Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2020, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2020 ljóð og það er mikil hugsun í þeim og þá er miklu auðveldara að semja á sínu eigin tungu- máli. Fólk úti í heimi fílar þetta. Ég held að við hefðum ekki náð svona langt ef við hefðum sungið á ensku. Íslenskan bætir við mystíkina,“ segir Laufey. „Fólk kemur oft til okkar eftir tónleika og segir að það hafi farið að gráta því þótt það hafi ekki skilið orð upplifi það svo miklar tilfinn- ingar,“ segir Margrét. „Það er mesta hrós sem maður gæti fengið; að fólk skilji okkur án orða. Við getum búið til tónlist sem eru orð og tilfinningar,“ segir Sól- veig. „Þetta er ekki bara tónlist; það er mikill per- formans. Það er þjáning á sviðinu. Við förum alltaf í mikinn karakter,“ segir Laufey. „Við tökum þetta alla leið. Við viljum kveikja í öllum skilningarvitunum,“ segir Margrét. Að öskra á þúsund manns Sólveig, Laufey og Margrét semja alla tónlist- ina saman en þær tvær fyrrnefndu semja text- ana. „Við erum allar með sömu hugmyndafræðina. Oft erum við komnar með hugmyndina áður en þær semja textana,“ segir Margrét. „Við náum að vinna rosa vel saman. Við get- um alveg gagnrýnt hver aðra en það er upp- byggileg gagnrýni,“ segir Sólveig. Hvaðan koma hugmyndirnar? „Það er mismunandi hvað við leitum í á hverj- um tíma. Hver plata hefur sitt konsept. Núna erum við að semja mikið um náttúru og sjó. Önnur platan var mikið um drauma,“ segir Laufey. „Mánadans er svolítið full af unglingareiði. Samt ekki á einhvern naív hátt; hún er mjög djúp,“ segir Margrét. „Kælan Mikla er drungalegri,“ segir Laufey. „Nótt eftir nótt er besta platan, en nýjasta verður klárlega best,“ segja þær allar. „Nýjasta platan verður alltaf að vera besta platan. Það er aðeins farið að birta yfir okkur,“ segir Laufey og brosir. „Þetta var sjúkt, við vorum „mega dark“ hér áður fyrr,“ segir Sólveig og segist hafa gert sér grein fyrir því þegar hún fór að grúska í göml- um textum sem þær höfðu samið í upphafi fer- ilsins. Þið hafið verið í léttu unglingaþunglyndi? „Léttu?“ segja þær og skellihlæja. Þær hafa húmor fyrir sjálfum sér og fortíð- inni en eru komnar á allt annan stað í dag. „Kælan Mikla hefur veitt mér svo mikla gleði; ég væri örugglega í miklu meira þunglyndi ef ekki væri fyrir hana,“ segir Sólveig. „Þetta er líka geggjuð útrás,“ segir Laufey og hinar taka undir það. „Það er miklu betra að fara upp á svið en til sálfræðings,“ segir Margrét. „Það er æðislegt að öskra á þúsund manns, það er það!“ segir Laufey. „Það er bara geggjað að fá að vera listamað- ur,“ segir Sólveig. Hjartað á bak við tónlistina Hvernig mynduð þið lýsa tónlistinni ykkar? Er hægt að setja hana í einhvern flokk? „Þetta er rosa erfið spurning. Við eltum aldrei stefnur heldur gerum það sem kemur frá hjartanu. Við reynum ekki að setja stimpil á okkur,“ segir Margrét. Eru þið goth? „Já, við föllum mikið í goth-geirann,“ segir Margrét. „Árið 2016 hafði útgáfufyrirtæki sem heitir Fabrika Records samband og vildi gefa út plötu. Í gegnum það fórum við að túra í Evrópu og vorum þá í þessari goth-senu,“ segir Sólveig. „Já, því þau eru í þessari goth- eða „dark wave“-senu. En við breytumst eftir hverja plötu þannig að það er erfitt að segja hvað við erum,“ segir Laufey. „Við vorum að túra með franskri hljómsveit núna í febrúar og spiluðum á 35 tónleikum með þeim. Þeir eru ekki goth heldur rokk. Öll tónlist getur verið myrk, líka popp eða rokk,“ segir Margrét. „Við vorum þrjár ólíkar hljómsveitir að túra saman en það sem var sameiginlegt var að það var hjarta í þeim öllum,“ segir Sólveig. Nú ferðast Kælan Mikla um í alvöru túr-rútu en það var ekki alltaf svo. Hljómsveitin spilaði á fyrstu tónleikum erlendis í Frakklandi 2014 og ári síðar í París og London. Næstu ár á eftir túruðu þær mikið og skipulögðu allt sjálfar í byrjun. Í dag eru þær með bókunarskrifstofu sem sér um allar bókanir og eru túrarnir sífellt að stækka. Týndar í Þýskalandi „Á fyrstu túrunum vorum við bara í lestum,“ segir Sólveig. „Já, við vorum bara þrjár saman með öll hljóðfærin okkar á bakinu, að hoppa í lestar á milli Þýskalands og Frakklands að mæta á tón- leika sem við höfðum bókað sjálfar. Við lentum í því eina nóttina þegar við vorum búnar að ferðast endalaust að við höfðum læst okkur úti af hótelinu okkar. Við þurftum að vaka alla nótt- ina og ná svo í hljóðfærin, koma okkur ósofnar á lestarstöðina og fara þaðan til Þýskalands. En við tókum vitlausa lest og lentum í öfugum enda Þýskalands. Við fórum til Frankfurt en áttum að fara til Hamborgar. Þetta var hræðilegt,“ segir Margrét. „Við vorum alltaf að fara út á vitlausum stöð- um. Stundum opnuðust dyrnar ekki á lestinni. Eitt sinn vorum við týndar í 24 klukkutíma,“ segir Laufey. „Og við vorum nítján ára,“ segir Sólveig og hristir höfuðið. „Týndar í Þýskalandi með hljóðfæri,“ segir Margrét og þær hlæja að minningunni. Þetta var upphafið að ævintýrinu með Kælunni Miklu og segja þær að eina leiðin til að hefja fer- ilinn hafi verið að henda sér í djúpu laugina. Bolt- inn fór að rúlla, þær kynntust fleira fólki erlendis og fengu sífellt fleiri og betri tækifæri. „Við unnum ótrúlega hart fyrir þessu, virki- lega. Við settum alla okkar orku í þetta. Engin okkar kláraði menntaskóla því við tókum þetta fram yfir, enda fengum við tækifæri til að spila í útlöndum,“ segir Margrét. Djammað með söngvara The Cure Kælan Mikla fékk tölvupóst einn góðan veður- dag árið 2018 frá Robert Smith, söngvara hljómsveitarinnar heimsfrægu The Cure. Þar bað hann þær að hita upp fyrir aðra fræga hljómsveit, Placebo, en Robert Smith var skipu- leggjandi tónleikanna. „Við héldum að þetta væri eitthvert djók. Við vorum þá nýbúnar að taka upp samstarf við bókunarfyrirtækið og trúðum þessu ekki en ákváðum samt sem áður að senda þeim bréfið,“ segir Margrét. Tölvupósturinn reyndist ekki vera grín. „Við fengum svo annan póst frá honum viku seinna þar sem hann spurði hvort við vildum líka spila á fjörutíu ára afmælistónleikum Cure,“ segir Sólveig og voru þær ekki lengi að samþykkja það, enda var The Cure í miklu uppáhaldi hjá þeim öllum. Þær höfðu allar séð sveitina sem unglingar á Hróarskeldu og grátið uppi við sviðið yfir goðunum. „Við spiluðum í Hyde Park í London fyrir framan fimmtíu þúsund manns. Við hituðum upp fyrir Cure, og gerðum það svo aftur í Pasa- dena í Los Angeles í ágúst í fyrra, en það var fyrsta giggið okkar í Bandaríkjunum,“ segir Margrét. „Þetta var geggjað. Þá líka hittum við hann, héngum með honum og djömmuðum með hon- um. Það var yndislegt,“ segir Laufey og brosir. „Hann er mjög skemmtilegur!“ segir Mar- grét. Erum ekki heimsfrægar Finnst ykkur þið vera orðnar frægar? „Á ákveðnum sviðum, já. Við höfum skarað fram úr í goth-senunni í Evrópu en við erum ekkert alheimsfrægar,“ segir Sólveig. „Við erum með mjög mikið fylgi erlendis en höfum ekki náð að sýna okkur nógu vel á Ís- landi,“ segir Laufey. „Við tókum þátt í Látum okkur streyma í Hljómahöll og það gekk rosalega vel og mikið af fólki sem horfði á. Það voru yfir sjötíu þúsund manns sem horfðu á tónleikana okkar í fullri lengd,“ segir Sólveig. „Tvö þúsund manns horfðu á þá beint,“ segir Laufey. „Þetta var gott tækifæri fyrir fólk að sjá okk- ur „live“ og sjá okkur performera,“ segir Sól- veig. Getið þið lifað af tónlistinni? „Nei, en það er að koma,“ segir Laufey. Stefnum hátt Hvað er fram undan? „Við erum að fara að taka upp fjórðu plötuna en ekki komnar með útgáfudag, en hann verður á næsta ári,“ segir Sólveig. „Við erum búnar að vera á fullu núna í Covid- faraldrinum að semja og erum komnar með um tíu lög. Við höfum notað tímann vel þótt það sé mjög leiðinlegt hvað er búið að aflýsa mörgum tónleikum og hátíðum sem við áttum að spila á, Hróarskeldu og fleiri hátíðum. Svo áttum við að spila í Las Vegas og Texas en það er búið að af- lýsa öllu út árið,“ segir Margrét. Þær finna þó einn ljósan punkt í mótlætinu. „Við myndum vera miklu seinni með fjórðu plötuna ef við hefðum ekki fengið þennan tíma til að vera þrjár saman og fullkomna verkin okkar,“ segir Laufey. „Við erum búnar að leggja mjög hart að okk- ur,“ segir Margrét. Hafið þið notað kórónuveirufaraldurinn og ástandið í heiminum sem uppsprettu hugmynda fyrir tónlistina? „Nei. Við notum voða lítið alvörulífið sem uppsprettu. Það sem inspírerar okkur er hug- lægt og andlegt; náttúran, gamlar þjóðsögur, fantasíur, martraðir og allt sem er ævintýra- kennt,“ segir Margrét. Hvað drífur ykkur áfram? „Fyrir mig persónulega er þetta heilun og snýst um þörfina fyrir að skapa. Ég þarf á þessu að halda,“ segir Sólveig. „Þetta gefur mér tilgang í lífinu,“ segir Mar- grét. Hvar verðið þið eftir fimm ár? „Þá verðum við alla vega komnar með tvær geggjaðar plötur í viðbót og kannski búnar að ferðast um Asíu, Evrópu, Bandaríkin, Suður- Ameríku og Ástralíu. Mig langar bara að halda áfram,“ segir Margrét og hinar taka undir. „Við stefnum hátt og látum ekkert stoppa okkur,“ segja þær allar. Heimsyfirráð eða dauði? „Já! Heimsyfirráð eða dauði!“ „Fólk kemur oft til okkar eftir tónleika og segir að það hafi farið að gráta því þótt það hafi ekki skilið orð upplifi það svo miklar tilfinningar,“ segir Margrét. ’Við lentum í því eina nóttinaþegar við vorum búnar aðferðast endalaust að við höfðumlæst okkur úti af hótelinu okkar. Við þurftum að vaka alla nóttina og ná svo í hljóðfærin, koma okk- ur ósofnar á lestarstöðina og fara þaðan til Þýskalands. En við tók- um vitlausa lest og lentum í öf- ugum enda Þýskalands. Stelpurnar í Kælunni Miklu hituðu upp fyrir The Cure í tvígang. Hér eru þær með Robert Smith, söngvara The Cure.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.