Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2020 Þ ær Sólveig Matthildur, Margrét Rósa og Laufey Soffía taka á móti blaðamanni á öldurhúsi í mið- bænum. Hvar annars staðar á mað- ur að hitta unga hljómsveitar- meðlimi! Ungu konurnar þrjár fylla allar 26 árin á árinu og hafa starfað saman í Kælunni Miklu í átta ár. Þær kynntust í Menntaskólanum í Hamrahlíð þar sem þær sátu á „óvinsælasta“ borðinu í dimmu horni. Líkur sækir líkan heim og þær drógust hver að annarri og áður en varði voru þær búnar að stofna band. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og þær hafa þroskast og tónlistin með. Undanfarin ár hafa þær túrað mikið en eru nú heima að semja þar sem fjöl- mörgum „giggum“ var aflýst vegna kórónu- veirufaraldursins. Það var því tilvalið að nota tækifærið og hitta þær stöllur áður en þær hverfa af landi brott, út í hinn stóra heim þar sem tækifærin bíða. Unnu ljóðasamkeppni Sólveig, Margrét og Laufey segjast að mestu sjálflærðar í tónlist, en þó lærði Sólveig á flautu og var í lúðrasveitum sem krakki. „Svo fékk ég spangir og hætti að spila á flautu og fór að spila á trommur,“ segir Sólveig og hlær. „Ég hafði alltaf áhuga á tónlist og pabbi minn er bassaleikari og ég horfði mikið á hann spila. Ég keypti mér bassa og kenndi mér á hann sjálf og byrjaði svo að spila með þessum stelpum. Pabbi heitir Harry og var í pönkinu, í Leiksviði fárán- leikans,“ segir Margrét og hinar segja það geggj- aða hljómsveit en hún er starfrækt enn í dag. „Við mætum alltaf á tónleika hjá þeim,“ segja þær. Laufey segist alltaf hafa haft áhuga á tónlist og performans. „En ég hafði aldrei sungið áður.“ Upphafið að Kælunni Miklu má rekja til þess að þær stöllur tóku þátt í Ljóðaslammi Borgar- bókasafnsins árið 2013. „Þarna mátti flytja ljóð á opinn máta og við ákváðum að gera tónlistaratriði. Þetta átti ekk- ert að vera hljómsveit en eitt leiddi af öðru,“ segir Laufey. „Við sáum auglýsingu á vegg í skólanum en Sólveig var búin að skrá sig en vissi ekkert hvað hún ætlaði að gera. Ég stakk upp á að ég myndi spila á bassa undir. Svo komu allt í einu tromm- ur inn í dæmið og Laufey ákvað að syngja. Við fluttum þetta eina ljóð og unnum keppnina og ætluðum ekkert að gera meira en fólk var alltaf að spyrja okkur hvort við ætluðum ekki að halda áfram,“ segir Margrét. Ísdrottning úr Múmínálfunum Settust þið þá bara niður yfir bjórglasi og ákváðuð að stofna hljómsveit? „Það var nákvæmlega þannig!“ segir Sólveig og þær skellihlæja. Þá var ekkert eftir nema finna nafn á hljóm- sveitina og byrja. Þær ákváðu að nota nafnið sem hafði verið á atriðinu í bókasafninu. Þá hafði þeim fundist skondið að nota nafn persónu úr Múmínálfunum. „Kælan mikla er ísdrottning sem kemur inn í Múmíndal með veturinn með sér. Hún er með stjörnuhendur og frystir allt; ef þú horfir í augu hennar frýstu í hel,“ segir Sólveig. „Hún er „femme fatale“ sem ég fíla mikið,“ segir Margrét. „Hennar persóna varð dóminerandi í okkar framkomu og þeim þemum sem við vinnum með,“ segir Laufey. „Þetta varð eins konar andi inni í okkur; Kæl- an Mikla,“ segir Sólveig. „Okkur finnst þegar við spilum á tónleikum og komum fram þrjár saman að við séum að kalla fram Kæluna Miklu, og svo bjóðum við fólki að stíga inn í þennan heim okkar,“ segir Margrét. „Kælan Mikla heitir „Lady of the cold“ á ensku og það passar fullkomlega við okkur, þrjár konur frá Íslandi,“ segir Margrét. Galdrar þegar við hittumst Stelpurnar segja tónlistina hafa breyst töluvert með árunum. Í byrjun var hún tilraunakenndari og pönkaðri. „Já, hún var rosa „experimental“. Lengi vel notaði ég bara einn trommutakt. Við vorum bara að gera það sem okkur langaði að gera,“ segir Sólveig, sem í dag spilar á hljómborð. „Ég held að fáir hefðu farið að spila á tón- leikum með eins litla reynslu og við höfðum í byrjun,“ segir Laufey og brosir. „En við gerðum það bara og komumst hratt áfram. Við æfðum okkur mjög mikið,“ segir Margrét. „Það er einhver kemistría á milli okkar og þegar við hittumst gerast galdrar,“ segir Sól- veig. Greinilegt er að milli þeirra ríkir djúp og fal- leg vinátta og segjast þær vera lífsförunautar. „Við erum með rosa góða tengingu,“ segir Laufey. „Við erum allar ótrúlega ólíkar en saman myndum við eina heild, sem er svo fallegt og yndislegt,“ segir Sólveig. „Við erum með lík markmið og erum mjög sammála innst inni,“ segir Margrét. Saman í dimmu horni Voruð þið í upphafi reiðar ungar konur? „Já, ég var mjög reið,“ segir Margrét og þær hlæja allar. „Ég var frekar sorgmædd, en líka reið,“ segir Sólveig. „Þetta var meiri sálarangist; við vorum aldrei neitt reiðar út í kerfið,“ segir Laufey og þær viðurkenna allar að unglingsárin hafi tekið á. Þær segjast allar hafa verið lagðar í einelti á einhverjum tímapunkti í lífinu. „Við vorum allar smá „misfits“ og kannski þess vegna tengdumst við. Við pössuðum ekki alveg inn í hópinn í skólanum. Við vorum alltaf pínu skrítnar,“ segir Margrét. „Já, skrítnar og að springa úr tilfinningum,“ segir Sólveig. „Við sátum á óvinsælasta borðinu í MH, lengst úti í horni, þar sem allir „misfittarnir“ komu saman. Við vorum þarna í dimmu horni þar sem enginn annar vildi vera,“ segir Mar- grét. Íslenskan bætir við mystíkina Eruð þið nokkuð svona reiðar í dag? Eruð þið ekki búnar að jafna ykkur aðeins? Þær hlæja. „Jú, ég held það sko. Og það er mjög gaman að heyra hvernig tónlistin hefur breyst í gegn- um árin með okkur,“ segir Sólveig. „Við heyrum hvernig við eldumst og þrosk- umst með hverri plötu. Í dag búum við yfir meiri tilfinningaþroska og tónlistin er dýpri og flóknari,“ segir Margrét. Kælan Mikla hefur gefið út þrjár plötur og er langt komin með þá fjórðu. Áður hafa komið út Mánadans, Kælan Mikla og Nótt eftir nótt. Allir textar eru samdir og fluttir á íslensku og hyggj- ast stelpurnar ekki breyta því. „Það passar betur. Textarnir eru í raun „Kælan Mikla heitir „Lady of the cold“ á ensku og það passar fullkomlega við okkur, þrjár konur frá Íslandi,“ segja þær Sólveig, Laufey og Margrét. Morgunblaðið/Eggert Það er þjáning á sviðinu Sólveig Matthildur, Margrét Rósa og Laufey Soffía mynda saman hljómsveitina Kæluna Miklu. Þær spila draumkennda og myrka tónlist og eru að hasla sér völl í Evrópu. Kælan Mikla er rétt að byrja og stefnir hátt. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Við vorum allar smá „misfits“og kannski þess vegna tengd-umst við. Við pössuðum ekki alveginn í hópinn í skólanum. Vorum alltaf pínu skrítnar. 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.