Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.01.2021, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 09.01.2021, Qupperneq 64
Sk o ð a n i r a n n a r r a eru mikilvægar. Og raunar gott betur, því nærri stappar að þær séu nauðsy nlegar, félagslega og vits- munalega, ella sæti maður uppi með eigin viðhorf, athugasemda- laus, án þess að þurfa að viðra þau nokkru sinni við aðra manneskju. Umræðan gerir okkur frjáls. Hún leysir úr læðingi samskipti sem þjálfa okkur í mannlegum sam- skiptum. Hún færir okkur heim sanninn um að maður er manns gaman. Hún sýnir okkur og sannar að manneskjuleg orða- skipti, allt frá hversdagslegu masi og skrafi að innihalds- ríkri samræðu, gerir okkur að umburðarlyndara og lífsglaðara fólki en ella. Og samtalið æfir okkur í eftirtekt og umhugsun, ef lir lífsskilning og mannúð. Altso, ef við hlustum. Sem er alls ekki sjálfgefið. Og þaðan af síður auðvelt. Sem stafar af því að allur gjamm- andinn er svo til ósjálfráður og eðlistamur. Manneskjan er alin upp í krafti frammí- kalla, einmitt þeim sannindum að það heyrist mest og best í þeim sem talar hæst. Á þann veg hafa menn olnbogað sig í gegnum umræðuna, kynslóðum saman, haft meiri unun af því að hlusta á eigin háreysti en hugsun annarra. Nærgætnin í samræðunni hefur enda þótt veikleikamerki. Hún eykur áhættuna á að maður komist ekki að. Tapi athyglinni. Fari í minnipokann. Og þess vegna æfumst við í því að hleypa ekki öðrum að. Leyfa ekki öðrum sjónarmiðum að njóta sín. Af ótta við að skyggja á okkar eigin. Og þar af leiðandi höfum við litið svo á að þögnin sé jafn vandræðaleg og hún er af brigðileg – og okkur til trafala, minnkunar, hneisu. En þar er komin fásinnan og fjarstæðan, sjálft kjaftæðið. Þögnin er nefnilega mikilvægasti partur samtalsins. Sjálf hlustunin. Hún er grunnurinn að því sem við segjum.  Tilhugsunin um eina skoðun er hræðileg. Og enn verri er upphaf- in sannfæringin um eigið ágæti og gott ef ekki heilagleika sinna hugsana, nefnilega sú fullvissa að maður hafi svo kyrfilega rétt fyrir sér að aðrar skoðanir séu óþarfar, örugglega vitlausar og í besta falli óþarfar. Stjórnmálaumræða er gjarnan með þessum hætti. Hún rær oft á þau grunnmið að ein skoðun sé endanleg. Og strandar einmitt í skerjagarði sjálfsupphafningar- innar. Brotnar loks í spón sinna óvinafagnaða. Þversögnin er oft og tíðum sú að menn kappkosta að upphefja lýðræðið af álíka krafti og þeir úthúða skoðunum annarra. Þeir lofa tjáningarfrelsið á sama tíma og þeir fyllast óþoli vegna við- horfa sem henta ekki eigin höfði. Og ofan í kaupið er frjálsri fjöl- miðlun hampað með þeim ákafa að ákveðinni útgáfu hennar eigi helst að loka. Við erum upptekin af eigin skoð- unum. Einkum og sér í lagi okkar eigin skoðunum.  En einsleitni er varhugaverð. Ein- sleitt samfélag er leiðinlegt. Breidd- in í lífi þjóðar sýnir miklu betur hvernig henni líður og hver hún er. Þess vegna er mikilvægt að leyfa fjölbreytileikanum að njóta sín. Og það á við um skoðanir af öllu tagi, svo og lífsstíl, siði og venjur. Hinn kosturinn er að kæfa samfélagið með kyrkingartaki. Víða og löngum hefur það verið gert með því að hampa einni skoð- un umfram aðrar, með sérlegri vandlætingu á öllum hinum sem eru rangar – og drepa á þann veg niður frelsi mannsins til að vera hann sjálfur.  Í aðdraganda að stofnun Bandalags jafnaðarmanna 1983 átti ég orða- stað við Vilmund Gylfason, einn mesta pólitíska eldhuga sinnar tíðar, um ástæður þess að hann klauf sig út úr Alþýðuf lokknum og kom á fót eigin f lokki. Þá var hann sannfærður umbótamaður í íslenskum stjórnmálum, umtal- aður og umdeildur, en ég bara fjör- ungur blaðamaður með skjálfandi blýantinn frammi fyrir skínandi útgeislun þessa skoðanafasta manns. Hann sagði mér með eftir- minnilegum tilþrifum áður en við- talið hófst að „auðvitað á maður að standa fast á sínu, en þó ekki svo að maður brjóti á sér báða leggina.“ Ég er enn með böggum hildar yfir að hafa ekki notað þessa visku hans í viðtalið, en það skrifast auð- vitað á minn ungæðingshátt. En þeim mun stærri og lærdómsríkari er endurminningin. Ég hef nefni- lega túlkað þessi orð Vilmundar heitins sem svo, að hollara sé að hlusta meira á aðra en sjálfan sig, að minnsta kosti ekki minna, hvað þá ekkert. Í þessu efni er einnig umhugs- unarvert samtal mitt við kaup- manninn Bolla K r istinsson í viðtalsþættinum Mannamál á Hringbraut á síðasta ári, þann eitilharða hægrimann sem tjáði mér pólitíska ást sína á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra úr Reykjavíkursam- starfi vinstri manna. Hún hefði leitað ráða Bolla vegna reynslu hans af málefnum miðborgar- innar og kvaðst vilja hafa hann ráðgjafa sinn í þeim efnum. Bolli hélt nú ekki, enda væru skoðanir Sollu pólitískt skaðræði og eitur í hans beinum. En konan hefði ekki gefið sig – og þegar Bolli áttaði sig á ástæðunni: Að borgarstjórinn vildi ekki hafa eintóma jámenn í kringum sig, heldur máta skoð- anir sínar á einmitt þeim sem væru neimenn hennar – og víkka þann- ig sjóndeildarhring sinn, bráðnaði jafnvel hægrimaðurinn, með þeim af leiðingum að upphófst áralangt samstarf þessa ósammála fólks. Enn persónulegri er upplifun mín af Guðrúnu Sigfúsdóttur, einum besta yfirlesara bóka minna og dásömuðum ritstjóra JPV- útgáfu á þeim tíma, sem gaf fyrstu sögu minni þá óvenjulegu umsögn að hún væri einstök, þörf og vel skrifuð, en ég ætti að fresta útgáfu hennar um eitt ár. Og ég man hvað ég varð sár og móðgaður; höfnunin varð lofinu yfirsterkari. En ári seinna naut ég metsölu og viðbragða sem eiga ekki sinn líka á 40 ára ferli mínum sem rithöf- undur.  Skoðanir annarra eru nauðsyn- legar. Þær leiða mann oftast meira en löðrunga. Og það er óþarfi að vera svo mjög á móti þeim að maður verði hræddur við þær. Ég nýt þess að eiga samtal við vini mína í hvaða stjórnmála- f lokki sem er – og auðvitað þurfa þeir ekki að vera bundnir á klafa nokkurs f lokks, svo fremi að ein- talið víki fyrir samtali. Að þeir hafi einfaldlega gaman af því að skiptast á skoðunum, geti um frjálst höfuð strokið, finnist það eðlilegt, vand- ræðalaust, geti það hávaðalaust. Þá finnst mér ég græða. Þá finnst mér ég geta unað betur við mínar eigin skoðanir, breytt þeim hugsanlega, en gjarnan lagað þær og mótað að því sem ég hef ekki áður heyrt. Af því að maður getur „staðið fastur á sínu“ án þess að örkumlast. AUÐVITAÐ Á MAÐUR AÐ STANDA FAST Á SÍNU, EN ÞÓ EKKI SVO AÐ MAÐUR BRJÓTI Á SÉR BÁÐA LEGGINA. Út fyrir kassann Skoðanir annarra Sigmundur Ernir Rúnarsson Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. 9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.