Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 17
mörku og ferðir þangað sjálfsagður hlutur þótti all- mörgum, ekki síst „betri borgurum“, það viðeigandi og menningarlegt áhugamál að sækja Árnasafn heim og sýna Jóni aðdáun og virðingu sína og þiggja í staðinn leiðsögn hans um safnið og hann fengi að njóta að spjalla við landa sína útlaginn í landi Danakóngs. Jóni hefur ekki hentað að vera í kippu með Tívolí, Sívalaturni og Dyrehavsbakken, og var ekki að fela það sjónarmið og fylgja því eftir. Ferðalöngum stóð ekki almennt til boða að éta dýrmætan tíma frá honum og hinum fornlegu fræðum. En með tímanum varð slík lýsing á Jóni hluti af því sem aðdáendur hans mátu við hann, jafnvel þeir sem hann beit af sér án allra vafn- inga. Lítil saga er til um þessa hlið þótt þar komi ekki við sögu ferðalangur á Íslendingaslóðum að sækja Jón heim á eftir Sívalaturni. Þar átti meira að segja skáld í hlut þótt ekki sé víst að Jón hafi gert sér grein fyrir því að það var ekki síðra en Jón sjálfur. Það var á ferju frá Malmö til Kaupmannahafnar og Bergur Pálsson í ráðuneytinu, kunnur og traustur sögumaður (ógleymanlegur maður, og bréfritari hitti nokkrum sinnum), sem var viðstaddur og sagði frá. Hin söguhetjan var Steinn Steinarr: Jón Helgason sat lengi uppi á þiljum og ræddi við gamla konu, en Steinn var á vappi í kringum þau. Þeir þekktust lítið, svo Jóni tók að leiðast þetta ráp í manninum og spurði önugur: „Hvers vegna eruð þér að hlera samtal okkar?“ „Vegna þess,“ svaraði Steinn, „að mér þykir alltaf svo gaman að heyra kerlingar tala saman.“ Sjálfsagt hefur Steinn, sem var viðkvæmur, verið fljótari að taka gleði sína aftur eftir snuprur skáld- bróðurins fyrst hann varð nægjanlega fljótur til svars. Það vill enginn láta setja sig út af laginu og síst af manni sem þú hefur í áliti. Pritchard sama sinnis Síðasta bréfi var lokið með því að vitna til hugleiðingar íslensks lögspekings um dóm Þýska stjórnlagadóm- stólsins sem skekið hefur hásali Evrópuvaldsins. Fáum dögum síðar skrifaði A.E. Pritchard í Telegraph mjög athyglisverða grein þar sem segir meðal annars að stofnanakerfi ESB sé smám saman að gera sömu mistökin gagnvart þýsku þjóðinni og það gerði gagn- vart Bretum. Evrópudómstóllinn hafi lengi haft þann kæk að draga til sín vald sem hvergi sjái stað í neinum sátt- málum sambandsins til að tryggja samþjöppun valds í anda samruna til ríkis. ESB hafi gefið sér að það gæti komist upp með þetta því að þýska stjórnmálastéttin hafi í meginefnum verið samsek þessu vafasama valda- sogi. En nú hefði loks verið tekið á móti af hinu mikla afli Þýska stjórnlagadómstólsins, útvarðar Réttarríkisins sem varð til í framhaldi stríðsloka. Sá réttur lítur á sjálfan sig sem Dómstól Þjóðarinnar. Andreas Voss- kuhle, fráfarandi forseti réttarins, sagði í blaðaviðtali að Dómurinn talaði í nafni hins almenna þýska borg- ara, sem er harðduglegur, kvartar nær aldrei og er því algjörlega sniðgenginn af aumingjadóms- og vælu- kjóaiðnaðinum. Vosskuhle sagði dómstólinn vera helsta mótvægi við frjálslyndu elítuna í Þýskalandi. Það í úrskurði stjórnlagadómstólsins sem mestum skjálfta olli var þessi yfirlýsing hans: Stjórnlagadóm- stóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að fram- ganga og ákvarðanir tilgreindra stofnana ESB (Seðla- banka og yfirstjórnar í Brussel) hafi farið út fyrir lögmætar heimildir og hafi því ekkert gildi í Þýska- landi. Þetta er aðeins upphaf hinnar eftirtektarverðu greinar A.E. Pritchards en þeir sem vilja átta sig á stöðu þessara mála, sem er líkleg til að verða af- drifarík, ættu að kynna sér hana í heild. Það ættu þeir þó einkum að gera sem lofast hafa til að standa vörð um landið og stjórnarskrá þess, en litla viðleitni sýnt til að gegna því hlutverki. Og því skal spáð að á því verði engin breyting. Það væri í stíl. Og endar illa. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’Það í úrskurði stjórnlagadómstólsins semmestum skjálfta olli var þessi yfirlýsinghans: Stjórnlagadómstóllinn hefur komist aðþeirri niðurstöðu að framganga og ákvarð- anir tilgreindra stofnana ESB (Seðlabanka og yfirstjórnar í Brussel) hafi farið út fyrir lög- mætar heimildir og hafi því ekkert gildi í Þýskalandi. 24.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.