Morgunblaðið - 26.05.2020, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020
✝ Gréta Halldórs-dóttir fæddist á
Hjalteyri við Eyja-
fjörð 19. desember
1937. Hún lést á
Vífilsstöðum 10.
maí 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Sigrún
Guðmundsdóttir, f.
á Bæ í Árneshreppi
í Strandasýslu 28.6.
1915, d. 26.8. 1998,
og Halldór Guðmundsson húsa-
smíðameistari, f. á Breiðaból-
stað á Skógarströnd á Snæfells-
nesi 2.5. 1913, d. 11.10. 1994.
Gréta var næstelst sjö systkina,
elst er Þóra, f. 1935, d. 2006, gift
Gunnari R. Sveinbjörnssyni,
yngri systkin eru:
Hrafnhildur, f.
1940, gift John P.
DeMarco; Ragn-
heiður, f. 1945, d.
2018, gift Guð-
mundi V. Ólafssyni;
Guðmundur, f.
1946, kvæntur
Hólmfríði Rögn-
valdsdóttur; Sig-
rún, f. 1949, gift
Hafþóri Edmond
Byrd; Björn, f. 1951, kvæntur
Auði Gilsdóttur.
Streymt verður frá útförinni
á https://www.sonik.is/
hateigskirkja.
Slóðina má nálgast á
Meira: www.mbl.is/andlat.
Þá er komið að kveðjustund
elsku systir. Hugurinn leitar aft-
ur í tímann til bernskuáranna á
Hjalteyri við Eyjafjörð. Við vor-
um eins og tvíburar, alltaf eins
klæddar og mjög samrýndar,
gátum ekki séð hvor af annarri.
Þegar ég var send í sveit á sumr-
in til ömmu og afa norður á
Ströndum grét ég mig í svefn; ég
saknaði hennar svo mikið og ósk-
aði þess að hún væri í sveitinni
með mér.
Það voru tvö og hálft ár á milli
okkar systra og þegar ég kom í
heiminn gat Gréta ekki sagt
„systir mín“ heldur „Siddý mín“.
Það nafn festist við mig og það
kom sér vel síðar á ævinni. Þegar
kom að skólagöngu hjá Grétu
vildi ég fá að fara líka og á end-
anum fékk ég að fljóta með því ég
var svo heppin að vera orðin læs.
Gréta fæddist með hjartagalla,
sem háði henni alla tíð og var tal-
ið að hún myndi ekki ná tólf ára
aldri. Ég man alltaf þegar við
vorum litlar og eitthvað að ærsl-
ast úti við, þá þurfti hún alltaf að
hlaupa inn til að hvíla sig. Við
höfðum alltaf eitthvað fyrir
stafni. Á veturna renndum við
okkur á skíðum, sleðum og skaut-
um, enda fraus tjörnin á eyrinni
alltaf á veturna. Ég minnist
æskuáranna með hlýju.
Árið 1947 flutti fjölskyldan til
Keflavíkur. Gréta lauk prófi frá
Gagnfræðaskóla Keflavíkur og
svo frá Kvennaskólanum á
Blönduósi. Gréta vann við ýmis
störf á lífsleiðinni. Starfsferlinum
lauk hún síðan hjá Landsbanka
Íslands, en þar starfaði hún í rúm
tuttugu ár.
Gréta var ógift og barnlaus.
Hún bar mikla umhyggju fyrir
velferð systkinabarna sinna og
fylgdist vel með þeim. Henni
fannst gaman að ferðast og á
Angela dóttir mín góðar minning-
ar frá Þórsmerkurferðunum
þeirra. Þegar ég flutti til Banda-
ríkjanna vorum við í stöðugu
símasambandi, stundum viku-
lega.
Gréta heimsótti okkur nokkr-
um sinnum til Bandaríkjanna og
við skoðuðum það markverðasta
á hverjum stað. Við eigum líka
góðar minningar frá ferð okkar
til Kanada þar sem við skoðuðum
meðal annars Niagara-fossinn.
Hún naut ferðalagsins með okk-
ur. Á sjötugsafmæli hennar og
jólunum það ár heimsótti hún
okkur til Flórída.
Við höfðum þann sið að hringja
hvor í aðra á miðnætti á gamlárs-
kvöld til að óska hvor annarri
gleðilegs árs. Þess mun ég sakna.
Ég minnist með gleði ferðalags-
ins sem við fórum til bernsku-
stöðvanna á Hjalteyri og dvöld-
um í litlum sumarbústað sem
gekk undir nafninu Draumaland.
Það var yndislegt að koma á forn-
ar slóðir, þaðan sem við áttum
svo margar góðar minningar.
Systir mín var góð kona, heiðar-
leg og samviskusöm og stundaði
sína vinnu allt fram að starfslok-
um. Við hjónin, dóttir okkar og
synir og fjölskyldur þeirra þökk-
um samveruna og kveðjum þig
með ást og þakklæti. Hvíl þú í
friði. Guð blessi minningu þína.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Hrafnhildur Halldórsdóttir.
Gréta fæddist á Hjalteyri við
Eyjafjörð, önnur í röðinni af sjö
systkinum. Árið 1947 fluttist fjöl-
skyldan til Keflavíkur og það
voru mikil viðbrigði fyrir systk-
inin að flytja á mölina. Heimilið
var stórt og umsvifamikið. Meðal
annars rak Sigrún móðir þeirra
hárgreiðslustofuna Sunnu í sam-
byggðu húsi við heimilið. Þar var
einnig trésmíðaverkstæðið hans
Halldórs. Hann var húsasmíða-
meistari og átti meðal annars
þátt í að reisa Háteigskirkju.
Þegar til Keflavíkur var komið
bættust Sigrún og Björn í hópinn
og var mikið líf og fjör á heim-
ilinu.
Sumrunum eyddi hún hjá Sínu
frænku og Gunnari og seinna
Dadda og Veigu á Þorfinnsstöð-
um í Valþjófsdal. Hún hafði alla
tíð sterk tengsl við fjölskylduna
fyrir vestan og leið vart sumar án
þess að farið væri vestur. Síðar
var hún nánast fastur sumargest-
ur hjá Ösp og Björgu, dætrum
Veigu og Dadda, eftir að þær
hleyptu heimdraganum. Kunnum
við fjölskyldan þeim hjartans
þakkir fyrir.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Keflavíkur og
hóf störf hjá Pósti og síma í
Keflavík. Gerði hlé og hóf nám í
Kvennaskólanum á Blönduósi.
Skólinn var henni alltaf hugleik-
inn, þar eignaðist hún góðar vin-
konur og þær voru með sauma-
klúbb og ferðuðust saman
erlendis og nutu lífsins. Að hon-
um loknum hún hóf aftur störf
hjá Pósti og síma í Keflavík. Hún
hóf síðar störf hjá Kaupfélagi Ár-
nesinga og flutti til Selfoss. Það-
an lá leiðin suður til Reykjavíkur,
þar sem hún hóf störf hjá SÍS,
svo Álafossi og að lokum Lands-
bankanum. Þar lauk hún sínum
starfsferli eftir rúm tuttugu ár.
Hún hafði mikið yndi af ferða-
lögum og fyrsta utanlandsferðin
farin til Danmerkur og fleiri
landa. Hún sagði síðar margar
sögur úr þeirri ferð, sem var
henni ávallt hugleikin.
Þórsmörk átti sérstakan sess í
huga hennar, þangað fór hún
mörg sumur í röð. Með Björk vin-
konu sinni ferðaðist hún einnig
víða um landið. Þær mæðgur
héldu heimili saman þar til Sig-
rún lést 1998. Þá keypti hún litla
fallega íbúð í Orrahólum og sagð-
ist hafa milljón króna málverk
þegar hún horfði út um stofu-
gluggann á Esjuna. Hún undi sér
vel þar og eyddi dögum við lestur
o.fl.
Systkinabörnin voru henni
kær og hún fylgdist vel með þeim
og studdi við bakið ef þörf krafði.
Samvera við ungviði gladdi
hjarta hennar. Ferðir með fjöl-
skyldum systkinanna voru ofar-
lega á blaði. Síðar var hún ákaf-
lega stolt af því að hafa gengið og
klifið Þorfinninn, fjallið fyrir ofan
Þorfinnsstaði. Þau Eiríkur syst-
ursonur hennar gengu á fjallið og
það var stolt en ákaflega þreytt
fröken sem kom niður.
Eins og Valla systurdóttir orð-
aði það svo fallega: hún var Gréta
okkar allra systkinabarnanna.
Þau voru sterk systraböndin á
milli þeirra Þóru stórusystur, því
er vel við hæfi að hún fái legstað
við hliðina á þeim hjónum. Þá er
fátt eitt nefnt, systkini og makar
minnast hennar með hlýju og
þakklæti. Hún er lögð í sína
hinstu för. Guð blessi minningu
Grétu Halldórsdóttur.
Auður Gilsdóttir.
Nú hefur hún Gréta frænka
kvatt í hinsta sinn en hún hefur
alla tíð verið hluti af lífi okkar
systra. Hún og faðir okkar voru
systrabörn og segja má að þau
hafi nánast alist upp sem systkini
og þó að pabbi hyrfi alltof
snemma á braut hélst tryggð
hennar við fjölskylduna alla tíð.
Gréta frænka var falleg kona,
lítil og fíngerð með þykkan
makka og falleg blá augu og þrátt
fyrir að vera heilsulítil fyrstu
æviárin var mikill töggur í henni
og ekki kvartaði hún eða kveinaði
yfir smámunum enda ættuð norð-
an af Ströndum. Gréta var glað-
leg kona og ætíð stutt í brosið,
aldrei heyrðum við hana hall-
mæla nokkrum manni, frekar
reyndi hún að finna jákvæðar
hliðar samferðafólks síns. Hún
var af þeirri kynslóð sem fékk þá
vöggugjöf að vera heiðarleg,
samviskusöm, stundvís og fara
vel með það sem hún aflaði og
vera þakklát fyrir allt sem gert
var fyrir hana, stórt og smátt.
Fyrstu kynni okkur af Grétu
frænku, eins og hún var ætíð köll-
uð, voru heima á Þorfinnsstöðum,
en þangað kom hún oft í sumar-
heimsóknir, með systkinum sín-
um eða ein á ferð. Minningar frá
þessum heimsóknum tengdust
gleði yfir að Gréta frænka væri á
leiðinni en dvöl hennar einkennd-
ist af skemmtilegum uppátækj-
um, gönguferðum, fjöruferðum
með frumstæðum veiðifærum
eða berjaferðum. Minnisstæðust
er gönguferð fram að svokölluð-
um Vötnum, sem liggja fremst í
Valþjófsdal. Oft var búið að ræða
um að ganga þessa leið en i
amstri hversdagsins fannst aldr-
ei tími til þess fyrr en í þessari
heimsókn Grétu. Í minningunni
var þetta löng ganga sem ein-
kenndist af gleði og kærleika þar
sem Gréta gekk fremst í flokki
með barnaskarann á eftir sér. Oft
var rætt um að ganga á fjallið
Þorfinn en aldrei varð af því.
Næst er við klífum fjallið fagra
munum við minnast þín elsku
Gréta.
Gréta frænka var trú fólkinu
sínu og kom oft í heimsóknir til
okkar systra á Akranes og austur
í Neskaupstað. Á Skaganum
dvaldi hún oft nokkra daga eða
viku í senn, þar sem hún fór í
göngutúra, kíkti í búðir og naut
þess að vera til og ekki má
gleyma signa fiskinum sem hús-
bóndinn og Gréta elskuðu að
snæða. Í heimsóknum hennar
austur var ekið um Austurlandið,
staldrað við á fallegum stöðum og
kíkt í búðir. Ekki má síður
gleyma „kósíkvöldunum“ þar
sem horft var á spennandi mynd-
ir með alls konar góðgæti sem
Gréta deildi með sér.
Þegar Gréta varð sjötug skellti
hún sér til systur sinnar og mágs
í Ameríku og dvaldi þar í nokkrar
vikur. Á sjálfan afmælisdaginn,
19. desember, fæddist svo lítill
ömmudrengur á Skaga og auðvit-
að sendar fréttir af því til hennar
og sagði hún það ætíð sína
stærstu gjöf í lífinu. Gjafmildi
hennar til okkar og afkomenda
var einstök, fæðingar-, skírnar-
og fermingargjafir, ásamt afmæl-
is- og útskriftargjöfum. Gréta
frænka fann alltaf ástæðu til að
gleðja aðra með pakka eða pen-
ingaumslagi en fyrst og fremst
kærleika, tryggð og væntum-
þykju til okkar og afkomenda.
Við hugsum þakklátar til
Grétu með dillandi hláturinn og
glaðlega andlitið. Hafðu þökk
fyrir allt sem þú varst okkur
elsku Gréta frænka.
Þínar
Ösp, Björg og fjölskyldur.
Gréta
Halldórsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Góða ferð og Guð geymi
þig elsku frænka.
Þín
Thelma.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskuleg systir okkar og mágkona,
GRÉTA HALLDÓRSDÓTTIR,
fv. bankaritari,
Orrahólum 7,
lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 10. maí.
Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 26. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á
Landsbjörg eða SOS-barnaþorpin.
Björn Halldórsson Auður Gilsdóttir
Sigrún Halldórsdóttir Hafþór E. Byrd
Guðmundur Halldórsson Hólmfríður Rögnvaldsdóttir
Hrafnhildur Halldórsdóttir John DeMarco
og systkinabörn
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir, systir, mágkona og amma,
SIGRÍÐUR KRISTÍN PÁLSDÓTTIR
lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. maí.
Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 27. maí klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Minningarsjóð hjartadeildar Landspítalans.
Guðjón Sigurðsson
Guðrún Kristjánsdóttir
Sigurður V. Guðjónsson Ólöf Hildur Pálsdóttir
Sveinn H. Guðjónsson Sigrún Helga Ásgeirsdóttir
Valgerður Pálsdóttir
Alexander Pálsson Rannveig S. Vernharðsdóttir
Kristín Ásta, Hildur Helga og Stefán Bjarni Sigurðarbörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRGNÝR ÞÓRHALLSSON
frá Stóra-Hamri,
Suðurbyggð 2, Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 29. maí klukkan 13.30.
Hekla Ragnarsdóttir
Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir
Dagný Björk Þórgnýsdóttir Sverrir Konráðsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Hekla Björt Helgadóttir
Þórgnýr Inguson
Edda Rún Sverrisdóttir
Guðrún Lóa Sverrisdóttir
Móðir okkar og tengdamóðir,
SELMA KJARTANSDÓTTIR
á Ormsstöðum, Dalabyggð,
lést á Silfurtúni í Búðardal 22. maí.
Útförin fer fram frá Staðarfellskirkju
laugardaginn 6. júní klukkan 14.
Auður Baldursdóttir Grétar Sæmundsson
Unnur Baldursdóttir
Alda Baldursdóttir Tómas Sveinbjörnsson
SIGMUNDUR VIGFÚSSON
Mundi,
Flókastöðum, Fljótshlíð,
lést sunnudaginn 10. maí á hjúkrunar-
heimilinu Kirkjuhvoli. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar og starfsfólks Kirkjuhvols.
Fyrir hönd ættingja,
Róbert Vigfús Þórðarson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN BJÖRN GUÐMUNDSSON
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 12. maí.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju,
miðvikudaginn 27. maí klukkan 15.
Birgir Kjartansson Dagbjört Bjarnadóttir
Jónína Kristín Kjartansdóttir
Pétur Kjartansson Dagmar Þórisdóttir
Aron, Enok, Ísak, Hafsteinn, Kjartan og Bjarki
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ÞÓR ÞORBERGSSON
frá Hraunbæ, Skaftárvöllum 13,
Kirkjubæjarklaustri,
lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum
23. maí. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 9. júní
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Velunnarasjóð Klausturhóla.
Margrét María Guðmundsdóttir
Guðbjörg R. Pálmadóttir Einar Ó. Karlsson
Guðmundur Jónsson Valgerður Sveinsdóttir
Guðlaug Þ. Jónsdóttir
Ragnhildur H. Jónsdóttir Einar K. Stefánsson
Þorbergur B. Jónsson Guðný L. Egilsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn