Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 19
Lífsgæðaaukning á sundlaugarbakkanum Stór hópur er á því að það að komast í sund sé einmestu lífsgæði fólks hérlendis. Það er þó hægt aðgera meira í sundi en að synda þótt það sé vissu- lega gott fyrir heilsuna. Þar er hægt að liggja á sól- bekkjum þegar vel viðrar og láta sólina leika um andlit- ið og líkamann. Það skiptir sumt fólk máli að eiga þægileg og klæðileg sundföt; sundföt sem gera það að verkum að við getum verið frjáls í vatninu, synt eða legið í pottinum án þess að fatnaðurinn sé heftandi á nokkurn hátt. Þegar velja á sundföt skiptir mestu máli hverju þú ert að leita að. Ef þú vilt hafa allt á sínum stað, brjóst, mitti og allt það, er Sculpture-sundbolalínan frá Speedo frekar góð. Hún heldur vel að og veitir fólki öryggis- tilfinningu á sama tíma. Þetta er allavega línan sem mömmurnar og mögulega verðandi ömmurnar eru al- veg sjúkar í. Ef þú vilt meiri gleði og liti koma verslanir eins og H&M og Lindex að góðum notum en sundfötin frá þeim eru á góðu verði. Oft er hægt að finna sundföt í fal- legum litum og sniðum sem hressa upp á stemninguna. En hvað gerir þú á sólbekknum í íslenskum sund- laugum? Ef þú ert vön að liggja og lesa í sumarfríum í heitari löndum ættirðu að halda þeim sið áfram. Út eru komnar nokkrar bækur sem vert er að lesa eins og Sumarbókin, Eftir endalokin og Lífsgæðadagbókin. Ef þú lest þær allar muntu líklega eiga mjög eftirminnilegt og gott sumar því þessar bækur hreyfa við fólki. Sumarbókin er sígild bók- menntaperla sem segir frá Soffíu litlu og ömmu hennar og sumardvöl þeirra á smá- eyju undan strönd Finn- lands. Þessi tæra og lát- lausa en djúpvitra frásögn af örheimi eyj- unnar, af gróðrinum og dýralífinu, hafinu og veðrinu og heimspekilegum samræðum ömmu og Soffíu hefur heillað lesendur í næst- um hálfa öld. Tove Jansson skrifaði tíu bækur fyrir fullorðna sem allar hafa staðið í skugganum af geysi- vinsælum sögum hennar um múmínálfana. Sum- arbókin er byggð á sumardvölum hennar og fjölskyldu hennar í finnska skerjagarðinum. Hún kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku. Íslendingar tóku gleði sína á ný þegar sundlaugar landsins voru opnaðar á ný eftir samkomubann. Einhverjir göntuðust með það að þeir lifðu svo goslausu lífi að sundferðir væru kryddið í til- veruna. Enda er heiti potturinn svolítið eins og ferð á Kaffibar- inn ef þú ert komin/n yfir fimmtugt. Marta María | mm@mbl.is Falleg sundföt auka ör- yggistilfinningu í sundi. ður ur sem dex. Það er stemn- ing í baðfata- topp með agn- arsmáum ermum við sundbuxur sem eru háar í mitt- ið. Þessi baðföt fást í H&M. Ef þú vilt keyra upp villidýrið innra með þér er þessi bolur táknrænn. Fæst í Lindex. Þessi sólarvörn frá Biotherm er algert æði. Hún er ekki bara með góða vörn heldur er svo góð lykt af henni að alheilbrigð manneskja gæti tekið upp á því að drekka hana. Þessi sundbolur er úr Sculpture-línunni frá Speedo. Þessi sundbolur frá Speedo er afar klæði- legur og lekker. Eftir endalokin fjallar um hjónin Max og Pip sem eru sam- hent, bestu vinir og elskendur. Ekkert virðist geta haggað þeim fyrr en sonur þeirra veikist. Lækn- arnir segja að þau verði að taka ákvörð- un um líf hans. Í fyrsta skipti eru þau Max og Pip ekki sammála um hvaða leið skuli velja. Eftir endalokin er til- finningaþrungin og merkileg könnun á ást- inni, hjónabandinu og hvað fylgir því að vera foreldri. Einlæg frásögnin lýsir leiðinni frá nístandi sorg og söknuði til sáttar. Þegar einar dyr lokast opnast stundum aðrar. 24.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.