Morgunblaðið - 26.05.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.05.2020, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 Gleði Margir lögðu leið sína á krár og bari í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að slakað var á samkomubanni sem gilt hefur undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Kristinn Magnússon Umhverfisráðherra kom fram í fjölmiðlum sunnudaginn 17. maí og reyndi að réttlæta ákvörðun sína um friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Sú skýring hans að þetta sé gert til að fram- fylgja vilja Alþingis stenst enga skoðun. Ég tel að ráðherra skorti lagaheimild fyrir þessari ákvörð- un. Ráðherranum hefur nú verið stefnt fyrir dóm af landeiganda vegna þessa. Umhverfis- og auðlindaráðu- neytið birti sl. haust skýringar á því hvernig friðunin byggðist á grundvelli þingsályktun- artillögu frá 14. janúar 2013, rammaáætlun 2. Þar kemur fram að tillögunni sem þings- ályktunin byggist á hafi þáverandi verkefn- isstjórn rammaáætlunar skilað til iðn- aðarráðherra 5. júlí 2011 sem og að þingsályktunin hafi verið samþykkt 14. janúar 2013. Sama dag tóku lögin um verndar- og orkunýtingaráætlun gildi (þ.e aðeins 1.-3. gr. tóku gildi 2011 en lögin í heild sinni ekki fyrr en 2013). Farið að reglum sem ekki voru til Tillaga verkefnisstjórnarinnar og þar með þingsályktunin var því unnin áður en máls- meðferðareglur laganna tóku gildi. Í þeim fel- ast m.a. verklagsreglur sem verkefnisstjórn og faghópar skulu fylgja. Verkefnisstjórn ramma- áætlunar 2 vann sem sagt aldrei eftir þessum reglum því þær voru ekki til. Verkefnisstjórnin hafði ekki á þessum tíma (fyrir 2011/2013) það hlutverk að afmarka virkjunarsvæði eða virkj- unarkosti. Af því leiðir að afmörkun virkj- unarsvæða eða virkjunarkosta var ekki hluti af tillögu verkefnisstjórnar og þar með heldur ekki hluti af ályktun Alþingis. Rammaáætlun 2 skorti því öll fyrirmæli um hver væru mörk virkjunarsvæða eða virkjunarkosta og þings- ályktunin því mjög ófullkomin að þessu leyti. En hvert á þá að sækja leiðsögnina um það hver þessi mörk virkjunarsvæða og virkj- unarkosta eru? Á umhverfis- og auðlind- aráðherra að gera um það tillögu til Alþingis þannig að fyrirmælin séu skýr af hálfu þings- ins? Á ráðherrann að gera tillögu út frá þeim gögnum sem komu fram af hálfu verkefn- isstjórnarinnar sem þó hafði ekki það hlutverk að skilgreina þessi mörk og vinna hennar ekki tekið mið af því? Getur ráðherrann byggt á lög- unum um verndar- og orkunýt- ingaráætlun sem voru ekki til þegar tillaga verkefnisstjórn- arinnar var unnin og ekki í gildi þegar hún var samþykkt? Geta lög sem ekki voru til eða í gildi haft einhverja þýðingu í úrlausn málsins? Það er greinilega úr vöndu að ráða fyrir ráðherra umhverfis- og auðlindamála þegar ákveða skal leiðina. En ráðherrann ákvað sem sagt að lög og verklagsreglur sem ekki voru til þegar verkefnisstjórn vann tillögu að ramma 2 og ekki voru í gildi þegar þings- ályktunin frá 2013 var samin og samþykkt skuli veita leiðsögnina um mörk friðunar. Í kynningu ráðuneytis umhverfis- og auð- lindamála er vísað til þess að í greinargerð með frumvarpi til laga um verndar- og orkunýting- aráætlun, sem varð að lögum 48/2011, komi fram leiðsögn um þetta. Er þar vísað til VI. kafla í greinargerðinni sem ber heitið „Um virkjunarkosti og afmörkun þeirra“. Í kynn- ingunni er farin sú leið að grípa upp eina setn- ingu af mörgum og hún notuð sem grundvöllur ákvörðunar um mörk friðlýsingar. Setningin er svona: „Virkjunarsvæði í vatnsafli miðast al- mennt við allt vatnasvið fallvatnsins ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallvatnsins neðan virkjunar.“ Handvalin rök En stenst þessi rökstuðningur nánari skoð- un? Ég tel svo ekki vera. Meginreglan í lög- skýringu gengur út á að lesa þurfi, bera saman og meta allan texta bæði laga sem og lögskýr- ingargagna. Það þykir sem sagt ekki góð latína að grípa bara til þeirrar setningar sem passar einhverjum tilteknum markmiðum þá stund- ina. Ef umræddur VI. kafli er lesinn allur, þá stendur þar skrifað: „Virkjunarsvæði í vatns- afli miðast almennt við allt vatnasvið fallvatns- ins ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallvatnsins neðan virkjunar. Sjónræn áhrif mannvirkja geta þó náð yfir stærra svæði, t.d. frá háspennulínum. Svæði með nýt- anlegu falli í fallvatni nefnast virkjunarstaðir. Ef fallið er ekki allt á einum stað geta verið fleiri en einn virkjunarstaður í fallvatninu. Þessir staðir eru vel þekktir. Framkvæmd virkjunar á hverjum virkjunarstað er nefnd virkjunarkostur. Þar geta ýmsir kostir komið til greina. Við virkjun á sama falli á einhverjum virkjunarstað getur stærð virkjunar verið mis- munandi eftir því hvernig miðlun rennslisins er háttað. Til miðlunar þarf miðlunarlón og í mörgum tilvikum er rennsli fallvatnsins aukið með veitum úr nálægum ám. Áhrif virkjunar á umhverfi eru því komin undir því hvernig virkjunarkosturinn er skilgreindur. Þau mannvirki sem mestu máli skipta eru einkum stíflur og veitur, miðlunarlón, aðrennslisgöng og stöðvarhús, frárennsli og lega háspennulína og vega. Stærð virkjunar í MW segir lítið um áhrif hennar á umhverfi. Í verndar- og nýtingaráætluninni yrði fjallað um skilgreindan virkjunarkost á til- teknum virkjunarstað og áhrif þeirrar virkj- unar innan virkjunarsvæðisins. Þar sem áhrif- in eru komin undir útfærslu virkjunarinnar verður skilgreindum virkjunarkostum raðað í flokka en ekki virkjunarsvæðum enda þótt fram komi hvernig virkjunarsvæðin eru af- mörkuð. Á sama virkjunarstað geta mismun- andi virkjunarkostir lent í mismunandi flokk- um eftir áhrifum þeirra. Hins vegar kemur til álita að vernda heil vatnasvið. Þau yrðu þá sett í verndarflokk og þar með allir hugsanlegir virkjunarkostir innan þeirra. Eins kemur til álita að friðlýsa hluta vatnasviðs eða hluta fall- vatns.“ Rökstuðningur ráðuneytisins er mjög lang- sóttur og verður vægast sagt hæpinn þegar framangreindur texti allur er skoðaður. Þessi tilvitnun í greinargerðina segir í raun allt sem segja þarf um rökleysu ráðherrans. Munum að rammaáætlun 2, þingsályktun nr. 13/141 frá 14. janúar 2013, fjallar um virkjunarkosti og að þeir fari í nýtingar-, bið- eða verndarflokk. Fjallar ekki um virkunarsvæði. Slíkt hefði þurft að koma fram skýrum orðum í tillögunni, sbr. orðin: „Hins vegar kemur til álita að vernda heil vatnasvið. Þau yrðu þá sett í verndarflokk og þar með allir hugsanlegir virkjunarkostir innan þeirra.“ Í engu tilviki voru heil vatnasvið sett í verndarflokk í rammaáætlun 2, þingsályktun 13/141. Í öllum tilvikum er talað um virkj- unarkosti. Friðanir eða tillögur þar um verða að taka mið af þessu. Ekki kemur til álita að friða vatnasvið og árfarvegi nema ramma- áætlun segi það berum orðum. Stórkostleg skerðing möguleika til orkunýtingar Ég sat á sínum tíma í þingnefndinni sem um þetta fjallaði og í þeim nefndum sem síðan hafa fjallað um þennan málaflokk. Vilji lög- gjafans er alveg skýr í þessum efnum. Ljóst er að ef skýringar og stefna ráðherrans fengju að ráða þarf ekki mikið að velta fyrir sér nýtingu orkuauðlinda okkar. Ef henni yrði beitt í ýtrasta tilgangi yrði landið nánast allt friðað fyrir frekari virkjunum. Það liggur í augum uppi að löggjafinn var ekki að færa svo mikilvægar ákvarðanir í hendur eins manns, þ.e. umhverfis- og auðlindaráðherra. Ákvarðanir um friðlýsingarmörk verða augljóslega að vera hluti af ákvörðunum um að setja virkjunarkost í verndarflokk. Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki á móti frið- lýsingum en öfgar og útúrsnúningar sem þessir eru í andstöðu við vilja löggjafans. Ef skilningi ráðherrans yrði fylgt til hins ýtrasta varðandi virkjanakosti í verndarflokki yrðu möguleikar til nýtingar orkuauðlinda okkar skertir stórkostlega og gerðu út af við mögu- leika til sóknar á þeim vettvangi. Þeir sem skrifuðu texta greinargerðarinnar á sínum tíma tóku fram að til þess að vatna- svið yrði friðað yrði það að koma skýrt fram í tillögu verkefnisstjórnar og þá eftir atvikum í þingsályktun Alþingis, féllist þingið á slíka til- lögu. Það á ekki við í neinu tilviki í ramma- áætlun 2. Vegna þessa er það ólíðandi að ráð- herrann haldi áfram á þeirri braut sem hann er að feta. Hér eru gríðarlegir þjóðhagslegir hags- munir undir og við höfum ekki efni á að skerða möguleika þjóðarinnar til að skapa verðmæti með nýtingu auðlinda sinna. Mála- miðlun í þessu sem öðru þarf að vera það leið- arljós sem við fylgjum. Það eru mörg tæki- færi til að friða viðkvæmar náttúruperlur án þess að gengið sé á möguleika okkar að öðru leyti. Eftir Jón Gunnarsson »Ég tel að ráðherra skorti lagaheimild fyrir þessari ákvörðun. Jón Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Að friðlýsa landið og miðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.