Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 3
www.fi.is Nú er rétti tíminn til að ganga í Ferðafélag Íslands Árbók FÍ 2020 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími 568 2533 | www.fi.is Árbók Ferðafélags Íslands Rauðasandshreppur hinn forni, er nú í dreifingu til félagsmanna sem hafa greitt árgjaldið. Þegar hafa um 6500 árbækur verið bornar í hús til félagsmanna. Margvísleg fríðindi fylgja því að vera félagi í Ferðafélagi Íslands. Árbókin, sem er ein nákvæmasta íslandslýsing sem völ er á, er innifalin í árgjaldinu, afsláttur í allar ferðir og skála félagsins og afsláttur hjá fjölmörgum útivistarverslunum og fleiri verslunum og þjónustuaðilum. Ferðaáætlun FÍ 2020 er aðgengileg á heimasíðunni www.fi.is Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út í nítugasta og þriðja sinn. Í ár er til umfjöllunar syðsti hluti Vestfjarða: Patreks- fjörður – og þar með taldar Örlygshöfn og Hænuvík – ásamt Kollsvík, Breiðuvík og Látravík. Að auki er fjallað um Látra- bjarg, Keflavík og Rauðasand. Inn í sérstæða náttúrufegurð svæðisins fléttast svo áhugaverð menningar- og atvinnusaga. Aðalhöfundar þessarar árbókar eru dr. Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur og Ólafur B. Thoroddsen fyrrverandi skólastjóri. Báðir eru útivistarmenn af lífi og sál og þaul- kunnugir svæðinu og sögu þess. Ólafur er fæddur og upp- alinn á Patreksfirði og Gísli ólst upp á Hvallátrum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.