Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 20202 Hraðakstursbrotum hefur far- ið mjög fjölgandi í landshlut- anum undanfarnar vikur, sam- hliða hækkandi sól. Ástæða er til að minna ökumenn á að stíga létt á bensínfótinn og flýta sér hægt, sama hvert för- inni er heitið. Á morgun, fimmtudag, spáir suðlægri átt, 5-13 m/s og dá- litlum skúrum eða súld en útlit fyrir bjartviðri með köflum fyr- ir norðan og austan. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á norðausturhorn- inu. Suðaustlæg átt, 8-15 m/s á föstudag og rigning eða súld, en bjart á Norðausturlandi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norð- austanlands. Sunnan 5-13 m/s og rigning með köflum á laug- ardag en yfirleitt léttskýjað á norðausturhorninu og áfram- haldandi hlýindi. Hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir í öllum landshlutum á hvítasunnudag. Hiti breytist lítið. Líklega hæg suðlæg átt og þurrt að kalla á annan dag hvítasunnu. Hlýtt í veðri. Í tilefni af opnun baðstaða að nýju voru lesendur vefs Skessuhorns spurðir hvort þeir ætluðu að kíkja í sund í vik- unni eftir opnun. Yfirgnæfandi meirihluti, 76%, ætlaði að halda sig heima. 16% svöruðu játandi en 8% kváðust óviss. Í næstu viku er spurt: Ert þú búin(n) að skipuleggja sumarfríið þitt? Slökkviliðsmenn í Borgarbyggð safna nú peningum fyrir gufu- baði til að geta hreinsað svita- holurnar almennilega eftir löng og erfið útköll, svo þeir komi ekki heim súrir og illa lyktandi. Þessir tillitssömu menn eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Sjómannablað í næstu viku SKESSUHORN: Með Skessu- horni í næstu viku fylgir blað tileinkað sjómönnum á Vest- urlandi. Þrátt fyrir að hefð- bundin hátíðarhöld verði lág- stemmd á Sjómannadaginn að þessu sinni, höldum við kúrs í þessari útgáfu. Að venju verð- ur auk hefðbundinnar dreifing- ar Sjómannablaði Skessuhorns dreift frítt inn á öll heimili á Snæfellsnesi í næstu viku. Þeir sem vilja koma efni og auglýs- ingum á framfæri í blaðinu er bent á að hafa samband á net- föngunum auglysingar@skessu- horn.is eða skessuhorn@skessu- horn.is í síðasta lagi föstudag- inn 29. maí. Bendum einnig á síma 433-5500. -mm Byrjað er að sekta fyrir nagladekk VESTURLAND: Eins og kunnugt er mega bílar ekki vera búnir nagnadekkjum frá 14. apríl til 1. nóvember ár hvert. Þó hefur lögregla horft í gegnum fingur sér með notkun þeirra á vorin, einkum á lands- byggðinni þar sem allrar færðar er von eftir miðjan apríl. Síðast- liðinn miðvikudag, 20. maí, gaf Lögreglan á Vesturlandi það út að byrjað yrði að sekta þá sem enn eru að aka um á nagladekkj- um. Sektin er 20.000 krónur á hvern negldan hjólbarða og get- ur því numið alls 80.000 krón- um fyrir bílinn . -mm Nýr bar opnar AKRANES: Nýr bar mun verða opnaður við Stillholt 16-18 á Akranesi á næstunni. Barinn hefur fengið nafnið Útgerð- in bar. Að því er fram kemur á Facebook síðu barsins má gera ráð fyrir að þar verði flutt lif- andi tónlist, karaoke auk syngj- andi barþjóna. Fleira skemmti- legt verður í boði auk þess sem sýnt verður frá íþróttaviðburð- um á stórum skjá. –arg Veðurhorfur FJARNÁM Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til 5. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam Skráning á sumarönn ste dur til 4. júní l .i Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra veitti í dag verkfræðistofunni Eflu Kuðunginn, umhverfisviðurkenn- ingu ráðuneytisins, fyrir framúr- skarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Í rökstuðningi dóm- nefndar fyrir valinu á Eflu kem- ur fram að verkfræðistofan hafi frá upphafi leitast við að vera leiðandi í umhverfismálum, hvort sem er í eigin rekstri eða í framboði á um- hverfisvænum lausnum. Umhverf- isráðgjöf skipi stóran sess í þjónustu fyrirtækisins en Efla hefur aðstoðað á þriðja tug fyrirtækja við innleið- ingu umhverfisstjórnunar. Þá hafi fyrirtækið rutt brautina fyrir ný úr- ræði í umhverfismálum umfram lagalegar kröfur, svo sem við gerð vistferilsgreininga, ráðgjöf við vist- vænar vottanir bygginga auk ým- issa lausna sem snúi að umhverfis- verkfræði. „Hjá Eflu er umhverf- isvinkillinn settur á öll verkefni en slík umhverfistenging er gríð- arlega mikilvæg hjá fyrirtæki sem sinnir margskonar ráðgjöf og verk- efnastjórnun,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. mm Unnsteinn Guð- mundsson og Mandy Nachbar voru önnum kafin við að gera við háhyrninginn í Paim- pol garðinum síðasta föstudag. Listaverk- ið sem var sett upp í júní 2016 var farið að láta aðeins á sjá eftir tíðarfarið undanfarna mánuði. Það var búið að brotna aðeins úr því og því var kominn tími á þessa viðgerð. tfk Síðastliðinn föstudag rann út frest- ur til að skila inn framboðum til forseta Íslands, ásamt lágmarks fjölda meðmælenda. Tveir skil- Guðmundur Franklín Jónsson. Kosið milli tveggja í embætti forseta Íslands uðu inn framboðum, þeir Guðni Th. Jóhannesson og Guðmund- ur Franklín Jónsson. Ef listar með meðmælendum reynist réttur verð- ur boðað til kosninga til embætt- is forseta Íslands laugardaginn 27. júní næstkomandi. Raunar er nú þegar hafin kosning utan kjörfund- ar, svo sem hjá embættum sýslu- manna og í sendiráðum erlendis. Guðmund Franklín Jónsson er við- skipta- og hagfræðingur en Guðna Th. Jóhannesson er sitjandi forseti Íslands og býður sig fram til emb- ættis annað kjörtímabil. mm Guðni Th. Jóhannesson. Gert við háhyrninginn í garðinum Efla hlýtur Kuðunginn Guðmundur Ingi ásamt fulltrúum Eflu, þeim eru Helgu J. Bjarnadóttur, sviðsstjóra samfélagssviðs og Guðmundi Þorbjörnssyni framkvæmdastjóra Eflu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.