Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 29
myndanna. Tæknibrellur í kvik- myndum höfðu á þeim tíma lítið breyst síðan á sjötta áratugnum en Star Wars fylgdi sprenging í þessum málum og tölvur voru fyrst notaðar við brellur. Upphaflega vildi George Lucas gera mynd byggða á þáttunum um Flash Gordon en tókst ekki að tryggja sér réttinn á henni. Þess í stað hófst hann handa við að gera mynd í anda þáttanna sem byggð- ist á ýmsum heimildum eins og trúarbrögðum, þjóðsögum og riddarasögum svo eitthvað sé nefnt. Úr varð það sem í dag er kallað geimópera og byggist sögu- þráðurinn að miklu leyti á bókinni The Hero With a Thousand Faces þar sem rætt er um sögu hetj- unnar sem finna má í bók- menntum um allan heim í tímans rás. Lucas gerði líklega einn besta samning kvikmyndasögunnar þeg- ar hann samdi við Fox um að leik- stýra A New Hope. Hann hafði leikstýrt mynd fyrir fyrirtækið, American Graffiti, sem kom út ár- ið 1973 og seldist vel í kvikmynda- húsum. Þetta varð til þess að hann gat krafist hærri launa fyrir leik- stjórnina en í stað þess að gera það samdi hann um að eiga rétt- inn á öllum framhaldsmyndum og varningi tengdum Star Wars. Á þessum árum voru hvorki framhaldsmyndir né varningur kvikmynda í hávegum höfð en samningurinn borgaði sig heldur betur og árið 2012 þegar Lucas seldi fyrirtæki sitt, Lucasfilm, og þar með réttinn á kvikmyndunum, til Disney var upphæðin ríflega fjórir milljarðar bandaríkjadala, jafngildi rúmlega 500 milljarða króna á gengi þess tíma. Kvikmyndirnar eru nú 12 tals- ins og hafa getið af sér fjölda tölvuleikja, sjónvarpsmynda, spila og leikfanga svo eitthvað sé nefnt. Tekjurnar af þessu hafa verið gríðarlegar en stærstan þátt eiga leikföng og annar varningur sem skilað hefur rúmlega 42 millj- örðum í kassann. Frægasta tilvitnunin röng En aftur að The Empire Strikes Back. Mörg atriði myndarinnar eru fyrir löngu orðin ódauðleg og skipa stóran sess í kvikmyndasög- unni. Fyrst ber að nefna atriðið þegar Svarthöfði segir Loga að hann sé faðir hans. „Logi, ég er faðir þinn“ („Luke, I am your fat- her“) er líklega ein frægasta setn- ing kvikmyndasögunnar. Fólk sem aldrei hefur séð Star Wars kann- ast jafnvel við hana. En málið er að Svarthöfði segir þetta aldrei. Hann segir „nei, ég er faðir þinn“, en auðvitað er ólíklegt að fólk tengi eins sterkt við þá setningu enda hefur hún enga beina skír- skotun í myndina. Önnur fræg setning varð til þegar frysta átti töffarann Han Solo í kolefni. Einhverra hluta vegna leyfðu menn Svarthöfða honum að kyssa Leiu prinsessu áður en hann yrði frystur. Eftir kossinn segir Leia: „Ég elska þig,“ og Solo svarar: „Ég veit.“ Þessa ódauðlegu setningu er hvergi að finna í handriti mynd- arinnar en Harrison Ford stakk upp á því að prófa hana í einni tökunni. Við áhorfsprófanir fannst fólki setningin svo skemmtileg að Lucas ákvað að hafa hana í loka- útgáfunni. Þá má nefna einn ástælasta kar- akter myndanna, Yoda. Hann var leikinn af brúðuleikaranum Frank Oz sem hélt áfram að ljá honum rödd sína eftir að hann var tölvu- gerður í öðrum þríleik Star Wars. Yoda á fjölda skemmtilegra til- vitnana en sérstakt orðfæri hans hefur löngum vakið lukku meðal áhorfenda. Yoda er karakter sem margir kannast við enda með eindæmum skemmti- legur og vitur náungi. George Lucas veðjaði heldur betur á sjálfan sig þegar hann framleiddi Star Wars myndirnar upprunalegu. 24.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 KVIKMYNDIR Fyrsta stikla fyrir nýjustu kvikmynd Spikes Lees, Da 5 Bloods, kom út á dögunum. Verður myndin frumsýnd á Netflix 12. júní næstkomandi. Hún segir frá fjórum fyrrverandi hermönnum bandaríska hersins sem börðust í Víetnamstríð- inu. Þeir heimsækja gamlar slóðir og leita bæði fjársjóðs og leifa gam- als félaga sem lést í stríðinu. Fróð- legt verður að sjá hvernig Lee tekst upp en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta handrit fyrir síðustu mynd sína, BlacKkKlansman. Stríðsmynd frá Spike Lee Spike Lee er með virtari leikstjórum. AFP BÓKSALA 13.-19. MAÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Hryllilega stuttar hrollvekjur Ævar Þór Benediktsson 2 Dagbók Kidda klaufa 12 – flóttinn í sólina Jeff Kinney 3 Fólk í angist Fredrik Backman 4 Morðin í Háskólabíó Stella Blómkvist 5 Elskuleg eiginkona mín Samantha Downing 6 Þess vegna sofum við Matthew Walker 7 Heillaspor Gunnar Hersveinn o.fl. 8 Afnám haftanna Sigurður Már Jónsson 9 Í vondum félagsskap Viveca Sten 10 Milljarðastrákurinn David Walliams 1 Samhengi hlutanna Eygló Jónsdóttir 2 Helköld sól Lilja Sigurðardóttir 3 Kokkáll Dóri DNA 4 Sjálfstætt fólk Halldór Laxness 5 Stelpur sem ljúga Eva Björg Ægisdóttir 6 Tilfinningabyltingin Auður Jónsdóttir 7 Hrauney Karólína Pétursdóttir 8 Skuggaskip Gyrðir Elíasson 9 Íslandsklukkan Halldór Laxness 10 Staða pundsins Bragi Ólafsson Allar bækur Skáldverk og hljóðbækur Upp á síðkastið hef ég verið að endurlesa einn mikilfenglegasta bókaflokk síðustu aldar, The Book of the New Sun, eftir Gene Wolfe. Þar segir af böðl- inum Severian og misförum hans á deyjandi jörðu framtíðarinnar. Heimssmíðar Wolfe eru framúr- skarandi og lesandinn verður fljótt gagntekinn af því sem sagt er frá — og það sem mikilvægara er, því sem ekki er sagt frá. Þá má ég til með að mæla ein- dregið með hinni frábæru ljóða- bók Melkorku Ólafsdóttur, Hérna eru fjöllin blá. Þetta verk er gleði- legt og skýrt og vongott – Mel- korka er upplífg- andi og vitur og málar yndislegar myndir af lífinu í veröldinni. Það er eitthvað við text- ann hennar, eitt- hvað við hugmyndirnar, eitthvað við skynbragðið fyrir tungumálinu sem mér finnst svo dáleiðandi, ég get ekki fengið nóg af því – og svo þyrstir mig strax í meira. Þá hef ég einnig verið að lesa frá- bæra frásögn sagnfræðingsins Helen Castor um Jóhönnu af Örk, Joan of Arc: A Hi- story. Þessi saga er auðvitað mik- ilfengleg í sjálfri sér; um það bil árið 1425 berst ungri stúlku vitr- un frá Guði, en hún tekur sig svo til og hertekur í kjölfarið Orléans í nafni Karls 7. Frakkakonungs – og það á aðeins níu dögum. Her- takan gerði Karli síðan kleift að láta krýna sig í Reims. Helen Castor rek- ur ekki einvörðungu sögu Jó- hönnu af mikilli alúð og ná- kvæmni heldur greinir hún þess að auki í miklum smáatriðum frá pólitíska landslaginu sem Jóhanna lifði og hrærðist í. Nokkrar eru þær svo sem mig langar að lesa. Til að mynda þætti mér gaman að lesa Maxims hans La Rochefoucauld og The Song of Achilles eftir Madeline Miller, en ég hef heyrt góða hluti um bæði verk, þótt ólík séu. The Hidden Life of Trees: What They Feel, How They Communicate – Disco- veries from a Secret World eftir Peter Wohlleben er þar að auki hátt á listanum hjá mér – ég er hræddur um að við gefum trjám nefnilega ekki nægilega mikinn gaum. Svo dauð- langar mig líka að klára loksins Gödel, Escher, Bach: An Eternal Golden Braid eftir hinn dásam- lega Douglas Hofstadter. Ætli mér muni nokkurn tímann takast að ljúka henni? KARL ÓLAFUR ER AÐ LESA Yndislegar myndir af lífinu Karl Ólafur Hallbjörnsson er heimspek- ingur. Fjallað verður um tískustrauma í fatnaði, förðun, snyrtingu, sólarkremum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. - meira fyrir áskrifendur Pöntun auglýsinga er til föstudagsins 29. maí. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theodórsdóttir í síma 569 1105 og kata@mbl.is SMARTLANDS- BLAÐ Sérblað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 5.júní

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.