Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2020 Drengirnir mínir tveir, að verða sextán og átján, virðast stundum ekkiskilja hvað þeir eiga töff mömmu. Ég er auðvitað mjög miðaldra oghallærisleg í þeirra augum; kannski skiljanlega. Við eigum auðvitað oft í fínum samræðum en ég fæ reglulega að heyra frasa eins og: „Ó mæ god, mamma, í alvöru?“ Svo rúlla þeir augunum. Um páskana tók ég mig til og setti inn nokkur myndbönd af sjálfri mér að spila á gítar og syngja. Nokkuð sem ég kann alls ekki. Til að kóróna allt var ég í gervi, með hárkollu og hippaleg sólgleraugu. Ég samdi sjálf tónlistina og text- ana og fannst ég alveg hreint nokkuð fyndin. Ég var ekki alveg viss um hvort þeim væri skemmt. Drengirnir vinna báðir með skóla í Krónunni og hitta þar oft vini mína og kunningja sem hafa verið að tjá sig um frammistöðu mína á Facebook. „Mamma, þú ert legend,“ sagði sá yngri við mig í vikunni. „Nú, það er aldeilis, ég er kannski ekki svo hallærisleg eftir allt saman. Legend?!“ sagði ég ánægð. Svo droppaði ég bombu. „Ég setti myndband inn á TikTok,“ sagði ég í sakleysi mínu. Þeir fórnuðu höndum. Kölluðu upp yfir sig: „NEI, mamma, ertu komin á TikTok!? Ætlarðu að skemma TikTok? Miðaldra fólk á EKKI að vera á Tik- Tok. Getið þið ekki bara haldið ykkur á Facebook? Plís?“ Ég sagðist nú ekki vera búin að fá eitt einasta læk þarna, sem ég skildi ekki, kannski hefði ég ekkert gert þetta rétt. Þeir spurðu mig hvort ég væri í ALVÖRU búin að stofna TikTok-reikning. Ég hélt það nú. „Ó MÆ GOD,“ sagði sá eldri. Augun rúlluðu. Þeir horfðu hvor á annan í angist. Þarna fór ég greinilega yfir strikið. Miðaldra fólk á semsagt að halda sig á Facebook og ekki „eyðileggja“ nýja samfélagsmiðla með nærveru sinni. Ef þið vissuð þetta ekki, þá vitið þið það hér með. Ætlarðu að skemma TikTok? Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Þarna fór ég greini-lega yfir strikið. Mið-aldra fólk á semsagt aðhalda sig á Facebook og ekki „eyðileggja“ nýja samfélagsmiðla með nærveru sinni. Guðmundur Einarsson Já, já. Er rólegri en samt meðvitaður. SPURNING DAGSINS Ertu farin(n) að slaka á í kófinu? Árnheiður Edda Hermannsdóttir Já, ég er orðin miklu rólegri og er farin að knúsa mína allra nánustu. Jóhann Bjarnason Já, ég er farinn að gera það. Ég held fjarlægð að mestu en er farinn að róast. Jóhanna Berndsen Já aðeins. Ekki samt farin að knúsa fólk ennþá. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Eggert Fyrirlestraröð sem tekur á COVID-19-faraldrinum verður 18. maí til 8. júní, milli 12 og 13, á opnum zoomfundum. Hægt er að fylgj- ast með á https://eu01web.zoom.us/my/felagsfraedi Segðu mér frá þessari fyrirlestraröð. Við í Félagsfræðingafélagi Íslands og námsbraut í félagsfræði settum á fót fyrirlestraröð til að sýna fram á hversu mikilvæg fé- lagsfræðileg sýn og þekking er þegar við skoðum líffræðilegan faraldur sem hefur heilsufarsleg áhrif en ekki síður félagsleg. Við vildum nota þekkingu okkar til að skoða faraldurinn og reyna að meta þau áhrif sem hann hefur á samfélagið og um leið efla umræðuna. Eruð þið strax farin að móta félagsfræðilegar rannsóknir sem tengjast kórónuveirunni? Já. Afskaplega margt fræðafólk úr ýmsum greinum er farið að gera það. Það eru mörg rannsóknarverkefni að fara af stað. Svona stórir viðburðir eru gullnáma fyrir okkur, án þess að gera lítið úr alvöru veirunnar. Samfélagið umbyltist á einni nóttu. Skoðið þið líka áhrif kórónuveirunnar á viðhorf okkar? Já, hvernig þetta hefur áhrif á viðhorf okkar gagnvart fjölskyldunni, vinnunni, heilsunni og samskiptum í hjónabandi. Afleiðingarnar eiga eftir að koma fram á næstu árum og jafnvel áratugum. Þú ert með fyrirlesturinn Heima er best? Kynin og Covid-19. Hvað ertu að fjalla um? Ég er að skoða hvort heimilið sé griðastaður í þessum faraldri og er að skoða kynjavinkilinn. Við höfum flest verið send heim og ég vil skoða hvort ábyrgðin á heimilinu, kennslu barna og fleira lendi frekar á konum en körlum. Við höfum einnig séð það að heimilisofbeldi eykst í svona að- stæðum. Sumar konur eru fastar inni á heimilinu með ofbeldismönnum. Það voru framin tvö hræðileg morð í þessum faraldri þar sem konur voru myrtar. Þetta hefur ekki fengið nógu mikla athygli og því langaði mig að skoða þetta nánar. Samfélagið umbyltist SUNNA SÍMONARDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Morgunblaðið/Eggert Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Húsnæði óskast til leigu/kaups Accommodation wanted Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi leitar að íbúð eða húsi, fyrir sendiherra ESB, til langtímaleigu eða kaups. Ýmiss konar húsnæði kemur til greina. Það ætti helst að vera staðsett í póstnúmerum 101, 105 eða 107 og vera aðgengi- legt með einkabifreið eða almenningssamgöngum. Nánari lýsing og upplýsingar um skilafrest tilboða er á www.esb.is. The EU Delegation to Iceland is looking for an apartment or a house, suitable as the residence of the Head of the Delegation, for long-term lease or purchase. Various types of premises may be suitable. The building should preferably be located in the 101, 105 or 107 area of Reykjavík and be easily accessible by private vehicle or public transport. For full description and deadline for submission, please consult our website www.esb.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.