Skessuhorn - 05.02.2020, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 202020
Árlegri talningu vetrarfugla er nú
nýlokið á Snæfellsnesi. Talið var á
15 mismunandi stöðum. Að þessu
sinni sáust 44 fuglategundir en áður
höfðu mest sést 39 tegundir í árs-
lok 2011 og 2018. Heildarfjöldi
fugla var ríflega 16 þúsund. Langal-
gengasti fuglinn með vetursetu við
Snæfellsnes er æðarfugl, en þvínæst
tjaldur, snjótittlingur og sendling-
ur. Á vef Náttúrustofu Vesturlands
er greint frá talningunni. Þar segir
að ef teknar eru saman niðurstöð-
ur þeirra ellefu svæða sem talin hafa
verið samfellt frá því um áramótin
2009/2010 sést vel að fjöldinn var
í hámarki á árunum 2011-2014,
þegar síldargöngur inn á svæðið
voru sem mestar, en hefur minnkað
verulega eftir það.
„Með því að telja reglulega sömu
svæðin í mörg ár fást dýrmæt-
ar vísbendingar um langtímaþró-
un fuglastofna. Ástæður sveiflna í
niðurstöðum talninga á afmörk-
uðum svæðum geta þó verið marg-
víslegar. Ein er raunveruleg breyt-
ing á stofnstærð en einnig getur
t.d. verið um að ræða breyting-
ar á farmynstri fæðutegunda, sbr.
síldina. Flestar tegundir svæðisins
virðast vera í einhvers konar jafn-
vægi, þ.e. ekki er um greinilega
fjölgun eða fækkun að ræða. Það
á þó ekki við um allar tegundir,
því sumum þeirra hefur fjölgað á
svæðinu. Dæmi um það eru tjald-
ur, sem hefur í auknum mæli vetur-
setu við Breiðafjörð, og teista, sem
átti mjög erfitt uppdráttar í mörg ár
en er vonandi eitthvað að rétta úr
kútnum. Þá fjölgar svartþröstum í
görðum en útbreiðsla þeirra hefur
aukist nokkuð ört hér á landi. Ein-
hverjum tegundum hefur fækkað
nokkuð og munar þar mestu um
svartbak og hvítmáf, sem hópuðust
inn á svæðið þegar mikið æti var í
boði á „síldarárunum“ en líklegt er
að stór hluti þeirra hafi leitað ann-
að eftir æti. Báðar tegundirnar eru
á válista eftir mikla fækkun á lands-
vísu á síðustu áratugum. Um helm-
ingur stofna beggja tegundanna
verpir við Breiðafjörð.“
Þá segir í frétt Náttúrustofu
Vesturlands að mikið og fjölbreytt
fuglalíf sé við norðurströnd Snæ-
fellsness. Á fallegum vetrardög-
um er því tilvalið að fá sér göngu-
túr með ströndinni og hafa góðan
sjónauka með í för. „Talning vetrar-
fugla á Snæfellsnesi er framkvæmd
af fuglaáhugafólki, þar á meðal
starfsmönnum Náttúrustofu Vest-
urlands. Yfirumsjón vetrarfugla-
talninga á landsvísu er hjá Náttúru-
fræðistofnun Íslands. Um talning-
arnar og niðurstöður þeirra má lesa
á vef Náttúrufræðistofnunar
mm
Alþjóðadagur gegn krabbamein-
um er haldinn um heim allan í gær,
þriðjudaginn 4. febrúar. Að því til-
efni hefur Kraftur og Krabba-
meinsfélagið hrundið af stað vit-
undarvakningu um mikilvægi jafn-
ingjastuðnings undir slagorðinu:
„Ég skil þig“. Félögin starfrækja
Stuðningsnetið þar sem einstak-
lingar með reynslu veita öðrum
faglegan jafningjastuðning. Stuðn-
ingsnetið er fyrir þá sem greinst
hafa með krabbamein og aðstand-
endur. Krabbameinsfélagið hef-
ur tekið viðtöl við 25 einstaklinga
sem deila sinni reynslu. Verða við-
tölin birt á næstu dögum á vefsíð-
unni krabb.is og kraftur.org og þá
verður sögunum sömuleiðis dreift á
samfélagsmiðlum.
„Það getur verið hjálplegt að
ræða við einhvern sem hefur geng-
ið í gegnum svipaða reynslu og þú
ert að ganga í gegnum, einhvern
sem hefur þann skilning sem ein-
ungis fæst með því að upplifa hlut-
ina sjálfur. Þess vegna fór Kraftur
á sínum tíma í að búa til vettvang
fyrir jafningja til að miðla reynslu
sinni á faglegan máta. Ég sjálfur
þjálfa alla þá sem vilja vera stuðn-
ingsfulltrúar í Stuðningsnetinu og
met hvort að þeir séu í stakk bún-
ir til að veita jafningjastuðninginn á
faglegan máta því það skiptir vissu-
lega máli hvernig jafningjastuðn-
ingur er veittur,” segir Þorri Snæ-
björnsson, sálfræðingur Krabba-
meinsfélagsins og Krafts.
Ég skil þig herferðin fer að mestu
fram á samfélagsmiðlum þar sem
birtar eru sögur fólks sem hefur
þegið og veitt jafningjastuðning
í gegnum Stuðningsnetið. Mark-
miðið er að opna umræðuna og
kynna Stuðningsnetið fyrir þeim
sem gætu haft gagn af. Stuðnings-
netið er fyrir einstaklinga á öllum
aldri og getur nýst fólki hvar sem
það býr á landinu. mm
Næstkomandi laugardagskvöld
verður frumsýnt nýtt verk á fjöl-
um Sögulofts Landnámssetursins í
Borgarnesi. Að þessu sinni er það
Auður Jónsdóttir rithöfundur sem
stígur á stokk. Auður talar við Auði
Laxness, ömmu sína, um leið og
hún segir söguna Ósjálfrátt. Nú á
annan hátt en áður því skáldskap-
urinn í lífinu breytir því hvernig
við skynjum skáldskap. Auður seg-
ir söguna af nöfnu sinni en einnig
sögur um sögur, sögur um lífið á
Gljúfrasteini, snjóðflóð á Flateyri,
skrifandi konur og konur drifnar
áfram af Breiðafjarðarillsku og ást-
ríkri útsjónarsemi. Um leið miðlar
hún aðferðum til að fanga sögurn-
ar í lífinu.
„Auður hefur vakið verðskuld-
aða athygli og fjölda viðurkenninga
fyrir skáldsögur sínar. Hún hlaut
Íslensku bókmenntaverðlaunin
árið 2004 fyrir skáldsögu sína Fólk-
ið í kjallaranum, Fjöruverðlaunin,
bókmenntaverðlaun kvenna, fyrir
Ósjálfrátt árið 2013 og fyrir Þján-
ingarfrelsið óreiða hugsjóna og
hagsmuna í heimi fjölmiðla árið
2018, en þá bók skrifaði Auður í
samvinnu við Báru Huldu Beck
og Steinunni Stefánsdóttur. Stóri
skjálfti var valin skáldsaga ársins af
bóksölum og tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Tvær af
bókum hennar hafa verið tilnefnd-
ar til Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs: Fólkið í kjallaranum
og Stóri skjálfti. Í sumum skáldsög-
unum byggir Auður á eigin reynslu
og er afar einlæg í skrifum sínum.
Þó oft sé umfjöllunarefnið blákald-
ur veruleiki er húmorinn aldrei
langt undan eða eins og Freyr Eyj-
ólfsson, einn af gagnrýnendum nýj-
ustu bókar hennar Tilfinningabylt-
inguna, sagði: „Auður er alltaf ein-
læg og heiðarleg en svo er hún líka
svo hræðilega fyndin.“
mm
Þriðjudaginn 3. mars næstkom-
andi verður fiskverslunin Skaga-
fiskur ehf. opnuð við Kirkjubraut
40 á Akranesi. Það eru hjón-
in Pétur Ingason og Jónheið-
ur Gunnbjörnsdóttir sem ætla að
opna verslunina. Pétur og Jón-
heiður fluttu á Akranes fyrir rétt
rúmu ári. Þau eru bæði frá Akur-
eyri en höfðu búið í Hafnarfirði í
rúmlega 21 ár áður en þau komu á
Akranes. Pétur vann hjá fyrirtæk-
inu Samhentir í Garðabæ en lang-
aði að geta unnið nær heimilinu.
„Okkur datt í hug að gera þetta
til að þurfa ekki lengur að keyra
suður til vinnu og svo borðum við
mikinn fisk og söknuðum þess að
fá ferskan fisk og ákváðum bara
að gera eitthvað í því sjálf,“ seg-
ir Pétur í samtali við Skessuhorn.
Aðspurður segir hann þau hjón-
in vera mjög ánægð á Akranesi.
„Okkur hefur verið mjög vel tekið
hér og líður það vel að við erum
tilbúin að stofna hér eigin rekst-
ur,“ segir Pétur.
Í Skagafiski verður hægt að fá
ferskan fisk alla virka daga auk
þess sem hægt verður að kaupa
ýmsa tilbúna fiskrétti og með-
læti tilbúið í ofninn. Boðið verð-
ur upp á breitt úrval fiskmetis og
ferskur fiskur sóttur til Reykjavík-
ur alla virka morgna. „Hugmynd-
in er að fólk geti líka keypt fisk-
inn tilbúinn í ofninn með með-
læti og öllu. Þá þarf fólk ekki ann-
að en að skella þessu í ofninn og
bíða í svona hálftíma,“ segir Pét-
ur og bætir því við að ekki verði
alltaf sömu fiskréttirnir alla daga.
„Við ætlum að láta réttina rúlla
fyrir fjölbreytni. Það verður því
ekki sami fiskréttur á þriðjudegi
og svo aftur á fimmtudegi.“ Að-
spurður segir hann þau hjónin
vera mjög bartsýn fyrir opnun-
inni. „Við höfum töluvert fengið
að heyra að fólk sé spennt að fá
loksins fiskverslun í bæinn svo við
erum bara að leggja allt í þetta og
erum vongóð að þetta muni ganga
vel,“ segir Pétur.
arg
Pétur Ingason opnar fiskverslun við Kirkjubraut 40 á Akranesi ásamt eiginkonu
sinni Jónheiði Gunnbjörnsdóttur.
Opna fiskverslun á Akranesi
Fuglategundir sem sáust í talningum við norðanvert Snæfellsnes í kringum
áramótin 2019/2020 og fjöldi einstaklinga af hverri þeirra.
44 tegundir fugla í
vetrartalningu á Snæfellsnesi
Auður og Auður.
Auður og Auður er ný
frumsýning á Sögulofti
Alþjóðlegur dagur
gegn krabbameinum