Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2020, Síða 11

Skessuhorn - 22.01.2020, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 2020 11 Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi óskar eftir að ráða verkefnastjóra. Starfsstöðin er í Borgarnesi, en í starfinu felast fjölmörg tækifæri til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum um allt Vesturland. Viltu vera með okkur og sækja fram? VERKEFNASTJÓRI Starfs- og ábyrgðarsvið: • Skipulagning, umsjón og kennsla á námskeiðum Símenntunarmiðstöðvarinnar • Ráðgjöf og upplýsingamiðlun til stofnana, fyrirtækja og einstaklinga varðandi sí- og endurmenntun • Úttekt á sí- og endurmenntun innan fyrirtækja og gerð símenntunaráætlana • Uppbygging á samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á svæðinu • Þátttaka í ýmsum þróunar- og samstarfsverkefnum á sviði framhaldsfræðslu • Umsjón með samfélagsmiðlum og vefsíðu Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun, s.s. á sviði náms- og starfsráðgjafar og/eða menntavísinda • Víðtæk reynsla sem nýtist í starfi • Þekking á atvinnulífi á Vesturlandi er kostur • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum • Frumkvæði, framsýni og skipulagshæfni • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti • Góð tölvukunnátta og færni í að tileinka sér tækninýjungar Umsóknarfrestur til og með 26. janúar nk. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er sjálfseignarstofnun, starfar á sviði fullorðinsfræðslu og rekur tvær starfsstöðvar á Vesturlandi – á Akranesi og í Borgarnesi. Starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar hefur farið vaxandi undanfarin ár og fjölmörg tækifæri eru til staðar til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í landshlutanum innan fullorðinsfræðslunnar og í samstarfi við hagsmunaaðila hverju sinni. www.simenntun.is Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Síðastliðið haust var gengið frá samningi milli Landsbókasafns Ís- lands og Skessuhorns ehf. um raf- ræna birtingu allra tölublaða Skessu- horns frá upphafi útgáfunnar 1998 á vefnum timarit.is. Nú er lokið við að setja efnið inn og aðgengilegt þeim sem vilja glugga í það. Alls er nú 21 árgangur af blaðinu kom- inn í birtingu; árin 1998 til og með 2018. Á vefnum timarit.is er ým- ist hægt að kalla fram öll tölublöð eða framkvæma atriðaleit og birt- ast þá viðkomandi efnisorð í þeim prentmiðlum sem gert hafa viðlíka samning við Landsbókasafnið. mm Um helgina var greint frá því hverj- ir taka þátt í Söngvakeppni sjón- varpsins að þessu sinni, en sigur- vegari keppninnar verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor. Meðal kepp- enda er Helga Ingibjörg Guðjóns- dóttir á Akranesi. Hún syngur lag- ið Klukkan tifar, ásamt Ísold Wil- berg Antonsdóttur. Lagið er eftir Birgi Stein Stefánsson og Ragnar Má jónsson, en Stefán Hilmarsson samdi textann. Upp á enska tungu nefnist lagið Meet me halfway og höfundar enska textans eru þeir Birgir Steinn, Ragnar Már og Stef- án. Helga og Ísold munu flytja lagið á fyrri undanúrslitakvöldi söngva- keppninnar laugardaginn 8. febrú- ar næstkomandi. kgk Skessuhorn nú aðgengilegt á timarit.is Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir (t.h.) og Ísold Wilberg Antonsdóttir flytja lagið Klukkan tifar í Söngvakeppni sjónvarpsins. Tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.