Fréttablaðið - 09.01.2021, Side 46

Fréttablaðið - 09.01.2021, Side 46
hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi Liska ehf. auglýsir laust starf til umsóknar fyrir einstakling sem hefur brennandi áhuga á ljósvist, greiningarvinnu og hönnun. Liska ehf. er ungt lýsingar- og raflagnahönnunarfyrirtæki með starfsmenn sem hafa yfir 30 ára víðtæka reynslu í lýsingar og raflagnahönnun bygginga, gatna og svæða. Hæfniskröfur: • B.Sc., B.A., eða sambærileg gráða sem tengist lýsingarhönnun, arkitektúr, verkfræði, skipulagsmálum eða öðru sem nýtist í starfi • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli er skilyrði • Önnur tungumálakunnátta er kostur • Kunnátta á Photoshop • Kunnátta á InDesign, Illustrator eða sambærilegt • Kunnátta á „renderingarforrit“, t.d. Enscape, Blender, V-Ray eða sambærilegt • Revit, AutoCAD og Sketchup kunnátta er kostur • Kunnátta á Dialux, Relux eða sambærilegt er kostur • Góð kunnátta á Microsoft Office, s.s. Word, Power Point og Excel • Kunnátta á landupplýsingakerfið Qgis • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð • Metnaður og frumkvæði til að bæta við sig nýrri þekkingu Starfið felur meðal annars í sér eftirfarandi: • ljósvistarhönnun, • greiningar og skýrslugerð, • gerð kynningarefnis og leiðbeiningarrita, • framsetning gagna með Qgis, • „renderingar“ og framsetning á hönnunartillögum, • aðstoð við gerð útboðsgagna og verklýsinga, • önnur fjölbreytt tilfallandi verkefni. Annað sem nýst gæti í starfi en er ekki skilyrði: • Kunnátta á Rhino og Grasshopper • Þekking á Breeam, Well, Svansvottun bygginga, eða öðrum sambærilegum umhverfisvottunarkerfum • Þekking á BIM www.liska.is Fyrirspurnir og umsóknir sendast á liska@liska.is, merktar „Starfsumsókn“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2021. Umsóknaraðili þarf að geta hafið störf sem fyrst. Til hvers að auglýsa ? Ef þú auglýsir sjálf-/ur eftir starfsmanni eyðir þú verulegum tíma í úrvinnslu innsendra umsókna. Okkar styrkur er öflugur gagnabanki og yfir tveggja áratuga reynsla við að þjónusta fyrirtæki við leit að starfsmanni. Sparaðu þér tíma, kostnað og fyrirhöfn - leitaðu aðstoðar fagmanna með langvarandi reynslu af ráðningarmálum. STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031 stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is. Með starf fyrir þig Starfsemi STRÁ ehf. býr að aldarfjórðungs reynslu og þekkingu á sviði starfs- manna- og ráðningarmála en stofan hefur unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins um árabil. Rík áhersla er lögð á trúnað varðandi vörslu gagna og upplýsinga bæði gagnvart umsækjendum, sem og vinnuveitendum. Ánægðir viðskiptavinir til margra ára hafa notið þjónustu STRÁ, en stofan hefur jafnframt umsjón með ráðningum í sérfræði- og stjórnunarstöður. www.stra.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.