Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 12
VERÖLD 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2020 Þ egar arabíska vorið hófst 2011 litu margir svo á eða vonuðu að um væri að ræða framhald á atburðun- um 1989 þegar almenningur reis upp, Berlínarmúrinn féll og Sovét- ríkin liðuðust í sundur, en þær vonir urðu fljótt að engu. Hvað fór úrskeiðis? Í nýútkominni bók sinni, The Arab Winter: A Tragedy (Arabíski veturinn: Harmleikur, útg. Princeton), fjallar Noah Feldman, prófessor við lagadeild Harvard-háskóla, um það hvernig seig á ógæfu- hliðina í öllum tilfellum nema einu í kjölfarið á uppreisninni og mótmælunum, sem fengu viðurnefnið arabíska vorið. Feldman segir að ekki sé hægt að tala um að eitthvað eitt hafði farið úrskeiðis, því aðstæður voru ólíkar eftir löndum. Tóku pólitísk örlög í eigin hendur „Mig langar samt til að byrja á að tala um já- kvæðu hliðarnar, áður en ég nefni það sem af- laga fór,“ segir hann. „Það jákvæða var að í fyrsta skipti í næstum því öld tók arabískumæl- andi fólk pólitísk örlög sín í eigin hendur líkt og menn gerðu í Evrópu í aðdraganda hruns Sovétríkjanna. Þetta var enn óvæntara vegna þess að þessir atburðir áttu sér ekki í stað vegna hruns stórveldis eins og gerðist í Evrópu. Að miklu leyti voru þessir atburðir fyrir- varalausir og sjálfsprottnir. Það er einnig merkilegt þegar horft er til Mið-Austurlanda vegna þess að sögulega hefur margt af því, sem þar hefur gerst, verið með nýlenduveldi eða heimsveldi í bakgrunni. Það átti ekki við hér.“ Feldman segir misjafnt eftir löndum hvað fór aflaga. Í Egyptalandi hafi vorið virst ætla að leiða til jákvæðrar þróunar og gengið var til kosninga, en síðan megi segja að almenningur hafi hafnað hinni lýðræðislegu nálgun. „Það má að minni hyggju rekja til þeirra mistaka hinnar kjörnu ríkisstjórnar að gera sér ekki grein fyrir fyrstu lexíu stjórnarskrárbund- ins lýðræðis, sem er að það þýðir ekki að þú ráðir þótt þú fáir meirihluta,“ segir hann. „Það þýðir að þú þarft að gera mála- miðlanir. Þar við bættist að í Egyptalandi er fyrir hendi lífseigur andlýðræðislegur þráður meðal almennings, sem er mjög sterkur og réð því hvernig fór.“ - Utan frá séð virðist sá þráður hafa verið furðulega stuttur vegna þess að hin lýðræð- islega kjörna stjórn íslamistaflokksins Mús- limska bræðralagsins fékk ekki mörg tækifæri og reyndist ekki langlíf. Má segja að fólkið hafi kastað af sér einræði og ákveðið síðan að kalla það strax yfir sig aftur? Höfnuðu einræði og kröfðust þess aftur „Tilgáta mín er sú að egypska þjóðin, að svo miklu leyti sem hægt er að tala um þjóð með stórum staf, fór af heilum hug út á götu og krafðist þess af heilum hug að Hosni Mubarak forseta yrði steypt af stóli,“ segir Feldman. „Hún fékk því framgengt. En það var ekki gefið að þeir, sem stóðu að byltingunni, myndu greiða íslamistum atkvæði sitt. Það höfðu margir mjög miklar áhyggjur af íslamistastjórninni og hvað hún myndi gera þegar hún kæmist til valda. Það var því mikill þrýstingur á þessari stjórn að sýna að hún væri fær um að gera bandalag við aðra, gera tilslakanir og miðla málum líkt og ísl- amistar í Túnis, en það gerðu þeir ekki. Ísl- amistarnir í Egyptalandi töldu einnig að þeir ættu sér óvini sem vildu steypa þeim af stóli, og það var satt. Það er gamalt orðtak að jafnvel sá vænisjúki eigi sér óvini. Þeir hefðu engu að síð- ur átt að gera víðtækar málamiðlanir frekar en að segja einfaldlega: „Við náðum meirihluta og almenningur er á bak við okkur og því ættum við að geta gert það sem okkur sýnist.“ Þegar þar var komið sögu var nógu stórum hluta al- mennings nóg boðið og hin frjálslynda intelli- gensía veitti forustu nýrri hreyfingu, sem vildi taka annan snúning, líkaði ekki niðurstöður hinna lýðræðislegu kosninga og ákvað að leita á náðir hersins um að steypa þessu fólki af stóli. Á þessari ögurstundu þurftu Egyptar að ákveða hvort þeir tryðu á lýðræðið.“ Feldman segir að atburðarásin í Egyptalandi sé ólík því sem hefur gerst í nokkrum löndum Austur-Evrópu þar sem átt hefur sér stað hæg- fara afturhvarf frá lýðræði með einvalda við stjórnvölinn. Fólk hafi til að mynda greitt at- kvæði með flokki Viktors Orbans í Ungverja- landi, PIS-flokknum í Póllandi eða Vladimír Pútín í Rússlandi. Þar sé ekki hægt að benda á ákveðið augnablik þar sem segja megi að fólkið hafi farið út á götu og sagt að það vildi ekki lengur sjá lýðræði. „Það gerðist hins vegar í raun í Egyptalandi,“ segir hann. „Þannig að ætlum við að hafa lög- mæti stjórnarskiptanna sem viðmið þá fékk fólkið það sem það bað um, sem var að snúa aft- ur til einræðisins sem áður var, jafnvel með að- eins verri lífskjörum. Í mínum huga er það ótrú- lega sorglegt, að fólk skyldi eftir að hafa tekið upp lýðræði segja að það hefði ákveðið að skipta um skoðun, þetta viljum við ekki lengur.“ - Má þá segja að tekin hafi verið lýðræðisleg ákvörðun um að afnema lýðræði? „Ég myndi frekar tala um almannavilja en lýðræðislega ákvörðun – hún var ekki lýðræð- isleg í þeirri merkingu að gengið hefði verið til atkvæða, en tala má um almannavilja að því leyti að hún var jafn lögmæt og upprunalegu mótmælin sem komu Mubarak frá. Ég held að þetta sé eitt af því sem fólk muni eiga erfiðast með að sætta sig við af því sem ég hef fram að færa í bókinni. Það er auðvelt fyrir stuðnings- menn lýðræðis að segja að þegar fólk biðji um lýðræði sé það rétt, en þegar fólk vilji ekki leng- ur lýðræði sé það ólögmætt. Það er hins vegar ekki góð röksæmdafærsla, ef lýðræðið kemur frá fólkinu verður að fallast á ákvarðanir fólks- ins.“ - Gallinn er þá sá að eftir að einræði hefur verið komið á gefst ekki tækifæri í kosningum fjórum árum síðar til að skipta um skoðun. „Það er rétt, en það eru bara rök fyrir því að það sé slæm hugmynd að taka upp einræði, að þegar sú ákvörðun hafi verið tekin sitji menn uppi með hana. En Egyptar tóku þessa ákvörð- un og ég held að það hafi verið röng ákvörðun eins og ég segi í bókinni.“ -Þú leggur í bókinni áherslu á að arabíska vorið og atburðirnir í kjölfarið hafi ekki mótast af heimsveldum heldur þátttakendunum. Hvers vegna skiptir það máli? „Fyrir því eru tvær ástæður. Önnur er sið- ferðisleg og hin sagnfræðileg. Siðferðisleg Mótmæli á Tahrir-torgi í Kaíró janúar 2011. Hosni Mubarak forseti hrökklaðist frá völdum í Egyptalandi vegna mótmæl- anna. 2013 var mótmælt að nýju og köll- uðu mótmælendur aftur yfir sig einræði. Vorið sem varð að vetri Noah Feldman, pró- fessor í lögum við Harvard-háskóla. AFP Skömmu eftir uppreisnina í Túnis vatt sér stúdent inn á skrifstofu Noahs Feldmans, prófessors við Harvard, og bað hann að koma með sér að aðstoða við að semja nýja stjórnar- skrá í landinu. Feldman hefur nú sent frá sér bókina Arabíski veturinn þar sem hann fjallar um það sem gekk upp í Túnis í kjölfar arabíska vorsins og fór aflaga annars staðar. Í bókinni er dregin upp dökk mynd og undirtitill hennar er harmleikur, en um leið segir Feldman að arabíska vorið sýni hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að öðlast rétt til sjálfsákvörðunar þrátt fyrir möguleikann á að gera mistök. Karl Blöndal kbl@mbl.is Liðsmenn Ríkis íslams fagna töku borgarinnar Rakka í Sýrlandi í júlí 2014. Samtökin héldu borginni í fimm ár og stjórnuðu með grimmd og ofbeldi. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.