Skessuhorn - 22.01.2020, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 202012
jens Heiðar Ragnarsson var í síð-
ustu viku ráðinn í starf slökkvi-
liðsstjóra Slökkviliðs Akraness og
Hvalfjarðarsveitar. Hann tekur við
starfi slökkviliðsstjóra nú á vor-
mánuðum, um leið og hann lýkur
skyldum sínum hjá Rafmennt þar
sem hann starfar nú. Skessuhorn
hitti jens Heiðar að máli síðdegis
á mánudag og ræddi við hann um
nýja starfið og sitthvað fleira tengt
slökkviliði Akraness og Hvalfjarð-
arsveitar.
Reyndur
slökkviliðsmaður
jens Heiðar er enginn nýgræðingur
þegar kemur að slökkvistarfi, því 1.
maí næstkomandi verða 22 ár liðin
frá því hann var skipaður í Slökkvi-
lið Akraness, eins og liðið hét þá.
„Þá var fyrirkomulagið þannig að
maður fékk kvaðningu, skipunar-
bréf í pósti. Bréfið hljómaði svo-
lítið eins og að um herskyldu væri
að ræða og undirritað af bæjar-
stjóra. Menn voru sem sagt kvaddir
í slökkviliðið, beðnir að starfa í lið-
inu nema geta gefið rök sem mæltu
á móti því,“ segir hann og brosir.
„Við vorum tveir sem þá störfuðum
í Sementsverksmiðjunni sem vor-
um teknir inn það árið,“ segir jens
Heiðar, en tekur þó skýrt fram að
honum hafi ekki verið nein raun af
því að vera kvaddur í slökkviliðið.
Þá hefði hann líklega ekki enst í lið-
inu allan þennan tíma. „Við vorum
búnir að sýna þessu áhuga. Menn
gátu ekkert sótt um inngöngu í lið-
ið og ég var því mjög ánægður þeg-
ar ég fékk skipunarbréfið,“ seg-
ir hann og bætir því við að honum
hafi alltaf líkað vel að starfa innan
slökkviliðsins.
Áhuginn liggur þarna
„Þetta er frábær félagsskapur og
allan þennan tíma höfum við ver-
ið ótrúlega heppin með stjórnend-
ur og alla sem eru í liðinu. Þetta
hefur verið svakalega samheldinn
hópur og virkur, skemmtilegur fé-
lagsskapur og ég hefði aldrei vilj-
að missa af þessu,“ segir jens Heið-
ar. „Til marks um það fannst mér
ótrúlega jákvætt að helmingur af
endanlegum umsækjendum um
starf slökkvilðsstjóra kom úr lið-
inu sjálfu, við vorum fimm úr lið-
inu sem sóttum um. Það sýnir bara
andann í þessu slökkviliði, menn
eru reiðubúnir að stíga inn og taka
við keflinu. En þrátt fyrir það verð-
ur áfram góður andi innan liðsins
þó einn hafi verið valinn til starfs-
ins,“ segir jens Heiðar. En af hverju
ákvað hann að sækjast eftir starf-
inu? „Það blundaði alltaf í mér. Mér
hefur gengið vel sem flokkstjóri og
ég hef verið innvinklaður í stjórn-
unina bæði á vettvangi og núna síð-
ast í þjálfun og æfingum liðsins. Ég
bætti við mig rekstrarnámi, útskrif-
aðist 2019 úr rekstrariðnfræði í HR
og fannst þetta rökrétt skref þegar
Þráinn [Ólafsson; innsk. blms.] til-
kynnti að hann ætlaði að stíga til
hliðar. Mér fannst kominn tími til
að prófa allavega að sækja um og
sjá hvernig það færi,“ segir hann.
„Mér finnst þetta spennandi starf
og áhugavert. Áhugi minn liggur
þarna, maður lifir svolítið og hrær-
ist í þessu,“ bætir hann við.
Blundaði í honum
Þegar starf slökkviliðsstjóra var
auglýst snemma í desember lá fyr-
ir að Þráinn, forveri jens Heiðars í
starfi, myndi láta af störfum á ára-
mótum, en ráðningarferlið myndi
standa fram í janúar. Því var viðbú-
ið að nýr slökkviliðsstjóri gæti ekki
hafið störf þá og þegar. jens Heiðar
kveðst vonast til að geta byrjað í nýja
starfinu sem fyrst. „Vinnan mín er
þannig að febrúar er prófamánuður
og ég verð að skila honum af mér.
En þetta er allt gert í samkomulagi
við minn atvinnurekanda. Hann
er opinn fyrir því að hleypa mér í
burtu þegar hann nær utan um þau
verkefni sem ég hef á minni könnu
með öðrum mannskap,“ segir hann.
„Ég kem aldrei seinna en 1. maí, en
stefni að því að koma fyrr og von-
andi gengur það eftir,“ bætir jens
Heiðar við. Þangað til hann tekur
við nýju starfi er Björn Bergmann
Þórhallsson starfandi slökkviliðs-
stjóri liðsins. jens Heiðar segir þá
hafa verið í góðu sambandi frá því
hann var ráðinn slökkviliðsstjóri.
jens starfar núna hjá Rafmennt,
eftirmenntunarstofnun sem býður
rafiðnaðarmönnum upp á alls kyns
námskeið. Hann sjálfur lærði til raf-
virkja og bætti síðan við sig námi í
rafiðnfræði. „Það hefur allt snúist
voða mikið um rafmagn hjá mér í
gegnum tíðina,“ segir hann léttur í
bragði. „Allt sem snýr að öllu raf-
iðnnámi fer í gegnum Rafmennt,
svo sem námssamningar, sveinspróf
og ýmislegt fleira tengt náminu. Það
er allt á okkar könnu og við vinnum
mikið fyrir mennta- og menningar-
málaráðuneytið,“ segir hann.
Flokkstjóri og þjálfari
En jens Heiðar hefur líka komið
nálægt námi og menntun í störf-
um sínum innan slökkviliðsins,
sem stjórnandi og þjálfunarstjóri.
„Slökkviliðið er þannig uppbyggt
að það er slökkviliðsstjóri, aðstoð-
arslökkviliðsstjóri og síðan fjór-
ir flokkstjórar. Ég hef verið flokks-
tjóri síðan 2008, yfir björgun fast
klemmds fólks úr mannvirkjum og
farartækjum,“ segir hann. „Ég var
búinn að bæta við mig stjórnend-
anámi fyrir stjórnendur hlutastarf-
andi slökkviliða og svo fórum við
tveir árið 2018 og lærðum það sem
kallað er þjálfunarstjóri II. Síðan þá
höfum við haldið utan um þjálfun
slökkviliðsins. Það hafa svolítið ver-
ið að breytast kröfurnar sem gerð-
ar eru til slökkviliðsmanna, einkum
með nýrri reglugerð sem tók gildi
í ágúst 2018. Verið er að skerpa á
öllum kröfum og umgjörð slökkvi-
liða. Í dag er orðin krafa að hjá öll-
um liðum starfi þjálfunarstjórar sem
leggi fram þjálfunaráætlanir. Við
höfum verið að leggja meira í þann
þátt síðan 2018, auk þess að ann-
ast þjálfun nýliða líka, höfum kennt
grunnnámskeiðin,“ segir jens.
Halda áfram góðu starfi
Aðspurður segir jens Heiðar að í
sjálfu sér muni ekki miklar breyt-
ingar fylgja nýjum slökkviliðsstjóra,
en engu að síður muni verða breyt-
ingar í framtíðinni. „Ég mun halda
áfram því góða starfi sem unnið hef-
ur verið. Ég hef sjálfur verið undir
þremur slökkviliðsstjórum og allt-
af, stjóra fram af stjóra, hefur ver-
ið haldið áfram og byggt ofan á þá
góðu vinnu sem innt hefur verið af
hendi. Aðalatriðið er að halda þess-
um góða liðsanda og ánægju inn-
an slökkviliðsins,“ segir hann. „En
auðvitað verða einhverjar breyting-
ar í framtíðinni. Nýja reglugerðin
sem ég minntist á áðan hefur það
meðal annars í för með sér að ann-
að stöðugildi verður til hjá slökkvi-
liðinu, við eldvarnaeftirlit. Að öllu
óbreyttu kemur það til á þessu ári,“
segir jens. „Síðan verður óhjá-
kvæmilegt tel ég, eftir því sem íbú-
um á starfssvæðinu fjölgar, að breyt-
ingar verði á rekstrarformi liðsins í
framtíðinni,“ segir hann og á við að
farið verði lengra í átt til atvinnu-
liðs. „Nú er þetta auðvitað algerlega
ómótað, en það er framtíðin að hér
verði mönnuð slökkviliðsstöð, að
minnsta kosti á dagvinnutíma. Það
gerist auðvitað ekkert einn, tveir og
þrír, en auðvitað stefnum við þang-
að ef íbúum á svæðinu heldur áfram
að fjölga. Þróunin hefur verið í þá
áttina hjá slökkviliðum í bæjar-
félögum sem hafa verið að stækka
hratt,“ segir hann, en íbúar á starfs-
svæði slökkviliðs Akraness og Hval-
fjarðarsveitar eru fleiri en átta þús-
und talsins. Þess utan er starfssvæð-
ið nokkuð stórt að flatarmáli, nær
yfir Akraneskaupstað og Hvalfjarð-
arsveit. Innan svæðisins eru stórar
sumarhúsabyggðir, stóriðjusvæði á
Grundartanga, þjóðvegur 1 liggur
þar í gegn og þar að auki jarðgöng
undir Hvalfjörð. „Það er ótrúlega
margt á þessu svæði sem krefst við-
búnaðar,“ segir jens Heiðar. „En
það er sem sagt eldvarnaeftirlit-
ið sem verður eflt á þessu ári með
einu stöðugildi, en hitt er meira
framtíðarmúsík sem við verðum þó
að vera tilbúin að mæta þegar fram
líða stundir. Íbúarnir á svæðinu eru
orðnir yfir átta þúsund og ef upp-
bygging á svæðinu heldur áfram
eins og stefnt er að mun þeim fjölga
töluvert á næstunni,“ segir hann.
Eftirvænting að taka við
Áður en við kveðjum nýráðinn
slökkviliðsstjóra er ekki úr vegi að
spyrja hann hvernig starfið leggist í
hann. „Þetta leggst mjög vel í mig.
Það eru spennandi tímar framund-
an hjá slökkviliðinu, fullt af verkefn-
um og engin takmörk fyrir því sem
maður getur látið af sér leiða,“ seg-
ir hann. „Við erum ágætlega tækj-
um búin, þó auðvitað megi alltaf
gera betur, en fyrst og fremst erum
við með gott lið og munum ein-
beita okkur að því að halda okkur
í góðri þjálfun og halda liðsandan-
um áfram jafn góðum og verið hef-
ur,“ segir hann. „Gott lið er grunn-
urinn að góðu slökkvistarfi, það er
mergur málsins. Við búum að slíku
slökkviliði hér þannig að framtíðin
er bara björt og ég bíð spenntur eft-
ir því að fá að takast á við nýja starf-
ið,“ segir jens Heiðar Ragnarsson
að endingu.
kgk
„Gott lið er grunnurinn að góðu slökkvistarfi“
- segir nýráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar
Frá æfingu Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar uppi á Grundartanga
síðasta vor. Ljósm. úr safni/ kgk.
Jens Heiðar Ragnarsson á heimili sínu. Hann var ráðinn í starf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar í
síðustu viku.
Svipmynd frá einni af fjölmörgum æfingum Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðar-
sveitar. Ljósm. úr safni.
Jens Heiðar ásamt nokkrum félögum sínum í slökkviliðinu eftir að eldur kom upp í
skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi sumarið 2013. Ljósm. aðsend.