Skessuhorn - 22.01.2020, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 202010
Í fundargerð byggingarnefnd-
ar leik- og grunnskólans á Klepp-
járnsreykjum frá 17. desember síð-
astliðnum kemur fram að áætl-
að er að ráðstafa um 80 milljón-
um króna í lagfæringar á húsnæði
grunnskólans en komið hefur í ljós
að ástand elsta hluta grunnskóla-
hússins er „verra en vonir stóðu
til,“ eins og bókað er í fundar-
gerð. Fram kemur að nefndin hef-
ur rætt áður um ástand skólabygg-
ingarinnar og meðal annars skoð-
að kostnaðartölur við lagfæring-
ar í samanburði við nýbyggingu. Á
þessu ári er ráðstafað fimm millj-
ónum króna í lagfæringar á grunn-
skólahúsinu, árið 2021 er ráðstaf-
að 25 milljónum króna og árið
2023 er áætlað að verja 50 milljón-
um í lagfæringar, alls 80 milljón-
um króna á næstu fjórum árum. Að
sögn Ragnars Frank Kristjánsson-
ar sviðsstjóra hjá Borgarbyggð var
framkvæmd ástandsskoðun á skóla-
húsinu á síðasta ári. Sú skoðun hafi
ekki leitt í ljós neinar skemmdir
sem hafi áhrif á heilsu fólks. Hins
vegar sé einangrun í þaki ábóta-
vant og holrými undir gólfi á stóra
ganginum hafi leitt í ljós að styrkja
þurfi gólfplötu. Þá þurfi að lag-
færa þann hluta hússins sem rúm-
ar smíðastofu.
Á fundi byggingarnefndar í des-
ember var ákveðið að veita hærra
fjármagni til endurbóta á grunn-
skólalóðina á Kleppjársreykjum;
50 milljónum í stað 30 milljóna í
áætlun. Þá var sömuleiðis ákveðið
að veita 40 milljónum króna í lóð
við nýja leikskólann sem nú er ver-
ið að byggja áfast grunnskólahús-
inu. Fram kemur í fundargerðinni
að búið er að ljúka við þriðjung af
verkinu og er góð framvinda í verk-
efninu. Áfram er stefnt að starfsemi
leikskólans Hnoðrabóls flytji frá
Grímsstöðum í húsið fyrir upphaf
næsta skólaárs. Í nýbyggingunni
verða sömuleiðis skrifstofur starfs-
fólks leik- og grunnskólans.
mm/ Ljósm. Mats Wibe Lund.
Í desembermánuði var úthlutað
fjórum rað- og parhúsalóðum við
Fagralund á Akranesi. Hvorki fleiri
né færri en 61 lóðaumsókn barst í
þessar fjórar lóðir og því þurfti að
draga um lóðirnar. Sævar Freyr
Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi,
segir þennan mikla fjölda umsókna
til vitnis um þá eftirspurn sem er
eftir lóðum í bænum. „Þetta sýnir
hversu mikil ásókn er í áframhald-
andi uppbyggingu hér á Akranesi
og hvað það gengur vel almennt,
sem er mjög jákvætt,“ segir Sævar
ánægður í samtali við Skessuhorn.
Hann segir þennan fjölda um-
sókna ekki hafa komið sér stórlega
á óvart. „Við vorum komin með
tilfinningu fyrir því að eftirspurn
eftir áframhaldandi uppbyggingu
væri mikil. Þess vegna erum við
núna að reyna að spýta enn frekar í
svo eftirspurn eftir lóðum í bænum
verði mætt,“ segir hann. „Við erum
þegar farin að undirbúa úthlutanir
á næstu raðhúsalóðum. Þær verða
við Akralund 8 til 14, 16 til 18 og
20 til 26,“ bætir bæjarstjórinn við.
Fyrstu skrefin
á Langasandsreit
Sömuleiðis segir Sævar stjórn-
endur Akraneskaupstaðar vinna
að undirbúningi á útboði lóða við
Suðurgötu. „Það yrði fyrsti hlutinn
af þeirri byggð sem köllum orðið
í daglegu tali Langasandsreit, en
kölluðum áður Sementsreit,“ segir
bæjarstjórinn. „Það er ánægjulegt
að taka fyrstu skrefin í uppbygg-
ingu á Langasandsreit sem hef-
ur verið unnið að í mörg ár í góðu
samstarfi við íbúa,“ segir Sævar. Í
því samhengi bætir hann því við
að hönnun Faxabrautar sé á loka-
metrunum. Aðeins þurfi að ljúka
hönnun ákveðinna þátta sem snúa
að Veitum og það sé mjög langt
komið. „Að svo búnu verður verkið
boðið út og við gerum ráð fyrir því
að Faxabraut verði í uppbyggingu á
þessu ári og næsta,“ segir hann, en
sú framkvæmd heyrir undir Vega-
gerðina og það er ríkið sem borg-
ar. „Það er ekki fyrr en þeirri fram-
kvæmd lýkur að við getum haldið
áfram að úthluta lóðum á Langa-
sandsreitnum. Við gætum klárað
gatnagerðina samhliða vinnu við
Faxabraut og farið í úthlutun lóða
um leið og þeirri framkvæmd er
lokið,“ segir hann.
165 íbúðir í byggingu
Um þessar mundir eru í byggingu
á Akranesi samtals 165 íbúðir; tíu
einbýlishús, 32 íbúðir í rað- og
parhúsum og 123 íbúðir í fjölbýlis-
húsum. Auk þess er verið að vinna
úthlutunargögn fyrir þrjár par- og
raðhúsalóðir við Akralund, sam-
tals tíu íbúðir, sem og átta lóðir við
Suðurgötu með samtals 18 íbúð-
um, eins og Sævar vísar til hér að
ofan. „Þegar fyrrnefndar lóðir við
Fagralund, Akralund og Suður-
götu færast á byggingarstig verða
38 íbúðir til viðbótar í byggingu.
jafnframt er að klárast skipulag
fjölbýlishúsalóða milli Asparskóga
og Þjóðbrautar sem mun fljótlega
fara í úthlutun, en þar eru þrjár
lóðir með á bilinu 54-75 íbúðir,“
segir bæjarstjórinn.
Tíu íbúðir fyrir fatlaða
og öryrkja
Nýverið var lóðinni við Þjóð-
braut 3 úthlutað til Bestlu bygg-
ingafélags, en fyrirtækið reis-
ir um þessar mundir fjölbýlishús
við Dalbraut 4. „Ánægjulegt er að
segja frá því að við fengum jákvæða
niðurstöðu í umsókn til Íbúðalána-
sjóðs, sem heitir núna Skipulags-
og umhverfisstofnun, um húsnæð-
isframlög til byggingar tíu íbúða
fyrir fatlaða og öryrkja. Það mun-
um við nýta á Dalbrautarreitn-
um. Átta íbúðir munu væntanlega
rísa strax á Þjóðbraut 3, í samstarfi
við Brynju hússjóð og verktakann
Bestlu,“ segir Sævar.
„Innviðir stækki í takt“
Af öðrum framkvæmdum er það
helst að segja að skipulagsvinna
stendur yfir við Skógahverfi 3, sem
nær til svæðisins frá Akralundi í átt
að Skógræktinni. Í Skógahverfi 3
verður gert ráð fyrir einbýlishúsa-
lóðum, en eftirspurn eftir þeim
hefur ekki verið jafn mikil upp á
síðkastið og eftir par- og raðhúsa-
lóðum. „Sem stendur er engin ein-
býlishúsalóð laus til umsóknar, en
það hefur ekki verið mikil vöntun.
Sést það til dæmis á því að par- og
raðhúsalóðunum fjórum sem ný-
lega var úthlutað í Fagralundi var
breytt í skipulaginu. Þar voru áður
einbýlishúsalóðir en ekki var eftir-
spurn eftir þeim,“ segir Sævar. „En
ég á von á því að þegar lokið verð-
ur við gerð skipulags Skógahverfis
þá bætist við einbýlishúsalóðir og
fleiri par- og raðhúsalóðir,“ bæt-
ir hann við. „Mikilvægt er einnig
að huga að því að innviðir stækki
í takt við stækkandi bæjarfélag og
var skólalóð sem fyrirhuguð er fyr-
ir leikskóla og grunnskóla stækkuð
um einn hektara í skipulagi. Í und-
irbúningi er hönnun á nýjum leik-
skóla sem verður sex deildir, með
möguleika á stækkun í átta deild-
ir. Þessi leikskóli verður byggður
á þessu og næsta ári,“ segir bæjar-
stjórinn að endingu. kgk
Ástand skólahúss verra en talið hafði verið
Mikil eftirspurn eftir lóðum á Akranesi
61 umsókn barst um fjórar par- og raðhúsalóðir við Fagralund á Akranesi þegar
þeim var úthlutað í desember.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Ljósm. úr safni/ kgk.
Fylgst með
ljósabúnaði
VESTURLAND: Lögregla
fylgdist náið með og hafði af-
skipti af allnokkrum ökumönn-
um í vikunni sem leið vegna
ófullnægjandi ljósabúnaðar bif-
reiða. Nú hafa ný umferðarlög
tekið gildi þar sem kveðið er á
um að dagljósabúnaður að aftan
skuli notaður öllum stundum,
líkt og framljós bifreiðanna.
Nokkrir voru sektaðir sem
höfðu ljósabúnað ekki í lagi.
Þá voru jafnframt höfð afskipti
af ökumönnum sem höfðu lagt
bifreiðum sínum gegnt aksturs-
stefnu, en slíkt er einnig óheim-
ilt samkvæmt nýjum umferð-
arlögum. Einn var stöðvaður
fyrir að hreinsa ekki rúðurn-
ar hjá sér í liðinni viku og var
gert að greiða 20 þúsund króna
sekt fyrir athæfið. Hafði hann
hvorki haft fyrir því að hreinsa
fram- né hlíðarrúður bifreiðar-
innar. -kgk
Stungið af
frá tjóni
AKRANES: Ekið var á kyrr-
stæðan bíl sem lagt hafði ver-
ið við Stekkjarholt á Akranesi
á mánudag. Talið er að atvikið
hafi átt sér stað milli kl. 15 og
16. Ekki er vitað hver var þar að
verki. Á vettvangi sást aðkoma
bifreiðar að vinstra afturhorni
tjónuðu bifreiðarinnar, þar sem
hjólför voru sjáanleg. Ekki er
vitað hver var þarna á ferðinni
en lögregla minnir á að vegfar-
endum er skylt að láta vita af
umferðaróhöppum. -kgk
Aflatölur fyr-
ir Vesturland
11.-17. janúar
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 3 bátar.
Heildarlöndun: 25.690 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs
SH: 17.551 kg í þremur róðr-
um.
Arnarstapi: Engar landanir á
tímabilinu.
Grundarfjörður: 4 bátar.
Heildarlöndun: 166.499 kg.
Mestur afli: Runólfur SH:
60.696 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 15 bátar.
Heildarlöndun: 263.141 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH: 42.990
kg í einum róðri.
Rif: 12 bátar.
Heildarlöndun: 164.968 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH: 32.273
kg í einni löndun.
Stykkishólmur: 5 bátar.
Heildarlöndun: 24.383 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
13.155 kg í einum róðri.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Runólfur SH - GRU: 60.696
kg. 13. janúar.
2. Sigurborg SH - GRU:
51.959 kg. 13. janúar.
3. Rifsnes SH - ÓLA: 42.990
kg. 11. janúar.
4. Farsæll SH - GRU: 36.710
kg. 13. janúar.
5. Rifsnes SH - RIF: 32.073
kg. 16. janúar.
-kgk