Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið HÁTT HITAÞOL „EF ÞÚ BORGAR SEKTINA FYRIR MIÐNÆTTI FÆRÐU 5000 VILDARPUNKTA.” „AFSAKAÐU AÐ ÉG TRUFLI ÞIG EN KONAN MÍN VILL VITA HVORT HÚN NÁÐI ÖKUPRÓFINU.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem lýsir upp tilveruna. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG KEYPTI MÉR RYKSUGUVÉLMENNI MEINARÐU „músaskutlu”? ÖRIN ER Á KAFI Í SÍLSPIKUÐUM BELGNUM Á ÞÉR! ER ÞAÐ SÁRT? HVORT? ÖRIN EÐA LÍKAMSSMÁNUNIN? Börn Valdimars og Eyglóar eru 1) Bjarni Þór Valdimarsson, f. 27.5. 1978, umsjónarmaður og hönnuður svæða fyrir vetraríþróttir í Týrol í Austurríki. Maki: Janine Hof, graf- ískur hönnuður; 2) Matthildur Valdimarsdóttir, f. 10.12. 1979, stuðningsfulltrúi í Sæbø í Noregi, hún á fimm börn. Maki: Stig Holen matreiðslumeistari. Sonur Valdi- mars með Sólrúnu Sigurðardóttur, sálfræðingi í Noregi, er 3) Sigurður Andri Valdimarsson, f. 16.3. 1993, listnemi í Svíþjóð. Systkini Valdimars: Sigurður Arnór Hreiðarsson, f. 5.4. 1945, d. 25.6. 2018, skipstjóri í Reykjavík; Guðrún Erna Hreiðarsdóttir, f. 19.10. 1946, lögfræðingur í Reykja- vík; Birna Hreiðarsdóttir, f. 15.9. 1951, lögfræðingur í Reykjavík; Dröfn Hreiðarsdóttir, f. 11.1. 1960, MA í Evrópufræðum og ráðgjafi í Hafnarfirði; Sólveig Sif Hreiðars- dóttir, f. 24.12. 1964, þýðandi og bókaútgefandi í Reykjavík. Foreldrar Valdimars voru hjónin Hreiðar Jónsson, f. 21.10. 1916, d. 3.12. 2008, klæðskeri í Reykjavík, og Þórdís Jóna Sigurðardóttir, f. 15.10 1926, d. 13.5. 2016, verslunarmaður í Reykjavík. Valdimar Hreiðarsson Elín Pálsdóttir húsfreyja, dóttir Páls Ingimundarsonar prests í Gaulverjabæ Jón Hannesson bóndi á Syðri- Gegnishólum í Flóa Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sigurður Arnór Jónsson vigtarmaður í Reykjavík Þórdís Jóna Sigurðardóttir verslunarmaður í Rvík Þórdís Sigurðardóttir húsfreyja, frá Kotmúla í Fljótshlíð Jón Arnórsson bóndi á Þrándarstöðum í Kjós Davíð Jónsson lögreglumaður og kennari í Rvík Sigurður Arnór Hreiðarsson skipstjóri í Rvík Jóel Kristinn Jónsson skipstjóri Hreiðar Már Sigurðsson athafnam. í Rvík Víglundur Jónsson útgerðarmaður í Ólafsvík Tryggvi Jónsson skipstjóri í Ólafsvík Guðmundur Guðmundsson prentari í Reykjavík GuðbjörgGuðmundsdóttir húsfreyja, frá Úlfarsfelli á Skógarströnd Sigtryggur Jónsson bóndi á Bjarnarfossi í Staðarsveit Guðrún Sigtryggsdóttir húsmóðir á Arnarstapa Jón Sigurðsson útvegsbóndi og kaupfélagsstjóri á Arnarstapa, Snæfellsnesi Solveig Árnadóttir vinnukona í Miklaholtsseli í Staðarsveit Sigurður Björnsson bóndi á Steinum í Staðarsveit Úr frændgarði Valdimars Hreiðarssonar Hreiðar Jónsson klæðskeri í Reykjavík Á laugardaginn skrifaði PéturStefánsson á Leirinn: „Á pall- inum hjá mér er veðursældin með eindæmum, en varla verandi þar fyrir sól og hita. Úti á palli er yndisleg tíð, angar minn búkur af svita. Í garðinum skrælnuð er foldin mín fríð og flugurnar dauðar úr hita. Þessi staka kallast á við stöku Jónasar Hallgrímssonar, sem að vísu er um „Sumarhret“: Nú er sumar í köldu kinn - kveð ég á millum vita – fyrr má nú vera, faðir minn! en flugurnar springi af hita. Á sunnudag fór að rigna. Pétur kvað: Fagna ég feginn regni sem fellur og nærir velli. Gróðurinn býsna glaður getur nú sprottið betur. Græn eru lauf á greinum, gala þar fuglar og hjala. - Bið ég þig Drottinn blíður; blessaðu fósturjörð þessa. Á Boðnarmiði segir Magnús Hall- dórsson að skerpla byrji vel, – 17 stiga hiti: Allri var ég sviptur sút. svo er helst að frétta. Að hugfanginn ég horfði út og heyrði grasið spretta. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson orti á laugardag og kallaði „Sólarlag við flóann“: Sólin hún minnist við sjáinn og samkenndin virðist svo náin. Sú augnabliks þrá er eldheit að sjá og síðan er dagurinn dáinn. Á föstudag skrifaði Skúli Páls- son: Vistin köld og vonardauf í vetur þótti einum þangað til að lítil lauf lifnuðu við á greinum. Það er liðið langt á maí og loksins fer að hlýna, eftir vinnu öl mér fæ – allt í þessu fína! Líf og fjör og glens og grín, gleði, spaug og kæti. Kantafull er kannan mín, kann mér ekki læti. Og að lokum: Vornæturnar valda því vinalega bjartar að hringsnúast mér innan í ótal vísupartar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sól og síðan regn og gróandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.