Fréttablaðið - 09.01.2021, Síða 72

Fréttablaðið - 09.01.2021, Síða 72
Hin tilkomumiklu norðurljós „Veltandi ferhyrningur?“ sagði Kata undrandi. „Hvað dettur fólki nú í hug næst, hoppandi þríhyrningar?“ Lísaloppa las leiðbeiningarnar. „Spurt er; hvernig munu litirnir á ferhyrningnum snúa þegar búið er að velta honum €órum sinnum eins og á myndinni. Tvisvar til hliðar og svo tvisvar fram.“ Kata horfði á ferhyrninginn nokkra stund. „Jæja, við fáum þó að minnsta kosti sex númeraða möguleika að velja úr.“ „Já,“ sagði Lísaloppa. „Hann mun líta út eins og einhver af tölusettu ferhyrningunum sex.“ Kata glotti. „Ég held ég sé búin að fatta það.“ „Skrifaðu það þá á blað,“ sagði Lísaloppa. „Gerum það báðar og sjáum svo hvor okkar hefur rétt fyrir sér.“ „Til er ég,“ sagði Kata borginmannlega. „Þetta er ekkert mál, réttu mér blað og blýant, ég mala þig í þessari þraut,“ bætti hún við sigurviss. Konráð á ferð og ugi og félagar 436 Sérð þú hvernig teningurinn mun snúa þegar búið er að velta honum órum sinnum? ? ? ? 1 2 3 4 5 6 ? Lausn á gátunni Hann mun snúa eins og sá sem er númer fimm? Hann heitir Úlfur Már Jónsson og er sex ára nemandi í fyrsta bekk í Odd- eyrarskóla á Akureyri. Þar finnst honum skemmtilegast í frístund og að perla. En hvað var best við jólin, Úlfur Már? Það var gaman að opna pakk- ana ... og man ekki meira. Fékkst þú eitthvað í jólagjöf sem þú getur sagt mér frá? Já, ég fékk Batmanbíl, ég fékk Jóker og Batman. Ég fékk Ninjago Lego, Ninjagodreka. Ég fékk líka buxur, gráa peysu og sokka. Áttu þér uppáhaldsbók? Já, bók sem heitir Ótrúleg saga um risa- stóra peru. Það er svo gaman þegar það er að vaxa eitthvað svona stórt og þannig. Hvernig finnst þér mest gaman að leika? Mér finnst mest gaman að kubba Lego. Átt þú systkini eða einhvern sem þú leikur við heima? Atla. Hann er þriggja ára bróðir minn. Það er skemmtilegast að kubba með honum. Ertu prakkari?! Nei, ég er ekki prakkari. Ég vil ekki vera óþekkur og eitthvað. Er einhver sleðabrekka sem þú getur rennt þér í þegar snjór er? Já, hjá bókasafninu og Greifavell- inum. Það er mjög gaman, mér finnst skemmtilegast að renna með mömmu. Hefur þú prófað að fara á skíði? Já, í Skautahöllinni … En hefurðu farið á sjó? Ég fór í Dan- mörku á sjó. Líka að skoða hvali, ég sá fullt af hvölum. Jahá. Hvað langar þig svo að verða þegar þú verður stór? Búðarmaður. Mig langar mest að selja kjúkling og eitthvað. Ekki lifandi kjúklinga ... til að borða. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjúklingur og pasta. Auðvitað. En hvað er það skrítn- asta sem þú hefur lent í? Skrítnasta er þegar ég sá skrítinn hval sem var með hvít augu. Hann var svartur, með hvítt undir. En fyndnasta? Það var þegar Atli var að segja fullt af skemmtilegum bröndurum. Eins og þegar hann segir „Einu sinni voru prumpu- kúkar og þeir brössuðu á bóggara.“ Það var fyndið. Sammála! Ein lauf létt í lokin: Hvað heldurðu að heimurinn sé stór? Risastór. Ég held það. Hann varð til út af jarðskjálfta. Held að heimurinn sé risastór Úlfi Má fannst gaman að opna jólapakkana. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Nú að loknum þrettándanum fer jólaljósum fækkandi en þegar heiðskírt er á kvöldin þá taka önnur tilkomumikil ljós við hér á norðurslóðum. Það eru norður- ljósin. Best er að njóta þeirra utan þéttbýlis og rafljósa. Sævar Helgi Bragason veit flest um fyrirbæri himingeimsins. Í bókinni Stjörnuskoðun - fyrir alla fjölskylduna sem kom út hjá JPV 2016 stendur þetta meðal annars: Flestir Íslendingar hafa séð norðurljósin dansa um himin- hvolfið. Stundum eru þau litrík og kvik en þau geta líka verið ljósleit og kyrrlát. Lengst af höfðu menn ekki hugmynd um hvernig norðurljósin verða til. Í Finn- landi sá fólk fyrir sér ref sem feykti lausamjöll um himininn með skotti sínu og kölluðu ljósin refaelda. Í Noregi trúðu sjómenn að norðurljósin hjálpuðu þeim að sjá fiska betur, sér í lagi síld. Þess vegna kölluðu þeir þau líka síldar- ljós. Norðurljós eiga rætur að rekja til sólarinnar. Hún sendir stöðugt frá sér straum rafhlaðinna agna sem kallast sólvindur. Vindhraðinn er frá um 300 km á sekúndu upp í 3.000 km í öflugustu hviðunum. Sólvindurinn er því alla jafna tvo til þrjá daga að fjúka milli sólar og jarðar. Þá leitar hann eftir segul- sviði jarðarinnar á pólsvæðunum. Þegar hann rekst á súrefni og nitur (köfnunarefni) í um og yfir 100 km hæð yfir jörðinni, örvast efnin og gefa frá sér ljós: norður- ljós! Á suðurhvelinu verða til suðurljós. Hér braga norðurljósin í nágrenni Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í FINNLANDI SÁ FÓLK FYRIR SÉR REF SEM FEYKTI LAUSA- MJÖLL UM HIMININN MEÐ SKOTTI SÍNU OG KÖLLUÐU LJÓSIN REFAELDA. 9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.