Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 18
✝ Elsa Níels-dóttir fæddist í
Þingeyrarseli, A-
Húnavatnssýslu 2.
apríl 1930. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Mörk 18.
apríl 2020.
Foreldrar Elsu
voru Halldóra Guð-
rún Ívarsdóttir, f.
12.3. 1887 á
Skeggjastöðum,
Skagahreppi, og Níels Hafstein
Sveinsson, f. 18.10. 1876 á
Lækjarbakka, Skagaströnd,
þau voru bændur á Þingeyrum,
Ytra-Kóngsbakka, Helgafells-
sveit og Þingeyrarseli í A-
Húnavatnssýslu. Elsa var yngst
af tíu systkinum, sem voru:
Marinó Sveinn, 1909-1910, Ívar,
1910-1911, Sveinn Ívar, 1912-
1999, Jóhanna Gíslína, 1914-
1940, María Guðrún, 1916-1973,
Ingibjörg Jónína, 1918-2013,
Rósa Aðalheiður, 1920-1995,
1954, rekstrarfræðingur, maki
Hjörtur Pálsson byggingafræð-
ingur, sonur Hermann Jakob, f.
19.11. 1978, stjúpsonur Ragn-
hildar er Birgir Páll, f. 26.10.
1969. 3) Erlendur Níels, f. 31.5.
1956, byggingafræðingur, bú-
settur í Danmörku, maki Anna
María Grétarsdóttir sjúkraliði,
dætur: Kristín Elsa, f. 9.6. 1982,
og Berglind Birna, f. 7.10. 1988.
4) Jóhann Gísli, f. 15.1. 1961,
bifreiðasmiður og fram-
kvæmdastjóri, sambýliskona
Natalija Virsiliene matráður,
dóttir Jóhanns og fv. eiginkonu
hans, Kristínar Bjargar Ósk-
arsdóttur, er Halldóra Rut, f.
31.1. 1993, stjúpbörn Jóhanns
eru Dagbjört María, f. 5.12.
1985, og Óskar Kristófer, f.
11.8. 1990. 5) Erla Ósk, f. 10.12.
1967, verkefnisstjóri og nemi,
maki Gunnar Gottskálksson vél-
fræðingur, dætur: Elsa María, f.
12.5. 1991, og Elva Björg, f.
24.6. 1997.
Elsa fæddist í Þingeyrarseli
og ólst upp sín fyrstu ár í
Húnavatnssýslu og seinna í
Skagafirði. Eftir að faðir henn-
ar lést af slysförum þegar hún
var hálfs árs fylgdi hún móður
sinni sem gerðist ráðskona
fyrst í Vatnsdalnum en síðar
bæði á Kárastöðum og Glaum-
bæ í Skagafirði þar sem hún
gekk í skóla og fermdist. Elsa
fluttist ung kona til Reykjavík-
ur, þar vann hún fyrst í Belgja-
gerðinni og síðar sem starfs-
stúlka og nemi hjá Helgu
Sigurðardóttur matreiðslukonu
og á ýmsum veitingahúsum.
Elsa vann ásamt húsmóður-
störfum utan heimilis alla tíð,
m.a. við veitinga- og versl-
unarstörf og síðar á leikskól-
unum Dyngjuborg og Ásborg,
lengi sem matráðskona og síð-
ustu árin sem yfirmatráðskona
þar til hún lét af störfum árið
2000.
Elsa tók virkan þátt í störf-
um Kvenfélags Grensássóknar
og var lengi í stjórn félagsins
og tók hún þátt fyrir hönd fé-
lagsins í fundum og þingum
Bandalags kvenna í Reykjavík.
Útför Elsu fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 26. maí
2020, klukkan 15.
Ingunn Helga,
1923-2001, og
Helga Heiðbjört,
1926-2010.
Elsa giftist
25.12. 1954 Her-
manni Ólafi Guðna-
syni, fyrrverandi
yfirverkstjóra
Vélamiðstöðvar
Reykjavíkurborg-
ar, f. 5.7. 1929 á
Vopnafirði, d. 7.2.
2012. Foreldrar hans voru
Guðni E. Sigurjónsson frá Skál-
um í Vopnafirði, leigu-
bifreiðastjóri og ökukennari, og
Ragnhildur Davíðsdóttir frá
Kambi í Vopnafirði, húsfreyja.
Börn Elsu og Hermanns eru: 1)
Ólöf Dóra, f. 23.5. 1951, tóm-
stunda- og félagsmálafræðing-
ur, fv. eiginmaður Eric Meulen-
broek börn: Sara Dögg, f. 8.11.
1976, búsett í Hollandi, og Ósk-
ar Freyr, f. 29.10. 1979. 2)
Ragnhildur Guðný, f. 13.4.
Elsku mamma, nú ertu farin og
sárt er að kveðja, en tíminn var
kominn.
Líf þitt byrjaði ekki vel, þú
misstir föður þinn í slysi þegar þú
varst rétt hálfs árs, heimilið leyst-
ist upp og systkinin sjö fóru á hina
ýmsu bæi í Vatnsdalnum og ná-
grenni. Þú ungbarnið fylgdir
mömmu þinni sem gerðist ráðs-
kona hjá Óla frænda í Vatnsdaln-
um og síðar á Kárastöðum í
Skagafirði, seinna fluttust þið
mæðgur á prestssetrið Glaumbæ í
Skagafirði þar sem amma Hall-
dóra gerðist ráðskona, þar gekkst
þú í skóla og fermdist.
Þú fluttist til Reykjavíkur 17
ára, systur þínar tóku á móti þér
enda mikill samgangur ykkar á
milli og oftast bjugguð þið nærri
hver annarri. Þú starfaðir fyrst í
Belgjagerðinni, síðar fórstu að
vinna hjá Helgu Sigurðardóttur
matreiðslukennara, bæði við
vinnu og nám, og þar lærðir þú
svo sannarlega að búa til góðan
mat.
Þú hittir pabba á „rekstrar-
sjón“ eins og þú kallaðir það,
fannst hann svo fallegur og svo
gat hann dansað, þú elskaðir að
dansa og varst mjög liðtæk að eig-
in sögn í „jitterbug“. Þið byrjuðuð
að búa á Grundarstíg og amma
Halldóra fylgdi ykkur og bjó hjá
okkur til dauðadags 1967. Við
fluttum síðar í Vogana og bjugg-
um þar í sama húsi og systir þín
og hennar fjölskylda. Seinna flutt-
um við í Skálagerði, sem varð
ykkar heimili í yfir 40 ár.
Þú starfaðir alltaf utan heim-
ilis, en þegar örverpið hún Erla
fæddist tókstu þér frí frá vinnu en
vannst meira heima við sauma- og
prjónaskap fyrir aðra. Þú fórst
aftur út á vinnumarkaðinn og
vannst á leikskólum, lengst á
Dyngjuborg þar sem þú gerðist
síðar matráðskona og svo yfir-
matráðskona og starfaðir til sjö-
tugs.
Þið pabbi eignuðust lóð í Hval-
firði árið 1968, þar byggðuð þið
bústað í nágrenni við tvær syst-
urnar, þetta var ykkar sælureitur,
þarna ræktuðuð þið gróður og
ykkar góða vinskap við nágranna
og fjölskyldu. Seinna eignuðumst
við Hjörtur líka land þarna.
Þið áttuð annan sælustað á
Kanarí, þangað fórum við fyrst
fjölskyldan 1973 og þið oftast ár-
lega, við áttum margar sameigin-
legar ferðir þangað með ykkur
pabba, en síðasta ferðin okkar
saman ásamt fleirum úr fjölskyld-
unni var árið 2007.
Þú varst mjög falleg, blíð, geð-
góð og réttsýn, barnabörnin og
reyndar öll börn sóttu mikið í að
vera hjá þér, enda þú einstaklega
barngóð og börn löðuðust að þér
eins og flugur að hunangi.
Ég mun alltaf sakna þín, við
áttum mikið samneyti, sérstak-
lega sumarlangt í sveitinni,
kannski vorum við ekki alltaf
sammála, enda báðar þrjóskar og
stundum rifumst við, en við vor-
um samt allaf vinkonur að
morgni.
Elsku mamma, það eru komin
nokkur ár síðan ég týndi þér,
stundum varstu með, en æ oftar
farin og eitt sinn spurðir þú mig
„ert þú ég“, þá sá ég glitta smá í
þig. Þú sem varst alla tíð vön að
vera svo hress og alltaf syngjandi,
svo bara dró fyrir sólu, þú týndir
sjálfri þér. Lengi vel blekktir þú
okkur með gríni og við áttuðum
okkur ekki fyllilega á ástandi
þínu, það var þér líkt. Ég held að
ást mín á þér hafi aldrei verið
sterkari en eftir að við skiptum
um hlutverk, ég varð mamman og
þú dóttirin.
Ragnhildur Guðný
Hermannsdóttir.
Elsku mamma, það er alltaf
sárt og erfitt að kveðja þá sem
maður elskar þó svo að þinn tími
hafi í raun verið kominn. Þú varst
mín stoð og stytta alla tíð og ég
var alltaf litla stelpan þín, sem þú
dekraðir upp úr skónum eftir því
sem systkini mín segja. Við áttum
margar afar ljúfar og fallegar
stundir saman og tel ég að sam-
band okkar hafi verið mjög náið
og sterkt. Meðan þú hafðir getu
og heilsu til leið varla sá dagur
sem við heyrðumst ekki í síma eða
hittumst og áttum saman gott
spjall og ljúfa samveru. Ég hef
alla tíð litið upp til þín og reynt að
tileinka mér alla þá kosti sem þú
hafðir til brunns að bera. Þú varst
þolinmóð, hjartahlý, hress, bros-
mild, staðföst og lífsglöð kona.
Aldrei heyrði ég þig kvarta yfir
erfiði eða álagi þrátt fyrir að þú
hafir unnið alla daga frá morgni
til kvölds nánast alla ævi. Kannski
fékkstu ákveðna þrautseigju í
vöggugjöf þar sem þú misstir föð-
ur þinn þegar þú varst ungbarn,
sem hefur líklegast verið erfið
lífsreynsla fyrir ykkur systkinin.
Framkoma þín var afar
heillandi og þú varst dáð af mörg-
um enda varstu afar falleg og góð
kona. Þú gafst ávallt mikið af þér
og sýndir öllum áhuga, allir voru
jafningjar í þínum augum. Heimili
ykkar pabba var opið öllum og var
mikið um gestagang hjá ykkur
alla tíð, öllum líkaði vel að sækja
ykkur heim og má með sanni
segja að hjartarýmið hafi verið
stærra en húsrýmið. Alltaf var vel
veitt af mat og öðru góðgæti og þú
varst ánægðust ef gestir kvöddu
saddir og sælir. Börnin elskuðu
þig og ekki bara börnin í fjöl-
skyldunni heldur öll börn, þau löð-
uðust að þér án þess að þú hefðir
nokkuð fyrir því, þú bara brostir
og það var nóg. Mér er svo minn-
isstætt þegar samstarfskonur
þínar í leikskólanum töluðu um að
best væri að fara með börnin inn í
eldhús til þín ef þeim leið illa, það
varð bara allt betra við það að
hitta ömmu Elsu, eins og þau köll-
uðu þig. Ég er afar þakklát fyrir
að litlu langömmustelpurnar þín-
ar skuli hafa fengið tækifæri til að
eiga stundir með þér. Þrátt fyrir
að þú hafir verið orðin mjög veik
og kannski ekki vitað nákvæm-
lega hverjar þær voru yljaði það
þér þegar þær gáfu þér kossa og
knús, það kom ákveðið blik í fal-
legu augun þín.
Þú varst alltaf róleg og glöð,
syngjandi, raulandi eða flautandi
allan daginn. Þú eldaðir besta
matinn, saumaðir flottustu fötin
og áttir svo auðvelt með að skipu-
leggja alla hluti. Þú varst í raun
góð í öllu því sem þú tókst þér fyr-
ir hendur og gerðir alltaf þitt
besta. Það er því ekkert skrítið að
ég hafi litið upp til þín alla tíð og
reynt að tileinka mér þína kosti.
Ég og fjölskylda mín verðum
ávallt þakklát fyrir allar yndis-
legu samverustundirnar sem við
höfum átt í gegnum tíðina heima í
Skálagerði, á ferðalögum innan-
og utanlands og í hlýlega sum-
arbústaðnum ykkar í Hvalfirðin-
um, en þar áttum við með ykkur
afar margar gleðistundir. Allt eru
þetta hugljúfar minningar sem
við munum varðveita og ylja okk-
ur við um ókomna tíð.
Elsku mamma, þú ert ávallt í
huga mér og verður um alla tíð.
Minning þín lifir í hjörtum okk-
ar allra.
Erla Ósk og fjölskylda.
Elsku amma. Við systurnar
viljum þakka þér fyrir allar ynd-
islegu stundirnar sem við áttum
með þér. Við eigum svo margar
skemmtilegar og ljúfar minningar
og flestar frá því að við vorum
með þér og afa í sumarbústaðnum
sem þið byggðuð og gerðu svo
yndislegan og hlýlegan. Það var
svo gaman að sjá hvað þið voruð
stolt af bústaðnum ykkar og öllum
gróðrinum og blómunum. Það var
alltaf gaman að fá að vera með
ykkur í sumó, fara á brennur,
syngja, dansa, drullumalla, fara í
búðarleik og leika sér í fjörunni.
Við settum niður kartöflur á vorin
og hjálpuðum til við að slá grasið
og klippa trén. En mest elskuðum
við að borða góða matinn þinn
elsku amma.
Margar góðar stundir áttum
við með þér og afa í Skálagerði og
munum við eftir því að hafa verið
pantaðar fyrir hver jól til að
skreyta jólatréð hjá ykkur og
stundum var skreytingin frekar
frumleg en þú kvartaðir ekkert
heldur færðir bara aðeins til þeg-
ar við vorum farnar. Alltaf voru
teknar myndir af afrakstrinum og
að launum fyrir vel unnið verk
fengum við smákökur og gos.
Þú varst alltaf glöð og kát, raul-
andi, hummandi eða flautandi. Við
munum ekki til þess að þú hafir
nokkurn tímann skammað okkur
eða hækkað róminn enda einstak-
lega þolinmóð amma. Þú varst
líka afar stolt af okkur og vildir
fylgjast með því hvernig okkur
gengi í skólanum og í fimleikun-
um.
Elsku amma, við erum afar
þakklátar fyrir allar ferðirnar
með ykkur til Kanaríeyja,
skemmtilegu ferðina sem við fór-
um með ykkur á Vestfirði og bara
allar hinar yndislegu samveru-
stundirnar því það var svo ljúft að
vera með ykkur.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir að sýna okkur ást og
hlýju alla tíð. Við systurnar kveðj-
um þig með miklum söknuði,
elsku amma, en minning þín mun
lifa í hjörtum okkar.
Elsa María Gunn-
arsdóttir og Elva Björg
Gunnarsdóttir.
Elsa móðursystir mín hefur
kvatt og þar með eru þær allar
farnar, systur hennar mömmu,
sem settu svo sterkan svip á æsku
mína. Þær voru sex sem náðu full-
orðinsaldri; María, Ingibjörg
(mamma), Rósa, Ingunn, Helga
og Elsa sem var yngst og svo
bróðirinn, Ívar. Jóhanna elsta
systir þeirra lést úr berklum um
tvítugt.
Þær voru ættaðar úr Húna-
þingi og foreldrar þeirra, Hall-
dóra Ívarsdóttir og Níels Sveins-
son, voru fátækt fólk sem hóf sinn
búskap í Þingeyrarseli undir Víði-
dalsfjalli, örreytiskoti í fallegu af-
skektu dalverpi. Þar bjuggu þau í
október 1930 þegar afi hrapaði til
dauða í fjallinu þegar hann leitaði
kinda og lenti í blindbyl en heima
beið amma með fimm dætur, Elsu
á fyrsta ári. Þeirra biðu örlög
margra fátækra fjölskyldna á
þessum tíma; heimilinu var tvístr-
að og systrunum komið fyrir hjá
vandalausum. Amma réð sig í
vinnumennsku og hafði Elsu með
sér en þær tvær voru alltaf ein-
staklega samrýndar og bjuggu
saman meðan amma lifði.
Um og eftir stríð fluttu syst-
urnar til Reykjavíkur og fljótlega
flutti amma á eftir þeim til borg-
arinnar. Lengi vel héldu þær
heimili með henni tvær eða fleiri
saman og unnu ýmist fyrir sér
með saumaskap eða framreiðslu-
störfum þar til þær giftu sig ein af
annarri. Voru systurnar alla tíð
mjög samrýndar og reyndu að
bæta sér upp liðna tíð með því að
styðja hver aðra með ráðum og
dáð. Þær voru laglegar og lífs-
glaðar, höfðu fallega söngrödd og
fannst gaman að dansa og dufla
en vinnusemi, æðruleysi og um-
hyggja fyrir öðrum var hins vegar
ættarfylgja þeirra í kvenlegg.
Elsa giftist Hermanni og eign-
aðist Ollu, Röggu, Nella, Jóa og
Erlu. Öll voru þau órjúfanlegur
hluti af æsku minni og lengi
bjuggum við í sama húsi í Ferju-
voginum; tvær fjölskyldur með
níu börn og tvær ömmur. Það var
oft glatt á hjalla þegar systurnar
komu saman og ekki dró úr gleð-
skapnum þegar bræður pabba
bættust í hópinn. Hermann spil-
aði á gítar og allir sungu, gjarnan
raddað. Á sumrin var börnum og
farangri staflað í bílana, ekið í
rykmekki út á land og slegið upp
tjöldum á fallegum stað eða ekið
norður í Vatnsdal að heimsækja
ættingja. Elsa var fallega systir
hennar mömmu sem var alltaf
brosandi og jákvæð, drífandi og
lausnamiðuð. Það var upplag
hennar og eðli, þannig man ég
hana og þannig var hún til síðasta
dags. Annar ríkur þáttur í eðli
þeirra systra allra var trygglynd-
ið sem stundum gat jaðrað við að
vera þrjóska. Þegar þær komu
sér upp afstöðu eða bundust ein-
hverjum tryggðaböndum þá varð
því ekki haggað. Elsa hafði
snemma tengst Sjálfstæðis-
flokknum og þegar ég var ung
tókum við margar pólitískar
snerrur þar sem mér fannst ég
hafa betur en það skipti engu máli
- henni varð ekki haggað. Í nokk-
ur ár hefur Elsa verið horfin
sjálfri sér og öðrum en brosið og
glaðværðin yfirgaf hana aldrei.
Elsa hverfur nú inn í systrafans-
inn fyrir handan og ég þakka
henni allar ljúfu minningarnar
sem hún skildi eftir hjá mér. Fyrir
hönd okkar systkinanna úr Ferju-
voginum sendi ég Ollu, Röggu,
Nella, Jóa, Erlu og öllu þeirra
fólki innilegar samúðarkveðjur.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Elsa Níelsdóttir
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
GUÐBJÖRG PÁLSDÓTTIR,
Sléttuvegi 11,
lést aðfaranótt sunnudagsins 17. maí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 27. maí klukkan 15.
Þórlaug Rósa Jónsdóttir Stefán Svavarsson
Óskar Jónsson Ágústa Þorbergsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir Friðrik Steinn Kristjánsson
Þórunn María Jónsdóttir Hávarður Tryggvason
Guðríður Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN HARALDSDÓTTIR
Sella,
Borgarvegi 29, Njarðvík,
frá Seyðisfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 21. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Ísleifur Guðleifsson
Arnbjörg Ísleifsdóttir
Sveinhildur Ísleifsdóttir
Mekkín Ísleifsdóttir Guðmundur Sæmundsson
Guðleifur Ísleifsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður, faðir, afi, bróðir,
mágur og frændi,
JÓN ÖRN JÓNSSON
hagfræðingur og prófessor,
lést í Regina, Saskatchewan í Kanada
fimmtudaginn 21. maí.
Guðrún Mjöll Guðbergsdóttir
Haukur Hávar Jónsson Jordan Szeponski
Ingvi Hrafn Jónsson Ragnheiður Sara Hafsteinsd.
Sigtryggur Jónsson Margrét Jónsdóttir
Vilborg Halldórsdóttir
og frændfólk