Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 15
tökum og ofbeldi eftir byltinguna á Kúbu þótt það hafi alls ekki verið í sambærilegum mæli. Þetta gerðist líka á miðöldum og snemma í evrópskri samtímasögu. Þetta er ekki eitthvað sem á bara við um múslimaheiminn eða okkar tíma, en það er hryllilegt. Einn daginn lifir ein- staklingur venjulegu lífi á Englandi eða í Túnis, þann næsta gengur hann í byltingarhreyfingu og viku síðar er hann farinn að taka þátt í hræðilegum fjöldamorðum og skipulögðum nauðgunum.“ - Ríki íslams reis hratt og náði undir sig stóru landsvæði á mjög skömmum tíma. Nú hefur það hins vegar verið þurrkað út og þótt samtökin séu enn til eru þau nú án yfirráðasvæðis og í sömu stöðu og önnur slík samtök á borð við al- Qaeda. En má eiga von á að sagan endurtaki sig? „Ég held ekki,“ segir Feldman. „Ég lít þann- ig á að arabíski veturinn, sem nú stendur yfir, standi fyrir þrot. Sumt af því sem misheppn- aðist eru hlutir sem ég kann að meta, eins og lýðræðistilraunir sem tókust í Túnis en mis- heppnuðust alls staðar annars staðar. Hug- myndin um lýðræðisvæðingu í miklum mæli í arabaheiminum mun þurfa að bíða eina kynslóð hið minnsta. En arabíski veturinn ber því einnig vitni að hlutir, sem mér líka ekki, hafi mistekist. Þar má nefna Ríki íslams. Hugmyndin um að byltingarkenndar útópíuhugmyndir muni leiða til íslamsks ríkis, að það muni verða kalífaveldi og ráða yfir landi, brást. Ef þú trúir að Guð ráði för verður þú að trúa því að hann hafi ekki verið á bandi kalífaveldisins lengur – ef það er for- sendan sem þú gefur þér. Þrot Ríkis íslams skiptir miklu máli vegna þess að í íslömsku samhengi er ekki hægt að halda því fram að þú sért að búa til kalífadæmi nema þú sért með virkt stjórnvald, kalífadæmi er ekki eitthvað sem er til í kenningunni, það er áþreifanlegt. Það áþreifanlega fyrirbæri brást. Auðvitað mun fólk áfram nota merkmiða Ríkis íslams, en nú er það bara önnur útgáfa af al-Qaeda og hefur ekki lengur þann grunn sem það hafði. Aðdrátt- araflið minnkar líka verulega, þótt það hverfi ekki alveg.“ Lýðræðisþróun í Túnis - Alls staðar hefur sigið á ógæfuhliðina eftir ar- abíska vorið nema í Túnis þar sem það átti upp- tök sín. Hvað gekk upp í Túnis? „Það er mikilvægt að leggja áherslu á þetta, sem næstum er gleymt,“ segir Feldman. „Í Túnis breyttust hlutirnir til batnaðar. Túnis er lítið land, aðeins tíu milljónir íbúa. Þar er fullgilt lýðræði í landi þar sem töluð er arabíska. Það er spurning hvað á að fara langt aftur, en þótt mið- að sé við 2013-14 þegar verið var að staðfesta stjórnarskrána, þá hefur það verið við lýði í sex ár og það hafa nokkrum sinnum orðið stjórnar- skipti. Íslamistaflokkurinn hefur umbreyst í múslimskan demókrataflokk með kristilega demókrataflokka sem fyrirmynd. Þetta sýnir að það er einfaldlega ekki satt að lýðræði geti aldr- ei komist á í landi þar sem töluð er arabíska. Það er að gerast og þú þarft ekki að hafa mig fyrir því, það er nóg að skoða það sem er að ger- ast í Túnis.“ Feldman segir að vitaskuld séu hindranirnar margar. „Við eigum til að gleyma því hvers vegna fólk reis upp í arabíska vorinu, sér- staklega við á Vesturlöndum. Við viljum trúa því að allir vilji alltaf stöðugt lýðræði. Við héld- um að endalok Sovétríkjanna snerust um sigur lýðræðis yfir kommúnisma. Auðvitað var það ekki þannig. Lok kalda stríðsins voru sigur kap- ítalismans yfir kommúnisma, ekki sigur lýðræð- is. Sönnunin fyrir því er að í Kína kom aldrei lýðræði, en kapítalisminn kom. Í Sovétríkj- unum fyrrverandi höfum við kapítalisma og af- gerandi fráhvarf frá lýðræði þannig að nú er svo komið að þar er það í raun ekki við lýði. Lýðræðið sigraði því ekki, en við í vestrinu höf- um tilhneigingu til að segja alltaf að lýðræðið sé á sigurbraut. Sú er ekki raunin. Þannig að þegar fólk fór út á götur og torg að krefjast reisnar og réttlætis var lýðræði ekki á kröfulistanum. Helsti hvatinn var mannleg reisn í þeirri merkingu að eiga til hnífs og skeið- ar, vera með mannsæmandi vinnu og að vera sýnd grundvallarvirðing af hálfu yfirvalda. Í Túnis fékk fólk þetta að hluta. Það býr við þá reisn að geta kosið sér stjórn sem mun koma betur fram við það en einræðisstjórn. En það fékk ekki grundvallarlausn á efnhagsvandanum sem blasir við landinu, og hann er alvarlegur. Ástæðan fyrir því að það fékkst ekki er sú að lýðræðið lumar ekki á töfralausn á efnahags- vandanum. Það þarf ákveðnar forsendur til að ná árangri í efnahagsmálum og þar á Túnis í vanda. Túnis hefur hvergi forskot í samkeppni, vinnuafl er dýrt, menntunarstigið er hátt, en þeim hefur ekki tekist að finna sér svið til að nýta sér forskotið sem í því gæti falist. Við íbú- um Túnis blasir því misræmi á milli þess sem knúði þá til að gera byltingu og þess sem þeir höfðu upp úr krafsinu. Þeir vildu efnahagslegar umbreytingar, en fengu lýðræði. Ég styð lýð- ræði heilshugar og hef varið ævinni í rann- sóknir á lýðræði. En lýð- ræði er ekki allrameinabót.“ - Á þetta misræmi eftir að verða lýðræði í Túnis að fótakefli? „Ég held að það muni gera erfitt fyrir og verða viðvarandi áskorun,“ seg- ir Feldman. „Í hrein- skilni sagt þurfti umbæt- ur í uppbyggingu þjóðfélagsins í Túnis. Það getur verið erfitt að knýja slíkar breytingar fram við kjöraðstæður, málið vandast fyrir alvöru þegar um er að ræða stjórn sem er að reyna að stjórna við við- kvæmar aðstæður með því að fara sáttaleiðina og að komast hjá samfélagslegu hruni. Til þess að ná fram grundvallarbreytingum þarf einhver að taka áhættu. Fræðilega gætum við talið okk- ur trú um að stjórn byggð á þjóðarsátt eigi auð- veldara með að stíga á tær en annars konar stjórn, en í veruleikanum er það oft erfitt vegna þess að hún er byggð á viðkvæmri sátt um að breyta engu, sem heldur henni saman.“ Feldman segist þó bjartsýnn fyrir hönd Tún- is og finnst hann eiga persónulegra hagsmuna að gæta. Þar hafi mönnum tekist að gera póli- tískt kraftaverk. Það hafi þeir gert með því að leggja áherslu á eitt af grundvallargildum stjórnmálanna, pólitíska ábyrgð. „Þetta er nokkuð sem lesendur þínir þekkja vel,“ segir hann. „Þeir skilja að Ísland býr yfir taktísku og strategísku forskoti sem heimurinn nýtur góðs af, en samt mun enginn þegar á reynir koma til að bjarga Íslandi ef allt fer á versta veg nema Íslendingar. Þegar þið lentuð í efnahagskreppu urðuð þið að bjarga ykkur sjálf. Það kom enginn til bjargar. Túnisbúar lærðu þessa lexíu á meðan önnur arabalönd gerðu það ekki, að enginn myndi koma og bjarga þeim ef þeir klúðruðu þessu, þannig að þeir gerðu málamiðlanir og hegðuðu sér skyn- samlega og af ábyrgð. Þetta virðist augljóst, en er það þó ekki í löndunum í þessum heimshluta, að fólk hugsi: Þetta er undir okkur komið og engum öðrum.“ Ástæðan fyrir því að Feldman er ástandið í Túnis svo hugleikið er að hann átti þátt í að móta nýja stjórnarskrá landsins á sínum tíma. „Ég skal lýsa því hvernig það kom til,“ segir hann. „Ég hef kynnt mér rækilega lýðræði í arabaheiminum og hafði unnið að stjórnar- skránni í Írak. Sumarið 2011 eftir byltinguna og kosningarnar í Túnis kom nemandi að nafni Duncan Picard á skrifstofuna til mín. Hann hafði verið um sumarið í Túnis og verið að vinna í kringum kosningarnar. „Við höfum aldrei hist,“ sagði hann, „en þú þarft að koma með mér, við þurfum að fljúga til Túnis þar sem þeir eru að byrja að semja stjórnarskrá og þurfa hjálp.“ Ég hugsaði með mér, hvaða strákur er þetta, hann er með metnað. En hann bað mig um að treysta sér og í ljós kom að hann þekkti alla helstu stjórnmálamennina sem voru að ryðja sér til rúms í landinu. Þetta var 23 ára gamall stúdent og ég spurði hann: „Með fullri virðingu, en hvernig þekkir þú allt þetta fólk, þú talar ekki arabísku og ert bara búinn að vera þarna í sumar?“ Hann svaraði því til að Túnis væri lítið land og auðvelt að kynnast fólki. Ég ákvað að fara með honum til Túnis og umfang verkefnisins var slíkt að verðandi forustumenn í stjórnmálum í Túnis voru mjög opnir og til- búnir að tala við hvern sem er. Í fyrstu voru all- ir mjög kurteisir og maður sá að þeir hugsuðu með sér: „Þennan sjáum við örugglega aldrei aftur.“ En það breyttist þegar við komum aftur í annað, þriðja, fjórða, fimmta og sjötta skipti. Strax í annarri heimsókninni vorum við komnir inn í herbergin þar sem verið var að leggja drög að nýjum ákvæðum þar sem leitað var svara við spurningum á borð við hvernig eigi að orða þetta ákvæði, hvaða umgjörð á að vera um það, hvernig er þetta gert í öðrum löndum. Vita- skuld var þetta lýðræðislegt ferli, þeirra að ákveða og leggja í dóm kjósenda. Þetta var gjörólíkt aðstæðum í Írak þar sem hernámslið réð ríkjum þegar ég kom þangað. Þetta var mun æðra og snerist um ráð og hugmyndir og ég var ekki einn, þarna voru aðrir hópar. Við svöruðum mörg hundruð spurningum á tveggja ára tímabili og reyndum að gera lista til að sjá hvað mörg af svörunum enduðu í stjórnar- skránni. Afraksturinn var nokkuð góður, um 60% af okkar tillögum voru tekin upp, en auð- vitað veit maður ekki hvort það var vegna þess að við lögðum það til eða það var einfald- lega augljóst að fara bæri þá leið. Í raun get ég ekki eignað mér neitt af þessu, heimamenn tóku allar ákvarðanirnar, en þarna voru klárir og ábyrgir menn á ferð að reyna að átta sig á hvernig ætti að leggja drög að stjórnarskrá, fæstir með bakgrunn í þessum fræðum, hvorki lögfræðilegan né í samanburði stjórnarskráa, og þeir voru opnir fyrir því að hlusta, ekki að láta segja sér fyrir verkum, en hlýða á hug- myndir. Það er líka þess vegna sem ég lít svo á að í Túnis hafi stjórnmálamennirnir sýnt ábyrgð. Ég varð vitni að því þegar fulltrúar allra stjórnmálahreyfinga voru að semja og all- ir gerðu sér far um að sitja saman, ræða saman og kynnast. Þarna urðu til óformleg sambönd sem á endanum skiluðu árangri og gerðu mikið gagn.“ Göfug tilraun Feldman segir að hann noti orðið harmleikur í undirtitli bókarinnar vegna þess að honum finnist það eiga við um atburðarásina sem arab- íska vorið hratt af stað í flestum tilvikum, en einnig vegna þess að harmleikur geti aðeins átt sér stað þar sem eitthvað göfugt eigi sér stað. „Fyrsta áhersluatriðið í bókinni er ekki hvað ástandið sé hræðilegt, heldur að hér átti sér stað göfug tilraun hugrakks fólks til að axla ábyrgð á eigin lífi og bæta það,“ segir hann. „Og þetta hugrekki er ekki horfið. Mörgum ár- um eftir arabíska vorið sáum við íbúa Alsír og Súdan rísa gegn stjórnvöldum. Fólk þar ætti að hafa raunsærri væntingar en menn höfðu sjö árum fyrr um hvað það gæti kostað, en lét samt til skarar skríða og er enn að reyna. Það er von- armerki. Ég nefni bókina Arabíski veturinn, en veturinn er hluti af hringrás árstíða. Eftir vet- urinn mun koma nýtt vor og ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga. Ástandið er ekki gott, en það mun lagast og fólk mun reyna aftur líkt og í Alsír og Súdan. Ég er ekki yfirmáta bjartsýnn um útkomuna þar, en fólk er tilbúið að reyna og það er dæmi um mátt mannsand- ans, að reyna að leita sjálfsákvörðunar, að láta ekki segja sér fyrir verkum, og það er líka mikilvæg lexía. Ég vil ekki að fólk líti svo á að arabíska vorið hafi verið söguleg bóla. Það var ekki söguleg bóla, heldur fordæmi sem veitir innblástur um hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að öðlast sjálfsákvörðunarréttinn þrátt fyrir möguleikann á að gera mistök. Það sem gerir pólitískar aðgerðir göfugar er einmitt sá möguleiki að manni verði á mistök og útkoman verði slæm. Ef það væri alltaf auðvelt að ná ár- angri væri engin göfgi í því fólgin.“ Fjölskylda Tariqs Abu Ziads kemur saman til málsverðar við sólarlag í föstumánuðinum ramadan í rústum heimilis síns í bænum Ariha í Idlib-héraði. Heimili þeirra var eyðilagt í árás stjórnarhersins og bandamanna hans á bæinn og þau flýðu burt. Myndin var tekin í byrjun maí þegar fjölskyldan sneri aftur. AFP ’ Einn daginn lifir ein-staklingur venjulegu lífi áEnglandi eða í Túnis, þannnæsta gengur hann í bylting- arhreyfingu og viku síðar er hann farinn að taka þátt í hræðilegum fjöldamorðum og skipulögðum nauðgunum. 24.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.