tvö
stórmót á síðustu tveimur árum en
stærstan hluta teknanna fær hún
með auglýsingasamningum.
Osaka orðin
sú tekjuhæsta
AFP
Milljarðar Naomi Osaka hefur nýtt
sér góðan árangur á tennisvellinum. Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri
Real Madríd, braut reglur í út-
göngubanni á Spáni og ferðaðist til
smábæjar utan Madrídar á dögunum.
Dvaldi Zidane í íbúð sinni í bænum í
einhvern tíma. Spænski netmiðillinn
Sport greindi frá þessu. Hvorki Real
Madrid né Zidane hafa tjáð sig opin-
berlega um málið. Er Zidane byrjaður
að stýra æfingum Real á nýjan leik eft-
ir að útgöngubanninu var aflétt. Stefnt
er að því að hefja keppni á ný í
spænsku 1. deildinni 8. júní.
Heilbrigðisyfirvöld á Bretlandi telja
sig geta rakið 41 andlát af völdum kór-
ónuveirunnar þar í landi til leiks Liver-
pool og Atlético Madríd á Anfield í
Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu 12.
mars síðastliðinn. Rúmlega 50 þúsund
áhorfendur mættu á Anfield til þess að
sjá leikinn sem var jafnframt síðasti
stóri kappleikurinn á Englandi áður en
yfirvöld þar í landi bönnuðu hóp-
samkomur og íþróttaviðburði vegna
útbreiðslu veirunnar. Í frétt Sunday
Times segir að greiningarhópur innan
heilbrigðisþjónustunnar telji að 41
andlát vegna veirunnar megi rekja til
leiksins örlagaríka á Anfield. Yfir þrjú
þúsund stuðningsmenn spænska liðs-
ins ferðuðust með liðinu til Englands
og hefur borgarstjóri Liverpool áður
sagt það mistök að leyfa það.
Tvö ný smit af kórónuveirunni
greindust í hópum ensku úrvalsdeild-
arliðanna í knattspyrnu um helgina en
skimað var öðru sinni á föstudaginn.
Bournemouth staðfesti að í öðru til-
vikinu hefði verið um leikmann félags-
ins að ræða en ekki hefur verið upp-
lýst hvar hitt smitið greindist. Sex
smit voru greind í fyrstu skimuninni í
síðustu viku. Alls hafa 996 leikmenn
og starfsmenn liðanna verið skimaðir
fyrir kórónuveirunni. Stefnt er að því
að hefja keppni í deildinni á ný 12. júní.
Í B-deildinni greindust tvö smit hjá
rúmlega eitt þúsund sem voru skim-
aðir og bæði smitin greindust hjá Hull
City.
Fjögur af sex efstu liðum ensku úr-
valsdeildarinnar í knattspyrnu vilja fá
norska framherjann Joshua King frá
Bournemouth eftir þetta tímabil, sam-
kvæmt frétt Daily Mirror í gær.
Bournemouth hafnaði 20 milljón
punda tilboði í hann frá Manchester
United í janúar.
Adrian Justinussen skoraði fjögur
mörk og lagði eitt upp á fyrstu 20
mínútum leiksins þegar HB frá Þórs-
höfn vann stórsigur á AB frá Argir á
útivelli, 5:0, í færeysku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu í gær. Þrjú markanna
skoraði hann beint úr aukaspyrnum.
Adrian, sem er aðeins 21 árs, skoraði
36 mörk í 52 leikjum í deildinni fyrir
HB undir stjórn Heimis Guðjónssonar
síðustu tvö ár og hefur nú gert sex
mörk í fyrstu þremur umferðunum í ár.
Leiknir í Reykjavík hefur fengið
varnarmanninn Hjalta Sigurðsson lán-
aðan frá KR annað árið í
röð. Hjalti lék 18 leiki
með Leiknismönnum í
1. deild karla í knatt-
spyrnu á síðasta ári en
hann á þrjá úrvals-
deildarleiki að
baki með KR.
Hann hefur
spilað fjóra
leiki með 21-
árs landsliði
íslands og 20
leiki með yngri
landsliðunum.
Eitt
ogannað
Bayern München er áfram með
fjögurra stiga forskot á Dortmund í
einvígi liðanna um þýska meist-
aratitilinn í knattspyrnu. Bæði lið
unnu örugga sigra fyrir tómum
völlum um helgina en nú eru sjö
umferðir eftir.
Leog Goretzka, Thomas Müller,
Robert Lewandowski og Alphonso
Davies skoruðu fyrir Bayern í 5:2-
sigri á Frankfurt, auk sjálfsmarks.
Raphael Guerreiro og Achraf
Hakimi tryggðu Dortmund útisigur
á Wolfsburg, 2:0.
Þá skoraði Timo Werner þrennu
fyrir RB Leipzig sem vann Mainz
5:0 á útivelli og er tveimur stigum
á eftir Dortmund. Werner hefur nú
skorað 23 mörk í deildinni í vetur,
fjórum minna en Lewandowski.
Landsliðsmennirnir Alfreð Finn-
bogason hjá Augsburg og Samúel
Kári Friðjónsson hjá Paderborn
misstu báðir af leikjum sinna liða
vegna meiðsla og hafa því ekki
spilað eftir að deildin fór af stað á
ný. Augsburg kom sér lengra frá
fallsvæðinu með óvæntum 3:0-
útisigri á Schalke en Paderborn
situr sem fastast á botninum eftir
jafntefli við Hoffenheim.
vs@mbl.is
AFP
München Thomas Müller sóknarmaður Bayern stekkur upp með Kevin
Trapp markverði Eintracht í leik liðanna á tómum Allianz-vellinum.
Meistararnir skor-
uðu fimm mörk
Timo Werner með þrennu í stórsigri