Fréttablaðið - 09.01.2021, Side 16

Fréttablaðið - 09.01.2021, Side 16
KRAFTLYFTINGAR Kraftlyftinga- samband Íslands var með það til skoðunar að reyna að finna alþjóð- lega dómara sem voru búnir að fá kórónaveiruna í von um að geta haldið mót með alþjóðlega vottun í byrjun árs, en búið er hætta við þær áætlanir. Þetta staðfesti Gry Ek Gunnarsson, formaður Kraft- lyftingasambandsins í samtali við Fréttablaðið. Það er því stefnt að því að halda innlent mót á Reykja- víkurleikunum, ef þeir fá að fara fram undir lok mánaðarins. „Við vorum að láta okkur dreyma um það að halda alþjóðlegt mót, til þess þyrftum við að fá dómara að utan, en erum hætt við það. Það er enginn grundvöllur fyrir því þegar verið er að setja hertar reglur í Evr- ópu og veiran er í sókn að ferðast til Íslands,“ segir Gry Ek. „Við fundum fyrir miklum áhuga erlendis. Það voru einstaklingar sem voru mjög æstir að koma, til- búnir að sitja í gegnum sóttkví bara til þess eins að fá að keppa á alþjóðlegu móti. Óþreyjan eftir því að keppa er orðin það mikil innan kraftlyftingahreyfingarinnar.“ Búið er að gefa leyfi fyrir keppn- isíþróttum á nýjan leik undir ákveðnum skilyrðum og er því stefnt að því að innanlandsmót í kraftlyftingum verði hluti af Reykjavíkurleikunum í janúar. „Miðað við upplýsingarnar sem komu út í gær stefnum við að því að halda mót á RIG. Allt okkar fólk er búið að bíða spennt, enda allt of langt liðið frá síðasta móti.“ kristinnpall@frettabladid.is HANDBOLTI Íslenska karlalands- liðið í handbolta mætir á morgun Portúgal í öðrum leik liðanna af þremur á stuttum tíma, en liðin leiða saman hesta sína að Ásvöll- um í undankeppni EM 2022. Liðin áttust við ytra í miðri viku en þá fór portúgalska liðið með tveggja marka sigur af hólmi. Fréttablaðið fékk Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfara kvennaliðs Vals og aðstoðarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins, til þess að rýna í leik liðanna og spá í spilin fyrir framhaldið. „Mér fannst tempóið svolítið hægt í sóknarleiknum í fyrri hálf- leik en það batnaði í seinni hálfleik og þá var það aðallega slæm nýting í dauðafærum sem varð okkur að falli. Ég held að Guðmundur [Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins] sé aðallega að fara yfir seinni bylgjuna í hraðaupp- hlaupum milli leikja hvað sóknar- leikinn varðar. Við erum að spila þar krossblokk sem þarf að fínstilla enn frekar,“ segir Ágúst Þór um spilamennsku Íslands í Portúgal á miðvikudagskvöldið síðastliðið. „Ef við snúum okkur að varnar- leiknum þá fannst mér hann heilt yfir fínn í leiknum. Það er kannski helst að við þurfum að fara yfir hvernig við verjumst þegar þeir spila sjö á sex. Við náðum að gera það vel þegar við mættum þeim á EM fyrr á þessu ári en það munaði mikið um þegar Alexander [Peters- son] fór meiddur af velli. Varnarleik- urinn hægra megin var ekki nægi- lega sterkur þegar hans naut ekki við. Svo verðum við að fá stöðugri markvörslu allan leikinn. Ágúst Elí [Björgvinsson] hrökk í gang undir lokin en við þurfum jafnari vörslu,“ segir þjálfarinn þrautreyndi. „Mér fannst Elvar Örn [Jónsson] eiga góðan leik í Portúgal og Viggó Kristjánsson átti góða innkomu. Bjarki Már [Elísson] skilaði prýði- legu verki en hann þarf hins vegar nýta færin sín betur. Sama má segja um Sigvalda Björn [Guðjónsson] í hinu horninu. Klúðrin af vítalín- unni voru líka dýr. Svo f innst mér Gísli Þorgeir [Kristjánsson] mega fá aðeins meira traust. Gísli Þorgeir þarf að skynja það að hann þurfi ekki að sanna sig þegar hann kemur inn. Mér fannst hann fara full snemma í árásir og klippingar og það vantaði aðeins meiri ró í aðgerðir hans,“ segir Ágúst. – hó Þurfum að fá stöðuga markvörslu allan leikinn Ýmir Örn verst gegn Portúgal í fyrri leik liðanna í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR UM LEIGUÍBÚÐIR Í VOGABYGGÐ Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir umsóknir um leiguíbúðir við Bátavog í Vogabyggð í Reykjavík. Umsóknir og nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.bjargibudafelag.is Menntamálastofnun óskar eftir samstarfi Menntamálastofnun óskar eftir samstarfi við kennara um þróun verkefna í málnotkun fyrir samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 9. bekk. Hjá Menntamálastofnun eru samræmd könnunarpróf í stöðugri þróun en þeim er ætlað að endurspegla áherslur í aðalnámskrá grunnskóla. Við gerð prófatriða er beitt fag- legum og öguðum vinnubrögðum og prófatriði markvisst búin til þannig að þau reyni á tiltekna færni með tilteknum hætti. Hugmyndin með samstarfinu er að fá nokkra reynda íslensku- kennara í afmarkaða vinnu við gerð nýrra prófatriða. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði unnið í verktakavinnu og ákveðinn sveigjanleiki er á því hvenær það er unnið. Nánari upplýsingar veita Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs sverrir.oskarsson@mms.is og Inga Úlfsdóttir, próffræðingur, inga.ulfsdottir@mms.is. Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2021 Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2021 verður dagana 1.-30. nóvember nk. Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að svara ölvupósti sem send r er á netfangið innritun@mms.is Starfsfólk Menntamálastofnunar Mikill áhugi að utan Áhugi að utan varð til þess að Kraftlyftingasambandið skoðaði að fá erlenda dómara á RIG með tilheyrandi sóttvarnaaðgerðum, en mótið verður innlent. Júlían J. K. Jóhannsson með lyftu á RIG á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.