Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2020 Mér finnst frábært að vera á hóteli.Það er svo þægilegt og einfalt. Mað-ur þarf hvorki að elda né þrífa og til- veran er eitthvað svo einföld. Stundum finnst mér meira að segja ekkert galin hugmynd að búa á hóteli. Tilbúinn morgunmatur á hverjum degi, uppbúið rúm og brakandi fín handklæði. Sennilega tengja flestir hóteldvöl við útlönd, en nú er kominn upp ákveðinn ómöguleiki í því sambandi. Það er enginn að fara til útlanda. Ef maður ætlar að gera vel við sig verður það að vera innan landsteinanna og það er einmitt það sem ég gerði í vikunni. Ég gisti á fínu hóteli í Borgarnesi og þegar ég vaknaði fór ég aðeins að hugsa um þá miklu breytingu sem hefur orðið á ferðaþjónustunni á örfáum árum. Ég man þá tíð þegar það voru bara nokkur hótel í Reykjavík. Esja, Holt, Loftleiðir, Borg, Saga og kannski eitt og eitt smáhótel. Aðallega Edduhótel úti á landi, sem gegndu hlutverki heimavistar fyrir skólakrakka megnið af árinu. Mögulega þurfti ekkert meira enda ferðamenn ekki búnir að uppgötva Ísland. (Ef ég man rétt þá gilti líka á sumum íslenskum hótelum sú regla að heimamenn gátu ekki bókað gistingu þar, enda tóm óráðsía að sofa einhvers staðar annars staðar en heima hjá sér.) Smátt og smátt komumst við á kortið og svo varð sprenging. Eyjafjallajökull og lægra gengi léku stórt hlutverk og sennilega hafa samfélagsmiðlarnir skipt máli. Það er engin auglýsing betri en meðmæli einhvers sem maður þekkir. Túristarnir streymdu hingað og hótelin fylltust. Það þurfti fleiri gististaði og fólk hljóp upp til handa og fóta til að mæta þessari eftirspurn. Tilfinningin var eins og að vera með fullan fjörð af síld og engin skip. Ein- staka maður muldraði eitthvað um að það væri nú komið alltof mikið af þessu og þetta gæti ekki endað vel en enginn sá fyrir að heimurinn myndi á nokkrum dögum lokast og ferðalög milli landa fara í ótímabundið frí. Og nú höfum við fengið það hlutverk að halda vélinni gangandi. Mögulega þurfum við aðeins að reyna að líta á björtu hliðarnar þegar við þurfum að klæða okkur heldur meira en við hefðum gert í sólarfríinu sem við vorum búin að skipuleggja, en ég ætla að leyfa mér að segja að ferðalag á og í föðurlandi sé skemmti- leg áskorun. Það getur líka verið að fyrir sum okkar sé kominn tími til að sjá alla þessa staði sem útlendingarnir halda ekki vatni yfir. Á innan við ára- tug hefur orðið bylting. Hótelin eru ekki bara fleiri heldur líka betri enda nauðsynlegt að standa sig þegar kröfuharðir gestir skilja eftir einkunn á netinu. Upp hafa sprottið allskonar fyrirtæki sem bjóða afþrey- ingu, ferðir og upplifun. Það er líka gaman að sjá hvernig ferðaþjónustan hefur brugðist við þessu margumrædda fordæmalausa ástandi. Það er hægt að fá allskonar tilboð um allt land. Hringferð um landið, með hótelgistingu, er því ekki lengur fjarlægur draumur heldur spenn- andi kostur. Ferðaþjónustan hefur bætt kjör okkar, skapað störf, aukið hagvöxt og gert umhverfi okkar skemmtilegra. Hvernig sem við skipu- leggjum ferðir okkar í sumar vona ég að við svörum kallinu og sækjum Ísland heim. Not- um tækifærið til að sjá allt sem landið hefur að bjóða meðan við höfum það sæmilega út af fyr- ir okkur og leggjum um leið lóð á vogarskál- arnar til að halda hjólunum gangandi þangað til rofar til. Og njóta þess um leið að vakna áhyggjulaus á nýjum stað. ’Það getur líka veriðað fyrir sum okkarsé kominn tími til að sjáalla þessa staði sem út- lendingarnir halda ekki vatni yfir. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Ferðamaður í föðurlandi Ekki vissi ég það. Ég heyrði nátt-úrlega eins allir aðrir fréttir afmorðöldu í Rúanda fyrir rúm- um aldarfjórðungi. Talað var um þjóð- armorð, hvorki meira né minna, og að stjórnvöld væru ábyrg. Svo heyrðum við að settur hefði verið á fót alþjóð- legur glæpadómstóll til að rétta yfir þeim sem taldir voru bera þyngstu sökina. Allt var þetta skilmerkilega tí- undað í fjölmiðlum heimsins. Samt fór þetta fyrir ofan garð og neðan hjá okkur flestum. Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég las bókina Litla land sem bóka- útgáfan Angústúra gaf út fyrir fáein- um vikum. Höfundurinn, Gaël Faye, fæddur 1982, var tólf ára þegar þessir atburðir áttu sér stað. Frásögn hans hefst í aðdraganda óaldarinnar. Þegar hryllingurinn varð mestur var dreng- urinn kominn til Frakklands en þaðan var faðir hans; móðirin frá Rú- anda. Á bilinu átta hundruð þúsund til milljón manns, konur, karlar og börn, voru myrt í Rúanda á innan við eitt hundrað dög- um frá 7. apríl til 15. júlí árið 1994. Tíu þúsund manns á dag í landi sem að stærð er á við fjórðunginn af Íslandi. En þrátt fyrir frásagnir í fjölmiðlum gerðist þetta frammi fyrir sinnulausum heimi. Eng- inn lyfti svo mikið sem litla fingri hin- um ofsóttu til bjargar. Þetta var einhvers staðar langt í burtu og náði aldrei að verða meira en tölur um lifendur og dauða. Nú voru það Hútúar sem drottnuðu og drápu Tútsa. Áður höfðu Tútsar drottnað yfir Hútúum. Þetta fengum við að heyra í fréttaskýringum. Svona væri gangur sögunnar. Í Litla landi fáum við hins vegar ná- lægðina. Við lestur bókarinnar rann það upp fyrir mér hve lítið ég hafði vit- að – hve lítið ég hafði skilið. Lesandinn fylgir ellefu ára dreng sem smám saman er að byrja að skilja: „Ég veit eiginlega ekki hvernig þetta byrjaði allt saman. Samt hafði pabbi skýrt þetta allt fyrir okkur einn dag í bílnum … Svo eru það Tútsar, eins og mamma ykkar. Þeir eru miklu fámennari en Hútúar, þeir eru hávaxn- ir, með fíngert nef og maður veit aldrei hvað þeir eru að hugsa … Á þessu augnabliki vissi ég ekki sjálfur hvað ég átti að halda. Hvað getur maður haldið um svona mál? Þannig að ég spurði: – Stríðið á milli Tútsa og Hútúa, er það af því að þeir eiga ekki sama land? – Nei, það er ekki það, þeir eiga sama land. – En … tala þeir ekki sama tungu- mál? – Jú, þeir tala sama tungumál. – En, trúa þeir þá ekki á sama guð? – Jú, þeir trúa á sama guð. – En af hverju eru þeir þá í stríði? – Af því að nefin á þeim eru ekki eins. Þarna lauk umræðunum. Þetta var allt mjög undarlegt. Ég held að pabbi hafi ekki botnað neitt í þessu. Upp frá þessum degi fór ég að taka eftir nefi og hæð fólks úti á götu …“ Svo fór drengurinn að sjá hvernig friðsælt samfélag er rifið í sundur, fólki att hverju á móti öðru, hvernig ill- vilji, en ekki síður vanmáttur og veik- leiki, brýst út í grimmd og ofbeldi. Og í huga okkar koma upp myndir úr mannkynssögunni sem minna á hve grunnt er á óargadýrið í manneskjunni og hve fyrir bragðið siðmenningin – jákvæð og um- burðarlynd öfl, samúð og sam- kennd – er okkur lífsnauðsynleg. Á sinn hátt hefur veirufárið smækkað heim- inn. Veira skýtur upp kollinum austur í Kína og leggur okkur í rúmið hinum megin á hnettinum. Það sem gerist á einum stað hefur afleiðingar á öðrum. Og bók sem skrifuð er um lífs- reynslu lítils drengs í Rúanda segir meira, hefur dýpri áhrif á okkur en þúsund fréttir og þúsund skýrslur. Hún gefur okkur sýn inn í okkar heim, ekki síður en þann sem lýst er. Svona geta bókmenntirnar stækkað heiminn um leið og þær smækka hann. Angústúra-útgáfan hefur fært til okkar bókmenntir úr heimshlutum sem ekki hafa verið í alfaraleið á okkar fjölförnustu menningarbrautum; Mexíkó, Nígería, Egyptaland, Sýr- land, Kína, Norður-Kórea, Nýja- Gínea, Suður-Afríka og fleiri lönd hafa hafnað á náttborðinu hjá okkur sem erum áskrifendur útgáfunnar. Þakkir ber að færa skáldunum og rithöfundunum sem með andagift sinni færa út sjóndeildarhringinn og dýpka hugsun okkar og skilning með orðum sínum. Og Angústúrum þessa heims þökk- um við fyrir að færa okkur orð þeirra. AFP Veistu hvað gerðist í Rúanda? Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’Og bók sem skrifuð erum lífsreynslu lítilsdrengs í Rúanda segirmeira, hefur dýpri áhrif á okkur en þúsund fréttir og þúsund skýrslur. Hún gefur okkur sýn inn í okk- ar heim, ekki síður en þann sem lýst er. Kona með barn sitt á baki stendur fyrir framan minnisvarða í Kigali með nöfnum fórnarlamba þjóðarmorðsins í Rúanda 1994. Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is HVARSEMÞÚERT SAMSTARFSAÐILI Öryggiskerfi 15:04 100%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.