Skessuhorn - 22.01.2020, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 4. tbl. 23. árg. 22. janúar 2020 - kr. 950 í lausasölu
• 2 STÓ
RAR P
IZZUR
AF M
ATSEÐ
LI
• 2 ME
ÐLÆT
I AÐ E
IGIN V
ALI
• 2 SÓS
UR AÐ
EIGIN
VALI
• 2 L G
OS
AÐEIN
S 5.99
0 KR.
Þrír bankar
í Arion appinu
arionbanki.is
Við opnum Arion appið og bjóðum Landsbankann og Íslandsbanka velkomna.
Nú getur þú skoðað alla reikninga og kort í íslenskum bönkum í appinu.
Opin og þægileg bankaþjónusta fyrir alla.
Icelandic
Hot Dog combo
Pylsu
tilboð
549 kr.
Tilboðið gildir út janúar 2020
Pylsa og pepsi/pepsi max
1/2 l í plasti
sími 437-1600
Öxin á Sögulofti
Landnámsetursins
Næstu sýningar
laugardagur 25. janúar kl. 16:00
laugardagur 25. janúar kl. 20:00
sunnudagur 26. janúar kl. 16:00
laugardagur 1. febrúar kl. 16:00
miðasala á landnam.is/vidburdir
eða á landnam@landnam.is
UPPSELT
UPPSELT
Á þriðjudagskvöldið í liðinni viku var haldið upp á stórafmæli í Borgarnesi. Félagar
í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar komu þá saman til heiðurs Sæmundi Sigmundssyni
sem fagnaði 85 ára afmæli sínu þennan dag. Afmælisbarnið var reyndar fjar-
verandi enda lítið fyrir mannamót af þessu tagi. Félagsmenn notuðu tækifærið
þetta kvöld, þáðu veitingar og þurrkuðu svo rykið af gljáfægðum sjálfrennireiðum
sínum. Meðal annarra Benedikt Gunnar Lárusson blikksmiður. Fyrir nokkrum
árum lauk hann við uppgerð á þessum fagurbláa Camaro árgerð 1977, en kappinn
tók fjórtán ár í verkið. Þeir gerast ekki öllu fallegri fornbílarnir. Ljósm. mm
Eins og kunnugt er tók Skipulags-
stofnun ákvörðun um það í júní síð-
astliðnum að fyrirhuguð breikk-
un Vesturlandsvegar um Kjalarnes
skyldi háð mati á umhverfisáhrif-
um. Þar sem óttast var að sú krafa
myndi fresta verkinu um ófyrirséð-
an tíma var ákvörðunin kærð til úr-
skurðarnefndar um umhverfis- og
auðlindamál strax þá um sumarið.
Forgöngu að kæru hafði Akranes-
kaupstaðar enda miklir hagsmun-
ir í húfi fyrir íbúa sem daglega aka
þessa leið vegna vinnu eða náms.
Auk þess kærði Vegagerðin ákvörð-
unina og í kjölfar kæru Akranes-
kaupstaðar fylgdu einnig önnur
sveitarfélög á Vesturlandi. Nú sex
mánuðum eftir að ákvörðunin var
kærð hefur úrskurðarnefndin ekki
komið fram með niðurstöðu um
hvort umhverfismat skuli fara fram
eða ekki. Í upphafi þessa árs voru
hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála 83 óafgreidd mál, en
fram kemur á heimasíðu nefndar-
innar að meðal afreiðslutími mála
sé 6,4 mánuðir og hefur verið að
styttast síðustu misserin.
Vegagerðin hefur unnið sam-
kvæmt þeirri áætlun að fram-
kvæmdir við breikkun Vesturlands-
vegar gætu hafist strax næsta sumar.
Stofnunin hefur því ekki látið kæru-
ferlið tefja framgang undirbúnings.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri
á Akranesi, hefur fylgst grannt með
undirbúningi hjá forsvarsmönnum
Vegagerðarinnar: „Ég hef verið í
góðu sambandi við þá sem hafa unn-
ið að undirbúningi þessarar fram-
kvæmdar hjá Vegagerðinni. Sam-
kvæmt nýjustu upplýsingum þaðan
er öll hönnunarvinna við undirbún-
ing nýs vegar um Kjalarnes á áætlun
og verður hönnun hans að líkind-
um lokið fyrir vorið. Samhliða hafa
útboðsgögn verið unnin og verð-
ur því hægt að auglýsa útboð fyrir
vegagerð strax og niðurstaða liggur
fyrir hjá úrskurðarnefnd um um-
hverfis- og auðlindamál. Ef nefndin
kemst að þeirri niðurstöðu að fram-
kvæmdin þurfi ekki að fara í mat á
umhverfisáhrifum verður strax aug-
lýst. Hins vegar ef nefndin ákveð-
ur að framkvæmdin skuli matsskyld
er Vegagerðin tilbúin með öll gögn
sem lúta að mati á umhverfisáhrif-
um,“ segir Sævar Freyr í samtali
við Skessuhorn. Hann kveðst því
vongóður um að niðurstaða verði
fengin í málið snemma í vor eða í
síðasta lagi í júní, og hægt verði að
hefja vegagerð næsta sumar. „Eini
ókosturinn við þá tímasetningu er
sá að þá er umferð í hámarki,“ bætir
hann við.
Í samgönguáætlun er gert ráð
fyrir 3,2 milljörðum króna á fjárlög-
um á yfirstandandi tímabili til fram-
kvæmdanna á Kjalarnesi. Vegagerð-
in áætlar að vegagerðin sjálf muni
taka um fjögur ár en stefnt er að
svokölluðum 2+1 vegi um Kjalar-
nes, ekki fullri tvöföldun líkt og á
Reykjanesbrautinni og nýjum vegi
milli Hveragerðis og Selfoss.
mm
Undirbúningur fyrir breikkun Vesturlandsvegar