Skessuhorn - 22.01.2020, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 2020 7
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Bæjarstjórnarfundur
1306. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjar-
þingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. janúar kl. 17:00.
Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og
kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta
á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu
Akraneskaupstaðar.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18 •
mánudaginn 27. janúar kl. 20:00.
Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, •
laugardaginn 25. janúar kl. 10:30.
Bæjarmálafundur Framsókn og frjálsa fellur niður þessa vikuna. •
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Heilsuefling 60 ára og eldri
Heilsuefling janúar til maí 2020:
Á Jaðarsbökkum undir leiðsögn er Önnu Bjarnadóttur
Alla mánudaga kl. 09:00•
Alla þriðjudaga kl. 09:00•
Alla fimmtudaga kl. 09:00•
Alla föstudaga kl. 09:00•
Á Kirkjubraut (FEBAN-sal) undir leiðsögn Lilju Birkisdóttur og
Hjördísar Garðarsdóttur.
Stólaleikfimi alla miðvikudaga kl. 12:15. Hefst 5. febrúar. Ef þátt-•
taka verður góð þá er í boði að bæta við einum tíma til viðbótar í
hverri viku á Kirkjubraut 40.
Yfirumsjón og skipulag æfinga hefur Anna Bjarnadóttir íþróttakennari.
Þegar aðstæður leyfa verður sérstök opnun í Guðlaugu og einnig er
áætlað að nýta af og til Akraneshöllina fyrir göngu. Sérstaklega skal
tekið fram að þessi heilsuefling er í boði fyrir 60 ára og eldri, óháð
getu. Kennslan verður miðuð við óskir hvers og eins.
Fimmtudaginn 16. janúar síðastlið-
inn var hafist handa við að setja nið-
ur stálþilin í Grundarfjarðarhöfn.
Verkinu miðar ágætlega þrátt fyrir
óhagstætt veður framan af janúar.
Vonandi verða veðurguðirnir hlið-
hollir í framhaldinu en það á eftir
að koma í ljós. tfk
Ríkissjónvarpið tekur í næsta mán-
uði til sýningar nýja þáttaröð sem
nefnist Thin Ice, sem þýði mætti; Á
hálum ís. Þættirnir voru að stærst-
um hluta teknir upp í Stykkishólmi
á fyrstu fjórum mánuðum lið-
ins árs, en bærinn var eins og kom
fram í Skessuhorni dulbúinn sem
Grænland og mikill fjöldi töku-
fólks og leikara staddur þar á tíma-
bili. Þættirnir eru samframleiðslu-
verkefni Sagafilm og Yellow Bird en
handritið var skrifað af þremur ís-
lenskum handritshöfundum, þeim
Birki Blæ Ingólfssyni, jónasi Mar-
geiri Ingólfssyni og jóhanni Æv-
ari Grímssyni. Þáttaröðin Thin Ice
var stærsta íslenska kvikmyndaverk-
efnið sem ráðist var í á síðasta ári
og eitt af stærri verkefnum á Norð-
urlöndunum. Verða þættirnir því
teknir til sýningar á öllum Norður-
löndunum í febrúar og mars og fara
í sýningar víðsvegar um Evrópu í
kjölfarið. Leikkonan Lena Endre
fer með aðalhlutverkið í þáttun-
um en leikstjórar eru Cecilie Mosli,
Thale Persen og Guðjón jónsson.
Hluti af höfundum handritsins
dvaldi á Grænlandi á meðan á skrif-
um stóð því þeir vildu kynnast landi
og þjóð sem best til að geta gert
efninu góð skil. Í þáttunum er sagt
frá því þegar Svíþjóð reynir að fá
Norðurskautsráðið til að banna ol-
íuvinnslu í Norðurhöfum og sænskt
skip verður fyrir árás undan strönd-
um Grænlands. Ráðamenn verða
að ákveða hvort þeir eigi að fresta
fundinum vegna hryðjuverksins eða
halda samningaviðræðum til streitu
þrátt fyrir yfirvofandi ógn um fleiri
árásir. Í framvindunni vegast á
skammtímahagsmunir hvers þjóð-
ríkis og framtíðarhagsmunir allrar
heimsbyggðarinnar vegna loftslags-
breytinga.
mm
Þættirnir Á hálum ís teknir til
sýningar í næsta mánuði
Skjámynd úr kynningarmyndbandi um þættina.
Horft yfir framkvæmdasvæðið þegar birti til nýverið.
Fyrsta stálþilið sett niður