Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2020 P ersóna í frægu íslensku leikriti bendir á að fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla. Við höfum síðan haft það fyrir satt. Ekki þarf vísindalega uppáskrift á fyrri fullyrðingunni. Við höfum öldum saman vitað þetta fyrir víst og eins hitt hve bláminn bliknar þegar nær fjallinu kemur. Bréfritari sleit barnsskóm á Selfossi og það hékk í að fjarlægðin dygði fjallinu hans, Ingólfsfjalli, til bláma. Síðari fullyrðing leikpersónunnar styðst við óskeikulleika þeirrar fyrri. Þetta með fjarlægðina Í fjarlægð verða menn þó fljótt smáir í umhverfinu. Þegar horft er á mannhaf stórborga á skjáum skimar enginn eftir stórmennum. Myndin líkist iðandi maura- byggð. Vísast eru þar mikilmaurar og þjóðkunnir á meðal fjöldans, þótt við afgreiðum þá alla eins. Fátt kom strákum æsku minnar, sem sendir voru í sveit, meira á óvart en það hve ólíkar persónur rollurnar voru. Margir okkar vissu fyrir að hross voru eins mis- jöfn og þau voru mörg, enda ættir sumra þeirra nærri eins þekktar og ættir stórbænda. Hitt höfðum við líka vitað síðan við mundum eftir okkur, sem var ekki langt, að Trigger var stórmenni á meðal hrossa og, eins og skáldið benti á, „skýrari og skarpari en knap- inn“ Roy. Eftirminnilegasta sýn tunglferðar Þegar tunglfararnir þrír fóru í lengsta ferðalag í sögu mannkyns fyrir liðlega hálfri öld beindist öll eftir- vænting þeirra að tungli jarðar sem tveimur þeirra var ætlað að heimsækja fyrstum manna. En stærsta undr- ið leyndist í baksýnisspeglinum. Það birtist þegar litið var um öxl til jarðar. Þá sáu þeir undrastjörnuna Jörð- ina sem enginn hafði litið áður svífandi í langri fjar- lægð. Og þá kom í ljós að hún var eina bláa stjarnan í okkar sólkerfi og þeim sólkerfum sem við þekktum sæmilega til. Sumir þeirra sem fóru allslausir til Vesturheims upplifðu svipaða reynslu þegar þeir horfðu um öxl: Ís- land og volæði það sem þeir flúðu allslausir tók á sig aðra mynd í bláma fjarlægðar. Geimfararnir tóku fræga ljósmynd sem snerti jarðarbúa dýpra en fyrstu myndirnar af hoppandi geimförum á yfirborði tunglsins. Þar var ekkert annað en auðn og tóm eins og kórónuveira hefði tekið sig upp þar fyrir þúsundum alda og enn væri allt lokað. En þessi órafjarlægð gerði engan mann að mikilmenni, hvað þá að mannlegum risa. Það glitti ekki í neinn og fjöllin risu ekki upp úr jafnsléttunni né skáru sig úr bláma jarðar. Það er fremur nýtt að til sé fólk sem njóti aðdáunar á heimsvísu. Nú er kominn margvíslegur búnaður sem í höndum sölumanna getur gert fólk að fyrirmyndum og átrúnaðargoðum í ótal löndum á augabragði. Stundum verður það til góðs, eins og þegar gítarleikarar urðu til í öðrum hvorum bílskúr í hverri Keflavík veraldar og aðrir vögguðu sér með eins og Presley. Og til ills, eins og þegar myndarfólk tók að blekbrenna sig á útlimum og víðar eftir að knattsnillingurinn Beckham asnaðist til þess. Arðvænleg aðdáun Sá sem verður miðpunktur aðdáunar auðgast iðulega svo hratt að Jóakim frændi fyllist af öfund. Og milljónir manna um víða veröld eiga þann draum heitastan að fá að nálgast goðið sitt, komast á tónleika, sjá það spila eða lesa upp úr metsölubókunum. Stjórn- málamenn á heimsmælikvarða komast stundum nokk- uð upp eftir þessari mælistiku og í stærstu löndum verða sumir þeirra fjáðir mjög. En þar sem lýðræði er ráðandi takmarkar það rækilega að þeir sem eru fremstir í þeirri stétt verði raunveruleg goðmögn aðdáunar og dýrkunar. Í þeirra tilviki er ekki aðeins ýtt undir aðdáun og fylgispekt. Andstæð öfl fara jafn- langt í sínum öfgum við að grafa undan áliti þeirra. Þótt þar sé stundum langt gengið er það í megin- atriðum hollt. Í einræðisríkjum er síðari þátturinn einfaldlega strikaður út og er heldur ónotalegt að sjá hvernig þá getur farið. Í órafjarlægð frá Rauða torginu, uppi á Íslandi, var stórhópur sem áratugum saman dýrkaði fjöldamorð- ingja sem mannvin og blessun allra þeirra sem undir högg áttu að sækja. Og dauðan grét það hann opin- berlega og í þessum hópi var fólk sem talið var bera af að gáfum, þekkingu og innsæi! Endalaust efni sem lengi var forboðið Nú er skyndilega komið í tísku að vera með sjónvarps- efni kvöld eftir kvöld, mánuð eftir mánuð, um Adolf Hitler og nóta hans. Og sennilega er það orðið óhætt, og ástæða er til þess að ætla að nú geti veiran sem hel- tók Þýskaland endanlega hafa breyst í mótefni gegn henni. Þegar horft er á fjöldasamkomur Adolfs Hitlers eru þær óneitanlega magnaðar þegar horft er til þessa tíma. Albert Speer, arkitekt Hitlers, tryggði umgjörð- ina og dr. Göbbels áróðursstjóri sá um hitt. Margur áhorfandi verður sjálfsagt furðu lostinn. Hann verður ekki heltekinn af ótta eins og hann myndi hafa verið hefði hann horft utan frá á stórbrotna hönnun á þess- um ósköpum sem samtímamaður. Múgsefjunin minnir helst á frægustu útitónleika okkar samtíma þar sem heldur betur er hægt er að hrífast með. En hinn tryllingslegi fögnuður og undir- tektir fólks á fjórða áratug síðustu aldar hljóta hins vegar að valda óhug. Enda „skemmtiatriðin“ ólík. Ill- skiljanlegt er að hróp og brjálæðislegt látbragð úr ræðustólnum hafi náð til fólksins með þeim hætti sem þarna gerðist. Umgjörðin og fjarlægðin gerðu sitt en duga ekki sem skýringar á því æði sem á fólkið rann. Flestum samtímamönnum Hitlers, sem ekki höfðu fallið undir blinda trú á hann, ber saman um að fátt hafi verið stórbrotið við „foringjann“ í návígi. Það gild- ir raunar um annað fólk og elskulegra en ófreskjuna þá, að það þolir flest illa fallið úr ljóskösturum, og stækkunarglerjunum í návígi jafningja sinna í mann- heimi sem eiga von á einhverju yfirnáttúrulegu. Áköfustu aðdáendur gætu þurft áfallahjálp eftir slík kynni, þótt goðið komi í alla staði prýðilega fyrir. En aðdáendur ná sér iðulega fljótt eftir hin stuttu kynni í raunheimum og þau verða með tíð og tíma enn eitt atriðið sem kyndir undir sívaxandi aðdáun. Það má reyndar ímynda sér að slíkir fundir séu ekki síður erf- iðir fyrir goðið en grátandi aðdáanda. Viðskotaillur snillingur Jón Helgason handritaskoðari var goðsögn í lifanda lífi. Ekki síst á fæðingareyju hans. Hann var að auki stórskáld og það gaf lengi vel fleiri stig á Íslandi en flest annað. En það heyrðust stundum fréttir um að Jón gæti verið styggur heim að sækja. Hann var næðismaður og má sjá þess stað í kvæðum hans. En á meðan Íslendingar voru hnýttir fastar við Dan- Íslensk skáld í Danmörku lifa hér Reykjavíkurbréf22.05.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.