Fréttablaðið - 09.01.2021, Page 35

Fréttablaðið - 09.01.2021, Page 35
Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur er til 15. janúar. Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Markmið samstarfsins: • Styðja við orkuskipti á svæðinu með áherslu á orkuskipti skipa og báta, í flutningum á landi og sjó • Skapa vettvang fyrir alþjóðleg tilrauna- og þróunarverkefni á sviði orkuskipta • Starfa með fyrirtækjum og frumkvöðlum á svæðinu að grænni verðmætasköpun og nýsköpun í iðnaði, samgöngum, flutningi og ferðaþjónustu • Stuðla að grænni þróun Vestfjarða með því að kortleggja og markaðssetja orkuauðlindir með áherslu á fjölþætta nýtingu og stuðla að bættri nýtingu svæðisbundinna auðlinda • Stuðla að bættum innviðum sem styðja við orkutengda nýsköpun • Stuðla að auknum rannsóknum á sviði orkuskipta með öflugu samstarfi við háskóla, rannsóknastofnanir og atvinnulíf • Vinna að möguleikum Íslands á að verða leiðandi þegar kemur að samspili orku, umhverfis og samfélags Leitað er að drífandi og jákvæðum leiðtoga til að leiða samstarfsverkefnið Bláma næstu árin. Leitað er að framúrskarandi einstaklingi með brennandi áhuga á sjálfbærnimiðaðri verðmætasköpun og tækifærum í orkuskiptum til að þróa og fylgja eftir markmiðum Bláma. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Vestfjörðum. FRAMKVÆMDASTJÓRI Helstu verkefni: • Umsjón með daglegum rekstri Bláma • Stefnumótun og áætlanagerð • Koma fram fyrir hönd Bláma og kynna starfsemi verkefnisins • Samskipti og tengsl við hagaðila • Halda utan um verkefni innan Bláma • Leita tækifæra til að efla verkefnið Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólanám sem nýtist í starfi. Meistaranám æskilegt • Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg • Leiðtogahæfni og drifkraftur • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæði • Góð tungumálakunnátta • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Blámi er nýtt samstarfsverkefni á Vestfjörðum sem snýr að nýsköpun og þróun tækifæra í vetni, orkuskiptum og grænni verðmætasköpun tengdri starfsemi á svæðinu. Að verkefninu standa Landsvirkjun, Orkubú Vestfjarða og Vestfjarðastofa. Leitað er að öflugum einstaklingi til að halda utan um þátttöku Bláma í rannsókna- og þróunarverkefnum. Rannsókna- og þróunarstjóri vinnur þétt með framkvæmdastjóra Bláma og hefur frumkvæði að mótun og fjármögnun nýrra verkefna í samstarfi við framkvæmdastjóra, stjórn og hagsmunaaðila. Starfsstöð rannsókna- og þróunarstjóra er á Vestfjörðum. RANNSÓKNA- OG ÞRÓUNARSTJÓRI Helstu verkefni: • Vinna að mótun og þátttöku Bláma í innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum • Þróa öflugt samstarf við mennta- og rannsóknastofnanir • Aðstoð við að koma verkefnum Bláma á framfæri • Verkefnastjórn einstakra verkefna • Samskipti og tengsl við hagsmunaaðila Menntunar- og hæfniskröfur: • Meistara- eða doktorspróf sem nýtist í starfi • Starfsreynsla sem nýtist í starfi • Reynsla af gerð styrkumsókna í innlenda og erlenda sjóði • Reynsla af rannsókna- og þróunarstarfsemi • Reynsla af verkefnastjórn • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.