Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2020 Við viljum hafa þetta aftur einsog þetta var. Við viljumstóra, stóra leikvanga fulla af fólki,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaviðtali í tengslum við óformlegt fjögurra manna golfmót sem sýnt var á NBC- sjónvarpsstöðinni síðastliðinn sunnudag. Átti hann þar við íþrótta- viðburði, sem hann telur mikilvægt að fari af stað sem fyrst. Vildi Trump fá aftur stóra hópa þar sem fólk „stendur nánast hvað ofan á öðru, nýtur sín og hefur ekki áhyggj- ur“. Taldi hann hlutina geta breyst hratt hvað þetta varðar. Víða um heim hafa stjórnvöld leyft íþróttaviðburði á ný eftir að sett var bann við þeim þegar kór- ónuveirufaraldurinn fór að sækja í sig veðrið. Í Færeyjum er knatt- spyrnudeildin farin aftur af stað, hafnaboltahanskinn hefur verið tek- inn upp í Suður-Kóreu og haldið var sterkt golfmót í Mosfellsbæ um síð- ustu helgi svo eitthvað sé nefnt. Þá á PGA-mótaröðin í golfi að hefjast í næsta mánuði, verið er að undirbúa að stærstu knattspyrnu- deildir heims fari af stað, þó að tíma- bilinu í einni þeirra, þeirri frönsku, hafi verið aflýst, og í Bandaríkjunum skoða menn hvernig koma megi stóru íþróttadeildunum fjórum þar af stað á ný. Peningar drifkrafturinn Ólíklegt er að draumsýn Trumps rætist og áhorfendur muni fylla íþróttavelli, golfvelli eða annars kon- ar velli, á þessu ári hið minnsta. Raunar bera ummæli hans merki um kosningaáróður frekar en raun- verulega von um að óskin muni ræt- ast í bráð enda hafa Bandaríkja- menn lent í miklum vandræðum í baráttunni gegn faraldrinum og virðast enn eiga nokkuð langt í land með að ráða niðurlögum hans. Helsti sérfræðingur Bandaríkj- anna í heilbrigðismálum, Anthony Fauci, var einmitt mjög efins um að hægt væri að hefja íþróttaiðkun í bráð í samtali við New York Times. Hann talaði um að jafnvel án áhorf- enda yrði erfitt að koma íþróttum í landinu af stað enda þyrftu margir að koma að sjónvarpsútsendingum frá þeim, jafnvel hundruð manna. En mikið er í húfi fyrir hagsmuna- aðila stærstu hópíþróttadeilda heims að koma þessum viðburðum á skjá- inn enda miklir fjármunir sem fást af sjónvarpsútsendingum. Auðvitað eru margir aðdáendur ólmir í að sjá íþróttir í beinni í sjónvarpinu á ný. En drifkrafturinn er peningar. Til að mynda kom fram á fundi forráða- manna tveggja efstu knattspyrnu- deildanna í Þýskalandi að fjögur af liðunum í úrvalsdeildinni væru á barmi gjaldþrots. Það var einmitt þýska úrvals- deildin sem fór af stað á ný eftir rúmlega tveggja mánaða hlé um liðna helgi. Varð deildin þar með sú fyrsta af stóru knattspyrnudeild- unum í Evrópu sem fer af stað á ný. Leiðin að fyrsta sparkinu hefur þó verið löng og ströng. „Við tókum eina viku í hvíld eftir að keppni í deildinni var frestað. Eftir þessa viku byrjaði liðið svo að æfa, í litlum hópum,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg í þýsku deildinni, við Morgunblaðið síðustu helgi. Nú þegar deildin er loks farin af stað er það miklum takmörkunum háð og gríðarlegar ráðstafanir gerð- ar til að koma í veg fyrir útbreiðslu smits. New York Times sagði frá því fyrir síðustu helgi að leikmenn Bay- er Leverkusen þyrftu að dvelja í viku einir á hótelherbergi, svara spurningalista um möguleg einkenni á hverjum morgni, borða morgun- mat einir, væru hitamældir fyrir hverja æfingu og fengju ekki að fara í sturtu í búningsherberginu eins og venjan væri. Auk þess færu leik- menn í veirupróf fyrir hvern leik. Lítið má út af bregða En staðan virðist mjög brothætt. Það er ekki undir deildunum komið að ákveða hvað skuli gera ef leik- maður greinist með kórónuveiruna. Stjórnvöld hvers lands eða land- svæðis fyrir sig ákveða það. Ef leik- maður smitast gæti því farið svo að allt liðið sem hann leikur með og mögulega liðið sem hann lék nýlega gegn yrði sett í sóttkví. Stefnan í Þýskalandi er að setja einungis þann smitaða í tveggja vikna einangrun en lítið má út af bregða svo heilu lið- in fari ekki í sóttkví. Færi svo þyrfti líklega að gera hlé á deildinni á ný. Þá má setja spurningarmerki við einangrun leikmanna á hótel- herbergjum þar sem þeir eru fjarri fjölskyldum sínum. Þá er ætlast til þess að leikmenn taki ekki eðlilegan þátt í samfélaginu á meðan deildin stendur yfir. Haldi sig fjarri öllum samkomum og öðru slíku. Slík ráðstöfun er auðvitað skiljan- leg hvað varðar að minnka líkurnar á því að smit berist á milli leikmanna. En leikmenn eru manneskjur eins og aðrir og spurning hvort það sé sið- ferðislega rétt að svipta þá réttinum til þess að eiga eðlilegt líf í þágu fjár- hagslegra hagsmuna liðanna. Íþróttamenn um allan heim eru uggandi yfir áformum um að hefja leik að nýju. Á Englandi, þar sem eins og í Bandaríkjunum hefur gengið erfiðlega í baráttunni við veiruna, hafa knattspyrnumenn í úr- valsdeildinni lýst yfir áhyggjum sín- um. Í þeirri deild er stefnt að því að hefja leik 12. júní en í liðinni viku voru æfingar fámennra hópa án snertinga loks leyfðar. Leikmenn telja að næstu skref, sem fela í sér æfingar með snertingu, verði erfið og óttast um heilsu sína og sinna nánustu. Spurningum ósvarað Í Bandaríkjunum hefur fjöldi leik- manna áhyggjur. NBA- og NHL- deildunum í körfubolta og íshokkíi var frestað undir lok tímabilsins og vilja menn ólmir klára tímabilin þar. Sömu sögu er að segja um MLB- deildina í hafnabolta, sem átti að hefjast í lok mars, og NFL-deildina í ruðningi, sem áætlað er að hefjist í byrjun september. Æfingar innan liða eru einungis á frumstigi og lítið annað en ein- staklingsæfingar eru leyfðar og það aðeins á síðustu dögum. Hafa leik- menn NBA-deildarinnar margir hverjir ekki haft aðgang að körfu- boltahring til að æfa skot síðustu vikurnar. Það vekur spurningar um hvort einstaka lið eða leikmenn muni hafa forskot á aðra þegar keppni fer aftur af stað. Sean Doolittle, leikmaður meistara Washington Nationals í MLB- deildinni, útlistaði áhyggjur sínar í löngum þræði á Twitter á dögunum. Meðal annars nefndi hann allan þann fjölda sem kemur að hverju liði í deild- inni utan leikmanna; þjálfara, starfs- menn íþróttamannvirkja, gæslustarfs- menn, vallarstarfsmenn, dómara, fjölmiðlamenn og sjónvarpsstarfs- menn. Hann nefndi einnig hótelstarfs- menn, flugáhafnir og rútubílstjóra. Fjölda fólks þyrfti því til að láta dæm- ið ganga upp en það ylli auðvitað smit- hættu. Þá nefndi hann að rannsóknir hefðu bent til varanlegra áhrifa Covid- sjúkdómsins á öndunarfæri og þá staðreynd að einhverjir leikmenn eru í áhættuhópi gagnvart sjúkdómnum vegna undirliggjandi sjúkdóma. Athyglisvert verður að sjá hvað gerist á sviði íþrótta, þá sérstaklega hópíþrótta, á næstu vikum og mán- uðum. Eins og áður segir þurfa ekki mörg smit að koma upp til að setja heila deild í uppnám. Þá eru óvissu- þættirnir margir. Munu allir leik- menn samþykkja að snúa aftur til vinnu við þessar aðstæður? Munu þeir samþykkja að vera í burtu frá fjölskyldum sínum? Munu stjórnvöld grípa inn í? Hvaða áhrif munu tilmæli um að leikmenn haldi fjarlægð sín á milli hafa á það hvernig leikurinn er spilaður? Munu aðdáendur liðanna hópast saman fyrir utan tóma leik- vangana og skapa mikla smithættu? Öruggt að fara af stað? Frá því íþróttaviðburðum um allan heim var frestað vegna kórónuveirunnar hefur verið unnið að endurkomu þeirra. Aðdáendur vilja fá íþrótt- irnar aftur en peningar virðast stjórna ferðinni. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Leikmenn Bayer Leverkusen fagna marki fyrir tómum leikvangi í fyrsta leik sínum í þýsku úrvalsdeildinni síðan frestað var vegna kórónuveirunnar. Leikmenn eiga að forðast óþarfa snertingar sín á milli, t.d. í fagnaðarlátum. AFP Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.