Fréttablaðið - 09.01.2021, Page 2

Fréttablaðið - 09.01.2021, Page 2
 LEIÐRÉTTING Villa í myndagátu Fréttablaðsins Við vinnslu á myndagátu Fréttablaðsins sem birt var á gamlársdag varð ein vísbendingin röng. Við hlið myndar af geimveru með heimþrá, voru þessi tákn ---. en þau áttu að vera -... Vinningshafi verður dreginn út í næstu viku og lausnin birt í næsta helgarblaði. Eldsvoði á Álfsnesi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi í gær. Upptök eldsins voru sjálfsíkveikja á lífrænum úrgangi í móttökustöð sem ekki er lengur í notkun. Starfsfólk Sorpu og verktakar á svæðinu unnu að því að kæfa eldinn undir verkstjórn slökkvi- liðsins með því að moka efni yfir hann til að stöðva útbreiðsluna. Búið var að ráða niðurlögum eldsins um klukkan 10.30. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Undirbúningsstyrkir Styrkir til sýningaverkefna Útgáfu-, rannsóknastyrkir og aðrir styrkir M yn dl is ta rs jó ðu r Veittir verða styrkir allt að 3.000.000 kr. Umsóknafrestur er til miðnættis 18. febrúar 2021 Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunar- reglur ásamt leiðbeiningum má finna á vefsíðu myndlistarsjóðs myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í marsmánuði. Um er að ræða fyrri úthlutun úr sjóðnum árið 2021. Opið er fyrir umsóknir í myndlistarsjóð SAMFÉLAG Aldrei hafa f leiri fengið aðstoð frá Hjálpræðishernum en fyrir nýliðin jól en tæplega sjö hundruð einstaklingar hlutu matar- styrk frá samtökunum í desember. Matarstyrkurinn var í formi gjafa- korta í Krónuna og segir Linda Björk Hávarðardóttir, verkefnastjóri hjá Hjálpræðishernum, að þeim fjölgi mikið sem leiti til þeirra. „Við höfum aldrei séð tölur líkt og þær sem við sáum núna í desember,“ segir Linda. „Mataraðstoðin er öll greidd úr velferðarsjóði Hjálpræðis- hersins en aðsóknin hefur verið slík að sjóðurinn tæmdist í ágúst og þá var allt haustið og jólin eftir,“ bætir hún við. Þá bendir Linda á að í desember- mánuði sé vanalega úthlutað jafn hárri upphæð úr velferðarsjóði Hjálpræðishersins og alla hina mánuði ársins samanlagt. Nú hafi því verið hrundið af stað söfnun þar sem safnað er fyrir þeirri starf- semi sem fjármögnuð er af vel- ferðarsjóðnum. „Allt sem safnast fer í sjóðinn. Ekkert fer í daglegan rekstur Hjálpræðishersins, hús- næðisins eða slíkt,“ segir Linda. „Það sem heyrir undir rekstur velferðarsjóðsins er jólahjálpin og matarkort fyrir þá sem eru þurfandi og svo getur fólk komið til okkar og þvegið af sér og farið í sturtu,“ segir hún. „Svo erum við með heitan mat í hádeginu,“ bætir Linda við en um fimmtíu manns mæta í hádegis- matinn á degi hverjum. „Manni f innst ótrúlegt að á Íslandi séu svona margir sem þurfi á slíkri aðstoð að halda en það er víst þannig. Til okkar koma bæði einstaklingar sem eiga ekki í sig og á en líka þau sem vantar félags- skap, því að þú getur verið verald- lega fátækur en þú getur líka verið fátækur félagslega,“ segir Linda. Hjálpræðisherinn hlaut undanþágu frá samkomutakmörkunum vegna COVID-19 svo hægt væri að sinna gestum en Linda leggur áherslu á að öllum sóttvörnum sé vel sinnt. „Við erum í rúmu húsnæði svo hér er vel hægt að skipta upp í sótt- varnahólf og gæta vel að öllu,“ segir hún og vísar til nýs húsnæðis sam- takanna. „Það eru margir sem halda að við séum að safna fyrir daglegum rekstri og rekstri á húsnæðinu því við byggðum auðvitað þetta hús en það er ekki þannig. Þetta hús var byggt fyrir gamla peninga, við áttum risastórt hús í miðbænum sem var selt og þetta nýja byggt fyrir þá peninga,“ segir Linda. Hún segir húsið rúma starfsem- ina vel. „Áður en við fluttum hingað vorum við í Mjóddinni þar sem við gátum boðið upp á hádegismat tvisvar í viku en nú getum við gert það á hverjum degi,“ segir Linda. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur borið á því hér á landi að fólk fái símtöl frá íslenskum núm- erum sem merkt eru sem „möguleg svik“ og segist Linda hafa orðið vör við þá umræðu undanfarna daga. „Fólk hefur haft samband við okkur til að athuga hvort um raunverulega söfnun sé að ræða, það er greinilega einhver umræða og misskilningur í gangi en söfnunin er raunveruleg,“ segir hún. Þá segir hún Símstöðina sjá um söfnunina fyrir Hjálpræðisher- inn, allt fari heiðarlega fram. „Þau hringja út fyrir okkur og svo er sendur reikningur í heimabanka til þeirra sem vilja leggja okkur lið.“ birnadrofn@frettabladid.is Um fimmtíu manns í mat hjá Hernum á dag Aldrei hafa fleiri hlotið matarstyrk frá Hjálpræðishernum en í desember. Velferðarsjóður Hersins tæmdist í ágúst svo að hrundið hefur verið af stað söfnun til að halda megi áfram. Hafa fengið undanþágu frá sóttvarnareglum. Þrátt fyrir undanþágur er lögð mikil áhersla á sóttvarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Linda Björk Hávarðardóttir verkefnastjóri JAFNRÉTTISMÁL Samtökin Trans Ísland hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna 9.000 króna gjald við leiðréttingu á kyni og nafni hjá Þjóðskrá Íslands. Þau segja óviðun- andi að transfólk þurfi að borga fyrir slíka leiðréttingu og það sé mikið réttlætismál að transfólk hafi óhindrað aðgengi að slíkum breytingum. Samtökin segja að Þjóðskrá sé með þessu að leggja sérstakt gjald á viðkvæman hóp sem leitast eftir að fá leiðréttingu á sinni skráningu og telja samtökin óviðeigandi að ríkis- stofnun rukki fyrir slíka breytingu. Ef gjaldið verði ekki fellt niður hvetja Trans Ísland þá sem ekki hafa efni á því að breyta kyni sínu í Þjóðskrá, að hafa samband við sam- tökin sem muni koma til móts við fólk og sjá til þess að transfólk geti fengið aðgang að þessari breytingu óhindrað. – mhj Mótmæla gjaldtöku við skráningu kyns DÓMSMÁL Íslenska óperan var í gær sýknuð í máli sem Þóra Einarsdóttir söngkona höfðaði vegna samnings- brota og vangoldinna launa. Þóra stefndi Íslensku óperunni fyrir brot á samningum við æfingar og uppfærslu óperunnar Brúðkaup Fígarós. Allir helstu söngvarar sem léku aðalhlutverkin í sýningunni hafa einnig leitað til stéttarfélaga vegna samningsbrota af hálfu Íslensku óperunnar. Í samtali við Fréttablaðið sagði Þóra að það væri gott að fá niður- stöðu í málið, en niðurstaða héraðs- dóms vekti hins vegar upp margar spurningar. „Þetta er ekki gott mál fyrir tónlistarfólk og söngvara,“ sagði hún. Aðspurð um framhaldið segir Þóra margar spurningar sem tón- listarfólk þurfi að spyrja sig varð- andi samninga við stéttarfélög og stofnanir eins og Íslensku óperuna. Í yfirlýsingu frá Íslensku óper- unni um málið segir að dómurinn staðfesti að auki að verksamningur- inn kveði á um hærri heildargreiðsl- ur til Þóru en leitt hefði af kjara- samningi FÍH, ef hann hefði verið látinn gilda. Þá hafi verið tekið fram berum orðum í verksamningi að hann væri tæmandi og endanlegur um greiðslur til söngkonunnar, líkt og gilt hafði um fyrri samninga milli sömu aðila um árabil. „Íslenska óperan telur mikilvægt að horfa til framtíðar og hyggst á komandi misserum efna til samtals við fulltrúa söngvarastéttarinnar um hvernig samningagerð verði best háttað í tengslum við upp- færslur Íslensku óperunnar,“ segir í yfirlýsingunni. – ilk Ólík viðhorf um dóm í máli Óperunnar Þetta er ekki gott mál fyrir tónlistar- fólk og söngvara. Þóra Einarsdóttir, söngkona 9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.