Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2020 LÍFSSTÍLL Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum SCREEN RÚLLUGARDÍNUR En auðvitað er það þannig að mað- ur getur ekki gert öllu skil,“ segir Albert og bætir við að allar ábend- ingar séu vel þegnar, t.d. ef fólk vill fá þá félaga í heimsókn. Hann segist hafa einkar gaman af því að fara í kaffiboð úti á landi. „Það er eitt af því skemmtilegasta sem maður gerir. Fólk bara gefur sér tíma í að gera kaffimeðlæti og baka,“ segir Albert í aðdáunartón. „Við höfum oft farið út á land og hitt kvenfélög. Það er ótrúlega gaman. Þvílíkar veislur.“ „Hugur í öllum“ Albert tekur skýrt fram að hann, Bergþór og Páll fái ekki greitt fyr- ir að auglýsa þá staði sem þeir heimsækja. „Það er ekki þannig að staðirnir borgi fyrir birtingu.“ Þeir eiga þó í ákveðnu samstarfi við fyrirtæki á landinu. „Þetta verður unnið í samstarfi við KEA-hótel sem styrkja okkur um gistingu. Við verðum þá á hóteli hjá þeim og ferðumst svo þaðan út,“ segir hann og bætir við að þeir hafi auk þess fengið styrk frá Olís. „Ég hef verið í sambandi við þó nokkra út af þessu,“ segir Albert og á þá við fólk í ferðaþjónustu- geiranum. „Og það er svo mikill hugur í öllum. Fólk er ekkert að gefast upp þótt það sé ekki þessi mikli fjöldi ferðamanna sem var. Eldmóðurinn er til staðar. Maður heyrir einnig á Íslendingum að fólk ætlar að ferðast og margir eru komnir af stað.“ Albert segir þó að fólk þurfi enn að passa sig, þótt kórónuveiru- faraldurinn sé að mestu leyti geng- inn niður. „Taka með sér sprittið,“ segir hann. Hver staður hefur sérkenni Þá segist hann tengjast ferða- mannaiðnaðinum að vissu leyti. „Ég stofnaði safn á Fáskrúðsfirði um franska sjómenn og það var mitt aðalstarf í um 10 ár. Það er nú í Franska spítalanum fyrir austan. Það eru hvergi eins miklar minjar um franska sjómenn og þar. Það voru fleiri þúsund franskir sjó- menn hérna á hverju ári, í aldir, að veiða fisk,“ segir Albert. „Hver staður hefur sitt sérkenni. Eins og bara þetta með frönsku sjómennina á Fáskrúðsfirði. Það er franski bærinn á Íslandi getum við sagt. Við tengjum til dæmis saman Húsavík og hvalaskoðun svolítið mikið. Það er áhugavert hvernig fólk býr til sína sérstöðu mjög víða,“ segir hann. „Þá eru margir sem nota hráefni úr héraði og það er alveg frábært framtak. Það er svo mikið um lítil leyndarmál hér og þar.“ Kjörið tækifæri Albert tekur undir með blaða- manni að nú í sumar sé kjörið tæki- færi fyrir Íslendinga að ferðast um landið. „Það verður minna af ferða- mönnum. Við þurfum ekki að agnú- ast út í ferðamenn, eins og sumir hafa gert þótt ég sé nú ekki einn af þeim, búandi í miðbænum. Ég gleðst yfir öllu lífinu sem hefur verið þar.“ Heldurðu að þið verðið hissa á öllum þeim breytingum sem orðið hafa á ferðamannastöðum um land- ið, líkt og við Gullfoss og Geysi? „Miðað við hvað við vorum hissa að sjá aðstæður þar held ég að svo verði. Svo er ég búinn að vera að heyra af stöðum sem ég bara vissi ekki að væru til. Bæði veitinga- stöðum og gististöðum, áhugaverð- um og fallegum stöðum. Þetta verður bæði til að svala okkar for- vitni og annarra. Svo langar okkur að fara á staði þar sem veðrið var tekið í gamla daga.“ Þar sem veðrið var tekið? „Já, þar sem voru veðurstöðvar. Þótt Páll hafi farið víða og heim- sótt þær hefur hann ekki komið á alla staði.“ Blikur á lofti Albert segir þá Bergþór hafa gam- an af því að ferðast með Páli, sem verður 97 ára í sumar. „Hann er hafsjór af fróðleik og það þekkja hann mjög margir, sem fyrrver- andi veðurstofustjóra og veður- fræðing í sjónvarpi. Það hafa margir gaman af því að hitta hann.“ Þá hefur Páll sjálfur gaman af ferðalögunum. „Hann er svo nýj- ungagjarn, fór í fallhlífarstökk fyr- ir tveimur árum,“ segir Albert. Í færslu á bloggsíðu sinni um ferðina að Gullfossi og Geysi segir Albert frá því þegar Páll fræddi þá félaga um bólstraský, dægurský af uppstreymi og svo framvegis. „Svo fer hann að skoða jarðlög og segir að þetta sé frá ákveðnum tíma og svona. Svo þegar það er blika á lofti er það merki um að það sé að koma rigning daginn eftir. Ef þú veist hvað blika er geturðu séð þetta. Fólk í gamla daga rýndi miklu meira í veður og skýjafar. Í dag förum við bara á netið og vit- um ekki hvað blika er,“ segir Al- bert og hlær. Hér stillir þríeykið sér upp við Öxarárfoss þar sem hugmyndin að blogginu kviknaði upphaflega. Albert segir aðstöðuna á ferðamannastöðum mjög góða. ’Það er svo mikill hug-ur í öllum. Fólk er ekk-ert að gefast upp þótt þaðsé ekki þessi mikli fjöldi ferðamanna sem var. Eldmóðurinn er til staðar. Maður heyrir einnig á Íslendingum að fólk ætlar að ferðast og margir eru komnir af stað. Þótt Páll Bergþórsson sé að verða 97 ára gamall veigrar hann sér ekki við ferðalögum. Hér er hann í Hörgárdal í fyrra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.