Morgunblaðið - 26.05.2020, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
Raðauglýsingar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs sem fram fer 27. júní 2020, hefst við
embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þann 25. maí 2020. Atkvæðagreiðslan fer
í fyrstu eingöngu fram á 1. hæð í Smáralind alla daga frá 25. maí til og með 14. júní nk. frá
kl. 10:00-19:00. Þó verður lokað sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní nk.
Frá og með 15. júní til og með 26. júní nk. fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á
höfuðborgarsvæðinu: Á 1. hæð í Smáralind, á 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á
Laugardalsvelli. Þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 – 22:00. Þó verður lokað miðvikudaginn
17. júní.
Á kjördag laugardaginn 27. júní nk. verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind frá kl. 10:00
til kl. 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Þórólfur Halldórsson
Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðbeinanda
kl. 9-16. Leshringur kl. 11. Leiðbeinandi úthlutar tíma en aðeins 6 geta
verið í einu. Hafið samband í síma 411 2600. Spritta sig þegar komið
er inn og þegar farið er út.
Bústaðakirkja Ekkert félagsstarf verður á þessu vori í ljósi
aðstæðna, við munum ekki taka neina sénsa. Við sjáumst hress í
haust, vonandi eigið þið gott sumar. kærleikskveðja Hólmfríður djákni
Guðríðarkirkja Félagsstarf eldri borgara. Miðvikudaginn 27. maí kl.
12 bjóðum við ykkur kæru félagar í helgistund og söng í kirkjunni.
Síðan förum við inn í safnaðarheimili og borðum saman súpu og
brauð, kaffi og konfekt á eftir kr. 1000 á mann. Hlökkum til að sjá
ykkur. Kær kveðja, sr. Leifur Ragnar, sr. Pétur, Hrönn og Lovísa.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Gönguferð kl. 13.30 ef veður leyfir.
Korpúlfar Förum af stað með hádegisverð af mikilli varkárni, matar-
gestum er skipt niður á tíma, því nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram og
virða 2 metra regluna og hvetjum alla til að kynna sér vel Samfélags-
sáttmála Covid. Spritta hendur og fara varlega. Gönguhópar kl. 10
mánudaga frá Borgum og Grafarvogskirkju kl. 10 miðvikudaga, föstu-
daga frá Borgum. Petan, Gufunesbæ fyrir Korpúlfa mánudaga kl. 13.
Velkomin
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.40. Karlakaffi í safnað-
arheimilinu kl. 14. Púttið á golfvellinum hefst í júní. Nk. fimmtudag 28.
maí verður bingó í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir.
Félagsstarf eldri borgara
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bílar
2018 Nissan Leaf S 40Kw.
Ekinn aðeins 550 km. Raundrægni
um 270 km. Til afhendingar strax.
100% lán mögulegt.
Verð kr. 3.480.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
með
morgun-
nu
þú það sem
FINNA.is
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLA M. GUÐJÓNSDÓTTIR,
Freyjugötu 36, Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
miðvikudaginn 13. maí. Útförin fer fram frá
Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 28. maí klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands, Sauðárkróki.
Jóhanna Hauksdóttir Kristján A. Ómarsson
Haukur Kristjánsson Ylfa Rún Sigurðardóttir
Sigvaldi Hauksson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTJÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR
Jóna á Laxamýri,
sem lést 14. maí, verður jarðsungin frá
Húsavíkurkirkju föstudaginn 29. maí
klukkan 14.
Þá verður athöfninni streymt frá Facebook-síðu Húsavíkurkirkju.
Sveinbjörg Björnsdóttir Helgi Hróðmarsson
Jón Helgi Björnsson Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Halla Bergþóra Björnsdóttir Kjartan Jónsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, sonur,
bróðir og frændi,
BJARKI UNNAR KRISTJÁNSSON
lést á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut
12. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Katarzyna Stepniowska
Máni, Lena, Lucja og Wiktor
Unnur R. Jóhannesdóttir
Sigurlaug, Jóhannes, Þórunn
og systkinabörn
Góður vinnu-
félagi og vinur,
Kristinn eða Kiddi eins og
hann var ávallt kallaður, er
fallinn frá.
Kiddi var traustur sam-
starfsmaður sem ávallt var
hægt að leita til þegar maður
þurfti að fá ráð eða til að ræða
hlutina, þar sem hann var
reynslumikill og úrræðagóður.
Hann var snar í snúningum
og ávallt tilbúinn að leggja lóð
á vogarskálarnar þegar þess
þurfti með í hinum ýmsu verk-
efnum, bæði í vinnu og utan
hennar.
Það voru ekki jól án Kidda,
en hann koma ávallt í sinni
flottu jólapeysu í jólamatinn
og jólaballið og spila á nikkuna
af sinni einskæru snilld.
Gaman var að heyra sögur
hans af hinum ýmsu ferðalög-
um um landið, en hann hafði
gaman af að ferðast. Það má
segja að daginn sem hann
komst í sumarfrí var kominn
tjaldvagn, fellihýsi eða hjól-
hýsi aftan í bílinn og svo var
keyrt af stað um landið.
Ég veit varla þann stað sem
Kiddi hafði ekki komið á.
Myndir og frásagnir frá hinum
Kristinn Matthías
Kjartansson
✝ KristinnMatthías
Kjartansson
fæddist 28. nóv-
ember 1942.
Hann lést 14. maí
2020.
Útför Kristins
fór fram 25. maí
2020.
ýmsu stöðum
veittu mörgum
ómælda gleði, en
hann var duglegur
að mynda öll þessi
helstu augnablik í
lífinu, og hafði
gaman af fólki og
samveru með fjöl-
skyldu og vinum.
Við fjölskyldan
eigum skemmti-
legar minningar af
tjaldstæði fyrir norðan, en
þegar við komum þangað eitt
árið voru Kiddi og frú fyrstu
aðilar sem við rákumst á, og
þrátt fyrir þétt tjaldstæði
fann Kiddi okkur stæði við
fellihýsið, í bakgarðinum sín-
um. Ekkert vandamál, bara
lausnir.
Það er ekki langt síðan
Kiddi hætti að vinna en kom
þó reglulega í heimsókn, öll-
um til mikillar ánægju. Við
síðustu heimsókn var ljóst að
hann var að berjast við erfið
veikindi, en reyndi jafnframt
að njóta góðu stundanna.
Það er erfið tilhugsun að
Kiddi komi ekki aftur til okk-
ar í vinnuna, í kaffi og spjall
um daginn og veginn. En á
sama tíma er alveg víst að það
er vel tekið á móti honum á
nýjum stað og hann skilur eft-
ir góðar minningar meðal
allra þeirra sem hafa fengið
að kynnast honum á lífsleið-
inni.
Kæra fjölskylda, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Jón Alvar
Sævarsson.