Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2020, Qupperneq 26

Skessuhorn - 22.01.2020, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 202026 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvaða þorramatur þykir þér bestur? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Bergmann Þorleifsson Allur. Tinna Benediktsdóttir Sviðasulta. Sigurður Gunnarsson Hrútspungar og sviðasulta. Sigmar Stefnisson Svið. Alexander Sigmarsson Slátur. Hið árlega Kútmagakvöld Lions- klúbbs Nesþinga, Slysavarnadeild- arinnar Helgu Bárðardóttur og Leikfélags Ólafsvíkur var hald- ið í félagsheimilinu Röst um liðna helgi. Veislan er ætluð fyrir íbúa 60 ára og eldri og er fyrir margt löngu búin að skapa sér fastan sess í menningarlífinu. Um 80 miðar voru seldir á skemmtunina og mik- ið fjör. Gestir gæddu sér ekki ein- göngu á kútmögum heldur alls- kynst sjávarfangi sem félagar í þess- um þremur félögum höfðu und- irbúið af stakri list. Þetta kvöld var í engu frábrugðið þeim fyrri, en auk kútmaganna má nefna að í boði voru djúpsteiktar gellur, kinnfisk- ur, siginn fiskur, hvalur og plokk- fiskur, svo fátt eitt sé nefnt, ásamt tilheyrandi meðlæti. Feðgabandið sá um tónlistina á skemmtuninni. Nefna má að á Kútmagakvöldinu er alltaf farið í ásadans og að þessu sinni voru það þær jóhanna Gunn- arsdóttir og Svanhildur Pálsdóttir sem unnu hann og fengu þær veg- leg verðlaun. þa Lið Grundarfjarðar í fyrstu deild kvenna í blaki tók á móti HK b í íþróttahúsi Grundarfjarðar fimmtu- daginn 16. janúar síðastliðinn. HK b var um miðja deild á með- an UMFG var í næst neðsta sætinu fyrir leikinn. Gestirnir byrjuðu leik- inn af miklum krafti og voru komn- ar í 3-10 snemma í leiknum. Þá tóku heimamenn við sér og minnk- uðu muninn í 7-10. HK b konur settu næstu tvö stig en þá komu átta stig frá heimamönnum í röð og þær náðu yfirhöndinni. UMFG sigr- aði fyrstu hrinuna 25-19 og komst í 1-0. Í annarri hrinu mættu gest- irnir ívið grimmari og ákveðnir í að jafna. Það tókst þeim eftir harða baráttu en hrinan endaði 20-25 gestunum í vil og staðan því orð- in 1-1. Í þriðju hrinunni small eitt- hvað rétt saman hjá heimamönn- um því þær léku á als oddi. Röðuðu niður stigunum og kláruðu hrinuna 25-17 og staðan því orðin 2-1 fyr- ir UMFG. Svipað var upp á ten- ingnum í fjórðu hrinunni sem jafn- framt varð síðasta hrinan því að heimamenn sigruðu hana 25-19 og tryggðu sér þannig kærkominn 3-1 sigur á HK b. Þetta var aðeins ann- ar sigur UMFG í deildinni en næsti leikur liðsins verður miðvikudaginn 22. janúar er stelpurnar heimsækja Aftureldingu X sem situr í fjórða sæti deildarinnar. tfk Snæfellskonur máttu sín lítils gegn Íslandsmeisturum Vals á útivelli þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á miðvikudagskvöld. Valskonur voru sterkari allan tímann og sigruðu að lokum örugglega, 93-54. Snæfell lék án Gunnhildar Gunnarsdóttur og Emese Vida og til að bæta gráu ofan á svart sneri Rósa Kristín Indr- iðadóttir sig illa snemma í leiknum og gat ekki haldið áfram. Upphafsfjórðungur Snæfells var afleitur, þar sem liðið skoraði að- eins fimm stig. Valskonur skoruðu hins vegar 29 stig og stóðu því með pálmann í höndunum strax eftir fyrsta leikhluta. Snæfellskonur léku miklu betur í öðrum leikhluta, en Valsliðið var engu að síður sterk- ara. Þegar flautað var til hálfleiks höfðu Íslandsmeistararnir 31 stigs forskot, 56-25. Snæfell átti erfitt uppdráttar eftir hléið, skoraði aðeins tíu stig í þriðja leikhluta gegn 20 stigum Vals og staðan var 76-35 fyrir lokafjórð- unginn. Snæfellskonur náðu rétt aðeins að klóra í bakkann í loka- fjórðungnum, skoruðu þar 19 stig gegn 17 stigum Vals. Lokatölur voru 93-54 fyrir Val. Rebekka Rán Karlsdóttir var stigahæst í liði Snæfellskvenna með ellefu stig, Tinna Guðrún Alexand- ersdóttir skoraði tíu, Helga Hjördís Björgvinsdóttir var með níu stig og níu fráköst, Vera Pirttinen skoraði níu stig og tók sex fráköst, Amarah Coleman var með sex stig, Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði fimm og þær Anna Soffía Lárusdóttir og Hrafnhildur Magnúsdóttir skoruðu tvö stig hvor. Sylvía Rún Hálfdánardóttir var atkvæðamest í liði vals með 24 stig, níu fráköst og sex stolna bolta, Kiana johnson var með 23 stig, ell- efu fráköst og sex stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir skoraði 16 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoð- sendingar og Dagbjört Samúels- dóttir var með 14 stig. snæfell situr í sjötta sæti deildar- innar með átta stig, fjórum stigum á undan Breiðabliki en tólf stigum á eftir Haukum í sætinu fyrir ofan. Næsti leikur liðsins er Vesturlands- slagur gegn Skallagrími á morgun, fimmtudaginn 23. janúar. Sá leikur fer fram í Stykkishólmi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Skallagrímur reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Hamar, þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudag. Leik- ið var í Hveragerði og það voru heimamenn sem sigruðu örugg- lega, 110-78. Borgnesingar byrjuðu leikinn illa, skoruðu ekki stig fyrstu sex mínúturnar og á meðan komust Hvergerðingar í 15-0. Skallagríms- menn náðu þó ágætis rispu eftir að þeir komust á blað og minnk- uðu muninn í tíu stig áður en fyrsti leikhluti var úti, 22-12. Þeir voru ákveðnir í öðrum leikhluta, héldu áfram að minnka muninn og þegar sex mínútur voru til hálfleiks höfðu þeir minnkað muninn í fimm stig, 30-25. En Hvergerðingar enduðu fyrri hálfleikinn á góðum spretti, héldu Borgnesingum stigalausum næstu mínúturnar og leiddu með 18 stigum í hléinu, 43-25. Hamarsmenn voru öflugri í síð- ari hálfleik. Þeir juku forskot sitt lítið eitt í þriðja leikhluta og leiddu með 23 stigum að honum loknum. Staðan var 76-53 að honum lokn- um og brekkan orðin æði brött fyrir Borgnesinga. Þeir náðu ekki að laga stöðuna í lokafjórðungnum. Þvert á móti bættu Hvergerðingar lítið eitt við forskot sitt og sigruðu að lokum með 32 stigum, 110-78. Kristófer Gíslason var stigahæst- ur í liði Skallagríms með 18 stig og sjö fráköst. Kenneth Simms skor- aði 14 stig og tók níu fráköst, Isa- iah Coddon var með 14 stig einnig, Davíð Ásgeirsson og Kristján Örn Ómarsson skoruðu átta stig hvor, Hjalti Ásberg Þorleifsson skor- aði sjö stig, Arnar Smári Bjarna- son skoraði sex stig og Davíð Guð- mundsson skoraði þrjú stig. Everage Lee Richardsson skoraði 22 stig fyrir Hamar, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Ragnar jósef Ragnarsson skoraði 22 stig, Michael Philips skoraði 19 stig og tók tíu fráköst og Matej Buovac skoraði 18 stig og tók tólf fráköst. Skallagrímur hefur fjögur stig í áttunda sæti deildarinnar, jafn mörg og Snæfell í sætinu fyrir ofan en tveimur stigum meira en botnlið Sindra. Næsti leikur Borgnesinga er útileikur gegn toppliði Hattar. Lið- in mætast á Egilsstöðum á morgun, fimmtudaginn 23. janúar. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. Góður sigur hjá Grundfirðingum Eldri íbúar skemmtu sér á Kútmagakvöldi Stórt tap í Hveragerði Sáu aldrei til sólar

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.