Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2020 LESBÓK Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Nettó, Heilsuhúsin, Vegan búðin, Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi CHAI LATTE GIFTINGAR John Krasinski, sem flestir þekkja sem Jim Halpert í þáttunum The Office, vígði par til hjóna- bands í gegnum samskiptaforritið Zoom um aðra helgi. Krasinski hefur haldið úti vefþáttunum Some Good News síðan kórónufaraldurinn fór af stað og bauð parinu, sem trúlofaðist á sama hátt og karakter Kras- inskis og Jennu Fischer í The Office, við bensínstöð, í þáttinn. Þeim að óvörum bauð hann einnig nánustu ætt- ingjum og vinum í spjallið og þar sem hann hafði nýlega náð sér í réttindi vígði hann þau til hjónabands. Eftir fyrsta koss hjónanna bauð Krasinski í spjallið leikhópi þáttanna, sem lék eftir eftirminnilegt dansatriði úr hjónavígslu Krasinskis og Fischer í þáttunum við lagið Forever með Christopher Maurice Brown. Giftust með The Office John Kras- inski hélt uppi fjörinu. AFP SÍMTÖL Grínistinn Adam Sandler var gestur í spjallþætti Jimmys Kimmels á dögunum og sagði hann frá einu af síðustu skiptunum sem hann fór út úr húsi vegna annars en nauðsynja áður en fólk var hvatt til að halda sig heima vegna kórónuveirunnar. Fór hann ásamt fjöl- skyldu sinni á kvikmyndina Sonic the Hedge- hog þar sem Jim Carrey leikur vonda kallinn Dr. Robotnik. Finnst mörgum Carrey hverfa aftur til fyrri tíma í leik sínum þar sem fífla- lætin voru í fyrirrúmi. Sandler var svo ánægð- ur með frammistöðu Carreys í myndinni að hann ákvað að hringja í kappann í miðri mynd til að hrósa honum fyrir leik sinn. Hringdi í stjörnuna í miðri mynd Adam Sandler er ekkert að tvínóna við hlutina. AFP Á þessum tíma höfðu menn í Hollywood ekki mikla trú á fram- haldsmyndum en þar sem miða- sala fyrri myndarinnar gekk vel og Lucas náði að fjármagna þessa sjálfur voru menn hjá 20th Cent- ury Fox fljótir að gera við hann samning um að framleiða mynd- ina. Upphaflega átti hún að kosta 18 milljónir bandaríkjadala en kostaði á endanum 33 milljónir og varð að einni dýrustu mynd sög- unnar fram að þeim tíma. Hún er talin ein besta mynd kvikmynda- sögunnar, sú besta Star Wars- myndanna og ein fárra framhalds- mynda sem eru sagðar betri en sú fyrri. Upprunalega Star Wars-kvikmyndin, sem seinnavar kölluð Star Wars: Ep- isode IV – A New Hope, naut mikilla en nokkuð óvæntra vin- sælda eftir að hún kom út árið 1977. George Lucas, sem skrifaði og leikstýrði myndinni, hafði tryggt sér réttinn á framhalds- myndum myndarinnar og var spenntur fyrir því að segja fleiri sögur innan þess ótrúlega heims sem hann hafði skapað. Honum fannst sagan ekki öll sögð og ákvað því að gera aðra mynd, The Empire Strikes Back, sem kom út í Bandaríkjunum fyrir nákvæm- lega 40 árum á fimmtudaginn var. Með því að fjármagna myndina sjálfur tryggði Lucas sér bróð- urpart hagnaðar myndarinnar auk þess að samningurinn við Fox sagði skýrt að framleiðslufyr- irtækið hefði ekkert að segja með lokaútgáfu myndarinnar. Fjárfest- ing Lucas skilaði sér margfalt en myndin hefur halað inn jafngildi 547 milljóna dollara á heimsvísu síðan hún kom út. Lucas ákvað að hvorki skrifa handritið að myndinni né leikstýra henni. Hugmyndin að söguþræð- inum var þó frá honum komin. Hann réð Leigh Brackett til að skrifa handritið en vegna veikinda og seinna andláts hennar eftir að hafa skrifað fyrsta uppkast hand- ritsins þurfti Lucas að halda áfram með það sjálfur. Úr varð upprunasaga Svart- höfða, Loga geimgengils og Leiu prinsessu sem allir sem horft hafa á myndirnar þekkja. Auk þess ákvað Lucas að myndin yrði önnur í þriggja mynda þríleik. Til að ljúka við handritið fékk Lucas Lawrence Kasdan, handritshöfund Indiana Jones-myndarinnar Raid- ers of the Lost Ark, til verksins. Þá var Irvin Kershner fenginn til að leikstýra myndinni. Ætlaði að gera mynd um Flash Star Wars-kvikmyndirnar þrjár sem komu út á áttunda og níunda áratug síðustu aldar voru braut- ryðjandi í kvikmyndagerð. Holly- wood fór að einbeita sér meira að stórmyndum (e. blockbuster) með tæknibrellum og hasar í kjölfar Svarthöfði biðlar til sonar síns, Loga geimgengils, um að ganga til liðs við sig og stjórna Veldinu með sér. Ljósmyndir/Lucasfilm „Nei, ég er faðir þinn“ 40 ár eru liðin frá því Star Wars-myndin The Emp- ire Strikes Back kom út. Myndin er talin ein besta framhaldsmynd allra tíma en oftast er rangt farið með frægustu tilvitnun hennar. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Áhrif Star Wars-kvikmyndanna má sjá víða. Í myndunum er hug- myndafræði Jedi-riddaranna áberandi. Þeir trúa því að Mátturinn sé orka sem búi í öllum lifandi hlutum. Mátturinn umkringi okkur, fari í gegnum okkur og bindi vetrarbrautina saman. Svo virðist sem mörgum lítist vel á þessa hugmyndafræði og út frá henni hefur sprottið trú sem mörg þúsund manns fylgja. Að minnsta kosti ef marka má manntal ríkja á borð við Bretland, Ástralíu og Kanada sem dæmi. Í manntali Bretlands árið 2001 sögðust 390.127 manns vera Jedi-trúar og þar með voru fleiri sem aðhylltust trú Jedi- riddaranna en búddisma og gyðingatrú. Árið 2011 hafði fækkað heldur í hópi Jedi- riddaranna sem voru nú orðnir rúmlega 176 þúsund í Bretlandi en enn nóg af ridd- urum til að bjarga heiminum. Ekki virðist Sith-trúin, sem erkióvinir Jedi-riddaranna aðhyllast, hafa náð eins miklu fylgi. Eru Jedi-riddararnir til? Margir vilja vera eins og Jedi-riddararnir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.