Fréttablaðið - 09.01.2021, Page 36

Fréttablaðið - 09.01.2021, Page 36
Íslandspóstur leitar að sterkum leiðtoga til að leiða áframhaldandi framþróun og umbætur á þjónustu- og markaðsmálum félagsins. Leitað er að víðsýnum einstaklingi í ábyrgðarmikið og krefjandi starf. Undir þjónustu- og markaðssvið heyrir þjónusta við viðskiptavini, markaðs- og ímyndarmál ásamt sölu til einstaklinga og fyrirtækja. Framkvæmdastjóri stýrir daglegri starfsemi sviðsins og tekur þátt í stefnumótun og áætlanagerð. Hann vinnur enn fremur að stafrænni þróun og aðlögun þjónustu Póstsins að kröfum og væntingum viðskiptavina hverju sinni. FRAMKVÆMDASTJÓRI ÞJÓNUSTU- OG MARKAÐSSVIÐS Helstu verkefni • Ábyrgð á þjónustu við viðskiptavini • Frumkvæði að umbótaverkefnum þar sem viðskiptavinurinn er í fyrsta sæti • Ábyrgð á sölu- og markaðsmálum • Nýsköpun og þróun viðskiptatækifæra • Áætlanagerð og eftirfylgni • Árangursmælingar og greining sölutækifæra Menntunar- og hæfnikröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Víðtæk þekking og reynsla af þjónustu- og markaðsmálum • Reynsla af stjórnun og rekstri • Framúrskarandi þekking á stafrænum þjónustulausnum • Leiðtogahæfni, frumkvæði og drifkraftur • Skýr framtíðarsýn • Góð íslensku- og enskukunnátta og góð tjáningarhæfni Hjá Póstinum starfar lausnamiðað keppnisfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum um öflugar og hraðar dreifingarlausnir sem standast kröfur viðskiptavinarins. Framkvæmdastjóri er öflugur og framsækinn leiðtogi í hópi jafningja við stjórnun fyrirtækisins. Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2021. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is SORPA leitar að drífandi og jákvæðum einstaklingi til að leiða fjármáladeild fyrirtækisins. Starfið er spennandi og krefjandi stjórnunarstarf en fjármálastjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra og situr í framkvæmdastjórn SORPU. FJÁRMÁLASTJÓRI Starfs- og ábyrgðarsvið: • Ábyrgð á allri fjármálastjórn í samráði við framkvæmdastjóra • Yfirumsjón með áætlanagerð og eftirfylgni • Ábyrgð á reikningshaldi og launavinnslu, ásamt jafnlaunavottun samkvæmt ÍST85 • Vinnsla og greining fjármálatengdra upplýsinga og miðlun þeirra • Fjárstýring og innra eftirlit • Ábyrgð á samskiptum við innri- og ytri endurskoðendur Byggðasamlagið SORPA er í eigu sex sveitarfélaga; Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Hlutverk SORPU bs. er að annast meðhöndlun úrgangs og sinna þannig lögbundinni skyldu sveitarfélaganna og á sama tíma endurspegla áherslur eigenda sinna í að ná markmiðum hringrásarhagkerfisins. SORPA bs. sér um rekstur móttöku- og flokkunarstöðvar, gas- og jarðgerðarstöðvar, urðunarstaðar og sex endurvinnslustöðva. Þá hefur félagið einnig umsjón með grenndargámum fyrir hönd sveitarfélaganna, rekur nytjamarkaðinn Góða hirðinn og Efnismiðlun Góða hirðisins. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru tíu talsins og eru höfuðstöðvar SORPU bs. að Gylfaflöt 5 í Reykjavík Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2021. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is. Menntunar- og hæfniskröfur: • Framhaldsmenntun á sviði viðskipta og fjármála • Reynsla af áætlanagerð, rekstri, reikningshaldi og fjármálastjórnun • Árangursrík stjórnunarreynsla • Framúrskarandi samskiptafærni • Frumkvæði, metnaður og fagmennska í starfi • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Gott vald á íslensku og ensku. Önnur tungumálakunnátta er kostur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.