Morgunblaðið - 26.05.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020
PREVENTION BY NUTRITION
Í Morgunblaðinu í gær var fjallaðum gatnamót Reykjanesbrautar
og Bústaðavegar, en þar hefur
lengi verið mikið umferðaröng-
þveiti
vegna þess
að borg-
aryfirvöld
hafa árum
saman
hafnað
ítrekuðum tillögum Vegagerð-
arinnar um mislæg gatnamót.
Vegagerðin hefur bent á að þaðsé „mikið stílbrot í kerfinu í
dag að gatnamót Bústaðavegar og
Reykjanesbrautar skuli ekki vera
mislæg. Tafir síðdegis eru mjög
miklar og hætta á óhöppum og
slysum því mun meiri en ella“.
Nú stefnir í enn meira vanda-mál með þessi gatnamót og
er ástæðan fyrirhuguð borgarlína,
áform um ofvaxna strætisvagna
sem þurfa sérstakar akreinar og
aðra umgjörð sem tekur mikið
pláss og kostar í það minnsta tugi,
ef ekki hundruð milljarða króna.
Lítill vandi er að leysa teppuumræddra gatnamóta, en for-
dómar borgaryfirvalda gagnvart
mislægum gatnamótum, sem eru
öruggasti og skilvirkasti kost-
urinn, hafa komið í veg fyrir lausn.
Það er svo óneitanlega sérstaktað delluhugmyndin um borg-
arlínu skuli gera lausn þessara
gatnamóta enn torveldari.
Hvernig væri að ríkið tæki núaf skarið, útskýrði fyrir
borginni að ekki verði króna sett í
þessa vitlausu hugmynd og gerði
um leið skýrar kröfur um að
borgaryfirvöld féllust á raunhæfar
lausnir á umferðarvandanum í
borginni?
Borgarlínan
verður æ vitlausari
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Bygging nýju söluhúsanna á Ægisgarði við Gömlu
höfnina í Reykjavík hefur tafist nokkuð. Mikil ótíð
var í vetur og tafði jarðvinnu. Síðan tók við kór-
ónuveirufaraldurinn, sem tafði smíðavinnu. Smíð-
inni átti að ljúka í lok apríl en nú er lokadagur
framkvæmda við húsin miðaður við 30. júní, sam-
kvæmt upplýsingum Gísla Gíslasonar, hafnar-
stjóra Faxaflóahafna.
Tafir við smíðina hafa ekki komið að sök því
hvalaskoðunarbátarnir hafa ekki siglt síðan í byrj-
un mars. Alls er óvíst hvenær þeir hefja siglingar
að nýju og fyrstu farmiðarnir verða seldir í sölu-
húsunum. Ef allt hefði verið eðlilegt væru farnar
margar ferðir á dag með erlenda ferðamenn að
skoða hvali í Faxaflóa og fuglalíf á eyjum í Kolla-
firði.
Faxaflóahafnir ákváðu í fyrra að ganga til samn-
inga við eftirtalin fyrirtæki um leigu á húsunum:
Special Tours, Eldingu, Sea Safari, Seatrips,
Reykjavík by Boat, Happy Tours og Katla Whale
Watching. Óljóst er á þessari stundu hve mörg
fyrirtæki munu bjóða upp á skoðunarferðir þegar
ferðamannastraumurinn glæðist á ný. sisi@mbl.is
Smíði söluhúsa hefur seinkað
Hvalaskoðunarbátarnir
í höfn síðan í byrjun mars
Morgunblaðið/sisi
Ægisgarður Nýju söluhúsin eru óðum að taka á
sig mynd. Þau munu setja svip sinn á umhverfið.
Glatt var á hjalla á Hótel Borg við
Pósthússtræti í gær þegar minnst
var 90 ára afmælis staðarins. Opið
hús var síðdegis og voru allir vinir
og velunnarar hótelsins velkomnir.
Kom fjöldi fólks og fagnaði með
eigendum og starfsfólki. Tónlistar-
mennirnir Sigríður Thorlacius,
Guðmundur Óskar og Ómar Guð-
jónsson sungu og léku lögin sem
ómað hafa á Hótel Borg í gegnum
tíðina. Stefán Pálsson sagnfræð-
ingur leiddi gesti um húsið og
rakti sögu þess.
Hótel Borg var um árabil eitt
virðulegasta og flottasta hótel
Reykjavíkur. Það var opnað rétt
fyrir hátíðina miklu sumarið 1930
þegar minnst var á Þingvöllum
þúsund ára afmælis Alþingis.
Fjöldi erlendra gesta kom á hátíð-
ina, m.a. stór hópur Vestur-
Íslendinga, og kom sér þá vel að
hægt var að bjóða upp á nútíma-
legt veitinga- og gistihús. Það var
glímukappinn Jóhannes Jósefsson
(1883-1968) sem stofnaði Hótel
Borg og rak til 1960.
Fjölmenni í afmælis-
fagnaði Hótels Borgar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hótel Borg Gestir nutu veitinga og skoðuðu sig um í húsinu á afmælinu.