Morgunblaðið - 26.05.2020, Page 29

Morgunblaðið - 26.05.2020, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI GÓÐ GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI. AFMÆLISVEISLA Í ÁLFABAK Tvær frábærar eftir sögu Stephen King EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI. JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA. Héraðið, kvikmynd Gríms Há- konarsonar sem frumsýnd var í fyrrasumar, hefur verið til umfjöll- unar síðustu daga á Bretlands- eyjum þar sem hún hefur verið áberandi á streymisveitum og hef- ur hlotið góða dóma. Þekktir gagnrýnendur The Guardian og Observer, Peter Brad- shaw og Mark Kermode, skrifa afar lofsamlega um kvikmyndina og gefa henni báðir fjórar stjörnur. Sá fyrrnefndi valdi Héraðið kvikmynd vikunnar í The Guardian. Rýnarnir eru ánægðir með það skref sem Grímur tekur í Héraðinu, næsti kvikmynd sinni á eftir hinni rómuðu Hrútum (2015). Kermode segir að hér fletti hann öðru lagi af þegjandalegri norrænni menningu og beini sjónum að konu sem finnur rödd sína í annars kuldalegu sveita- lífi og nær að setja mark á samfélag sem er annars stjórnað af körlum. Rétt eins og í Hrútum sé í Héraðinu blandað saman sannferðugum harmleik og absúrd kómedíu, þar sem dregin sé upp mannleg svip- mynd af lífi þar sem samfélag og einmanakennd þrífist hlið við hlið í landslagi mótuðu af þversögnum, persónulegum og pólitískum. Í Héraðinu segir af Ingu, sem Arndís Hrönn Egilsdóttir leikur, sem eftir sviplegt andlát eigin- manns síns situr uppi með skuldum hlaðið kúabú og tekst á við kaup- félag héraðsins sem hún segir mafíu. Gagnrýnendurnir hlaða Arndísi lofi fyrir leikinn. Bradshaw segir að með framúrskarandi frammistöðu verði Inga í meðförum hennar sífellt unglegri eftir því sem átökin við báknið verði illskeyttari, og Kermode segir hana leika „frá- bærlega“. Fleirum er hrósað, til að mynda Sigurði Sigurjónssyni, sem leikur stjórnanda kaupfélagsins og skapar marglaga persónu, tón- skáldinu Valgeiri Sigurðssyni og kvikmyndatökumanninum Mart Taniel. Héraðinu hrósað í breskum fjölmiðlum Kvenhetja Arndís Hrönn Egilsdóttir í hlutverki Ingu í Héraðinu. Spennusagan The President Is Missing sem Bill Clinton, fyrrver- andi Bandaríkjaforseti, og hinn vin- sæli spennuhöfundur James Patter- son sendu frá sér fyrir tveimur árum seldist afar vel, í meira en þremur milljónum eintaka. Hún fékk líka góða dóma og var ekki síst hrósað fyrir góða og sannferð- uga persónusköpun. Og þeir starfa enn saman og væntanleg er í júní á næsta ári önnur bók sem þeir skrifa og mun heita The President’s Daughter. Báðar sögurnar hverfast um for- seta Bandaríkjanna en sú nýja verður á engan hátt framhald af hinni fyrri heldur koma nýjar per- sónur við sögu. Við sagnaritunina mætast þekking Clintons á banda- rísku stjórnkerfi og innviðum Hvíta hússins og færni Pattersons við að skrifa spennandi frásögn, sam- kvæmt tilkynningu frá útgefendum Forsetinn Þekking Bills Clintons á inn- viðum Hvíta hússins og bandarísku stjórn- kerfi nýtist við skrif spennusagnanna. Clinton og Patterson skrifa aðra bók Hundurinn Uggie, sem sló í gegn í einu aðal- hlutverka óskarsverðlaunakvikmyndarinnar The Art- ist, hefur hlotið sérstök gamansöm heiðursverðlaun, „Pálmahundur pálmahundanna“. Í tengslum við kvik- myndahátíðina í Cannes, sem venjulega er haldin á þessum tíma árs en var nú blásin af vegna CO- VID-19, er ætíð veitt viðurkenningin „Pálmahund- urinn“ og þykir eftirsótt, sem hundaútgáfa aðal- verðlauna hátíðarinar, Gullpálmans. Hafa þekktir leikstjórar hreppt viðurkenninguna fyrir að leikstýra hundum vel, þar á meðal Quentin Tarantino, Noah Baumbach og Jim Jarmusch. En Uggie, sem sést á þessari mynd frá 2012 tölta á rauðum dregli í Holly- wood er klóaför hans voru greypt í sement er hann settist í helgan stein, hefur nú verið valinn sá besti af öllum fyrri verðlaunahöfum. AFP Uggie valinn bestur Pálmahunda Barnabókmenntir eru þema nýs heftis Tímarits Máls & menningar (TMM). Bókmenntir fyrir börn eru skoðaðar úr ýmsum áttum í greinum eftir Margréti Tryggvadóttur, Bryn- hildi Þórarinsdóttur, Jón Yngva Jó- hannsson, Lindu Ólafsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, og Helgu Þóreyju Jónsdóttur. Þá fjallar öll bókmenntagagnrýni heft- isins um nýjar barnabækur. Meðal annars efnis heftisins er grein eftir Önnu Gyðu Sigurgísla- dóttur um Renée Vivien, eina af gleymdum skáldkonum fyrri tíma; Selma Guðmundsdóttir rifjar upp sögulega uppsetningu á styttum Niflungahring; og Þorvaldur Gylfa- son dregur saman verkefni sem Ís- land á enn ólokið, 12 árum eftir hrun. Þá er birt saga eftir Steinunni G. Helgadóttur og m.a. ljóð eftir Þórarin Eldjárn, Véstein Lúðvíks- son, Sigurð Ingólfsson og Ara Jó- hannesson. Ritstjórar TMM eru Elín Edda Pálsdóttir og Sigþrúður Gunnars- dóttir. Barnabókmenntir þemað  Fjölbreytilegt nýtt hefti TMM  Margar greinar um barnabækur Skáldið Fjallað um er skáldkonuna Renée Vivien í nýju hefti TMM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.