Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2020 york ligne classico magnifique FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 SERTA ER OPINBER SAMSTARFSAÐILI HILTON WORLDWIDE HÓTELKEÐJUNNAR Nótt fyrir tvo á Hilton Reykjavik Nordica, ásamt morgunverði og aðgangi að Hilton Reykjavik Spa, fylgir kaupum á Serta fimm stjörnu hótelrúmi. Verðmæti: 36.000 kr. Kynningarverð: 296.650 kr Verð frá: Classico 160 x 200 cm (botn, fætur, dýna, yfirdýna og gafl) Fullt verð: 349.000 kr. (með Hilton Reykjavik Nordica kaupauka 385.000 kr.) 5STJÖRNUHÓTELRÚMIN frá Serta eru framleidd til að fullnægja ýtrustu kröfum. Fjaðrandi botn gefur 5 svæða heilsudýnunni óviðjafnanlega fjöðrun og stuðning, lúxus yfirdýnan lagast að þér og þér líður eins og þú svífir. Velkomin í þitt 5 stjörnu heilsurúm, heima hjá þér – allar nætur – alltaf. CLASSICO, YORK OG LIGNE eru með Serta Splendid Royal heilsudýnu frá Serta. Hún er fimm svæðaskipt pokagormadýna með góðum stuðningi við bak en mýkra gormakerfi á axla- og mjaðmasvæði. Hægt er að velja um tvo stífleika á dýnunni eftir því hvað hentar hverjum og einum. Yfirdýnan er millistíf, úr kaldpressuðum svampi og vinnur vel á móti fjöðruninni í botni og dýnu. MAGNIFIQUE rúmið er með Serta Royalty Superior heilsudýnu sem sker sig frá Splendid Royal m.a. með því að vera með tvískiptu gormakerfi og aukinni kantstyrkingu. Áklæðið á rúmunum er slitsterkt bómullaráklæði, ofnæmisfrítt og andar einstaklega vel. Það er fáanlegt í nokkrum litum sem eru mismunandi eftir rúmgerðum. Hægt er að velja mismunandi fætur og einnig eru fáanleg náttborð í stíl. FIMM STJÖRNU LÚXUS HÓTELRÚM – HEIM TIL ÞÍN – Fimm stjörnu Hótel -rúmalínan frá Serta er kominn aftur og fæst á tilboðsverði í Betra Baki auk þess að nótt á Reykjavik Nordica ásamt morgunverði fyrir tvo og aðgangi að Hilton Reykjavik Spa fylgir kaupum á Serta fimm stjörnu hótelrúmi. Í sumar verður Æskusirkusinn með sumarnámskeið fyrir 8-13 ára börn. Námskeiðið kennir grunntæknina í ýmsum sirkuslistum og er áhersla lögð á gleði, fag- mennsku og öryggi iðkenda. Allir þjálfarar eru reyndir og hafa æft og kennt sirkuslistir í áraraðir. „Við verðum með átta námskeið, fimm daga löng. Við förum í gegnum grundvallaatriði í sirkuslistum,“ segir Daníel Hauksson, kennari hjá Æskusirkusnum. „Við kennum á nokkur juggl-tól, eins og bolta, snún- ingsdiska og kasthringi. Svo kennum við jafnvægislistir og fá krakkarnir að labba á línu, kúlu og veltibretti. Svo erum við með loftfimleikasilki sem er það allra vinsæl- asta,“ segir hann og segir krakkana mjög fljóta að læra. „Það er rosalegt hvað sumir ná langt á stuttum tíma.“ Í lok námskeiða setja krakkarnir upp sýningu fyrir foreldra. Allar upplýsingar eru á aeskusirkus.is. Loftfimleikasilki vinsælast Börnin geta lært sirkuslistir í sumar hjá Æskusirkusnum. Það er nóg um að vera í sumar hjá Æskusirkusnum. Krakkar á aldrinum 8-13 geta lært ýmsar sirkuslistir þar. Orðið túristagos festi sig rækilega í sessi þegar gaus á Fimmvörðu- hálsi fyrir tíu árum og gígarnir Magni og Móði mynduðust. Orðið á sér þó lengri sögu. Ef marka má yfirborðslega leit í grunninum timarit.is birtist það fyrst í fjöl- miðlum fyrir hálfri öld þegar gaus í Skjólkvíum í Heklu. Gosið hófst 5. maí og stóð í tvo mánuði. Í Morgunblaðinu 23. maí 1970 birtist frásögn af ferð blaða- manns á vettvang. Slæðingur af fólki var fyrir að fylgjast með gos- inu, þar á meðal Sigurður Þór- arinsson, náttúrufræðingur, jarð- fræðingur, landfræðingur, eldfjallafræðingur og jöklafræð- ingur, sem blaðamaður tekur tali. Kveðst Sigurður ánægður með gang gossins. „En það sem gerir þetta nýja gos sérstætt er hve þægilegt er að komast að því til að horfa á það. Þetta er að- gengilegasta túristagos, sem ég hef séð á þessu landi. Þetta gos er eingöngu fallegt. Mér finnst að fólk ætti að nota sér það að koma hingað og virða gosið fyrir sér.“ Menn verði þó að gæta sín á nýja hrauninu: „Einnig getur komið fyrir að menn brenni sól- ana undan skónum á heitu hraun- inu og þá eru menn illa staddir.“ GAMLA FRÉTTIN Fyrsta túrista- gosið? Dr. Sigurður Þórarinsson útskýrir jarðfræði Þingvallasvæðisins fyrir Svía- konungi á barmi Almannagjár árið 1975. Morgunblaðið/Ól.K.M. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Vincent van Gogh, listamaður Kristofer Hivju, norskur leikari Björgvin Gunnarsson, kennari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.