Morgunblaðið - 26.05.2020, Side 12

Morgunblaðið - 26.05.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum SCREEN RÚLLUGARDÍNUR 26. maí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 143.37 Sterlingspund 174.46 Kanadadalur 102.3 Dönsk króna 20.959 Norsk króna 14.251 Sænsk króna 14.806 Svissn. franki 147.46 Japanskt jen 1.3344 SDR 195.28 Evra 156.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.5193 Hrávöruverð Gull 1732.45 ($/únsa) Ál 1473.0 ($/tonn) LME Hráolía 36.18 ($/fatið) Brent ● Í Hagsjá grein- ingardeildar Landsbankans er rýnt í greiðslu- kortaveltu í apr- ílmánuði sl. Þar kemur fram að áfengiskaup hafi hlutfallslega auk- ist mest allra útgjaldaliða milli ára, eða um 52%. Eins og rifjað er upp í Hagsjánni dróst greiðslukortavelta talsvert saman í apríl sl. milli ára, en sam- komubann ríkti allan aprílmánuð vegna kórónuveirufaraldursins. Bent er á í Hagsjánni að velta í raf- og heimilistækjaverslunum hafi einnig aukist meira í apríl en í mars og sömu sögu megi segja um veltu í byggingarvöruverslunum. „Ætla má að aukin kortavelta í áfengisversl- unum og í stórmörkuðum sé að ein- hverju leyti tilfærsla á neyslu sem annars hefði farið fram á veitinga- stöðum sem voru lokaðir,“ segir í Hagsjánni. Aukin kaup á vörum í byggingar- vöruverslunum og raf- og heimilis- tækjaverslunum má rekja til aukins tíma sem fólk varði innan veggja heimilisins meðan á samkomubanni stóð, að sögn sérfræðinga Lands- bankans. Áfengiskaup í apríl juk- ust um 52% milli ára STUTT Í gær sameinaðist Nasdaq verð- bréfamiðstöð hf. formlega verð- bréfamiðstöðinni Nasdaq CSD. Sameiningin hefur verið í undirbún- ingi um nokkurn tíma, eins og Við- skiptaMogginn hefur áður greint frá. Indars Ascuks, forstjóri Nasdaq CSD, mun halda áfram sem forstjóri sameinaðs félags. Magnús Kristinn Ásgeirsson situr í framkvæmda- stjórn Nasdaq CSD og mun jafn- framt leiða starfsemi Nasdaq CSD á Íslandi sem og viðskiptaþróun hjá Nasdaq CSD-samstæðunni. Samkvæmt tilkynningu frá Nas- daq verður sameinuð miðstöð með starfsemi í Lettlandi, Eistlandi, Litháen og á Íslandi. Í tilkynningunni segir einnig að í kjölfar sameiningarinnar verði ís- lenska starfsemin í stakk búin til að nýta að fullu þá möguleika og teng- ingar sem verðbréfamiðstöðvakerfi Nasdaq CSD hefur upp á að bjóða og skapi þannig ný tækifæri fyrir inn- lenda sem erlenda viðskiptavini. Markar tímamót „Sameining okkar við Nasdaq CSD og innleiðing á alþjóðlegu verð- bréfauppgjörskerfi marka afar mikilvæg tímamót fyrir viðskiptavini okkar hér á landi,“ segir Magnús Kristinn í tilkynningunni. „Þetta er bæði stærsta innviðabreyting sem og tæknilegu framfarir sem hafa átt sér stað á íslenska verðbréfamarkaðnum í 20 ár og mun gera okkur kleift að taka þátt í nýsköpun og þróun í þess- ari grein sem mun skila sér til við- skiptavina okkar.“ Morgunblaðið/Hari Fjármál Magnús Kristinn segir sam- eininguna mikið framfaraskref. Verðbréfamið- stöðvar sameinast  Starfar í Lettlandi, Eistlandi, Litháen og Íslandi BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dregið hefur úr atvinnuleysi í iðnaði milli mánaða. Hins vegar er óvíst um nettóáhrif niðursveiflunnar á fram- boð starfa í iðnaði, að sögn Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Fækkað hafi á atvinnuleysisskrá milli mánaða í byggingariðnaði og framleiðsluiðnaði. „Við vonum að þetta bendi til að menn hafi sýnt varkárni í byrjun en að þróunin sé heldur hagfelldari en menn óttuðust,“ segir Sigurður. Hann bendir á að bygginga- og mannvirkjagerð sé stór atvinnu- grein. Vægi hennar í landsfram- leiðslu og á vinnumarkaði hafi verið um 7% í fyrra. Þá hafi um 12.400 launþegar starfað í greininni í jan- úar, um þúsund færri en árið áður. 500 fleiri en í fyrra „Niðursveifla var hafin í greininni, líkt og í hagkerfinu öllu, fyrir kór- ónuveirufaraldurinn. Ríflega þúsund manns voru án vinnu í greininni í apríl en um 500 í sama mánuði í fyrra. Við þetta bætist að í greininni voru 1.638 komnir í minnkað starfs- hlutfall í apríl,“ segir Sigurður og vísar til hlutabótaleiðarinnar. Ríkisstjórnin hyggst auka opin- berar framkvæmdir til að vega á móti samdrættinum. Meðal annars stendur til að byggja nýtt skrifstofu- hús Alþingis, reisa viðbyggingu við Stjórnarráðið, ljúka uppbyggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans og byggja nýjan meðferðarkjarna við Landspítalann. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er ríflega 70 milljarðar króna. Sigurður segir aðspurður að þessi uppbygging, sem og uppbygging annarra innviða, svo sem vega, muni verja og skapa störf í iðnaði. Nettó- áhrifin, sé tekið mið af stöðu efna- hagslífsins, verði þó að líkindum fækkun starfa í greininni. Var alls 536 milljarðar „Heildarumfang fjárfestinga í byggingum og mannvirkjum var um 536 milljarðar króna í fyrra. Af því voru fjárfestingar atvinnuveganna um 267 milljarðar, fjárfestingar í íbúðarhúsnæði 167 milljarðar og hins opinbera 102 milljarðar. Þetta eru háar tölur og er vægi þeirra í verðmætasköpun hagkerfisins mik- ið, eða um 18% á síðastliðnu ári. Það er meðal annars vegna þessa mikla vægis sem samdráttur á þessu sviði hefur víðtæk áhrif á hagkerfið langt út fyrir raðir fyrirtækja í bygginga- og mannvirkjagerð,“ segir Sigurður. Til marks um samdráttinn hafi dregið umtalsvert úr uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og þá sérstaklega á fyrstu byggingarstigum. Þar hafi mælst 42% samdráttur í vortalningu SI á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt greiningu Vinnumála- stofnunar má ætla að um 30% þeirra sem verða án vinnu í sumar verði er- lendir ríkisborgarar. Seðlabankinn spáir því að atvinnuleysi verði að jafnaði tæplega 9% í ár en 12% á þriðja ársfjórðungi. Sigurður segir að SI hafi miðað við heldur meira at- vinnuleysi í sínum spám, eða um 10% yfir árið að jafnaði. Óvissan sé þó enn mikil. Samtökin hafi ekki sagt fyrir um þróun atvinnuleysis eftir ein- staka atvinnugreinum. Upplýsingarnar úreltar Jafnframt hafi Seðlabankinn í nýj- um Peningamálum stuðst við könnun sem gerð var um áramótin um fjár- festingu í atvinnuvegum. Forsendur hafi þá verið allt aðrar. Því megi ætla að fjárfesting dragist meira saman. Þá segir Sigurður að með hliðsjón af þróuninni eftir fjármálakreppuna 2008 sé ekki útlit fyrir mikinn brott- flutning erlendra byggingarverka- manna. Staðan sé enda einnig erfið víða erlendis vegna faraldursins. Samkvæmt greiningu Vinnumála- stofnunar voru um 8,5% atvinnu- lausra erlendra ríkisborgara í apríl- mánuði starfandi í iðnaði. Þá var hlutfallið 10,3% í hlutabótaleiðinni. Alls voru 5.700 erlendir ríkisborgar- ar þá án vinnu og um 8.200 á hluta- bótaleiðinni. Út frá áðurnefndum hlutföllum má ætla að um 500 er- lendir starfsmenn hafi verið án vinnu og um 800 á hlutabótaleiðinni. Tölur Samtaka iðnaðarins yfir þetta eru hins vegar hærri. Ekki sama tilfærsla starfa Rætt hefur verið um að eftir fjár- málakreppuna 2008 hafi orðið til- færsla á starfsfólki á milli atvinnu- greina. Sérfræðingar sem störfuðu í bankageiranum hafi hafið störf á nýjum vettvangi. Sigurður segir að á uppgangs- árunum hafi bankakerfið laðað til sín fólk sem hafði fjármál ekki á sínu sérsviði. Sérfræðimenntun þess hafi því nýst á öðrum sviðum, til dæmis í hugverkaiðnaði. Sagan geti að einhverju leyti endurtekið sig, nú þegar endur- skipulagning ferðaþjónustunnar stendur fyrir dyrum. „Ég held að nú verði tilfærslan mest í átt að hug- verkaiðnaði,“ segir Sigurður. Til þess þurfi ákveðna sérfræði- menntun og því sé ekki að vænta sömu tilfærslu starfsfólks heilt yfir á milli atvinnugreina. Stuðningurinn skiptir máli Binda megi miklar vonir við hug- verkaiðnaðinn á næstu árum. Aukinn stuðningur stjórnvalda gegni þar mikilvægu hlutverki. Það er að segja sú ákvörðun að hækka þak á endur- greiðslum og endurgreiðsluhlutfalli vegna nýsköpunar. Ef allt gangi að óskum geti 3-5 alþjóðleg fyrirtæki í hugverkaiðnaði orðið til á hverjum áratug á Íslandi. Hingað til hafi að jafnaði eitt slíkt fyrirtæki, eða ekk- ert, orðið til á hverjum áratug síð- ustu áratugi. Þar er um að ræða fyrirtæki á borð við Marel, Össur og CCP. Atvinnulausum að fækka  Atvinnuleysi í iðnaði minnkaði milli mánaða  Framkvæmdastjóri SI segir að þróunin sé hagfelldari en menn óttuðust  Hugverkageirinn verði aflvaki vaxtar Morgunblaðið/Styrmir Kári Niðursveifla Ríkisstjórnin hyggst setja aukið fé í opinberar framkvæmdir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.