Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2020 LÍFSSTÍLL V ið ætlum að vera í um sex vikur að þessu og byrjum bara um helgina,“ segir matar- bloggarinn Albert Eiríksson sem ásamt eiginmanni sínum, Bergþóri Pálssyni óperu- söngvara, og tengdaföður, Páli Bergþórssyni veðurfræðingi, ætlar að ferðast um landið í sumar. Hann hyggst deila upplifuninni með lesendum á bloggsíðu sinni, alberteldar.com, sem breytist þá um tíma úr matarsíðu yfir í ferða- síðu. Grímseyjar heimsóttar „Við ætlum bæði í dagsferðir og taka heilu landshlutana fyrir. Við ætlum svolítið að láta kylfu ráða kasti. Þetta verður ekki alveg niðurnjörvað,“ segir Albert um ferðatilhögunina. „Okkur langar að heimsækja staði sem við höfum ekki séð áður; bæði okkur Bergþór og líka Pál. Þótt hann hafi komið víða hefur hann ekki komið við alls staðar.“ Fjölbreytileikinn verður í háveg- um hafður. „Gististaðir, veitinga- hús og náttúruperlur. Við viljum opna augu fólks fyrir því að það er hægt að gera svo margt. Ekki bara fara á kaffihús eða heimsækja frænku. Eins og við Gullfoss og Geysi er víða búið að gera svo fína hluti. Við viljum gera því skil.“ Albert segir þá félaga vilja ein- blína á eyjarnar umhverfis landið. „Við ætlum ekkert að gleyma eyj- um í kringum landið. Fara til Flat- eyjar, Grímseyjar, Hríseyjar og fleiri eyja ef við getum.“ Hugmyndin er að heimsækja þrjár Grímseyjar við landið. „Í fyrra fórum við út í Grímsey á Breiðafirði og ætlum þangað aftur. Það er önnur í mynni Steingríms- fjarðar og svo þessi fræga fyrir norðan,“ segir hann. Öðruvísi en í minningunni „Það var tvennt sem kom til þegar hugmyndin kviknaði. Annars vegar var kona í Eyjafjarðarsveit sem er með gistiheimili og bauð okkur að koma. Við fórum að skoða þetta og fannst spennandi. Og svo fórum við á Gullfoss og Geysi fyrir stuttu. Það er þannig með mig, og örugg- lega marga á Íslandi, að ég hafði ekki komið þangað í mörg ár. Ég var svolítið heillaður,“ segir Albert en hann segir aðstöðuna hafa verið góða, margt hafi verið gert þar á síðustu árum sem hann hafði ekki séð. „Það var allt þarna til fyrir- myndar og í raun allt öðruvísi en þetta var í minningunni. Þá vorum við bara: „Já, gerum þetta.““ Albert segir fólk hafa komið að tali við sig vegna hugmyndarinnar. „Þetta hefur aðeins verið að spyrj- ast út og allir hafa tekið vel í þetta. Við höfum unnið þetta með mark- aðsstofunum um landið. Við fáum hugmyndir hjá þeim og þau hjálpa okkur að skipuleggja. Hvert maður fer og allt það. Það er svo margt að gerast og maður veit ekki um nema brot af því sem er í boði. Þeir Albert (t.h.), Bergþór (t.v.) og Páll ætla að ferðast um landið í sumar og mun Albert gera því skil á bloggsíðu sinni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hér eru Bergþór og Albert í Grímsey á Breiðafirði sem þeir hyggjast heimsækja aftur í sumar. Ljósmyndir/Albert Eiríksson „Ekkert að gefast upp“ Bloggarinn Albert Eiríksson, sem heldur úti vinsælu matarbloggi, hyggst venda kvæði sínu í kross í sumar og blogga um ferðalag sitt um Ísland með eiginmanni sínum og tengdaföður. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is  HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.